Morgunblaðið - 08.09.1998, Síða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 8. SEPTEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Hátt í tuttugu umsagnir um gagnagrunnsfrumvarpið berast heilbrigðisráðuneytinu
T'
i <
IÖLVUNEFND leggui- til fjölmarg-
*ar breytingar á drögum að gagna-
grunnsfrumvarpi í áliti, sem hún
sendi frá sér í gær, meðal annars
þá að leitað verði eftir samþykki allra sjúk-
linga fyrir notkun á upplýsingum, fremur en
að þeir þurfí sjálfíi’ að hafa frumkvæði að því
að koma í veg fyrir notkun þeirra. Félag ís-
lenskra hjúknmarfræðinga lagði einnig fram
álit í gær og leggur til að einstaklingar merki
við í skattaskýrslu hvort þeir samþykki að
upplýsingar um sig séu færðar í gagna-
grunninn.
Samkeppnisstofnun hefur gagnagrunns-
frumvarpið til umsagnar þessa dagana og
mun skila áliti á næstu dögum. Asgeir Ein-
arsson, yfírlögfræðingur stofnunarinnar,
segii' að þeim ákvæðum sem gagnrýnd hafí
verið í fyrri útgáfu frumvarpsins hafi lítið
verið breytt.
A föstudaginn rann út frestur til að skila
áliti um nýju frumvarpsdrögin, en sum álit-
in voru að berast í pósti í gær. Samkvæmt
upplýsingum frá heilbrigðisráðuneytinu
höfðu í gær borist álit frá sextán aðilum;
Geðhjálp, Hjartavernd, Vísindafélagi ís-
lendinga, Héraðslækninum í Reykjavík,
Ríkiskaupum, Stjórn Sjúkrahúss Reykja-
víkur, Slysavarnafélagi Islands, Vísinda-
siðanefnd, Blóðbankanum, Stjórnarnefnd
Ríkisspítala, Slysavarnaráði, Læknafélagi
Reykjavíkur, Héraðslækni Vesturlands,
Erfðafræðinefnd Háskóla Islands, Tann-
læknadeild Háskóla Islands og stjórn
Læknaráðs Landspítalans. Einnig var
væntanlegt álit frá Læknafélagi Islands. Þá
eru áður talin álit frá Félagi íslenskra
hjúkrunarfræðinga og Tölvunefnd.
Stærsta verkefni á þessu
sviði hér á landi
Tölvunefnd telur að stofnun og eftirlit með
gagnagrunni á heilbrigðissviði sé „stærsta og
viðamesta verkefni á þessu réttarsviði sem
nokkru sinni hefur verið ráðist í hér á landi
og þótt víðar væri leitað“. í áliti nefndarinn-
ar til heilbrigðisráðuneytisins kemur fram að
málafjöldi fyrir nefndinni hafi vaxið úr 141
árið 1991 í 439 árið 1997. Nefndin hafi aðeins
á að skipa einum starfsmanni í hlutastai-fi og
því þurfi að efla hana til að hún sé fær um að
rækja hlutverk sitt varðandi gagnagrunninn
og önnur verkefni.
Tölvunefnd telur að þrjú atriði horfi eink:
um til bóta í nýju frumvarpsdrögunum. I
fyrsta lagi það að gert sé ráð fyrir að ein-
staklingar hafi forræði á því hvort upplýsing-
ar fari inn í gagnagrunninn, í öðru lagi að
skráning og úrvinnsla heilsufarsupplýsinga
verði framkvæmd eða henni stjórnað af fólki
með starfsréttindi á sviði heilbrigðisþjónustu
og í þriðja lagi að óháðum aðila, það er að
segja Tölvunefnd, verði falið að hafa eftirlit
með framkvæmd laganna.
Villandi að upplýsingar séu
sagðar ópersónutengdar
Tölvunefnd gagnrýnir að ekki sé tiltekið í
frumvarpinu hvort upplýsingar um einstaka
menn í gagnagrunninum eigi að vera dulkóð-
aðar eða aftengdar persónuauðkennum. Þó
virðist sem fremur sé tekin fyrri stefnan.
Þegar persónuupplýsingar séu dulkóðaðar
fái einstaklingur nýtt og tilbúið skráningar-
eða persónuauðkenni, en til sé greiningarlyk-
ill sem geri kleift að persónugreina einstak-
lingana. Þegar upplýsingarnar eru aftengdar
persónuauðkennum sé hins vegar ekki til
neinn greiningarlykill. Það sé einungis í síð-
ara tilvikinu sem hægt sé að segja að upplýs-
ingarnar séu ópersónutengdar.
Tölvunefnd telur af þessum
sökum villandi sem komi fram í 1.
grein fmmvarpsins, að í
grunninnum verði ópersónu-
tengdar heilsufarsupplýsingar.
Bent er á að dulkóðunarkerfi ____________
geti aldrei tryggt fullkomið ör-
yggi og er það af þremui' ástæðum. í fyrsta
lagi vegna þess að fá dulkóðunarkerfi séu
svo fullkomin að ekki sé’ hægt að brjóta þau
upp ef til þess er vilji, fjármunir og tími. í
öðru lagi sé ekkert kerfi fullkomnara en þeir
einstaklingar sem við það starfa og þeim
mun verðmætari sem gagnagrunnurinn er,
þeim mun meiri sé ásóknin í hann og því
veikara sem eftirlitið sé því meiri möguleik-
ar séu á því að upplýsingarnar verði misnot-
aðar.
í þriðja lagi bendir Tölvunefnd á það að
vegna smæðar íslenska samfélagsins sé auð-
veldara en ella að þekkja úr einstaklinga þó
að upplýsingar séu dulkóðaðar og ef einstak-
lingar hafi verið gi’eindir megi einnig greina
fjölskyldur þeirra.
Leitað verði
eftir samþykki
sjúklinga
Hátt í tuttugu aðilar höfðu í gær sent heilbrigðis-
ráðuneytinu álitsgerðir um ný drög að gagnagrunns-
frumvarpi. Tölvunefnd gerir alvarlegar athugasemdir
við nær allar helstu greinar frumvarpsins og
telur einnig að nefndin sé mjög vanbúin til að takast
á við eftirlit með framkvæmd laganna eins og aðbún-
aður hennar er nú. Samkeppnisstofnun telur að
litlar breytingar hafí orðið á þeim ákvæðum
frumvarpsins sem hún gagnrýndi áður.
Persónuupplýs-
ingar ekki skil-
greindar skv.
lögum né Evr-
ópureglum
Ekki skilgreint hvaða
hliðarupplýsingum megi safna
Tölvunefnd telur að ekki sé nægilega vel
skilgi-eint hvaða upplýsingum tengdum
heilsufai’supplýsingum megi safna. Til dæm-
is girði frumvarpið ekki fyrir að þær séu
tengdar upplýsingum um félagsleg vandamál
manna, skólagöngu þeiri-a, starfsferil, brota-
feril o.s.frv. Nefndin bendir á í þessu sam-
bandi að það sé og hafi verið „eitt helsta
markmið vestrænnar persónuverndarlög-
gjafai' að takmarka slíka samtengingu við-
kvæmra persónuupplýsinga.“
Nefndin telur að skilgi'eining framvarps-
ins á því hvað séu persónuupplýsingar sé
hvorki í samræmi við íslensk lög og Evrópu-
reglur né vinnuferli Tölvunefndar, þó því sé
haldið fram í frumvarpinu sjálfu. í lögum frá
1989, tilskipun Evrópusambandsins frá 1995
og í starfi Tölvunefndar sé miðað við það að
dulkóðaðar upplýsingar teljist jafnan per-
sónuupplýsingai', þó að greiningarlykill sé
ekki í höndum þess sem upplýsingarnar not-
ar. Skilgreiningar gagnagrunnsframvarpsins
séu til þess fallnar að valda vafa um það
hvort dulkóðuðu upplýsingarnar falli undii'
valdsvið Tölvunefndar, einkum eftir að þær
era komnar í gagnagrunninn.
Tölvunefndin telur að samræma þurfi lög-
gjöf um persónuupplýsingar hér á landi inn-
byrðis og jafnframt samræma hana áður-
nefndri tilskipun Evrópusambandsins.
Ekki hægt að tryggja
staðsetningu grunnsins
Tölvunefnd tekur undir það sem fram
kemur í framvarpinu, að gagngrunnurinn
eigi að vera staðsettur á Islandi, en bendir á
að nútíma tækni við sjálfvirka vinnslu upp-
lýsinga geri það að verkum að auðvelt sé að
brjóta þessa reglu og nánast útilokað sé að
hafa eftirlit með því að henni sé fylgt.
Gagnrýnt er í áliti Tölvunefndar að í fram-
varpinu sé ekki tekið fram með hvaða hætti
eigi að miðla upplýsingum úr gagngrannin-
um, heldur sé ráðherra falið að til-
taka það í starfsleyfi.
Einnig er gagnrýnt að hvorki
skuli tiltekið hver eigi að vera
vörslumaður sérstaks afrits af
gagnagranninum, sem samkvæmt
lögunum á að geyma í bankahólfi
eða með öðrum tryggum hætti, né
heldur hvernig eignarhaldi að gagnagrunnin-
um verði háttað þegar leyfistíma lýkur.
í framvarpinu er tiltekið að nefnd um gerð
og starfrækslu gagnagrunnsins skuli sam-
stundis gera ráðherra viðvarf ef hún telur
misfellur vera á starfrækslu hans, en Tölvu-
nefnd telur að tiltaka skuli einnig í lögunum
að henni skuli vera gert viðvart.
I álitinu er bent á að það skorti í frum-
varpið að tiltaka hverjir séu til þess bærir
fyrir hönd heilbrigðisstofnana að samþykkja
flutning á upplýsingum úr sjúkraskrám og
öðrum heilsufarsupplýsingum í gagnagrunn-
inn.
Tölvunefnd telur að ákvæði frumvarpsins
um leyfi til samtengingar upplýsinga úr
sjúki-askrám einstaklinga og úr niðurstöðum
vísindarannsókna á sömu einstaklingum sé
vafasamt. „Telur Tölvunefnd það engan veg-
inn sjálfgefið, að rekstrarleyfishafa verði
veitt svo umfangsmikil og víðtæk samteng-
ingarheimild sem hér um ræðir. Þá telur
Tölvunefnd rétt að hafa í huga í þessu sam-
bandi, að niðurstöður vísindarannsókna eiga
samkvæmt skilmálum sem nefndin hefur
sett, jafnan að vera ópersónulegar, nema
nefndin hafi veitt heimild til annars. Er því
vandséð, hvemig unnt á að vera að beita
ákvæði þessu í framkvæmd.“
Leitað verði eftir
samþykki sjúklinga
Tölvunefnd fagnar því að í nýju framvarps-
drögunum komi fram að sjúklingar geti óskað
eftir því að upplýsingar um þá verði ekki
fluttar í gagngranninn, en telur að í stað þess
að þeir þui-fi að hafa framkvæði í þessum efn-
um skuli leitað eftir samþykki þem’a. Astæð-
urnar sem Tölvunefnd tiltekur era þær að
upplýsingarnar varði viðkvæm einkamál, að
stefnt sé að notkun upplýsinganna í öðrum
tilgangi heldur en þeim sem þeim vai' upp-
ranalega safnað til, að ei-fitt sé fyrir sjúklinga
að henda reiður á því hvenær á lífsleiðinni
þeir hafi leitað til heilbrigðiskerfisins og að
ekki sé óframkvæmanlegt að afla slíks sam-
þykkis. Tölvunefnd bendir einnig á að gert sé
ráð fyrir slíku samþykki í tOskipun Evrópu-
sambandsins um gagnagranna og einnig í ís-
lenskum lögum hvað varðar samþykki sjúk-
linga fyrir þátttöku í vísindarannsóknum.
Tölvunefnd bendir sérstaklega á það að
engan veginn sé sjálfgefið að upplýsingar um
látna menn verði skilmálalaust færðar inn í
gagngranninn, en í frumvarpsdrögin vanti að
til þess sé tekin afstaða.
Miðlægur gagnagrunnur
ekki nauðsynlegur
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga tekur
undir mörg helstu gagnrýnisatriði Tölvu-
nefndar í áliti sínu, en fagnar einnig því að
breytingar hafi orðið til úrbóta á
framvarpinu. Félagið lýsir þó efa-
semdum um nauðsyn miðlægs
gagnagrunns, því hægt sé að ná
sömu markmiðum með „eðlilegri
upplýsingavæðingu heilbrigðis-
kerfisins". _^___
í framvarpsdrögunum kemur
fram að lögin eigi ekki að taka til gagna-
grunna sem þegar eru til í heilbrigðiskerfinu,
svo sem sjúkraskráarkerfa einstaki'a heil-
brigðis- og rannsóknarstofnana, gagnasafna
vegna vísindai-annsókna á einstökum sjúk-
dómum eða sjúkdómaflokkum eða skrá sem
stjórnvöld á sviði heilbrigðis- og tryggingar-
mála halda um notendur heilbrigðisþjónustu
og rekstur heilbrigðiskerfisins. Félag ís-
lenskra hjúki'unarfræðinga telur að taka
þurfi skýrt fram að þessi skilgreining nái
einnig til gagnagi'unna af þessu tagi sem
byggðir verði upp í framtíðinni, ekki aðeins til
þeirra sem nú era til.
Félagið telur að takmarka þurfi aðgang að
upplýsingunum umfram það sem tiltekið er í
frumvarpsdrögunum. Þar kemur fram að
skráning og vinnsla heilsufarsupplýsinga
skuli „framkvæmd eða henni stjórnað af fólki
með starfsréttindi á sviði heilbrigðisþjón-
ustu“. Félagið telur að eðlilegra væri að tak-
marka þetta við þær heilbrigðisstéttir sem í
dag hafa daglegan aðgang að sjúkraskrám,
s.s. lækna, hjúkiunarfræðinga og læknarit-
ara.
Heilbrigðisyfírvöld lúti sömu
reglum og aðrir
I frumvarpsdrögunum er tekið fram að
heilbrigðisyfirvöld skuli ætíð hafa óheftan
aðgang að upplýsingum úr gagnagiunninum,
en félagið telur að eðlilegast væri að þau lytu
sömu reglum um aðgang og aðrir.
Varðandi skipan nefndar um gerð og starf-
rækslu gagnagrannsins telur félagið eðlOeg-
ast að einn af nefndarmönnum verði skipaðm'
af ráðherra, en ekki allir þrír eins og tiltekið
er í framvarpsdrögunum. Hinir tveh' verði til-
nefndir af „viðurkenndum opinberum aðilum
á sviði tölvunarfræði, faraldsfræði og siðfræði
vísindarannsókna . . .“ Er það í samræmi við
þá skoðun félagsins að draga eigi úr valdi
stjórnmálamanna yfir gagnagrunninum mið-
að við stefnu frumvarpsdraganna.
Líkt og Tölvunefnd telur félagið að leita
eigi efth' samþykki sjúklinga áður en upplýs-
ingar um þá era færðar í gagnagrunninn og
leggur það til að það verði gert með merk-
ingu í skattaskýrslu sem síðan yi'ði færð í
þjóðskrá. Félagið telur einnig að ekki eigi að
færa neinar upplýsingar um einstakling í
gagnagrunninn, sé hann því mótfallinn. I
framvarpsdrögunum segir að upplýsingar
um alla einstaklinga verði færðar í gagna-
grunninn fyrh' heilbrigðisskýrslugerð og
vegna annarrar tölfræðOegrar skráningar
heilbrigðisyfirvalda.
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga telur
að taka þurfi af allan vafa í lögum um eignar-
rétt sjúkraskráa og nýtingarrétt þeirra.
Gagnrýni Samkeppnisstofnunar
hafði lítil áhrif
Samkeppnisstofnun hefur fengið nýja út-
gáfu gagnagrannsfrumvarpsins til umsagn-
ar. Ásgeir Einarsson, yfirlögfræðingur stofn-
unarinnar, segir að líklega muni heilbrigðis-
ráðuneytinu verða svarað á næstu dögum.
Ásgeir segir að þær greinar frumvarpsins
sem Samkeppnistofnun hafi áður gert at-
hugasemdir við hafi lítið breyst frá fyná út-
gáfu þess. „Hvort sem það var vegna okkar
umsagnar eða einhvers annars hafa þeir fellt
út það skilyrði sem er í gamla framvarpinu,
um að fyrirtækið yrði að vera íslenskur lög-
aðili. Að öðra leyti sýnist mér [þau ákvæði
sem Samkeppnisstofnun gerði athugasemdir
við] nokkuð svipuð og þau voru.“
Það var í apríl síðastliðnum sem heilbrigð-
isráðuneytið óskaði eftir áliti Samkeppnis-
stofnunar um fyiTÍ útgáfu gagnagranns-
framvarpsins. Svar stofnunarinnai' barst í
lok júní og komu þar fram athugasemdir við
3. og 5. grein frumvarpsins.
í fyrsta lagi komu fram efasemdir um það
að sérleyfið væri nauðsynlegt, því hagsmunir
leyfishafans væra tryggðir á annan hátt,
bæði með samkeppnislögum og með tilskip-
un Evrópuþingsins og Evrópuráðsins frá ár-
inu 1996 um lögverndun gagnagrunna. Til-
skipunin hefur að vísu ekki tekið gildi hér á
landi ennþá, en fram kemur í áliti Sam-
keppnisstofnunai' að ráðgert sé að lögfesta
hana á haustþingi.
I öðru lagi gerði Samkeppnisstofnun at-
hugasemd við þá forsendu að kostnaður
vegna gerðar gagnagrannsins gerði veitingu
sérleyfis nauðsynlega. Stofnunin
benti á að heilbrigðisráðuneytið
byggi ekki yfir neinum gögnum
til að meta kostnaðinn. Tvær
kostnaðaráætlanir liggja fyrir,
áætlun upp á 12 milljarða króna
____^_ frá íslenskri erfðagi'einingu og
áætlun Ríkisspítalanna um 1-4
milljarða króna kostnað. „Varhugavert er út
frá almannahagsmunum að byggja um of á
upplýsingum frá fyrirtækjum sem sjálf sækj-
ast eftir sérleyfum," segii- í álitinu. „Fyrir-
tæki reyna vitaskuld að hámarka hagnað
sinn og út frá sjónarhóli þeii'ra geta sérleyfi
verið æskileg. Þau geta m.a. veitt vernd frá
samkeppni. Almannahagsmunir felast hins
vegar m.a. í því að virk samkeppni ríki á sem
flestum sviðum. í ljósi þessa beinir Sam-
keppnisstofnun þeim tilmælum til ráðuneyt-
isins að gerð verði nánari úttekt á þörfinni
fyrir veitingu sérleyfis á þessu sviði.“
í þriðja lagi benti Samkeppnisstofnun á að
hætta væri á því að veiting sérleyfisins gæti
brotið í bága við ákveðin ákvæði EES-samn-
ingsins um samkeppnismál.
Notkun upp-
lýsinga í öðrum
tilgangi en
þeim var
safnað til