Morgunblaðið - 08.09.1998, Síða 24

Morgunblaðið - 08.09.1998, Síða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 8. SEPTEMBER 1998 ERLENT MORGUNB L AÐIÐ Skuggi Monicu fylgir Clinton Bill Clinton sneri um helgina heim úr vel heppnaðri ferð til Norður-írlands og Ir- lands. A meðan írar hylltu Bandaríkjafor- seta var hins vegar annað hljóð í strokkn- um í Washington. Steingrímur Sigurgeirs- son hefur fylgst með umræðunum í Banda- ríkjunum og segir ljóst að Clinton stendur frammi fyrir gífurlegum vanda. Reuters BILL Clinton Bandaríkjaforseti var þreytulegur á fundi með Borís Jeltsín Rússlandsforseta í Moskvu í vikunni enda skyggði samband Clintons við Monicu Lewinsky á allt annað í Rússlandsheimsókninni. RJÁR vikur eru liðnar frá því Bill Clinton Bandaríkja- forseti sneri blaðinu við og viðurkenndi að hafa átt í sambandi við Monicu Lewinsky, unga starfsstúlku í Hvíta húsinu. Játning forsetans og afsökunar- beiðni hans í síðustu viku virðist hins vegar ekki ætla að styrkja stöðu hans. Óánægja innan Demókrata- flokksins magnast stöðugt og ljóst þykir að leit verði að áhrifamiklum demókrötum sem munu standa upp og verja forsetann er skýrsla Starrs sér dagsins ljós á næstu vikum eða jafnvel dögum. Fáir þingmenn eru sagðir sækjast eftir því að forsetinn aðstoði þá í kosningabaráttunni í haust og á dögunum afboðaði Parris Glendening, ríkisstjóri Maryland, kosningafund með forsetanum. Sagði George Stephanopoulos, fyrr- um aðstoðarmaður Clintons, um helgina að Demókrataflokkurinn væri „á hlaupum frá forsetanum“. Clinton og aðstoðarmenn hans höfðu vonast til að Evrópuförin yrði til að beina kastljósinu frá Lewin- sky-málinu. Sú varð hins vegar ekki raunin. Það fylgdi forsetanum líkt og skuggi. Á blaðamannafundi með Borís Jeltsín Rússlandsforseta gafst bandarískum blaðamönnum fyrsta tækifærið til að spyrja forsetann spjörunum úr frá því að hann viður- kenndi í sjónvarpsávarpi rúmum tveimur vikum áður að hafa átt í sambandi við Lewinsky. Þeir notuðu tækifærið óspart og var forsetinn spurður fleiri spuminga um Lewin- sky en fundi sína með rússneska for- setanum. Öll umræða í kringum fundinn snerist jafnframt um að þar hefðu hist tveir forsetar eru ættu við alvarleg vandamál að stríða og gætu því ekki tekið erfiðar ákvarðanir. Þegar upp var staðið skilaði fundur- inn jafnframt litlum árangri og engin skref voru stigin til að draga úr kreppunni í Rússlandi. Forsetinn þótti heldur ekki í sínu besta formi. Dagblaðið Boston Globe segir ræðu hans í Moskvuháskóla hafa verið máttlausa, einkennst af endurtekn- ingum og varla vakið nein viðbrögð meðal áhorfenda. Þá hafí forsetinn yfírgefið boð er Rússlandsforseti hélt honum til heiðurs sama kvöld klukkutíma á undan áætlun. Unimæli Liebermans áfall Frá Rúss landi hélt Clinton til Norður-írlands og Irlands þar sem hann var margsinnis hylltur opinber- lega fyrir framlag sitt til friðar. ír- landsheimsóknin hefði að öllu jöfnu átt að vera hátindurinn á framlagi Clintons til alþjóðamála á síðara kjörtímabili hans í Hvíta húsinu. Móttökurnar sem forsetinn fékk í Omagh, Armagh og Limerick vöktu hins vegar mun minni athygli í Bandaríkjunum heldur en ræða er öldungadeildarþingmaðurinn Joseph Liebennan flutti á Bandaríkjaþingi á fímmtudag. Lieberman, sem er einn virtasti öldungadeildarþingmaður Demóki’ataflokksins, sagði athæfí forsetans ekkert einkamál. Það væri „siðlaust" og honum til skammar. Tóku aðrir áhrifamenn úr röðum demókrata í sama streng. Haft hefur verið eftir aðstoðar- mönnum Clintons að forsetinn hafi verið „eyðilagður" og „örvinglaður" er hann frétti af ræðu Liebermans. Undanfarna mánuði hefur Hvíta húsið lagt áherslu á að sambandið við Lewinsky væri einkamál forset- ans og að fárið í kringum málið að undirlagi pólitískra andstæðinga hans. Ræða Liebermans gengur þvert á þær fullyrðingar. Clinton var greinilega miður sín er hann svaraði spumingum um málið á blaðamannafundi með Bertie Ahern, forsætisráðherra írlands, á fóstudag en þar baðst forsetinn í fyrsta skipti afsökunar á framferði sínu. Afsökunarbeiðni Clintons varð hins vegar ekki til að lægja öldurnar og stöðugt fjölgar þeim demókrötum sem taka afstöðu gegn forsetanum og umræðan um það hvort þingið eigi að samþykkja vítur á forsetann eða höfða mál til embættismissis á hendur honum hefur blossað upp af fullum krafti. Sögðu bandarísku stórblöðin í gær að vaxandi líkur væru á að hið síðarnefnda yrði raun- in og um fátt annað var rætt í fréttaþáttum bandarísku sjónvarps- stöðvanna um helgina. Um fátt annað rætt Jim Moran, áhrifamikill þingmaður í fulltrúadeildinni er stutt hefur Clint- on um árabil, sagði í þættinum Fox News Sunday að Clinton væri „heppinn" ef þingið ákvæði að ávíta hann með þingsályktun. „Sjálfur held ég að það sé ekki valkostur. Ég held að við verðum að fara í gegnum málshöfðunarferlið. Ég fæ ekki séð hvernig hann getur náð sér á strik á ný,“ sagði Moran. Lieberman sagði hins vegar um helgina í þættinum Meet the Press á sjónvarpsstöðinni NBC að hann teldi að ekki væri rétt að ganga lengra en að samþykkja vítur. Afsökunarbeiðni forsetans væri skref í rétta átt. í sama þætti sagði Trent Lott, formaður dómsmálanefndar öldungadeildar- innar, aftur á móti að það þjónaði engum tilgangi að samþykkja vítur á forsetann. Þá sagði Patrick Moynih- an, öldungadeildarþingmaður demókrata frá New York,í þættinum This Week á AJSC-sjónvarpsstöðinni að vítur væru ekki rétta leiðin. Þing- inu bæri að taka afstöðu til máls- höfðunar á grundvelli skýrslu Starrs. Hann sagðist ekki viss um hvemig hann myndi sjálfur greiða atkvæði í slíkri atkvæðagreiðslu en bætti við að ef niðurstaðan yrði Clinton í vil myndi hann geta setið áfram í embætti með óskert völd. Moynihan sagði jafnframt að repúblikanarnir tveir, sem hafa munu forystu um það að ákveða hvort þingið greiði atkvæði um máls- höfðun á hendur forsetanum, væru „fyrsta flokks menn“, hafðir yfir alla gagnrýni. Eru þessi ummæli talin eiga eftir að gera Hvíta húsinu erfið- ara fyrir að saka þingið um flokkspólitík verði niðurstaðan Clint> on í óhag. Hliðarspor í umræðunni er jafn- framt að sögur af kvennamálum ann- arra stjórnmálamanna eru farnar að líta dagsins ljós og í síðustu viku greindi repúblikaninn Dan Burton frá því að hann hefði eignast barn ut- an hjónabands og að hann og eigin- kona hans hefðu þrívegis skilið að borði og sæng í 38 ára hjónabandi þeirra. Sagðist hann gi’eina frá þessu þar sem hann taldi sig hafa vitneskju fyrii’ því að tímarit hygðist greina frá málinu. Vísaði Charles B. Rang- el, fulltrúadeildarþingmaður demókrata frá New York, til máls Burtons í umræðum í þættinum Late Edition í sjónvarpsstöðinni CNN á sunnudag og sagði að þing- menn ættu að hafa hugfast, þegar kæmi að framhjáhaldi, að sá sem syndlaus væri ætti að kasta fyrsta steininum. Þingmenn hefðu verið til að setja lög en ekki til að starfa sem hjónabandsráðgjafar. Óttast sumir að umræðan kunni að snúast upp í allsherjar skítkast á báða bóga og í grein í Wall Street Journal í síðustu viku gagnrýndi einn af leiðarahöfundum blaðsins, Dorothy Rabinowitz, harðlega Roger Clinton, bróðir forsetans, fyrir að segja í sjónvarpsviðtali í þætti Larry King í þar síðustu viku að þeir sem væru í glerhúsi ættu að fara „mjög, mjög varlega". Rabinowits segir að hótunum af þessu tagi hafi hingað til verið komið á framfæri með óopin- berum hætti af hálfu Hvíta húss- ins. Mestu mistökin Embættismenn segja það hafa verið hrikaleg mistök hjá forsetan- um og lögfræðingi hans David Kendall að halda fast við það í yfir- heyrslu Kenneths Starrs 17. ágúst sl. að hann hefði ekki átt „kynferðis- leg samskipti" við Lewinsky og að fullyrða í sjónvarpsávarpi sama kvöld að framburður hans í yfii’- heyrslu lögfræðinga Paulu Jones í janúar sl. hefði verið „lagalega rétt- ur“, en þar neitaði Clinton öllu sam- bandi við Lewinsky og sagðist ekki muna eftir að hafa verið einn með henni í herbergi. Studdist forsetinn við ákveðna skilgreiningu á því hvað fælist í „kynferðislegum samskipt- um“ er hann setti þessa fullyrðingu fram. Til að hnekkja þessum fullyrðing- um forsetans verður Starr að út- skýra mjög nákvæmlega og í smáat- riðum hvaða athafnir áttu sér stað á einkafundum þeirra Clintons og Lewinsky. Heimildir herma að þær lýsingar sem koma muni fram í skýrslunni verði á þann veg að jafn- vel hörðustu stuðningsmenn forset- ans geti varið hann. Það yrði hrein- lega of vandræðalegt. Þá hefui’ Newsweek eftir heimildarmönnum að mörgum eigi eftir að verða „bumbult" er þeir lesi skýrsluna. Yfirhylmingin verri en „glæpurinn" Blöð hafa haft eftir embættis- mönnum að andrúmsloftið í Hvíta húsinu sé þungt og allt að því ör- Nú bjóðast þessar ] mögnuðu amerísku , ^ glæsibifreiðir á óviðjafnanlegu verði. Gríptu tækifærið og láttu ameríska drauminn rætast. Ath! Takmarkað magn af bílum á þessu lága verði. IÖFUR * NYBYLAVEGI 2 * KÓPAVOGI

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.