Morgunblaðið - 08.09.1998, Page 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 8. SEPTEMBER 1998
ÞROUNARSAMVINNA
MORGUNBLAÐIÐ
Islenzk aðstoð við
mikilvægnstu út-
flutningsgreinina
RANNSÓKNASKIPIÐ Fengur siglir út á Maputoflóa.
ísland aðstoðar Mósambík við hafrannsóknir og að uppfylla
kröfur Evrópusambandsins um gæðaeftirlit með físki, en sjávar-
útvegur er mikilvægasta útflutningsgrein landsins. Þá styður
-----------------------y---------------------------------
Þróunarsamvinnustofnun Islands við bakið á æskulýðsstarfsemi í
einu af fátækrahverfum höfuðborgarinnar Maputo, skrifar
Olafur Þ. Stephensen í annarri grein sinni um þróunarsamvinnu
Islands við lönd í sunnanverðri Afríku.
JÓHANN Þorsteinsson og Ágústa Gísladóttir, starfsmenn Þróunar-
samvinnustofnunar í Mósambík.
ÓSAMBÍK er nýjasta
samstarfsríki Islands í
suðurhluta Afríku, Þróun-
arsamvinnustofnun Islands (ÞSSI)
hóf störf þar fyrir tveimur árum.
Efnahagur landsins er rétt að
byrja að rétta úr kútnum eftir
borgarastyrjöld, sem stóð í nærri
tvo áratugi, og ýmis tækifæri geta
verið þar fyrir íslenzka fjárfesta,
einkum í sjávarútvegi. Til þessa
hefur aðstoð Islands við Mósambík
einkum beinzt að sjávarútvegsgeir-
anum en einnig er stutt við bakið á
æskulýðsstarfí í höfuðborginni
Maputo og ætlunin er að hefja á
næstunni ný verkefni í heilbrigðis-
og menntamálum.
Mósambík er eitt fátækasta ríki
heims. Nærri tveggja áratuga harð-
stjóm og marxískur áætlanabú-
skapur sjálfstæðishreyfingarinnar
Frelimo hefði út af íyrir sig nægt til
að leggja efnahagslífið í rúst. Borg-
arastyijöldin, sem hófst
fljótlega eftir að landið
fékk sjálfstæði frá Portú-
gal árið 1975, olli síðan
enn hörmulegri eyðilegg-
ingu í samfélaginu öllu.
Skólar, verksmiðjur,
brýr og sjúki-ahús vora
sprengd og eyðilögð.
Landsframleiðsla á
mann er nú ekki nema
um 80 Bandaríkjadalir,
eða um 5.700 krónur.
Menntunarstig er afar
lágt og aðeins 37% þjóð-
arinnar kunna að lesa.
Erlendar skuldir nema
þjóðarframleiðslu
þriggja ára og greiðslu-
byrðin er mun meiri en
tekjumar af útflutningi.
Landið þarf því nauðsyn-
lega á auknum útflutn-
ingstekjum að halda.
Yfir 40% útflutnings-
tekna frá sjávarútvegi
Eftir að friður komst á
árið 1992 sneri Frelimo
við blaðinu og varpaði
einsflokkskei-fi og marx-
isma fyrir róða. Fyrstu
fjölflokkakosningamar
vora haldnar 1994 og
þrátt fyrir að Frelimo
héldi þingmeirihluta sín-
um hefur nú verið tekinn
upp markaðsbúskapur í
landinu. Mósambík á
miklar auðlindir og efna-
hagslífið er að byrja að
rétta úr kútnum; hagvöxtur var
7,9% á síðasta ári. Athygli erlendra
fjárfesta hefur tekið að beinast að
Mósambík á nýjan leik.
Sjávarútvegur er mikilvæg at-
vinnugrein í Mósambík, enda gjöf-
ul fiskimið úti fyrir ströndinni.
Mikilvægi greinarinnar jókst frek-
ar en hitt á tíma borgarastríðsins
vegna þess hversu mjög dró úr
landbúnaðarframleiðslu; aðeins um
10% ræktarlands vora í notkun er
stríðinu lauk. Rækjur eru mikil-
vægasta útflutningsvara Mósam-
bík og skila nú yfir 40% útflutn-
ingstekna landsins. ÞSSI tekur nú
þátt í rannsóknaverkefni, ásamt
Norræna þróunarsjóðnum og Haf-
rannsóknastofnun Mósambík, sem
miðar að því að safna frekari líf-
fræðilegum upplýsingum um
rækjustofnana og hversu mikið
megi veiða úr þeim.
Stökk fram á við með tilkomu
rannsóknaskipsins
Meginframlag íslands til verk-
efnisins er að leggja til rannsókna-
skipið Feng, sem áður var við haf-
rannsóknir á Grænhöfðaeyjum, og
útgerðarstjóra íyi-ir skipið, sem er
Kári Jóhannesson. Danskt fyrir-
tæki sér um reksturinn á skipinu
og skipstjórinn er danskur en
fyrsti vélstjórinn, Jóhann Pálsson,
er íslenzkur og hefur starfað lengi
á Feng. Verið er að þjálfa mósam-
bíska yfirmenn til að taka við skip-
inu í fyllingu tímans. Hætt er við
að það taki lengri tíma en áformað
var, eins og reyndar margt annað í
starfi alþjóðlegra þróunarstofnana
í Mósambík. Það er ekki sízt ótrú-
lega flókið og seinvirkt skrifræði,
sem tefur f'yrir flestum fram-
kvæmdum í landinu.
Manuel Mazibe, forstjóri Haf-
rannsóknastofnunar Mósambík,
segir að stofnunin hafi ekki áður
haft sjálf skip til umráða og rann-
sóknirnar hafi því tekið stökk fram
á við með tilkomu Fengs. „Það er
óhætt að segja að þátttaka Þróun-
arsamvinnustofnunar Islands í haf-
rannsóknum hér var mjög jákvætt
skref,“ segir Mazibe.
Hann segir að strandlengja Mó-
sambík sé löng, lögsagan stór og
margt sé ekki vitað um fiskistofn-
ana og miðin. „Rannsóknaskipið
gefur okkur loksins tækifæri til að
kanna lögsöguna af einhverju viti,“
segir hann. „Við eram nú byrjaðir
að vinna úr þeim gögnum, sem
skipið hefur safnað undanfarin tvö
ár, og vonumst til að einhverjar
niðurstöður liggi íýrir fljótlega.“
Aðstoð við að uppfylla
kröfur ESB
Auk rannsóknaverkefnisins
starfar ÞSSI að tveimur verkefn-
um í Mósambík, sem snúa að
gæðaeftirliti í sjávarútvegi. Meiri-
hlutinn af sjávarafurðum, sem
fluttar eru út frá Mósambík, fer á
markað í Evrópusambandinu.
Evrópusambandið gerir kröfu um
að fiskur, sem fluttur er þangað
inn, sé meðhöndlaður samkvæmt
reglum, sem sambandið setur
sjálft og sæti heilbrigðiseftirliti,
sem ESB viðurkennir. Sem stend-
ur hafa sjávarútvegsfyrirtæki í
Mósambík undanþágu frá reglum
ESB en þau verða að uppfylla þær
í byrjun næsta árs. Agústa Gísla-
dóttir, sem stýrir gæðaeftirlits-
verkefnunum, segir Islendinga
ágætlega í stakk búna til að að-
stoða Mósambík í þessu efni
vegna þess að stutt er síðan laga
þurfti allar íslenzkar reglur um
heilbrigðis- og gæðaeftirlit með
fiski að reglum ESB vegna aðildar
Islands að Evrópska efnahags-
svæðinu.
„Þessi aðlögun varð ekki á ein-
um degi á Islandi og þó byrjaði
eftirlit með fiski á Islandi í kring-
um 1920 en hér var ekkert gæða-
eftirlit til fyrir tuttugu árum,“
segir Ágústa. „Fyrsta reglugerðin
um eftirlit með vinnslu sjávaraf-
urða hér var gefin út í júní síðast-
liðnum og hafði verið fimm ár í
smíðum. Það lýsir vel muninum á
því, hvernig hlutirnir gerast á Is-
landi og í skrifræðinu í Mósambík,
að okkar reglugerð er fjórar síður
fyrir utan viðauka, en mósambíska
reglugerðin er á milli fímmtíu og
sextíu síður fyrir utan viðaukana.
Hér finnst mönnum mjög mikil-
vægt að hafa nógu mikið af eyðu-
blöðum. Svo er eftir að koma öllu í
framkvæmd; það er ekki nóg að
hafa gæðakerfi á pappírunum,
heldur verða fyrirtæki að geta
sýnt fram á að þau vinni eftir því.“
I samvinnu við Breta og Dani
vinnur ÞSSI nú að því að reisa nýj-
ar rannsóknastofur til að sinna
heilbrigðiseftirliti með fiski í þrem-
ur helztu hafnarborgum Mósam-
bík. „Við vonum að fyrst áformað
er að byggja nýjar rannsóknastof-
ur og sérfræðingar eru að vinna
með Mósambíkmönnum að
því að koma þeim málum í
gott horf, sætti Evrópu-
sambandið sig við þær
bráðabirgðalausnir, sem
nú era í gangi,“ segir
Ágústa. Stefnt er að því að
nýju rannsóknastofumar
geti sótt um viðurkenn-
ingu ESB.
Tækifæri fyrir einka-
fyrirtæki frá íslandi
í opinberri heimsókn
sinni til Mósambík í síð-
asta mánuði ræddi Halldór
Ásgrímsson utanríkisráð-
herra við þarlenda ráða-
menn og greindi þeim
meðal annars frá áformum
Islendinga um að auka tví-
hliða þróunaraðstoð við
Afríkuríkin, þar sem ÞSSI
hefur starfað. Leonardo
Simao, utanríkisráðherra
Mósambík, segist taka því
fagnandi að Islendingar
hafi nú tekið þennan nýja
pól í hæðina og lætur í ljós
ánægju með það samstarf,
sem á sér stað nú þegar.
„Til lengri tíma litið mun
aðstoð Islendinga í sjávar-
útvegsgeiranum auðvelda
okkur að nýta fiskveiði-
auðlindina með kerfis-
bundnum hætti,“ segir
Simao.
Hann segist vona að
það verði ekki einvörð-
ungu íslenzka ríkið, sem
leggi sitt af mörkum til uppbygg-
ingar sjávarútvegs í Mósambík,
heldur einnig einkaaðilar. „Tví-
hliða samningar ríkisstjórna eru
mikilvægir en það er ekki síður
mikilvægt að við hvetjum fyrir-
tæki í löndunum til að vinna sam-
an. Þar gæti verið um samstarfs-
verkefni sjávarútvegsfyrirtækja
að ræða eða að íslendingar fjár-
festi beint í mósambískum sjávar-
útvegi," segir Simao.
Morgunblaðið/Ólafur P. Stcphensen
FISKIMENN gera ldárt fyrir túrinn í fiskihöfninni í Maputo.