Morgunblaðið - 08.09.1998, Side 47

Morgunblaðið - 08.09.1998, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 8. SEPTEMBER 1998 47*+ ÞORDIS EIRÍKSDÓTTIR + Þórdís Eiríks- dóttir fæddist á Gunnarsstöðum í Skeggjastaða- hreppi, Norður- Múlasýslu 28. sept- ember 1926. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur að morgni 2. septem- ber siðastliðins. Foreldrar Þórdísar voru Eiríkur Jak- obsson og Judit Friðfinnsdóttir. Hún ólst upp hjá móðurbróður sín- um, Jóni Friðfinnssyni og konu hans, Guðmundu K. Guðjóns- dóttur. Systkini Þórdísar eru: Jakob, f. 1923, Ólafur, f. 1925, d. 1997, Kristján, f. 1929, Jón G., f. 1931, Eiríkur, f. 1933, Kristrún, f. 1935, Þórhallur, f. 1938 og Gunnþór, f. 1939. Þór- dís hóf búskap 1945 með Krist- vini Kristinssyni, f. 13.6. 1926, d. 23.1. 1983. Kristvin starfaði sem verkamaður og var síðustu árin verkstjóri hjá bæjarútgerð Reykjavíkur. Móðir hans var Dagmar Friðriksdóttir. Börn Þórdísar og Kristvins eru: 1) Guð- mundur, f. 24.12. 1946, maki er Vilborg Guðlaugsdóttir. Þau eiga tvo syni. 2) Dag- mar, f. 18.1. 1949, d. 17.5. 1970. 3) Ómar, f. 9.5. 1950, maki er Emma Blomsterberg og eiga þau tvær dætur, einn son og fjögur barnabörn. 4) Auðbjörg, f. 7.1. 1954, maki er Einar Björnsson. Auðbjörg á tvær dætur og tvö barnabörn. Einar á eina dóttur. 5) Eiríkur Vignir, f. 17.4. 1957, maki er Anna Dóra Gunnarsdótt- ir og þau eiga tvær dætur. 6) Stefán Ilalldór, f. 15.5. 1958, maki er Ása Árnadóttir og eiga þau einn son og eina dóttur. 7) Þórhallur, f. 16.12. 1960, maki er Hafdís Magnúsdóttir og eiga þau eina dóttur og einn son. Þórhall- ur á að auki eina dóttur úr fyrri sambúð. 8) Svanur, f. 21.8. 1962, maki er Valgerður Garðarsdóttir og eiga þau þrjá syni. Þórdís og Kristvin létu að auki fjögur börn í fóstur. Þau eru: 1) Þóra Ottós- dóttir, f. 1951, maki er Örn Hauksson og eiga þau einn son. 2) Jón Ingi Cæcarsson, f. 1952, maki er Guðrún Gunnarsdóttir og eiga þau tvo syni. Jón Ingi á að auki eina dóttur úr fyrri sambúð. 3) Guðni Sigurmunds- son, f. 1954, maki er Edda Sveinbjörnsdóttir og eiga þau einn son og eina dóttur. 4) Aðal- steinn Gunnarsson, f. 1963, maki er Hildur Mósesdóttir og eiga þau þijár dætur. Hildur á að auki eina dóttur úr fyrri sambúð. Þórdís lauk barnaskólaprófi á Skeggjastöðum 14 ára. 15 ára gömul fór hún á Hallormsstað og starfaði þar sem vinnukona á hóteli. Síðan fór hún á Reyð- arfjörð og starfaði þar á hóteli. Hún vann ýmis störf þar til hún flutti til Reykjavíkur og fór í vist til Halldórs Halldórssonar og Stefaníu Þorsteinsdóttur, sem hún svo hélt sambandi við alla tíð síðan. Árið 1945 kynnt- ist Þórdís Kristvini, sem síðar varð eiginmaður hennar. Hún stundaði ýmis störf ásamt hús- móðurstarfinu eins og ræsting- ar og einnig fór hún sem kokk- ur á síldarbáta. Útför Þórdísar fer fram í dag frá Fossvogskirkju og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Jarðsett verður í Fossvogskirkjugarði. Ertu horfin? Ertu dáin? Er nú lokuð glaða bráin? Angurs horfi ég út í bláinn, autt er rúra og stofan þín, elskulega mamma mín. Gesturinn með grimma Ijáinn glöggt hefúr unnið verkin sin. Ég hef þinni leiðsögn lotið, líka þinnar ástar notið. Finn, hvað allt er beiskt og brotið, burt er víkur aðstoð þín elsku góða mamma mín. - Allt sem gott ég hefi hlotið, hefir eflst við ráðin þín. Þó skal ekki víla og vola, veröld þótt oss bijóti í mola. Starfa, hjálpa, þjóna, þola, það var alltaf hugsun þín, elsku góða mamma mín. - Og úr rústum kaldra kola kveiktirðu skærast blysin þín. Flýg ég heim úr Qarlægðinni, fylgi þér í hinsta sinni, krýp með þökk að kistu þinni, kyssi í anda sporin þín, elsku góða mamma mín. - Okkur seinna í eilífðinni eilíft ljós frá Guði skín. (Árni Helgason.) Hún mamma er dáin, mamma, konan sem fæddi okkur í þennan heim og kom okkur öllum til manns, hefur lagt aftur augun sín í hinsta sinn og lokið sinu verki hér á jörð. í hjai’ta okkar bama hennar og barnabarna hvílir sorg og tregi. En það var ekki í hennar anda að við ættum að leggjast í sorg og volæði, heldur bera höfuðið hátt og horfa fram á veginn og minnast hennar með gleði og bros á vör. Lífið heldur áfram. Líf mömmu okkar var ekki alltaf léttvægt. Að eiga stóran hóp barna er mikið og kröfuhart starf. Það fékk hún að reyna og stóð sig með prýði. Hún lifði fyrir allan hópinn sinn og gerði allt sem hún gat til að styðja okkur og leiðbeina í hverju því sem við tókum okkur fyrir hend- ur. Aumingjahátt þoldi hún aldrei, stóð sjálf alltaf eins og klettur í hafsins ólgusjó og vildi að aðrir gerðu hið sama. En ef fólk átti erfitt eða bágt var hún fyrst allra til að rétta því hjálparhönd. Bóngóð var hún með afbrigðum og mátti hún ekkert aumt sjá. Margir töldu hana með harða og þykka skel, og kannski var hún með einhvers kon- ar skel sökum harðrar lífsbaráttu, en ef vel var að gáð, þá var það ekki, er á reyndi. En innstu tilfinningar og sorgir bar hún ekki á torg, bar þær í hljóði og hafði aðeins fyrir sig. Þegar við urðum eldri, hafði hún gaman af að rifja upp gamla daga við okkur, og sagði hún okkur ótal sögur og atvik sem hún hafði lifað. Það var indælt að sitja með henni og hlusta þegar hún sagði frá. Til að mynda sagði hún okkur frá því að þegar hún var ung stúlka fór hún til sjós á síldarbátum og vann þar hörðum höndum. Það hefur eflaust verið fátítt í þá daga að ung stúlka færi til sjós á síld. En þannig var mamma, dugleg og kröfuhörð á sjálfa sig. Á sjónum eignaðist hún marga góða vini sem hún og pabbi héldu tryggð við alla tíð. Það verður erfitt fyrir okkur, börnin hennar, barnabörn og barna- barnabörn að koma á Lambastekk 4 og engin mamma og amma þar. Heimili hennar hefur alltaf verið áningarstaður okkar, þar sem við systkinin höfum hist, og börnin okk- ar líka. Heimsóknirnar til hennar hafa tengt okkur saman alla tíð, það hittust allir og oft var margt um manninn. Alltaf tók hún á móti okk- ur, gaf okkur kaffi og spjallaði við fólkið sitt þótt heilsan væri ekki alltaf í lagi. Við viljum þakka mömmu og ömmu að lokum fyrir allt sem hún hefur gefið okkur og gert fyrir okkur í þessu lífi. Við er- um þakklát að hafa átt hana að. Við börnin hennar viljum koma fram þakklæti til Kristjáns, sem bjó hjá henni um árabil, og Arnórs, sem bjó hjá henni seinustu árin. Þeir voru henni afar hjartfólgnir og voru henni meira sem synir. Hún var ætíð glöð og ánægð fyrir hjálpsemi þeirra og fannst mikið öryggi að hafa þá á heimili sínu. Hafið innileg- ar þakkir fyrir. Síðan viljum við þakka nágrannakonum hennar og vinkonum, Maddý og Guggu fyrir áratuga vináttu. Það verður tómlegt þegar eina af vinkonunum vantar í hópinn, því þær hittust nánast á hverjum einasta degi í um 30 ár. Að lokum viljum við svo sérstak- lega þakka Einari, tengdasyni hennar, allt það sem hann hefur gert fyrir hana. Það var ekki til sá tími sem hann gat ekki gefið henni, hvort sem það var í veikindum hennar, keyra hana í hárgi’eiðslu, fara með hana um bæinrí í búðir og margt fleira. Beðinn eða óbeðinn, hann gaf sér alltaf tíma fjTÍr hana. Hún var afar háð honum og hann var henni afar kær. Hafðu þakkir fyrir, Einar. Elsku mamma og amma. Við þökkum þér fyrir allt. Guð geymi þig- Þín börn, barnabörn og barnabarnaböm. Elsku amma. Það er erfitt að trúa því að ekki sé hægt að koma við hjá þér upp á Lambó lengur, eins og við höfum alltaf getað gert. Sem börn passaðir þú okkur mikið og eiginlega áttum við okkar annað heimili hjá þér. Oft sátum við og spjölluðum og þá gastu þulið upp fyrir okkur gamlar vísur og sögur frá því þú varst ung enda varstu snillingur í að muna svoleiðis hluti. Alltaf varstu dugleg að láta okkur krakkana borða vel, og ósjaldan hlóðum við í okkur nokkrum pylsum sem var réttur hússins í þá daga. Okkur eru minnisstæðar ferðirnar með þér upp í Breiðholtskjör þar sem þú keyptir oft eitthvað gott handa okkur. Skipulögð varstu líka og hreinlát enda var hver dagur vikunnar frátekinn til að þrífa ákveðna króka og kima Lambastekksins. Alltaf lifnaði yfir þér þegar nær dró jólum. Jólin voru þinn tími þar sem við nutum samvista við þig. Þér fannst gaman að gleðja okkur og ávallt var setið fram á nótt og spjallað og hlegið. Þú varst líka mikill næturhrafn og oft hringdirðu seint á kvöldin og spjallaðir við okkur um heima og geima. Einu sinni fórum við saman á Bakkafjörð þegar ég (íris) var lítil og fyrir mig var það eins og að ferðast heimshorna á milli, en þú gerðir þér lítið fyrir og lagðir þig á flugvellinum á Egilsstöðum, sallaróleg yfir öllu saman. Margar góðar stundir áttum við á Bakkafirði þar sem þú elskaðir að vera hjá Nonna og Soffíu. Þú minntist alltaf þessarar ferðar okkar og talaðir um hana allt fram á þína síðustu daga. Alltaf varstu tilbúin að hjálpa til ef eitthvað bjátaði á, enda tókst þú ekki annað í mál en að ég (Dagga), Simmi og Thelma Dögg byggjum hjá þér meðan við biðum eftir íbúðinni okkar. Þolinmóð sastu klukkutímum saman og teiknaðir Óla prik á kvöldin með Thelmu Dögg og hún talar enn um það í dag. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðai’ viðkvæm stund. Vinimirkveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyinr liðna tíð. Margs er að minnast, margseraðsakna. Guð þeni tregatárin stríð. (V. Briem.) Elsku amma. Við þökkum þér fyrir allar góðu minningarnar og stuðninginn sem við höfum fengið frá þér í gegnum allt okkar líf og kveðjum þig með þessum orðum. Dagmar og íris. t Elskuleg móðir okkar, MARGRÉT INGIMARSDÓTTIR, Háaleitisbraut 28, Reykjavík, verður jarðsungin frá Grensáskirkju miðvikudaginn 9. september kl. 13.30. Halldór Ingi Hallgrímsson, Ásmundur Hallgrímsson, Gunnar Hallgrímsson, Margrét Hallgrfmsdóttir. t Elskulegur sonur okkar og bróðir, RAGNAR SMÁRASON, Vesturási 30, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 9. september kl. 13.30. Nanna Kristín Magnúsdóttir, Smári Emilsson, Edda Ósk Smáradóttir. t Við þökkum hjartanlega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför konu minnar, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, UNNAR E. MELSTED, Hrafnhólum 6, Reykjavfk. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Heimahjúkr- unar í Efra Breiðholti og á deild B-4 á Sjúkra- húsi Reykjavíkur fyrir umönnun og hlýju. Gunnar Melsted, Eyjólfur Melsted, Adelheid Melsted, Guðrún E. Melsted, Hjálmar Gunnarsson, Ólína Melsted, Guðmundur Jónsson, Auður M. Westergárd, Kristian Westergárd, Erna Melsted Ásmundur Guðjónsson, Steinunn Melsted, Ólafur Jónsson, Unnur Melsted, Guðmundur B. Albertsson, Þóra Melsted, Þórður Sturluson, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum af alhug auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, JÓRUNNAR BACHMANN, Dvalarheimili aldraðra, Borgarnesi, áður Egilsgötu 15, Borgarnesi, Sérstakar þakkir fær starfsfólk Dvalarheimilis aldraðra, Borgarnesi, og starfsfólk E-deildar Sjúkrahúss Akraness. Sigríður Bachmann, Haukur Bachmann, Kristfn Einarsdóttir, Guðmundur Bachmann, Gerða Arnleif Sigursteinsdóttir, Halla Bachmann Ólafsdóttir, Þorsteinn Magnússon, Kristín Ingibjörg Geirsdóttir, Guðgeir Eyjólfsson, Geir, Sigurður Örn, Unnar Þór, Ingólfur Theódór og barnabarnabörn. t Þökkum af alhug þá hlýju og vinsemd sem okkur hefur verið sýnd vegna fráfalls MARGRÉTARLEÓSDÓTTUR, Hafnarstræti 7, ísafirði. Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki á Fjórðungssjúkrahúsinu ísafirði. Jóhann Júlíusson, Kristján G. Jóhannsson, Inga S. Ólafsdóttir, Leó Jóhannsson, Erika Jóhannsson, Jónína Högnadóttir, Birkir Þorsteinsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.