Morgunblaðið - 08.09.1998, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 08.09.1998, Qupperneq 40
v40 ÞRIÐJUDAGUR 8. SEPTEMBER 1998 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ KFUM og KFUK • - Fjölbreytt æsku- lýðsstarf í vetur AÐ LOKNU góðu sumri fara börn og fullorðnir að undirbúa sig fyrir veturinn. Skólinn er byrjaður, íþróttaæfingar, tóm- stundastarf, tónlistar- skólar, kórar, nám- skeið ýrniskonar sem og önnur dagskrá vetrarins að fara í gang. Spennandi! Allt þarfnast skipulagning- ar ef það á að koma öllu fyrir á stundatöfl- unni ásamt námi og aukatímum. Tilboðin eru mörg, bæði spenn- andi og mannbætandi og erfítt að velja og hafna þótt svo verði að vera, því ekki er auðvelt að koma öllu við sem hugurinn girnist í þessum efnum í vetur. Síung og fersk Á næsta ári verða 100 ár frá stofnun æskulýðsfélaganna síungu og fersku KFUM og KFUK. Fé- Engin félagsgjöld fylgja vetrarstarfi KFUM og KFUK. Sigurbjörn Þorkelsson segir að um 1.500 börn o g unglingar hafi tekið / þátt í starfi félaganna á Reykjavíkursvæðinu í fyrra. lögin hafa staðið fyrir margbreyti- legu starfí á meðal barna og ung- linga alla öldina og eru þeir ófáir sem tekið hafa þátt í starfinu um lengri eða skemmri tíma. I vetur munu félögin verða með starfsemi í u.þ.b. fjörutíu deildum á Reykjavíkursvæðinu fyrir börn og unglinga. Boðið er upp á vandaða dagskrá þjálfaðra sjálfboðaliða fé- laganna. Farið er í leiki, leikrit æfð, staðið er fyrir íþróttakeppn- ^ um bæði fyrir hópa og einstaklinga þar sem mest er lagt upp úr því að vera með og leikgleðin látin ráða. Mikið er sungið, kenndar eru bæn- ir, viðhöfð er Biblíufræðsla við hæfi og orð Guðs í Biblíunni skoðað, rætt og hugleitt í stutta stund. Sl. vetur sóttu um 1.500 böm og unglingar fundi og það starf sem KFUM og KFUK á Reykjavíkur- svæðinu bjóða upp á. Þess má þó geta að yf- ir 6.000 börn og ung- lingar taka árlega þátt í því starfí sem félögin bjóða upp á á lands- vísu bæði yfír sumar og vetur. Yfirskipulagning æskulýðsstaifs KFUM og KFUK er í höndum þaulreyndra og frábærra æskulýðs- fulltrúa félaganna, þeirra Helga Gíslason- ar kennara og Gyðu Karlsdóttur heimspekings sem jafnframt er framkvæmdastjóri Landssambands KFUK og M. Ekkert félagsgjald í vetrarstarfí KFUM og KFUK eru ekki innheimt nein félagsgjöld og vek ég sérstaka athygli á því. Allir eru velkomnir til þátttöku og án fyrirvara. Ég leyfi mér að hvetja börn og foreldra til þess að kynna sér æskulýðsstarf KFUM og KFUK á Reykjavíkursvæðinu. E.t.v. bjóða félögin upp á eitthvað sem hentar þínu barni. Að ég minnist nú ekki á það dýrmæta nesti til lífsins sem börnin fá á fundum og í starfí fé- laganna og tugir þúsunda lands- manna hafa fengið að kynnast að meira eða minna leyti sl. 100 ár. Ég vona því að flestir sem kynnst hafa starfi KFUM og KFUK geti tekið undir að þar fari félög til farsældar. Síung og fersk æskulýðsfélög með heilbrigð lífs- gildi að leiðarljósi byggð á kær- leika Guðs sem birtist okkur svo einfaldlega, en sterkt í frelsaranum Jesú Kristi sem vill veita okkur líf og eilífa sáluhjálp. Nánari upplýsingar um starf- semi KFUM og KFUK í einstök- um deildum á Reykjavíkursvæðinu ei*u veittar í aðalstöðvum félaganna við Holtaveg, gegnt Langholts- skóla í jaðri Laugardalsins. Sími 588 8899. Með Guðs blessun og von um að sjá sem flest börn og unglinga taka þátt í starfsemi KFUM og KFUK á vetrinum sem haldið verður upp á 100 ára afmæli félaganna. Höfundur er framkvæmdastjóri KFVMogKFUK. Sigurbjörn Þorkelsson Frábær fyrirtæki 1. Framleiðslufyrirtæki sem steypir verksmiðjuhluti úrtrefjaplasti. Vaxandi fyrirtæki. Reynsla og áralöng þekking. Kennsla fylgir. Stór verkefni gætu verið framundan. 2. Bílasala til sölu. Nú er vaxandi sala á notuðum bílum. Vel stað- sett. Innisalur. Allt tölvuvætt. Laus strax. 3. Heildverslun með gjafavörur og blómavörur. Lítil og nett heild- verslun með mörg sambönd og góð umboð. Laus strax fyrir haustvertíðina. 4. Fiskbúð til sölu i eigin húsnæði sem einnig er til sölu. Selur í mötuneyti og skóla. Góð sambönd fylgja með. 5. Glæsileg snyrtivöruverslun á besta stað til sölu. Selur flest helstu og bestu snyrtivörumerkin á markaðnum. Glæsilegar innréttingar. Laus strax. 6. Heilsustúdíó á góðum stað með Eurowafe og Ultrasound tækj- um ásamt standsóllampa til sölu. Ný tæki og mikil vinna fyrir duglegt fólk. 7. Þekkf verslun í húsbyggingageiranum til sölu. Áratugalöng reynsla og þekking til staðar. Verslun sem allir þekkja. Sann- gjarnt verð. 8. Frábær söluturn með tveimur sölulúgum til sölu. Góð aðkeyrsla. Velta um 3,5 millj. á mánuði. Gott verð. Upplýsingar aðeins á skrifstofunni. F.YRIRTÆKIASAlAN SUÐURVE R I Sl’MAR 581 2040 OG 581 4755, REYNIR ÞORGRÍMSSON. Grænlendingar bregðast STOFNAR villtra laxa í Norður-Atlants- hafí eru í bráðri hættu. Veiðitölur eru ljósasti votturinn: Árið 1975 veiddust 4 milljónir físka, áratug síðar nam veiðin 2,6 milljónum fiska, og síðastliðið ár, 1997, veiddust einung- is 800 þúsund fiskar. Það segir þó ekki alla sögu, því af þeim er nú allstór hluti hafbeitar- fiskur sem sleppt hef- ur verið í útkulnaðar ár og aðrar. NASF (verndarsjóð- ur villta laxastofnsins í Norður-Atlantshafi) var stofnað í þeim tilgangi að verja laxastofninn fyrir veiðum í úthöfum, því vita- skuld er biýnt að spyrna þar við fótum, því stofninn á sér ekki við- reisnar von nema fiskurinn gangi í straumvötn víðs vegar við Atlants- hafið og hrygni. Undanfarin átta ár hefur NASF keypt nær alla laxakvóta í Atlants- hafi með fjármagni sem er að mestu komið frá einstaklingum eða samtökum þeirra, fyrirtækjum eða stofnunum. Enginn lax er nú veiddur í net eða á línu við Island og Færeyjar í atvinnu- skyni og miklar vonir voru við það bundnar, að slíkt netaveiðibann tæki einnig til Græn- landsmiða, því þar er mikilvægasti stofninn á fæðuslóð. Alls hefur nú verið varið 420 milljónum króna til þess að kaupa veiði- kvóta og styrkja og efla atvinnulíf þar sem veiðibann á laxi hefur komið við efnahag sjó- manna. Nú eru blikur á lofti. Samvinna við gi-ænlenska fískimenn hefur verið mjög erfið, en Haf- rannsóknastofnun Grænlendinga hefur eindregið lagst á sveif með verndarsinnum og hvatt til þess að laxveiðar í sjó verði bannaðar. Grænlendingar og Islendingar hafa nýlega undirritað samstarfs- samning um sjávarútvegsmál og hefur sjávarútvegsráðuneytið til- kynnt grænlenskum yfirvöldum óskir þess efnis, að umræður um laxveiðar verði þegar teknar á dagskrá. Laxverndarstofnanir á Norðurlöndum, í Evrópu og N- Ameríku taka í sama streng, og Stofnar villtra laxa í N-Atlantshafi eru í bráðri hættu. Orri Vig- fússon harmar afstöðu grænlensku lands- stjórnarinnar, sem hann segir lýsa ótrú- legri skammsýni. Kanadamenn hafa nú bannað allar laxveiðar í sjó. Grænlendingar eru því einir á báti þegar stjómvöld þeirra hafa heimilað atvinnuveiðar á laxi úr sjó. Þetta er þeim mun hörmulegra sem vísindamenn víða um lönd hafa eindregið og ítrekað varað við þessum veiðum undanfarin þrjú ár, meðal annars Alþjóða hafrann- sóknastofnunin, því stóri hrygning- arlaxinn dvelur á haustin við Grænlandsstrendur og einmitt hann er mikilvægasti hlekkurinn í viðhaldi og uppbyggingu stofnsins. Það væri óbætanlegur skaði fyrir lífríkið við Norður-Atlantshaf ef svo kröftugum og sérstökum fiski væri útrýmt. Tjón bænda og veiði- réttareigenda í fjölda landa væri lítið miðað við slíkt ógnarslys, og eru þó tekjur miklar af laxveiði í ám og vötnum, bæði fyrir einstak- linga og þjóðarbúið í heild. Eftir átta ára vinnu hafa Is- lendidngar, Norður-Skotar og Irar séð mikinn bata eftir verndarað- gerðir sínar í sumar. Því harma þeir ákvörðun grænlensku land- stjórnarinnar sem gegn betri vit- und hafnaði boði NASF um fimm- falt markaðsverð fyrir laxakvótann auk mikilvægrar aðstoðar við þró- unarverkefni. Veiðarnar nú á hrygningarlaxi lýsa ótrúlegri skammsýni og virðingarleysi við stofn í bráðri hættu. Höfundur er formaður NASF - verndarsjóðs villta laxastofnsins í N-Atlantshafi. Heildarveiði á laxi í Atlantshafi 4,0 milljónir fiska I I Heildarveiði á öllum laxi þ.m.t. eldis- og hafbeitarlax. Hi Áætluð veiði á villtum laxi Orri Vigfússon Gleymdust viðskiptavinirnir í hlutafjárútboði Landsbankans? i í MORGUNBLAÐINU í dag, sunnudaginn 6. september 1998, er viðtal við aðalbanka- stjóra Landsbanka ís- lands hf. Halldór J. Kristjánsson. Þar greinir hann frá hluta- fjárútboði Landsbanka Islands hf., þar sem starfsfólki bankans eru boðin hlutabréf á ívilnandi gengi, 1,285, allt að kr. 250.000 að nafnverði. Almenningi er aftur á móti boðið að kaupa á genginu 1,9. Viðskiptamönnum bankans, sem átt hafa innstæður í bankanum óhreyfðar árum sam- an, með vöxtum frá 0,70% til 5,35% er aft- ur á móti ekki boðið upp á nein ívilnandi kjör. Hér skýtur skökku við. Allt frá stofnun Landsbankans 1885 (tók til starfa 1886) hafa landsmenn sýnt Landsbanka Is- lands mikla tryggð og beint við- skiptum sínum til bankans af göml- um vana, þrátt fyrir að Lands- bankinn greiddi lægri vexti en aðr- ir bankar af innstæðum. Þó er þetta ekki einhlítt, sbr. Morgun- www.mbl.is blaðið 4. september sl., því þar eru vísitölubundnir reikningar til 60 mánaða með hæstu vöxtum hjá Landsbankanum eða 5,35%. Vextir af innlendum gjaldeyr- isreikningum í DM eru þó aðeins 1% í Lands- bankanum, en 1,80% í Sparisjóðunum. II Nú er það tillaga mín til bankastjómar Landsbanka Islands hf. að innstæðueigend- um sem lengi hafa átt verulegar innstæður, en ekki skuldað lengi, verði boðið upp á milli- verð á hinum nýju hlutabréfum, t.d. 1,6 (1,5925 nákvæmt) fyr- ir allt að kr. 250.000 að nafnverði. Ástæðan fyrir tryggð viðskiptavina Landsbankans við bankann var að nokkra leyti sú staðreynd, að þetta var ríkisbanki, og óhugsandi var að tapa fé á bankanum, nema ríkissjóður yrði þá gjaldþrota líka. Nú era þessi viðhorf þreytt, bankinn orðinn að hlutafélagi, þar sem meirihluti get- ur lent hvar sem er. Munu því margir hugsa sér til hreyfings, flytja sig yfir í aðrar lánastofnanir, sem þá byðu betri vaxtakjör. III Ég var einn af stofnendum Verzlunarsparisjóðsins á sínum tíma, sem síðar breyttist í Verzlun- Það er tillaga mín, seg- ir Leifur Sveinsson, að þeim, sem hafa átt verulegar innistæður en ekki skuldað lengi, verði boðið upp á milli- verð á hinum nýju hlutabréfum. arbanka Islands hf. og enn síðar sameinaðist í íslandsbanka hf. Þrátt fyrir það að ég eigi nú all- myndarlegan hlut í Islandsbanka hf. þá eru viðskipti mín í dag svo til eingöngu við Landsbanka Islands hf. Sýni bankastjórn Landsbank- ans engan lit á því að bæta okkur viðskiptamönnum bankans upp lakari vaxtakjör en við hefðum not- ið annars staðar, þá spái ég því, að flótti bresti í viðskiptaliðið. IV Sjálfstæði Islands og Lands- banki Islands hafa löngum verið svo samofin, að þau hafa gjarnan verið nefnd í sama orðinu. Því fór hrollur um okkur viðskiptamenn Landsbankans þegar fréttist að verið væri að bjóða SE-bankanum í Svíþjóð ráðandi hlut í Landsbank- anum. Við teljum slíka menn land- sölumenn. Megi þeir aldrei þrífast. Höfundur er lögfrædingur. Leifur Sveinsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.