Morgunblaðið - 08.09.1998, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 08.09.1998, Qupperneq 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 8. SEPTEMBER 1998 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Rússneska millistéttin hrynur með rúblunni Moskvu. The Daily Telegraph. Hugsanlegt að allt að 100.000 manns í fjármálalífi Moskvu- borgar missi vinnuna EFNAHAGSONGÞVEITIÐ Rússlandi bitnar á iandsmönnum öllum en líklega hefur engin ein stétt orðið jafn hart úti og milli- stéttin. Hefur hún farið mjög vax- andi á síðustu árum en nú horfíst hún í augu við fjöldauppsagnir og bankahrun, sem gerir sparifé hennar að engu. Bankamenn, kaupsýslumenn, verðbréfasalar, sölumenn og þeir, sem eitthvað hafa komið nálægt innflutningi, hafa verið að missa vinnuna tugþúsundum saman. Þetta er fólkið, sem hélt það væri að taka þátt í að skapa nýtt Rúss- land, hafði góð laun á rússneskan mælikvarða og átti nokkurt spari- fé en nú er það allt horfíð. Meiri- hluti landsmanna, sem hefur ekki fengið launin sín greidd nema með höppum og glöppum, átti ekkert í handraðanum og rússnesku auð- kýfingarnir voru fyrir löngu búnir að koma sínu fyrir í erlendum bönkum. Efnahagshrunið í Rúss- landi er því ekki síst hrun hinnar nýju millistéttar. Millistéttin rússneska er að sjálfsögðu fjölmennust í helstu borgunum og aðallega í Moskvu. Til skamms tíma var þetta fólk til- tölulega öruggt um atvinnu sína, það var lykilfólk í mótun hins nýja Rússlands, en nú telja margir, að allt að 100.000 manns í fjármálalífí borgarinnar verði sagt upp. Hver starfsmaður hefur svo kannski fjórar eða fimm manneskjur á sínu framfæri. Ótti við vöruskort Ástandið í Moskvu er farið að minna á tímana eins og þeir voru verstir á Sovéttímanum, langar biðraðir eftir brýnustu nauðsynj- um, og starfsmenn fjámálastofn- ana leggja nótt við dag við að reyna að bjarga því, sem bjargað verður. Meðal þeirra í Írína Níkonova, 22 ára gömul og með fyrstu ágæt- iseinkunn frá viðskiptaháskólan- um í Moskvu. Hún hefur unnið hjá bankanum Rossískí Kredit en nú á dögunum voru henni gerðir tveir kostir. Annaðhvort segði hún upp strax án nokkurs réttar til bið- launa eða ynni út tveggja mánaða uppsagnarfrest. Ef hún tæki síðari kostinn mætti hún búast við, að hver einasta tylliástæða yrði notuð til að segja henni upp, jafnvei það að koma einni mínútu of seint til vinnu. Hjá vinnumiðlununum í Moskvu er nóg að gera og á einni þeirra var Sergei Solomentsev að fylla út umsóknareyðublað. Hann sagðist hafa tapað 850.000 ísl. kr. í rúblu- hruninu. „Munurinn á ástandinu 1917 og nú er sá, að aðallinn hafði erft sín auðæfi og gat flúið land. Rússneska millistéttin nú hófst hins vegar af sjálfri sér og getur ekkert farið,“ sagði Solomentsev. Millistéttin sem pólitiskt afl Hugsast getur, að kreppan verði til að virkja millistéttina sem póii- tískt afl. Solomentsev segir, að hún sé nú að súpa seyðið af eigin barnaskap. Hún hefði tekið þá af- stöðu, að stjómmálin væru sori, sem best væri að láta öðrum eftir, í stað þess að átta sig á, að hún væri sjálf best fallin til að breyta því, sem breyta þyrfti. Uppreisn- armenn í Kongó til viðræðna UPPREISNARMENN í Lýð- veldinu Kongó telja vopnahlé í átökunum við stjórnarherinn óhugsandi án þess að pólitískt samkomulag náist á milli deilenda fyrst og erlendri hernaðaríhlutun verði hætt. Sendinefnd uppreisnarmanna mætti til fundar leiðtoga í sunnanverðri Afríku um Kongó-deiluna við Viktoríu- fossa í Zimbabve í gær. „Við erum tilbúnir til við- ræðna og mætum hér til þess að hlýða á leiðtogana," sagði Arthur Z’Ahidi Ngoma, sem fer fyrir nefndinni. „Við mun- um þó ekki ljá máls á vopna- hléi fyrr en pólitískt samkomu- lag er í höfn.“ A myndinni sést hvar sendinefnd uppreisnar- manna kemur til fundarins í gær. Fremstir fara Arthur Z’Ahidi Ngoma, t.v., og Bizima Karaha, fyrrverandi utanríkis- ráðherra Kongó, t.h. Kim kjörinn leiðtogi N-Kóreu Pyongyang. Reuters. NORÐUR-kóreska þingið kom saman í fyrsta skipti í fjögur ár um helgina og kaus Kim Jong-il leiðtoga landsins. Forsetaemb- ætti landsins var hins vegar lagt niður og faðir Kims, Kim II-sung, sem lést árið 1994, lýst- ur „forseti að eilífu“. Það er talið benda til þess að Kim sé ekki treyst til að takast á við þann gífurlega efnaliagsvanda sem blasir við Norður-Kóreu. Kim Jong-il, sem var endur- kjörinn forseti Þjóðvarnarráðs- ins, var hylltur sem „hinn eilífí leiðtogi“ og embætti forseta Þjóðvarnarráðsins kallað æðsta embætti ríkisins. „Svo virðist sem Kim Jong-il forðist að axla þá ábyrgð sem fylgir stjórnun efnahags- og ut- anríkismála, þótt hann sé valda- mesti maður í Norður-Kóreu,“ sagði Park Hun-ok, sérfræðing- ur í málefnum Norður-Kóreu. „Þessi niðurstaða sýnir að Kim gerir sér grein fyrir því hversu djúpstæður vandi Norður- Kóreu er og að hann verður ekki leystur samkvæmt venju- bundnum leiðum,“ segir Park enn fremur. „En hann nýtur ekki fulls trausts og kýs því að halda sig á bak við tjöldin, svo að minningin um föður hans, Kim Il-sung, lifí.“ Lockerbie-hryðjuverkið Gaddafi hafnar réttarhöldum London. The Daily Telegraph. SVO virðist sem Gaddafi, leiðtogi Lí- býu, hafí hafnað tillögu Breta og Bandaríkjamanna um að réttarhöld yfii' mönnunum tveimur, sem grun- aðir eru um að bera ábyrgð á hryðju- verkinu yfir Lockerbie, verði haldin í Haag í Hollandi. í ræðu, sem Gaddafi flutti til að minnast þess, að 29 ár eru síðan hann rændi völdum í Líbýu, kvaðst hann reiðubúinn að senda mennina til Haag ef þeir yrðu ekki framseldir þaðan. Sagði hann, að þeir Abdel Basset al-Megi-ahi og Al-Amin Khalifah Fhimah yrðu ekki sendir úr landi nema Bretar og Bandaríkja- menn ábyrgðust, að Haag væri ekki bara áfangi á leið þeirra til Bret- lands. Lengra en til Hollands færu þeir ekki hvort sem þeir yrðu sýkn- aðir eða fundnir sekir. 259 manns fórust með Pan Am- þotu er sprenging varð í henni yfir Lockerbie í Skotlandi 21. desember 1988 og 11 á jörðu niðri. Hafa Líbýu- mennirnii' tveir verið ákærðir fyrir morð á 270 manns. Átti sjálfur hugmyndina Bretar og Bandaríkjamenn kröfð- ust þess upphaflega, að réttai'höid yfir mönnum færu fram í Skotlandi eða Bandaríkjunum og Sameinuðu þjóðimar ákváðu að beita Líbýu- stjórn refsiaðgerðum þar til menn- irnir yrðu framseldir. I síðasta mán- uði féllust hins vegar Bretar og Bandaríkjamenn á, að skoskir dóm- arar réttuðu yfir mönnunum í Hollandi og yrðu þeir fundnir sekir, skyldu þeir afplána dóma sína í Skotlandi. Á þetta vill nú Gaddafi ekki fallast þótt hann hafi raunar sjálfur átt hugmyndina um réttar- höld í Hollandi. Ríkisstjórnarskipti á Möltu Umsókn um ESB- aðild endurnýjuð Valletta. Reuters. EDDIE Fenech Adami, leiðtogi Þjóðernissinna- flokksins á Möltu, sór á sunnudag embættiseið sem forsætisráðherra eyjarinnar, eftir að Alfred Sant, ieiðtogi Verkamanna- flokksins, viðurkenndi ósigur í þing- kosningum sem fram fóru á laugar- dag og sagði af sér. Fenech Adami lýsti því þegai’ yfir, að ný stjórn hans myndi endurnýja umsókn um aðild að Evrópusambandinu (ESB), sem Sant lagði á hilluna þegar hann komst til valda fyrir tveimur árum. Kosningarnar voru haldnar þrem- ur árum áður en kjörtímabilinu lauk, þar sem stjórn Sants hafði misst eins atkvæðis þingmeirihluta sinn í at- kvæðagreiðslu um vantraust. Þjóðernissinnaflokkurinn vann hreinan meirihiuta í kosningunum og getur stjóx’nað með fimm sæta meii'ihluta á þjóð- þinginu. Flokkurinn vill að teknar verði tafai'laust upp viðræður við ESB en í marz sl. voru hafnar aðildarvið- ræður við Kýpur og fimm ríki í Mið- og Austur-Evrópu. Telur Fenech Adami að Möltubúar ættu ekki að eiga í neinum ei'fiðleikum með að vinna það upp, sem gerzt hefur í þessum viðræðum á því hálfa ári sem iiðið er. Talsmaður framkvæmdastjórnar ESB sagði í Brussel í gær að áður en hægt væi-i að segja til um hvenær aðildarviðræður gætu hafízt við Möltu yrði að endurnýja formlegt mat ESB á efnahagslegri og póli- tískri aðildarhæfni landsins. Malta stóðst slíkt mat árið 1993. EVRÓPA^ Reuters Veikindaleyfi Bondevik framlengt Hagen krefst greinargerðar VEIKINDALEYFI Kjell Magne Bondevik, forsætisráðherra Noregs, hefur verið framlengt um viku. Við- bi'ögðin í Noregi voru í gær blendin við tilkynningunni frá forsætisráðu- neytinu þar sem sagði að heilsa Bondevik væri „töluvert beti’i" en fyrir viku en að hann þyrfti engu að síður á lengra leyfi að halda. Flestir stjórnmálamenn hafa kosið að tjá sig ekki um framlenginguna, að undan- skildum Carl I. Hagen, fonnanni Framfai-aflokksins, sem hefur kraf- ist þess að stjórnvöld geri grein fyrir veikindum Bondevik. Anne Enger Lahnstein, menning- armálai'áðhei'ra og starfandi forsæt- isi'áðherra, sagði í gær að framleng- ing veikindaleyfisins myndi ekki hafa mikil áhrif. Til stóð að Bondevik væri á ferð i Mið-Austurlöndum þessa vikuna og dagskráin heimafyr- ir nær tóm. Framlenging veikindaleyfisins kemur ekki á óvart en það gerir krafa Hagens um greinargerð hins vegar. Lét einn stjórnmálaleiðtogi þau orð falla um hana í gær að hún væri „ósmekkieg“. Thorbjorn Jagland, formaður Vei'kamannaflokksins, vildi í gær ekki tjá sig um málið en í Aftenpost- en á sunnudag var sagt frá því að Jagland útilokaði ekki myndun nýi'r- ar ríkisstjórnar, meirihlutastjórnar Verkamannaflokksins, Miðflokksins og Sósíalíska vinsti'iflokksins, auk þess sem aðild Kristilega þjóðar- flokksins, flokks Bondevik, kæmi til gi'eina. Ingve Hágensen, leiðtogi norska alþýðusambandsins, LO, lagði á laugai-dag til að slík i'íkisstjórn yrði mynduð. Jon Lilletun, kirkju- og menntamálai’áðhei'ra úr Kristilega þjóðarflokknum, brást hins vegar ókvæða við tillögunni, sem hann sagði tilraun til að reka fleyg inn í stjói'narsamstarf miðflokkanna. Jaregárd látinn ERNST-Hugo Jaregárd, sænski leikarinn sem varð meðai annars kunnur fyrir hlutverk sitt sem yfir- læknirinn Stig Helmer í hinum vin- sælu sjón- varpsþáttum „Lansanum“ (Riget) eftir Jaregárd Lars von Ti'ier, lézt á heimili sínu á sunnudag. Hann var 69 ára.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.