Morgunblaðið - 08.09.1998, Page 46

Morgunblaðið - 08.09.1998, Page 46
*Í6 ÞRIÐJUDAGUR 8. SEPTEMBER 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Systir mín, GUÐNÝ GUÐBJÖRG JÓNSDÓTTIR frá Efri Engidal, ísafirði, lést fimmtudaginn 29. ágúst 1998. Útför hennar hefur farið fram. Fyrir hönd annarra vandamanna, Magdalena Jónsdóttir. Móðir okkar, ÓLÖF KRISTÍN JÓNSDÓTTIR frá Bakkafirði, lést á hjúkrunarheimilinu Seli, Akureyri, fimmtudaginn 3. september. Kveðjuathöfn verður í Höfðakapellu, Akureyri, miðvikudaginn 9. september kl. 16.00. Jarðarförin verður auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda hinnar látnu, Sigurlaug Jónasdóttir. ODDGEIR SVEINSSON + Oddgeir Sveins- son fæddist í Látravík í Eyrar- sveit á Snæfellsnesi 25. júlí 1910. Hann andaðist á Droplaug- arstöðum 29. ágúst síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru hjónin Sveinn Jóhannesson, trésnúðameistari, Brúarenda í Reykja- vik, fæddur á Breiðabólsstöðum á Álftanesi 14.11. 1888, d. 12.8. 1950, og Kristnin Jóns- dóttir, fædd 6.8. 1887 í Efri-Lág í Eyrarsveit, Snæf., d. 11.12. 1942. Systkini Oddgeirs eru: 1) Jón Kristinn Sveinsson, f. 11.11.1911, rafvirkjameistari í Reykjavík. 2) Guðmundur Kristinn Sveinsson, f. 31.8. 1916, rafvirkjameistari í Keflavík, d. 3.8. 1977. 3) Guðlaug Björg Sveinsdóttir, f. 16.2. 1920, hárgreiðslumeistari í Reykjavík. 4) Sigurvin Sveinsson, f. 9.6. 1925, rafvirkjameist- ari í Keflavík. 5) Krist- ín Björg Sveinsdóttir, f. 10.9. 1926, húsfreyja í Reykjavík. 6) Marta Sveinsdóttir, f. 25.10. 1927, húsfreyja í Hafnarfirði. 7) Sigurð- ur Valgeir Sveinsson, f. 10.2. 1929, rafvirki og vélsyóri í Vest- mannaeyjum. 8) Aima Hulda Sveinsdóttir, f. 23.8. 1931, starfar hjá Toilstjóranum í Reykjavík. Fym kona Odd- geirs var Hildur Tómasdóttir, f. 27.12. 1910 í Nesi í Neskaupstað, d. 15.1. 1968. Foreldrar hennar voru Tómas Árni Sigurðsson, skip- sljóri í Neskaupstað, og Ingibjörg Sveinsdóttir. Þeirra börn eru: 1) Signín Oddgeirsdóttir, f. 18.5. 1937, var gift Birni B. Kristjáns- syni, f. 25.3. 1933. Börn þeirra: Oddgeir, f. 27.1. 1957, maki Rósa I. Jónsdóttir. Matthías, f. 26.2. + Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og jarðarför bróður okkar og frænda, GÍSLA ÞORKELSSONAR, Torfufelli 36. Systkini og aðrir ættingjar. + Móðir okkar, amma og langamma, JÓHANNA MAGNEA HELGADÓTTIR, lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð föstudaginn 4. september. Þóra Kristjánsdóttir, Þórdís Kristjánsdóttir, Helgi Kristjánsson Straumfjörð, Gunnlaugur Kristjánsson, Þórólfur Kristjánsson, barnabörn og barnabarnabörn. Hjartanlegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÞURÍÐAR HALLDÓRSDÓTTUR frá Eyrarbakka. Alda Jensdóttir, Halldór Á. Jensson, María Valdimarsdóttir, Kristinn Þ. Jensson, Sævar Þorkell Jensson, Julie Price, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÁSLAUG GÍSLADÓTTIR, Hæðargarði 35, Reykjavík, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju í dag, þriðjudaginn 8. september kl. 15.00. Árný Valgerður Ingólfsdóttir, Kolbeinn Guðmundsson, Sigríður Ingólfsdóttir, Pétur Stefánsson, Ólafía Ingibjörg Ingólfsdóttir, Sigurður Óli Gunnarsson, Áslaug Pálsdóttir, Ingólfur Kolbeinsson, Helga Kolbeinsdóttir, Ólafur Kolbeinsson, Elsa Kristín Sigurðardóttir, Jóhannes Ingi Sigurðsson. Alltaf kemur dauðinn aftan að manni, afi minn er genginn yfir móð- una miklu, saddur lífdaga. Margar eru minningarnar um dvöl hjá afa og ömmu. Sitjandi í baði niðri í kjallara á Brú með vatnið upp að eyrum, horfandi upp í loft þannig að hægt væri að borða appelsínur sem var ómissandi þáttur hverrar bað- ferðar sem og Mullers-æfingarnar. Oteljandi ferðir í „Sæluna" við Álftavatn þar sem hver dagur hófst á því að „marsera“ með íslenska fán- ann einstigið út að stöng til að flagga, þar miðlaði afi ríkulega af virðingu sinni fyrir landinu, þjóðemi og sjálfstæði manna. Afi lifði mikla tíma í sögu okkar og var hann ótæmandi brunnur frá- sagna af atburðum liðinna tíma sem heilluðu jafnt mig sem og gesti okk- ar þegar hann veitti mér húsaskjól á erfiðum tímum. Alltaf var hann til staðar ef eitt- hvað bjátaði á og þótti verst að geta ekki gert meir. Hjálpsemi hans og óbilandi baráttuþrek voru með endemum, fordæmi okkur öllum. Minningin um samveruna með afa og ömmu á Brú er vegarnesti, mann- kærleikur sem ég naut svo ríkulega. Það er með þakklæti sem ég kveð þig, afi minn. Matthías. Á kveðjustundum kristallast þau minningarbrot sem best skína og mestu máli skipta. Það er ekki ætlun mín að draga saman langan æviveg Oddgeh-s, það gera aðrir. Aðeins nokkur orð og hugsanir sem mig langar að deila með þeim sem nú staldra við og kveðja Ogga eins og hann var jafnan kallaður. Oddgeir vai' mikill og góð- ur vinur vina sinna og hann bjó yfir sérstakri lyndiseinkunn sem ein- kenndi öll samskipti við hann. Hann var tilgerðarlaus, hreinskiptinn og glaðbeittur. Börn eru sérlega næm fyrir umhverfi sínu og viðmóti full- orðinna. Oggi var einmitt þessi per- sóna sem börn löðuðust að. Það situr djúpt í minningunni hvað mér fannst alltaf gott að koma til Ogga. Glað- værð hans og hæfileikinn til að hlusta á litla manneslqu og gefa sér góðan tíma til að svara braut niður alla aldursmúra. Hlýjai' og kankvísar tilfmningar streymdu frá honum og höfðu þroskavænleg áhrif á ungviðið í kringum hann. Það voru há- stemmdar sælustundir að fá að sitja hjá Ogga og taka fyrir hvert um- ræðuefnið af öðru um leið og hann sveiflaði málningarpenslinum af ótrúlegiá snilld og umbreytti göml- um stól í konungssæti eða lúnu her- bergi í hátíðarsal. Fyrir þá sem á horfðu var þetta eins og að horfa á töframann sveifla töfrasprota sínum. Það má segja að það hefði hentað Ogga mun betur að fæðast svo sem fimmtíu árum síðar en hann gerði. Dálæti hans á íþróttum, mataræði og útivist er eitthvað sem ekki þarf að útskýra fyrir nútíma Islendingi. En á + Móðir okkar og tengdamóðir, INGIBJÖRG MARGRÉT JÓNSDÓTTIR fyrrverandi bókavörður, Keldulandi 11, Reykjavík, verður jarðsungin frá Bústaðarkirkju miðviku- daginn 9. september kl. 15.00. Grettir Gunnlaugsson, Þuríður Ingimundardóttir, Jón Steinar Gunnlaugsson, Kristín Pálsdóttir, Ingibjörg Margrét Gunnlaugsdóttir, Sveinn Björnsson. + Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför móður okkar og tengdamóður, GUÐRÚNAR ELIMUNDARDÓTTUR. Starfsfólki hjúkrunarheimilisins Seljahlíðar í Reykjavík eru færðar kærar þakkir fyrir hlýju og umönnun við hina látnu. Þorgrímur Guðmundsson, Sigurður E. Guðmundsson, Aldís P. Benediktsdóttir, Kristinn R. Guðmundsson, Anna G. Ólafsdóttir, Kristín Guðmundsdóttir, Guðjón Albertsson. 1960, maki Anna Elínborg Gunn- arsdóttir. Birna Rún, f. 29.5. 1966. Hildur Rún, f. 27.10. 1969, maki Hallur Hilmarsson. Krist- ján, f. 5.5. 1972. 2) Tómas Sveinn Oddgeirsson, f. 19.7. 1944. Fyrri kona hans var Salvör Þormóðs- dóttir, f. 5.4.1946, barn þeirra er Lára Hildur, f. 6.9. 1963. Barns- móðir: Sigrún Anna Einarsdótt- ir, f. 18.7. 1949, börn þeirra: Ein- ar Páll, f. 18.10. 1968, maki Sig- rún Valdimarsdóttir. Bára, f. 16.3.1970, maki Oskar Kristjáns- son. Seinni kona hans er Berg- þóra Karen Pálsdóttir, f. 27.3. 1954. Seinni kona Oddgeirs var Ágústa Sumarliðadóttir, f. 12.10. 1920. Þau skildu. Foreldrar hennar voim Sumarliði Einars- son og Guðrún Randalín Sigurð- ardóttir. Barnabarnabörnin eru tíu. Oddgeir ólst upp í Vesturbæn- um í Reykjavík og bjó síðar á Brú við Suðurgötu. Hann lauk námi frá Iðnskólanum í Reykjavík árið 1936 og fékk meistarabréf í mál- araiðn árið 1941. Oddgeir keppti í hlaupum undir merkjum KR- inga í nær sjötíu ár. Útför Oddgeirs fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin kl. 15. ái-unum fyrir og eftir hemám íslands var takmai’kaður skilningur á slíkum heilsufarsþáttum. Allt fram á síðustu ár var Oggi vel á sig kominn, hélt kjörþyngd og var eldharður hlaupari. Á sínum yngri árum iðkaði hann sjó- sund. Þá vann hann sér það til frægð- ar að fá viðurkenningu frá breska hernum. Hana fékk Oggi fyrir að koma heilli herdeild til að stunda sundið með sér. Þetta óvenjulega uppátæki varð til þess að þessi til- tekna herdeild mældist sú hraustasta á Islandi og var Oddgeh'i þakkað það. Fátækleg orð mega sín lítils í litlu kveðjubréfi en minningarlandið hlýn- ar allt upp bara við tilhugsunina um Ogga minn. Mér er sem ég sjái hann nú kominn í léttari búninginn hlaup- andi glaðan um leitandi að einhverj- um til að rétta sína hlýju hjálpar- hönd. Vegna sérstöðu sinnar í hátt- um og lífsstíl var Oddgeir ógleyman- leg fyrirmynd. Hann gaf með því að vera eins og hann var og kenndi okk- ur að bera virðingu fyrir lífinu í kringum okkur og meðbræðrum. Guðrún Þórsdóttir. Oddgeir Sveinsson fæddist á Snæ- fellsnesi en flutti ungur með foreldr- um sínum og systkinum til Reykja- víkur og bjó þá fjölskyldan á Fram- nesvegi. Eftir það leit hann á sig sem Vesturbæing og gerðist mikill KR- ingur. Hann fór fljótt að æfa fijálsar íþróttir og keppti í þeim. En fyrst og síðast er nafn hans tengt hlaupum, Álafosshlaupi og Víðavangshlaupi, sem hann vann eipu sinni. Hefur hann trúlega oftast íslendinga hlaup- ið það hlaup, sem hann hljóp með stæl í marga áratugi. Lífsstíll hans tengdist hlaupum og ætla má að hann hafi verið á meðal allra fyrstu skokk- ara landsins. Síðasta hlaup sem hann tók þátt í var Reykjavíkurmaraþon árið 1993. Þá var hann kominn yfir áttrætt og gekk við staf, en lét það ekki aftra sér. Oddgeir hafði mikla seiglu og vai' sú saga kunn á gamla Melavellinum við Suðurgötuna, en þangað kom hann oft til æfinga, að þegar verið var eitt sinn að sprauta vatni á völlinn til að gera skautasvell fór hann að metast við annan íþróttagarp um hvor þeiira gæti verið lengur úti í vatninu. Oddgeir var svo lengi í vatninu að hann fraus fastur og vann þai' með veðmálið. Þótt hlaup hafi verið hans aðal- grein var hann á sínum yngri árum virkur í störfum félagsins. Hann var í hópi þeirra KR-inga sem byggðu skíðaskálann í Skálafelli, og í þá daga þurfti að bera allt efni í skálann frá Þingvallavegi. Síðustu árin dvaldi Oddgeir á Droplaugarstöðum. Þar gerði hann sínai' æfingar og heilsaði öllum og kvaddi með orðunum „Áfram KR“. Nú er lífshlaupi hans lokið og hon- um færðai' þakkir fyrir góðan stuðn- ing við KR. Aðstandendum sendir félagið inni- legar samúðarkveðjur. Kristinn Jónsson, formaður KR.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.