Morgunblaðið - 08.09.1998, Síða 30

Morgunblaðið - 08.09.1998, Síða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 8. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Af avöxtun- um skuluð þér þekkja þá LEIKLIST yraiimasiniðjaii í s a m v i n n ii v i ð Furðuleikhúsið ÁVAXTAKARFAN Höfundur: Kristlaug María Sigurðar- dóttir. Höfundur tönlistar: Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson. Leikstjóri: Gunn- ar Gunnsteinsson. Leikmynda- og búningahönnuður: María Olafsdóttir. Ljósahönnuður: Alfreð Sturla Böðvarsson. Danshöfundur: Jóhann Freyr Björgvinsson. Leikarar: Andr- ea Gylfadóttir, Guðmundur I. Þor- valdsson, Gunnar Hansson, Iiinrik Ólafsson, Kjartan Guðjónsson, Linda Ásgeirsdóttir, Margrót Kr. Péturs- dóttir, Ólöf Sverrisdóttir, Sjöfn Evertsdóttir og Valgerður Guðna- dóttir. Sunnudagur 6. september. Á SAMA hátt og George Orwell lék húsdýrin og Torbjörn Egner umbreytti dýrum merkurinnar hef- ur Kristlaug María Sigurðardóttir gert ávexti, ber og grænmeti að málpípum mannréttindasjónar- miða frönsku stjórnarbyltingarinn- ar. Fyrirfram hljómar hugmyndin hjákátlega en þegar betur er að gáð eru hinir mismunandi ávextir jarðarinnar vel til persónugerðar fallnir. Mismunandi litir, vaxtarlag, uppruni og eiginleikar verða kveikjan að endalausum vangavelt- um um vald og svo í beinu fram- haldi frelsi, jafnrétti og bræðralag. Þessum boðskap er komið á framfæri í leiktextanum í formi einfaldrar sögu um einelti og kúg- un sem er viðhaldið með vanafestu og hótunum þeirra sem ráða og hvernig aðstæðum er svo breytt með samtökum sem byggjast á hugmyndum um sanngimi og rétt- læti. Leiktextinn er einfaldur og blátt áfram og dæmin sem tekin eru auðskiljanleg jafnt börnum sem fullorðnum. Sögusviðið og per- sónumar verða svo tilefni smell- inna orðaleikja sem halda áhorf- endum við efnið. Söngtextarnir era umfram allt auðsyngjanlegir og auðskildir en rím og ljóðstafír frekar undantekn- ing en regla. Við þessa einfóldu texta hefur Þorvaldur Bjarni Þor- valdsson samið mjög grípandi tón- list, sem er líkleg til vinsælda. Lög- in em stór hluti af þvi hve sýningin er vel heppnuð sem heild. Annar mjög stór þáttur er bún- ingamir sem era stórkostlegir. Þeir bera hugmyndaauðgi, vand- virkni og útsjónarsemi búninga- hönnuðarins fagurt vitni og um- fram allt ákaflega þroskuðu form- og litaskyni og frjórri sköpunar- gáfu. Búningarnir sem þessir hljóta að auðvelda leikuranum per- sónusköpun sína. Leikmynd og Morgunblaðið/Þorkell LEIKUR Hinriks Ólafssonar og Margrétar Kr. Péturs- dóttur var kröftugur og skemmtilegur. SJÖFN Evertsdóttur tókst frábærlega upp í þakklátu hlutverki Evu appelsínu. leikmunir eru aftur á móti með ein- faldasta móti, en með augljósum tilvísunum í leikskóla og gæsluvelli sem hvert barn þekkir. Ekki má gleyma hugmyndaríkri og styrkri leikstjóm þar sem leikurunum er gefið ríkt svigi-úm til að nýta eigin sköpunarmátt án þess að leikstjór- inn missi sjónar af heildarmynd- inni, dansarnir krydda sýninguna en lítið meira en það. Valgerður Guðnadóttir kom skemmtilega á óvart sem Stóra graskerið. Það geislar af henni glæsileikinn í hlutverki dívunnar í Viö hjóöum upp í DWSSKOLI Jóns Péturs ogKöru Systkinaafsláttur / fjölskylduafsláttur Stutt námskeið fyrir sérhópa. Hefjum kennslu í Grafarvogi, Akranesi og Hveragerði. Innritun og upplýsingar í símum 553 6645 og 568 5045 alla daga kl. 12-19. Opið hús sunnudaginn 6. september kl. 14-16 að Bolholti 6, Reykjavík. lokalaginu, persónu sem er mjög frábragðin þeim sem hún hefur leikið hingað til. Sjöfn Evertsdótt- ur tókst frábærlega upp í þakklátu hlutverki Evu appelsínu. Margrét Kr. Pétursdóttir söng vel og lék mjög skemmtilega Mæju jarðar- ber, andófsberið litla og rauða. Gunnar Hansson og Linda Ás- geirsdóttir iðuðu af krafti og kátínu sem peruparið og uppskára ríkulegan hlátur áhorfenda. Guð- mundur I. Þorvaldsson dró upp mjög skýra og skörulega mynd af lífvarðarforingjanum Guffa banana sem kúgar hinn óþroskaða Græna banana sem Kjartan Guðjónsson lifði sig skemmtilega inn í og kitl- uðu þeir félagar hláturtaugarnar óspart. Hinrik Ólafsson lék Imma ananas af kímni og krafti og sýndi vel að það var sjálfsdýrkun hans frekar en illyrmisskapur sem or- sakaði valdafíknina. Andrea Gylfadóttir hlaut samúð áhorfenda og stóð sig vel í hlut- verki Geddu gulrótar, grænmetis- ins sem stingur svo í stúf við glæsi- leika ávaxtanna. Á frumsýningu háði framsögnin henni töluvert og á þessu bar enn meira hjá Ólöfu Sverrisdóttur í hlutverki Önnu eplis þar sem hún renndi sér af list um sviðið. Skýr framsögn er því mikilvægari sem áhorfendur era yngri og róstusamari. Á stundum lét hið talaða orð líka í minni pok- ann fyrir tónlistinni. Nokkuð bar á ómarkvissum ljósum þar sem snerpu og skýrra lína var þörf. Öll ofantalin atriði runnu saman í mjög sannfærandi heild þar sem afar mikilvægum boðskap er komið á framfæri með skemmtilegri og vel skipulagðri sögu, sannfærandi leik, fallegum söng og grípandi tónlist þar sem flytjendur voru íklæddir frábærum geivum. Einu sinni var lítill drengur sem gekk út af sýningu á Dýrunum í Hálsaskógi sem lævís og grimmur refur. Á sunnudaginn tiplaði út úr Óperanni lítil stúlka sem þráir að verða eins mikil tildurrófa og Eva appelsína. Svona eru draumar smíðaðir. Sveinn Haraldsson Fyrirlestur námskeið í MHÍ RIA van Eyk myndlistarmaður frá Hollandi heldur fyrirlestur í Barmahlíð, fyrirlestrarsal Mynd- lista- og handíðaskóla íslands, mið- vikudaginn 19. september kl. 12.30. Ria er þekkt sem málari og SLIM-LINE dömubuxur frá gardeur Otunru tískuverslun v/Nesveg, Seltj., s. 5611680 textíllistamaður og hefur að undan- fórnu unnið við að hanna 30 x 13 m stórt teppi í Drottningarhöllinni Pa- leis op de Dam í Amsterdam. Um þessar mundir er Rija gesta- kennari við textíldeild MHI. Grafík Ríkharður Valtingojer myndlist- armaður kennir á framhaldsnám- skeiði í grafík og er ndirstöðuþekk- ing nauðsynleg. Kennt verður á verkstæði Grafíkdeildar MHÍ, Skip- holti 1, og hefst námskeiðið 12. sept- ember. Teikning Helgi Þorgils Friðjónsson mynd- listarmaður kennir teikningu sem hreyfiafl hugsunar, aðferð til að þróa og þroska hugmynd. Kennt verður í húsnæði MHI í Laugarnesi fimmtudaginn 17. september og helgina 19.-20. september. Leitin að réttu eigninni hefst hjá okkur Vettvangur fólks í fastejgnaleit vS' *■ w.mbl.is/fasteignir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.