Morgunblaðið - 08.09.1998, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 08.09.1998, Qupperneq 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 8. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ ÍSLAND-FRAKKLAND Viðbrögð Roger Lemerre, landsliðsþjálfara Frakka og franskra dagblaða ' L... s- % L' V< ■ ; j í' '\ mmsmm Morgunblaðið/Einar Falur ROGER Lemerre á fundi með fréttamönnum eftir leikinn í Laugardal. Meistararnir brot- lervtu í Reykjavík FRÖNSK blöð fjalla nokkuð um landsleik íslands og Frakkiands í undankeppni Evrópumótsins sem fór fram á Laugardalsvelli sl. laug- ardag og endaði með jafntefli, 1:1. Eru blöðin á sammála um að úrslit- in séu vonbrigði en um leið þörf áminning til liðsmanna um að tími sé til kominn að þeir komi niður á jörðina og horfi til framtíðar í stað þess sem liðið er. Eitt stærsta dag- blað Frakklands, France-Soir, tek- ur m.a. svo djúpt í árinni að segja að heimsmeistararnir hafi með naum- indum bjargað sér frá niðurlægingu með því að jafna eftir að ísland hafi komist yfir. „Það er nokkuð til sem heitir heimskautaknattspyi-na og franska liðið hefur öðlaðst bitra reynslu af henni,“ segir dagblaðið Le Quoti- dien í gær. „Þeir bláu rákust á ís- vegg,“ bætir blaðið við en landslið Frakka gengur undir því nafni í heimalandi sínu og breytir engu þótt það hafi leikið í hvítum búning- um í Reykjavík. „Franska landsliðið verður að líta á lífið af meiri alvöru en það hefur gert, framundan er erfiður leikur við Rússa í Moskvu 10. næsta mánaðar." * Le Monde „Heimsmeistararnir brotlentu í Reykjavík," sagði í fyrirsögn Le Monde. „Aðeins 55 dögum eftir sig- urinn á heimsmeistaramótinu komu heimsmeistararnir niður af stalli sínum. Fyrsta hindrunin á leiðinni í lokakeppni Evrópumóts landsliða, sem álitin var auðveld, var það ekki.“ Þjálfari Frakka, Roger Lem- erre, viðurkennir að í Reykjavík hafi þrjú örugg stig skyndilega breyst í eitt. Blaðamaður Le Monde spyr Fa- bien Barthez markvörð um tildrög marksins og vill markvörðurínn ekki viðurkenna að hafa gert mistök heldur hafi Eyjólfur Sverrisson leikmaður íslands hindrað sig í út- hlaupinu. „Leikmaður númer átta [Eyjólfur] hindrar mig við að hlaupa út og grípa boltann eins og ég hef gert þúsund sinnum á ferli mínum. Sökum þess reynist leik- manni númer ellefu [Ríkharði Daða- syni] auðvelt að skora.“ Blaðamaður Le Monde er ekki jafn sannfærður og Barthez um að markvörðurinn hafi ekki gert nein mistök og lætur þess getið að samherjar hans hafi ekki verið tilbúnir að taka skýring- una gilda en hafi ekki viljað tjá sig um hana opinberlega. Blaðið segir ennfremur að leik- menn hafí vaknað af værum blundi á þessu eldvirka landi og ættu að láta sér það að kenningu verða. Le Parisien Blaðið hefur ekki uppi há- stemmdar yfirlýsingar um leikinn en segir m.a. að verði framganga heimsmeistaranna í næstu leikjum í líkingu við þá sem þeir buðu upp á í Reykjavík sé ekki von á góðu og þeir verði þá örugglega ekki með í lokakeppni Evrópumótsins eftir tæp tvö ár. Þá eyðir Le Parisicn miklu púðri í að fylgjast með hegðun markvarð- arins Barthez að leik loknum en það álítur hann hafa gert hroðaleg mis- tök þegar íslendingar skoruðu mark sitt. Segir blaðið hann hafa farið undan í flæmingi fyrst eftir að leikmenn franska liðsins komu út úr búningsklefa sínum til að ræða við fjölmiðlamenn. Hann hafi aðallega leitað sér að athvarfi undir stúku Laugardalsvallar til þess að reykja og hringja í föður sinn. Þá rifjar Le Parisien upp varnað- arorð landsliðsmannsins Lilians Thurams fyiir leikinn þar sem hann hvatti til þess að félagar sínir gleymdu því að þeir væru heims- meistarar; sá titill myndi ekki hjálpa gegn Islendingum. „Þetta var eins og að leika gegn vegg,“ stundi markaskorarinn Christophe Dugarry vonsvikinn við blaðamann Le Parisien. Fyrirliðinn Didier Deschamps segir leikaðferð íslenska liðsins ekki hafa komið á óvart en segir jafnframt að franska liðið hafi ekki búið sig nægilega vel undir hana. Segir blaðið að franska unglingalandsliðið hafi mætt sömu leikaðferð fyrr um daginn en fundið ráð og skorað tvö mörk. Liberation „Frakkar komust að því að Islend- ingar borða ekki bara kartöflusúpu í litlum fiskimannakofum. Þessa helgi, á þessu gróðursnauða landi spruttu þar upp kappsamir knattspymu- menn. í látlausum kappleik létu drengirnir hans Rogers Lemerre undan og glötuðu tveimur stigum." L’Humanité „Nýr heimur blasir við heims- meisturunum,“ segir blað franski'a kommúnista og bætir við að menn fari ekki með sigur af hólmi með því að halda aftur af sér. Ber blaðið saman mikla baráttu og góðan sigur á Brasilíu í úrslitum HM 12. júlí og slaka frammistöðu gegn íslending- um átta vikum seinna. Segir L’Humanité lítið samhengi í getu liðsins í þessum tveimur leikjum. Baráttan er á milli fjogurra liða, ekki þriggja „Ég er ánægður með það hvernig menn mínir léku að þessu sinni, þeir gerðu eins og fyrir þá var lagt, vanda- málið var bara íslenska vörnin sem var sterk við komumst ekki í gegnum," sagði Roger Lemerre, landsliðsþjálfari Frakka, sem stjórna liði sínu í fyrsta skipti í opinberu móti eftir að hann tók við í kjölfar sigurs Frakka á heims- meistaramótinu í jiíh' sl. „Leikmenn komu rétt stemmdir til leiks og undir- búningurinn var eins og hann verður bestur. Engu í undirbúningnum er um að kenna þeirri staðreynd sem við stöndum nú frami fyrir, að hafa aðeins fengið eitt stig úr þessum leik í stað þriggja eins og stefnt var að. Eg ítreka að leikmenn gerðu eins og fyrir þá var lagt, það nægði bara ekki.“ Leinerre sagði ennfrem- ur að vel hefði verið hægt að tapa leiknum úr því sem komið var, íslenska liðið liefði skorað á undan og hugsanlega geta haldið hreinn út leikinn eins og það lék vörnina. „Þótt það hefði verið gegu öllum lög- málum hefðum við getað tapað leiknum, það er ljóst." Hann sagði ennfrem- ur að leikmenn sínir liefðu gert allt sem í þeirra valdi stóð til að vinna, en allt kom fyrir ekki vegna sterkrar varnar íslenska liðsins. „íslendingar hugs- uðu bara um að verjast og sýndu lítinn vilja til sóknar, einkum eftir að þeir gerðu markið. Það sýnir sig best í því að þeir áttu örfá mark- skot og enga hornspymu í leiknum. Þar sem knatt- spyman er alþjóðleg iþrótt leika knattspyrnumenn ís- lenska liðsins með félagslið- um í Evrópu og eru af þeim sökum sterkir. Vörnin er vel uppsett og skynsamlega leikin. Fastlega má búast við því að önnur lið í riðli okkar lendi í sömu vand- ræðum með Islcndinga og við lentum í að þessu sinni.“ Lemerre sagðist enn- fremur reikna ineð því að fá fjögur stig úr viðureign- unum tveimur við íslend- inga. „Eigi að síður tel ég eftir þennan leik að fjögur lið verði í baráttunni, en ekki þijú eins og talið var í upphafi. ísland verður með í baráttunni um efstu sætin ásamt okkur, Rússum og Ukraínu. Ég er ekki ósáttur við leikaðferð íslenska iiðsins að þessu sinni, þeir leika eins og þeir geta best og við megum eiga von á að mæta fleiri þjóðum á næstu misserum sem nota sömu leikaðferð, við því er ekk- ert að segja. Það leikur hver eins og hann getur best.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.