Morgunblaðið - 08.09.1998, Page 41

Morgunblaðið - 08.09.1998, Page 41
MORGUNB LAÐIÐ PRIÐJUDAGUR 8. SEPTEMBER 1998 4 AÐSENDAR GREINAR Falin er í illspá hverri ósk um hrakför sýnu verri Bryddi einhver upp á nýju, segir Jón A. Giss- urarson, eru óðar aðrir komnir og hyggjast róa á þau sömu mið. ISLENSK erfða- greining er hálfs ann- ars árs gömul og starfsmenn nú 230. Forstöðumaður hugð- ist færa út kvíarnar og stofna gagnagrann á heilbrigðissviði. Til að svo mætti verða þurfti lagaheimild. Af þeim ástæðum lagði heil- brigðisráðhen-a - að sjálfsögðu í umboði forseta íslands - fram á síðasta þingi frum- varp til laga um gagnagranna á heil- brigðissviði en dró það til baka áður en til um- ræðna kæmi með því fororði að það yrði lagt fram á næsta þingi og þá í breyttu formi. Potturinn og pannan í öllu þessu er Kári Stefánsson. Eftir glæstan námsferil hér og erlendis svo og prófessorsstöður við virtustu háskóla í Bandaríkjum Norður-Ameríku er hann kominn heim og hefur á ný íslenskt grjót undir fótum. Aldrei hefur neitt frumvarp feng- ið slíka umfjöllun í fjölmiðlum og gagnagrannaframvarp þetta. Svo sem vænta mátti era læknar hér í fararbroddi. I öndverðu var um- ræðan ekki fjandsamleg en átti eft- ir að breytast svo að um munaði. Menn tóku að tæpa á að allt þetta umstang kynni að vera unnið fyrir gýg og árangur yrði enginn. En framar öðru sáu menn ofsjónum yf- ir þeim gífurlega gi'óða sem falla kynni Kára-mönnum í skaut. Til varnar því boðuðu menn nú stofnun félags „til undirbúnings rannsókna á erfðafræðilegum forsendum krabbameina“ eins og segir í blaða- grein. Gömul saga endurtekur sig: Bryddi einhver upp á nýju og vegni honum sæmilega, era óðar aðrir komnir og hyggjast róa á þau sömu mið og það þótt jafnvel séu ekki að- stæður fyrir nema einn. Læknar, sem mest hafa beitt sér gegn starfsemi Kára, bera mestan kvíðboga fyrir sjúkraskýrslum sem komast myndu í hendur óviðkom- andi. Þær telja þeir algert trúnað- armál milli læknis og sjúklings. Hinn 18. ágúst birtist bréf Sig- rúnar Mánadóttur í Mbl. í því er þessi klausa: „Eg hef unnið samtals 10 ár á sjúkrahúsi og 1 ár á heilsu- gæslustöð og þekki þar til... Þeir sem vinna á sjúkrahúsum og hafa fæðingardag og ár við- komandi sjúklings geta gengið inn á skjalasafn Landspítalans, ef þeir starfa þar, og tekið þar út hvaða , journal" sem hann/hana langar að hnýsast í...“ „Journal“ er plagg sem læknar telja að óviðkomandi megi ekki rýna í! Guðmundur Björns- son, formaður Lækna- félags íslands, og Gísli Einarsson, formaðui; umfjöllunarnefndar LI JónÁ. um gagnagrunn, eiga Gissurarson sameiginlega grein í Mbl. hinn 13. ágúst. Þar segir: „... Læknmnn sem heitið hefur því að gæta trúnaðar getur ekki ábyrgst þann trúnað sem hef- ur verið fluttur í hendur þriðja að- ila...“ Hvers virði er ábyrgð læknis á Landspítalanum, ef hver og einn starfsmaður hefur greiðan aðgang að öllum sjúkraskýrslum hans? Fráleitt stendur Landspítalinn öðrum sjúkrahúsum og heilsugæsl- um að baki í gæslu sjúkraskýrslna nema síður væri. Hvernig er þessu háttað hjá embættislausum læknum? Eru skjalageymslur þein-a allra svo úr garði gerðar að læknirinn einn geti í þær komist? Sjúkraskýrslur hafa raskað ró lækna um sinn. Þeir ættu þó að geta róast á ný, skýrslur þeirra eru enn á gömlu glámbekkjunum sem íyrr, að minnsta kosti í Landspít- ala. Svo sem fyrr getur starfa nú þegar 230 manns í Islenskri erfða- greiningu sem þó er tæpra tuttugu mánaða gömul. I þeim hópi munu allmargir íslenskir vísindamenn. Flestir þeirra hefðu flengst erlendis ef þessi starfsaðstaða hefði ekki boðist. Vera má að gamli skólastjórinn hafi hitt naglann á höfuðið forðum. Hann á að hafa sagt: „Kári er snjallari en hinir strákarnir, en hann getur ekkert að því gert.“ Ekki falla öllum strákum vel í geð slík ummæli. Höfundur er fv. skólastjórí. NDKIA 5110 Aöeins 167 g, 270 klst. biötími, 3-5 klst. taltími. Þrír leikir • Klukka SMS skilaboö og flest annaö sem prýöir bestu Nokia-símana. Sjaðu! Einn er gulur, annar rauöur o.s.frv. Þú færö einn litaramma í kaupbæti og skiptir um meö einu handtaki. Verö aðeins 27.900 kr, l+ Hátæknl *Staðgreiðslu Armúla 26 • simi 588 5000 Hafðu samband! daýmn yá yfrir nayð! Takt Sendu inn umslag Dregið verður 19. september úr öllum innsendum 10 raða seðlum með Jóker sem keyptir eru á tímabilinu frá 4. ágúst til 12. september. í þágu öryrkja, ungmenna og fþrótta mst

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.