Morgunblaðið - 08.09.1998, Page 14

Morgunblaðið - 08.09.1998, Page 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 8. SEPTEMBER 1998 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Kári Stefánsson, forstjóri Islenskrar erfðagreiningar Ætlum ekki að gera lyfjatilraunir í KYNNINGARBÆKLINGI de- Code genetics inc., móðurfyrirtækis Islenskrar erfðagreiningar, til er- lendra fyrirtækja kemur fram að það geti boðið samstarfsfyrirtækjum „aðgang" að Islendingum vegna lyfjatilrauna. Kári Stefánsson, for- stjóri íslenskrar erfðagreiningar, segir að fyrirtækið hyggist ekki gera neinar slíkar tilraunir sjálft, en not- ast við upplýsingar úr tilraunum sem aðrir gera og skoða þær í samhengi við upplýsingar úr fyrirhuguðum gagnagrunni heilbrigðismála. „Það eru tilraunir í þá átt í lyfja- iðnaðinum að minnka sem mest bein- ar lyfjatilraunir og reyna að komast að sömu niðurstöðu með módelsmíði. I stað þess að þurfa að gefa sjúkling- um lyf og nota niðurstöðurnar til að ákveða hvernig meðhöndla á sjúk- linga er reynt að safna sem mestum upplýsingum þannig að hægt sé að nota afleiðsluröksemdafærslu til að ákveða hvernig eigi að meðhöndla fólk. Þetta held ég að sé meginhugs- unin á bak við það sem stendur í þessum bæklingi." Aðspurður segir Kári að deCode stefni hvorki að því að verða frum- kvöðull né milliliður í lyfjatilraunum. „Ég held að það sé ólíklegt að við værum í þeirri aðstöðu þótt við vild- um verða milliliðir, því þessi [lyfjajfyrirtæki hafa sína fulltrúa á íslandi. Til dæmis held ég að Giaxo- Wellcome sé með tólf manna fyrir- tæki á íslandi sem vinnur að því að koma á fót, stjórna og túlka lyfjatil- raunir sem fyrirtækið gerir hér.“ Tryggingafyrirtæki meðal notenda gagnagrunnsins í bæklingi deCode inc. kemur einnig fram að meðal mögulegra samstarfsfyrirtækja þess séu trygg- ingafyrirtæki. „Tryggingafyrirtæki reka banda- ríska heilbrigðiskerfið,“ segir Kári. „Þau, eins og öll önnur fyrirtæki sem koma að heilbrigðiskerfinu, eru að leita að aðferðum til að gera læknisfræðina ódýrari, skilvirkari og betri. Ég reikna til dæmis með því að þegar kemur að því að byggja upp fyrirbyggjandi læknisfræði, það er að segja læknisfræði þar sem er lögð áhersla á að viðhalda heilsu frekar en að takast á við sjúkdóma þegar þeir eru orðnir sem þyngstir fyrir sjúklinga, þá komi trygginga- fyrirtækin til með að vísa veginn. Heilsufarstryggingar í Bandaríkj- unum eru gjarnan þannig að borguð er á ári hverju ákveðin upphæð fyr- ir hvern einstakling sem er tryggð- ur.“ Kári segist gera ráð fyrir að stór tryggingafyrirtæki muni mjög leita eftir því að nota gagnagrunninn, verði hann til. „Þau munu meðal annars nota hann til að hjálpa til við að setja saman áætlanir um fyrir- byggjandi læknisfræði og auka skilning á því hvernig kostnaður verður til í heilbrigðisþjónustunni.“ Morgunblaðið/Kristinn HÓPURINN saman kominn og tilbúinn að halda vestur um haf á sunnudag. F.v. Bryndís Bogadóttir, Anna S. Kristjánsdóttir, Hálfdan Helgi Helgason, Guðbjörg Erla Ríkharðsdóttir, Ríkharður Orn Atla- son og Páll Marvin Jónsson. Farin á fund Keikós FJÓRMENNINGARNIR Anna S. Krisljánsdóttir og Hálfdan Helgi Helgason frá Eskifirði og Guð- björg Erla Ríkharðsdóttir og Rík- harður Örn Atlason frá Vest- mannaeyjum héldu af stað til Bandaríkjanna á sunnudag, til þess að heimsækja háhyrninginn Keikó í Newport í Oregon áður en hann leggur upp í langferðina til Islands. Börnunum, sem öll eru ellefu ára gömul, mun gefast tækifæri til að fylgjast með Keikó siðustu daga hans í Öregon, eða þar til hann verður fluttur í flugvélina sem flýgur með hann hingað til lands. Með fjórmenningunum í för verða þau Bryndís Bogadóttir kennari og Páll Marvin Jónsson, forstöðu- maður Rannsóknasetursins í Vest- mannaeyjum. Samraðsfundur Kvennalistans * Akveður að undirbúa sameigin- legt framboð í kjördæmunum SAMRAÐSFUNDUR Kvennalist- ans ákvað á fundi sínum á sunnudag að taka þátt í undirbúningi sameigin- legs framboðs félagshyggjuflokk- anna úti í kjördæmunum. Eins konar sameiginlegt kjördæmisráð verður því myndað í hverju kjördæmi fyrir sig með þremur kvennalistakonum auk þriggja fulltrúa frá hvorum A- flokkanna. Endanleg ákvörðun um það hvort Kvennalistinn taki þátt í sameiginlegu framboði flokkanna verður hins vegar ekki tekin fyrr en á landsfundi Kvennalistans, sem haldinn verður eigi síðar en 1. nóv- ember nk., að sögn Guðnýjar Guð- björnsdóttur, fulltrúa Kvennalistans í viðræðum um sameiginlegt fram- boð félagshyggjuflokkanna. Samstarfssamningi Alþýðuflokks, Alþýðubandalags og Kvennalista, þar sem tekið er á öllum öðrum mál- um en sjálfum málefnasamningnum, er enn ekki lokið, en að sögn Guðnýj- ar má búast við því að svokallaðri ritstýringarvinnu málefnasamnings- ins ljúki eftir hálfan mánuð eða svo. Hún segir það mikilvægt fyrir kvennalistakonur að málefnasamn- ingurinn verði nógu sterkt litaður af kvenfrelsisáherslum þeirra og að þær fái tækifæri til að fylgja þeim áherslum eftir í sameiginlegu fram- boði. ÚTGERÐARFÉLAG Akureyringa hf. hefur selt frystitogarann Sól- bak EA til fyrirtækisins Over-sea, sem er dótturfyrirtæki NASCO í Reykjavík. Sólbakur er minnsti frystitogari félagsins og hann verður afhentur nýjum eigendum á næstunni. Sólbakur var smíðaður í Japan 1972 en endurbyggður í Þýska- landi 1986. Skipið er 765 brúttó- tonn að stærð, tæpir 54 metrar að lengd og 9,5 metrar að breidd. Sólbakur hefur síðustu mánuði verið í leigu hjá Básafelli á Isa- firði en UA tók skipið úr rekstri í mars í fyrra og hafði skipið að mestu legið við bryggju fram að því að Básafell tók skipið á leigu í vor. Eftir söluna á Sólbak á UA fimm togara, frystitogarana Svalbak og Sléttbak og ísfisktogarana Harð- bak, Kaldbak og Árbak. Vörður Oþarfa af- skipti af Ibúða- lánasjóði VÖRÐUR, félag ungra sjálf- stæðismanna telur Fram- sóknarflokkinn hafa verið með óþarfa afskiptasemi af Ibúðalánasjóði að því er fram kemur í ályktun frá stjórn fé- lagsins. Þar segir að undirbúnings- nefnd um stofnun sjóðsins eigi að annast ráðningu fram- kvæmdastjóra og ráðningar- tíma en ekki Framsóknar- flokkurinn. Það hljóti að vera hagur sjóðsins að fram- kvæmdastjórinn taki sem fyrst til starfa, en bíði ekki til loka þinghalds næsta vor eins og flokkurinn hafi ákveðið. : Morgunblaðið/Kristján Endurnar fá brauðbita Brotajárn unnið í S-Þingeyjarsýslu 6-700 tonn unn- in fyrir austan YFIR 300 tonn af brotajárni voru unnin í Mývatnssveit og á milli 3- 400 tonn á Húsavík í síðustu viku og er þetta í fyrsta sinn sem menn á vegum Hringrásar fara á þessa staði með færanlega endurvinnslu- stöð og vinna brotajárn. Sveinn Asgeirsson hjá Hringrás sagði að umræddu brotajárni hefði verið safnað saman á síðustu árum á þessum stöðum en sífellt væru að bætast inn nýir staðir sem óskuðu eftir þjónustu af þessu tagi. Áður hefði járnið verið urðað, en mikil vakning væri hjá forsvarsmönnum sveitarfélaga víða um land um gildi endurvinnslu. „Útflutningsstöðum er alltaf að fjölga og þessi mál eru á réttri leið,“ sagði Sveinn. Hringrásarmenn hafa verið á ferð með endurvinnslustöðina og er þetta þriðja árið sem farið er vítt og breitt um landið í því skyni að vinna brotajárn. Næsti viðkomustaður þeirra er Akureyri og gerði Sveinn ráð fyrir því að brotajárn yi-ði unnið þar næstu tvo mánuði. ENDURNAR á Leirutjörninni eru svo sannarlega í góðum höndum þegar frændsystkinin Hilma Ýr og Hörður Vilberg heimsækja þær með fullan poka af brauði, sem þau brytja ofan í hópinn. Þau voru niður við tjörn í gærdag og ekki annað að sjá en endurnar séu himinlifandi með heimsóknina. Og vona væntanlega að þau komi sem oftast. Mikill áhugi fyrir minningar- tónleikum Kristjáns Jóhannssonar Aðeins um 300 miðar óseldir MIKILL áhugi er fyrir tón- leikum stórsöngvarans Krist- jáns Jóhannssonar sem fram fara í íþróttahöllinni á Akur- eyri laugardaginn 10. októ- ber nk. Að sögn Jóns Ellerts Lárussonar í Bókvali, þar sem forsala fer fram, eru að- eins um 300 miðar eftir af þeim 1.400 sem í boði voru. Jón Ellert sagðist gera ráð fyrir að miðar á tónleikana seldust upp á næstu tveimur dögum. Um er að ræða minn- ingartónleika um föður Krist- jáns, Jóhann Konráðsson. Jó- hann hefði orðið áttræður síðastliðið haust en hann lést árið 1982. Með Kristjáni koma fram Sigrún Hjálmtýsdóttir óp- erusöngkona og ung frænka Kristjáns, Jóna Fanney Svavarsdóttir. Sinfóníu- hljómsveit Norðurlands leik- ur á tónleikunum ásamt hljóðfæraleikurum úr Sin- fóníuhljómsveit íslands. Hljómsveitarstjóri er hinn þekkti ítalski Giovanni Andreoli. Minningartónleikarnir eru jafnframt góðgerðartónleik- ar, þar sem hugsanlegur ágóði rennur til áframhald- andi uppbyggingarstarfs og reksturs Sinfóníuhljómsveit- ar Norðurlands.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.