Morgunblaðið - 08.09.1998, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 08.09.1998, Qupperneq 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 8. SEPTEMBER 1998 LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ Skátafélagið á Akranesi Mikil uppbygging útivist- arsvæðis í Skorradal Borgarnesi - Þeir tóku sig vel út í skátaskyrtu með hálsklút og í stutt- buxum þeir Jón Þ. Leifsson fjár- málastjóri og Sigurður Guðjónsson, félagsforingi Skátafélags Akraness, þegar þeir tóku glaðbeittir á móti fjölda gesta sem heimsóttu Skátafell við Skorradalsvatn á dögunum. Enda var veðrið eins gott og það get- ur best orðið hérlendis og verið að kynna náttúru- og útilífsmiðstöð sem skátamir á Akranesi hafa komið sér upp í landi Stóru Drageyrar í Skorradal í Borgarfírði. Margir hafa lagt hönd á plóginn frá því að skátafélagið á Aki-anesi fékk landið á leigu um 1970 en þá voru þeir Páll Gíslason læknir og Bragi Þórðarson bókaútgefandi á Akranesi i forsvari fyrir skátafélag- inu. Byrjað var á uppbyggingunni að Skátafelli af eldmóði og stórhug. Fljótlega reis þar um 240 fermetra hús en síðan kom nokkur afturkipp- ur í starfsemina um tíma. En þótt margir hafí verið virkir í skátastarfinu og duglegir við upp- bygginguna á Skátafelli í Skorradal í gegnum tíðina hefur mest mætt á Jóni Þ. Leifssyni á síðustu ámm. Hann gekk til liðs við skátahreyfing- una um fermingu og hefur starfað nær óslitið hjá félaginu síðan. Frá 1987 hefur Jón verið fjármálastjóri og aðaldriffjöður starfseminnar að Skátafelli. Jón er lærður vélvirki en starfar sem lögreglumaður á Akra- nesi. Hann hefur varið flestum sín- um frístundum í sjálfboðavinnu fyrir skátafélagið á Akranesi, jafnt sum- arleyfum sem vaktafríum. Mestur tíminn hefur farið í uppbygginguna að Skátafelli í Skorradal og hefur sá staður verið hans annað heimili á síð- ustu árum. I þjóðfélagi þar sem allir era að vinna fyrir peningum og reyna að hafa sem hæst laun er það æ sjaldgæfara að rekast á sjálfboða- liða og hugsjónamenn eins og Jón Þ. Leifsson. Bragi Þórðarson, sem fym er get- ið, var að Skátafelli þennan dag, klæddur í skátajakkann sinn og prýddur orðum og einkennum. Að- spurður um starf Jóns Þ. Leifssonar sagði Bragi að það besta við Jón væri hversu gott hann ætti með að fá fólk til að starfa fyrir skátahreyfing- una og svo gæti hann gengið í öll verk sjálfur, hvort sem það væri að gera við vélar og tæki, leggja hita- veiturör eða standa í samningum og stjórnarstörfum fyrir félagið. Sjálfur vildi Jón ekki gera mikið úr sínum þætti. „Ég stend alls ekki í þessu einn, það eru margir sem hafa komið að þessari uppbyggingu hér í gegnum árin,“ sagði hann. „En mér væri þetta alls ekki mögulegt sem ég er að gera nema vegna þess að konan mín og fjölskyldan öll stendur með mér í þessu.“ Sagði Jón að það hefði komið nokkur lægð í félags- starfið um tíma. „En upp úr 1980 hófst skátastarfið af fullum krafti aftur. Við héldum tívolí í íþróttahús- inu á Akranesi nokkur ár í röð og var það mjög góð fjáröflun. Upp úr því hófst fullnaðarfrágangur á Skátafelli og aðstöðunni þar. Við fengum rafmagn hingað 1988 sem var auðvitað mjög til bóta. Þá er bú- ið að laga veginn hingað til okkar og við erum orðnir veghaldarar í góðri samvinnu við Vegagerðina í Borgar- nesi. Jón var að leggja af stað með hóp í skoðunarferð um svæðið sem skát> amir hafa til umráða. Svæðið er um 700 metra langt og liggur í skógi vax- inni hlíðinni meðfram Skorradals- vatninu að sunnanverðu og nær síðan frá vatninu og upp undir hlíðar Drag- fells fyrir ofan. Gengið var eftir mjúk- um göngustígum sem skátamir hafa lagt um skóginn, en heildarlengd stíg- anna er tæpir tveir kílómeti'ar. Kurl hefur verið borið í stígana sem gerir þá einstaklega mjúka undir fæti. Sagði Jón að auk þess að kurlið væri umhverfisvænt væri mjög auðvelt að koma því út í stígana því það væri svo létt og meðfærilegt. Jón sýndi okkur stoltur hversu stór trén væru orðin sem að skátarn- ir hefðu verið að gróðursetja á und- anfornum áram. Tók hann fram að öll gróðursetning væri unnin í góðri samvinnu við Ágúst Árnason, skóg- arvörð hjá Skógrækt ríkisins í Hvammi í Skorradal. Gert hefði ver- ið deiliskipulag af svæðinu árið 1991 og síðan hefði verið unnið samkvæmt því skipulagi. Búin hafi verið til stór varðeldalaut niðri við vatnið þar sem væri mjög skjólsælt og til stæði að smíða lítið hús sem notað yrði sem smiðja og þar yrði unnið úr þeim viði sem til félli við grisjun á skóginum. Áætlað væri að ljúka framkvæmdum árið 2001. Þegar komið er aftur að Skátafelli úr gönguferðinni vekur stórt fiskikar athygli en í ki'ingum karið voru nokkrir áhugasamir ylfingar að skoða eitthvað. Jón sagði að hitaveit- Frábær tölvuskóli fyrir stelpur og stráka • Skemmtllegt þemanám • Jákvætt námsmat > Skapandi námsumhverfi ■ Samþætting námsgreina • Persónuleg aðstoð • Raunhæf verkefni Framtíðarbörn er tölvuskóli fyrir börn og unglinga á aldrinum 5-14 ára þar sem áhersla er lögð á skemmtilegt þemanám. Allir fá tækifæri til að njóta sín í fámennum hópum, sem gerir kennaranum kleift að fylgjast með og aðstoða hvern og einn. Vetrarstarfið okkar er að hefjast. í vetur gerast nemendur okkar Könnuðir Framtíðarbarna sem kanna mörg ólík efni. Má þar nefna tækni, vísindi, íþróttir ofl. Námsefni vetrarins spannar öll helstu tæknisvið tölvu- og upplýsingatækninnar á afar fjölbreyttan hátt. tf Landsbanki Mk íslands JBBLm e • • - • Sífcl FRAMTÍÐARBÖRN Innrltun er hafin - hringdu núna Reykjavík 553 3322 Akureyri 461 3328 Isafjörður 456 5470 Vestmannaeyjar 481 1938 Selfoss 482 3937 Akranes 431 3350 Kennsla hefst 14. september. Allir klúJbbfélagar í klúbJbum Landibanka Íílands fá 20-40% afslátt. JÓN Þ. Leifsson á leið út í trilluna Ver Ak-97 á Skorradalsvatni. an væri nýkomin á staðinn og þetta væri heiti potturinn þeirra. Þá gall í einum ylfingnum: „Já, en nú er heitavatnið kalt.“ Það kom til af því að í karinu voru nokkrar lifandi bleikjur úr Skorradalsvatninu til sýnis. Talið barst að Skorradalsvatni og sagði Jón að skátarnir hefðu fengið trilluna Ver AK-97, sem sé 5 tonna og úrelt, fyrii' tveimur árum og hún væri höfð á vatninu og notuð til skemmtiferða og kennslu. Þá væri félagið búið að fjárfesta í tveimur litlum árabátum og til stæði að byggja bryggju og bátaskýli til að auðvelda notkunina. Sagði Jón bæjaryfirvöld á Akra- nesi hafa stutt mjög vel við starfsem- ina og styrkt hana rausnarlega með framlögum. Það sýndi lofsverðan skilning á þeirri ómetanlegu aðstöðu sem bæjarbúar á Akranesi og aðrir hefðu tækifæri til að njóta í Skorra- dalnum í framtíðinni. Þá sagði Jón að skátarnir fengju stuðning úr ýmsum áttum og til dæmis hefði Landsbank- inn á Akranesi veitt félaginu góða fyrh-greiðslu og veitingarnar á þess- ari hátíð væru í boði bankans. En hvað rekur Jón áfram og held- ur honum gangandi? „Það er enginn staður jafn fallegur og hérna við vatnið að mínu mati og svo hef ég mjög gaman af öllu þessu starfi,“ segir Jón og heldur áfram að tala um hvað sé framundan. „Það var algjör bylting þegar við fengum hitaveituna hingað í vor og hún gefur okkur mikla möguleika 1 framtíðinni. Hérna verður útilífsmiðstöð, ekki bara fyrir skáta, heldur eru áætlanh- um að hingað komi grunnskólanem- ar í vor- og haustferðir og síðan að hér dvelji íþróttafólk þegar við erum búnir að byggja hér upp baðhús og tilheyrandi“, segir Jón Þ. Leifsson að lokum og hoi-fir dreyminn á svip yfir útivistarsvæðið. Morgunblaðið/Theodór ALLIR höfðu gaman af að skoða bleikjurnar í kalda „heita pottinum". JÓN Þ. Leifsson á göngubrú við Skátafell, ásamt ungum og upprenn- andi ylfingi. Morgunblaðið/Sig. Fannar NEMENDARAÐ F.Su. Myndin var tekin þegar nemendaráð bauð nýnem- um í árlega vöffluveislu. Á myndina vantar Sigrúnu Ósk, yfirmaddömu. Fjölbrautaskóli Suðurlands Nemendafjöldi aldrei verið meiri Selfossi - Aldrei hafa fleiri dag- skólanemendur verið innritaðir í Fjölbrautaskóla Suðurlands en nú á haustönn 1998 eða alls 713 nemendur. Þar skiptir kannski mestu máli að nýnemar úr grunn- skóla hafa aldrei áður verið jafn margir eða 190. í hcildiua eru ný- ir nemendur við skólann 226. Fyrir utan dagskólanemendur eru um 75 nemendur skráðir í kvöldskóla og á Litla-Ilrauni eru innritaðir 28 nemendur. Að sögn Örlygs Karlssonar aðstoðarskóla- meistara er erfitt að finna skýr- ingu á þessari miklu aðsókn að skólanum í haust. Hann nefnir þó að góðærið gæti verið ein skýr- inganna. Nemendur hafa nægi- Iegt fé til þess að stunda námið og eiga ef til vill auðveldara með að fá vinnu með náminu en áður.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.