Morgunblaðið - 08.09.1998, Síða 38

Morgunblaðið - 08.09.1998, Síða 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 8. SEPTEMBER 1998 MENNTUN MORGUNBLAÐIÐ Um Keikó „Sagan um Keikó minnir vissulega nokkuð á gömlu söguna um bóndasoninn sem heldur utan til að freista gœfunnar, ungur og óreyndur, vinnurþar marga óvænta sigra og kemst áður varir til mikilla metorða en þegar hann hefur unnið hylli kóngs og drottningar ákveður hann að snúa aftur heim í heiðardalinn. “ Leggja rafmagn, vatn og síma út í kvína,“ sagði í einni fyrirsögn dagblað- anna fyrir skömmu. Jú, auðvitað þarf Keikó að vera í sambandi, hugsaði ég í fyrstu eins og sjálfsagt margir aðrir, enda herma síðustu fréttir að kykvendið atarna kunni mannamál. Samkvæmt blaðaskrifum er skepnan reyndar ljóngáfuð og kæmi því ekki á óvart þótt hún hefði orðaforða á VIÐHORF við þingmann. Eftir Þröst þegar Heigason frettin er lesin kemur í ljós að hvorki síminn né rafmagnið og vatnið eru ætluð Keikó heldur gæslumönnum hans. Hvað sem því líður er allt að verða tilbúið fyrir komu þessa stærsta, þyngsta, frægasta og sennilega mikilvægasta Vest- ur-íslendings allra tíma. Hall- ur Keikóbróðir hefur fullvissað ráðamenn sem aðra um að dýrið sé mikill fengur, hrein- asti gullkálfur. Það sé því ekki aðeins siðferðilega rangt að synja ósk þessa góða íslend- ings um að koma heim heldur gangi það einnig þvert á öll efnahagsleg rök: Fyrst hægt er að græða á skepnunni er vitanlega engin skynsemi í að hafna henni. Eða hvað? Höfum við kannski gleymt einhverju? Höfum við kannski gleymt í allri gróðafíkninni að spyrja okkur hvað sé dýrinu sjálfu fyrir bestu? Eða er bara óþarfa tilfinningasemi að vera að hugsa um slíkt? Hér erum við komin á slóð erfíðra spurninga sem ekki hafa verið ræddar mikið hér á landi en þegar þessi atburður er skoðaður í víðara samhengi koma í ljós ýmsar hliðar á hon- um sem skemmtilegt er að velta fyrir sér. Sagan um Keikó minnir vissulega nokkuð á gömlu sög- una um bóndasoninn sem heldur utan til að freista gæf- unnar, ungur og óreyndur, vinnur þar marga óvænta sigra og kemst áður varir til mikilla metorða en þegar hann hefur unnið hylli kóngs og drottningar ákveður hann öll- um að óvörum að snúa aftur heim í heiðardalinn. Heima- haginn kallar. Keikó var dreginn af sundi hér norður í ballarhafi, ótínd þorskæta, en fluttur suður um haf í siðmenninguna þar sem hann sló í gegn með hverjum leiksigrinum á fætur öðrum, vann hug og hjörtu bæði hárra sem lágra en ákveður svo að snúa heim orðinn heimsfræg Hollývúddstjama. Eins og bóndasonurinn vaski hyggst Keikó sennilega setjast hér á friðarstól eftir langa og stranga útivist en, eins og tíðum gerist í slíkum sögum, kann babb að koma í bátinn. Það er ekki víst að illa siðaðir Frónbúarnir kunni að umgangast slíka stórfiska. Keikó hefur reyndar þegar fengið líflátshótun en að ráði umboðsmannsins Halls hefur hann ekki látið hana trufla áætlanir um glæsilega heim- komu á fimmtudaginn kemur. Eftir 22 milljóna króna lúxus- flug úr Vesturheimi lendir hann í fylgd bandaríska flug- hersins á sparibúnum Eyjun- um. Móttökunefndin verður vafalaust þéttskipuð lands- höfðingjum og fjölmiðlamönn- um, og svo auðvitað Halli og Ai’na Johnsen. I bakgrunni standa lukkulegir eyjabúar og hylla þjóðhetjuna. Sagan um Keikó er sem sé sagan um það hve erftt er að slíta hinar íslensku rætur. Keikó ætlar að koma heim, segjum við í sæluvímu. Gunnar Gunnarsson, Halldór Laxness, Kári og Keikó: Allir komu þeir aftur. Og hugarfarið er samt við sig því í framhaldi upp- hefst hefðbundin barátta um þjóðhetjuna. Hver á hana? Þetta er spuming um eignar- hald. Tvö sveitarfélög hófu slag- inn og er raunar ekki ennþá séð fyrir endann á þeirri viðureign ef eitthvað er að marka fyiTnefndar líflátshót- anir gagnvart Keikó. Fjölmiðl- arnir eru hins vegar í raun eiginlegir sigurvegarar. Keikó hefur orðið þeim drjúgur efni- viður í óþolandi gúrkunni í sumar. Fjölmiðlar eru sem stendur eiginlegir eigendur Keikós og þeir munu bræða af honum lýsið meðan aðrir feit- ari bitar gefast ekki. Fárið er raunar ótrúlegt og ekki alveg ljóst hvað er orsök og hvað af- leiðing: Er heimkoma Keikós virkilega svona merkilegur og fréttnæmur viðburður eða er- um við að upplifa sköpunar- mátt fjölmiðla? Er sagan um Keikó kannski bara skáldskap- ur? Er hún skáldskapur lítillar þjóðar um stóran hval? Við fáum kannski svarið við þessari spurningu þegar kvik- indið verður komið í kvína sína. Endir þessarar sögu skiptir annars litlu máli. Það er önnur saga sem er að verða til á bak við tjöldin sem skiptir meira máli. Það er sagan um afdrif þess samfélags sem Keikó var upphaflega fangað- ur af, samfélags veiðimann- anna. Hugsanlega boðar skáld- skapurinn um gullkálfinn Keikó endalok þess. Eða hverju ætlar umboðsmaður hvala að svara þegar sígjamm- andi Grænfriðungar fara að saka okkur um að vera tvö- faldir í roðinu. MARGRÉT Theodórsdóttir og María Sólveig Héðinsdóttir skólastjórar spjaila við nemendur í bekk. Ný kennslustefna Tjarnarskóla í Tjarnarskóla hefur stöðugt í þrettán ár verið unnlð þróun skólastarfsins með til- liti til þarfa nemEnda og tilhögunar kennslu og gerð kennsluefnis. HÉR verður í stuttu máli sagt frá ný samþykktri kennslustefnu í Tjarna- skóla. • Breytingar - af hverju? „Nemandi sem vinnur vel frá 8-4 hefur skilað fullu dagsverki. Sam- verustundir með fjölskyldunni eru afar mikilvægar og við horfumst í augu við að fæstar fjölskyldur taka frá sérstakan tíma til þess að sinna heimanámi unglingsins síns,“ segir í kennslustefnunni. skólar/námskeið skjalasljórnun Skjalastjórnun 2: Skjöl í gæðaumhverfi Námskeið haldið 28. og 29. sept. (mánud. og þriðjud.). Gjald kr. 15.000. Námskeiðsgögn o.fl. innifalið. Skráning hjá Skipulagi og skjölum í síma 564 4688, fax 564 4689. Inngangur að skjalastjórnun Námskeið haldið 21. og 22. sept. (mánud. og þriðjud.). Gjald kr. 15.000. Bókin, „Skjalastjómun" innifalin. Skráníng hjá Skipulagi og skjölum í síma 564 4688, fax 564 4689. ýmislegt Frá Heimspekiskólanum Skólinn er fluttur í JL-húsið, 2. hæð. Fjölbreytt námskeið í boði fyrir 6 til 14 ára böm. Nýir kennarar. Upplýsingar í síma 588 1038 kl. 10—12 og í síma 562 8283 kl. 17—19. Tölvupóstur: hskoli@islandia.is _____________tónlist ■ Píanónám Píanó, tónfræði, tónheym og samspil fyrir böm og unglinga. Innritun í síma 568 3655 eftir kl. 17.00. _________myndmennt_______________ ■ MYND-MÁL myndlistarskóli Málun, teiknun. Undirstöðuatriði og tækni. Byijendur og framhaldsfólk í fámennum hópum. Upplýsingar og innritun kl. 14—21 alla daga. Símar 561 1525 og 898 3536. Rúna Gísladóttir, listmálari. • Vetrinum skipt í fjórar annir Styttri námslotur með tíðara námsmati gera nemendum, kenn- urum og foreldrum betur kleift að fylgjast með námsframvindu nem- andans. • Meira námsöryggi og betri árangur Nemendur þurfa sífellt að hoifast í augu við eigin getu og hæfileika. Betri árangur hvers og eins byggir á þessari staðreynd ásamt mikilli reynslu kennara í skólanum und- anfarin ár. 9 Engin hefðbundin heimavinna „Unglingar færast mikið í fang. Því stefnum við að enn betri nýtingu kennslustunda í skólanum. Áhuga- samir nemendur halda auðvitað áfram að vinna sína aukavinnu heima og auðvitað mætir enginn ólesinn í próf,“ segir í stefunni. • Ný heimaverkefni með áherslu á sköpun og frumkvæði „Nú gefast nemendum aukin tæki- færi á að vinna heimavinnu sem laðar fram frumkvæði og sköpun. Fátt er eins lærdómsríkt og eigin öflun þekkingar. Gangur himin- tunglanna, tónlist, fyrirtæki stór og smá, pöddur - allt kemur til greina og öllu skilað með glæsi- brag með tilliti til frágangs!" segir í stefnunni. 9 Aukin ábyrgð á eigin námi - námsáætlun Mikilvægt er að nemendur geri sér í næstu viku hefjast nokkur nám- skeið á vegum Miðstöðvar símennt- unar á Suðumesjum. Mánudaginn 14. september hefst 2ja kvölda nám- skeið í listinni að segja skrýtlur og skemmtisögur. Kennari er Örn Árnason leikari. Sama dag hefst námskeið fyrir hundaeigendur í samstarfi við Hundaræktaifélag ís- lands. Þriðjudaginn 15. september hefst námskeið í ensku fyrir byrj- 9 Helga Sigurjónsdóttir hefur samið kennslubækur í stærðfræði fyrir 1. til 3. bekk. Fjórða heftið er væntanlegt í nóvember og það fimmta með vorinu. Bækur Helgu voru kenndar í um það bil 40 skólum sl. vetur, ýmist sem aðalbækur eða viðbót við ann- að kennsluefni. Reynslan af þeim var góð enda eru bækurnar afar að- gengilegar fyi'ir notendur, nemend- ur, kennara og foreldra. Helga hefur mikla reynslu af kennslu ungra barna. Hún kenndi í barnaskóla í 15 ár en kennir nú ís- iensk fræði við Menntaskólann í Kópavogi. Auk stærðfræðibókanna grein fyrir að þeir bera ábyrgð á eigin námi og að námsvinna sé fyrst og fremst í þeirra eigin þágu. Abyrgð og sjálfsmat eru síðan lyk- illinn að gerð námsáætlana fyrir hvern og einn; sumir setja merkið mjög hátt, aðrir fara sér hægar - allt eftir getu. 9 XJpplýsingamiðlun, heimilið og skólinn I lok hven-ar annar fá nemendur og foreldrar/foiTáðamenn náms- mat; í tölum og umsögnum. Það námsmat felur í sér upplýsingar um námsframvindu unglingsins (próf og skyndipróf) en ekki síður upplýsingar um hvernig nemand- inn hagar sinni vinnu, hvernig hon- um vegnar í samskiptum við aðra nemendur og starfsfólk skólans, um framkomu, ástundun, mæting- ar og fleira. „í kjölfarið er svo ætl- unin að hitta unglinginn ásamt for- eldrum/forráðamönnum og ræða stöðuna hverju sinni,“ segir í stefnuskránni. 9 Heilbrigð hugsun, sálin og líkaminn ... „Við styrkjum unglingana okkar með ráðum og dáð til þess að þeir verði færir um að taka góðar ákvarðanir í lífsins ólgusjó," segir í kennslustefnunni. Ymsar kennslu- greinar í skólanum eru beinlínis skipulagðar í þessu ljósi; kyn- fræðsla, mannrækt, fíkniefnaum- ræða, námstækni, gestatímar o.fl. endur. Kennari er Sara Vilbergs- dóttir, enskukennari við Fjölbrauta- skóla Suðurnesja. Sama dag hefst námskeið í íslensku fyrir útlend- inga. Kennari er Steinunn Njáls- dóttir. Innritun og nánari upplýsingar veitir Miðstöð símenntunar á Suð- urnesjum í síma 421-7500. Þær má einnig finna á heimasíðu Miðstöðv- arinnar www.mss.is hefur Helga skrifað nokkrar kennslubækur í fræðum sínum og vinnur nú að nýstárlegri kennslu- bók í ritun. Loks hefur hún skrifað sérstakt námsefni fyrir lesblinda. Fjölmiðlum, foreldrum, kennur- um og öðrum áhugamönnum um góða kennslu er hér með boðið á kynningarfund þar sem stærðfræði- bækur Helgu verða kynntar, svo og aðrar kennslubækur hennar. Fund- urinn verður haldinn í kaffistofu Gerðarsafns í Kópavogi miðviku- daginn 9. september 1998 kl. 16.30. Bækurnar fóst í Skólavörubúð- inni, Laugavegi 166, og hjá höf- undi. Námskeið hjá Miðstöð símenntunar Nýjar kennslubækur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.