Morgunblaðið - 08.09.1998, Qupperneq 54

Morgunblaðið - 08.09.1998, Qupperneq 54
f 54 ÞRIÐJUDAGUR 8. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ Grettir Tommi og Jenni BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Láglaunastefnan, berklar nútimans Frá Sigrúnu Porsteinsdóttur: A ALLRI vegferð mannsins hefur aldrei átt sér stað nein framför, öðruvísi en að baki henni hafí legið uppreisn gegn ríkjandi aðstæðum. Ein veigamesta uppreisnin sem átt hefur sér stað hér á landi var gegn berklunum. Þeir létu nánast enga fjölskyldu ósnortna. Fólk lifði í stöðugum ótta við að verða næsta fórnarlamb. Ýmiss konar hjátrú tengdist þessum sjúkdómi, eins og sú að þetta væri refsing frá guði og að það fólk sem veiktist ætti ekki betra skilið. I uppreisninni gegn berklunum tóku nánast allir lands- menn þátt og með samstilltu átaki, fræðslu og aðgerða tókst að ráða niðurlögum þeirra. Nú á tímum búum við við þjóðfé- lagsvanda engu síður alvarlegan og eyðileggjandi en berklarnir voru á sínum tíma, það er láglaunastefn- an. Heilu þjóðfélagshóparnir sjá aldrei út úr erfiðleikum sínum þrátt fyrir aðhald í fjármálum og fullan vinnudag. Margt þetta fólk er á stöðugum hrakhólum varðandi húsnæði og ef einhver fjölskyldu- meðlimur veikist er fjárhagnum stefnt í voða vegna stöðugt aukinna greiðslna fyrir heilbrigðisþjónustu. Uppreisn Það er vissulega þörf fyrir upp- reisn gegn láglaunastefnunni, hún er siðlaus, heilsuspillandi, en líka heimskuleg og alls ekki þjóðfélags- lega hagkvæm þegar til lengri tíma er litið. Hún er siðlaus vegna þess að það er siðlaust af þeim sem semja um lægstu launin að ætla fólki að lifa af þeim, en vera sjálfír á allt að helmingi hærri launum eða þaðan af meira. Hún er heilsu- spillandi vegna þess að eins og þýskar rannsóknir sýna er fólki á lægstu laununum hættast við sjúk- dómum svo sem hjartaáföllum og fleiri, en ekki forstjórum og þotuflugmönnum eins og haldið hefur verið fram, sem réttlætingu fyrir þeiira háu launum. Og hún er heimskuleg vegna þess að hag- fræðilega séð er hún kreppuvald- andi. tírræðaleysi valdhafa í að minnsta kosti þrjátíu og fimm ár eða frá því að undirrituð var um tvítugt hefur verið talað um það í kosningabaráttum að hækka þurfi lægstu launin, samt dragast lægstu launin stöðug aftur úr. Eg held að allir flokkar hafi sungið þennan sama söng, samt hallar stöðugt á verri hliðina. Það virðist vera að hvorki stjórnmálaflokkam- ir né verkalýðsfélögin geti snúið þessu til betri vegar. En hvað er þá til ráða? Fjöldaþátttaka úrlausnin Það er þörf fyrir uppreisn gegn láglaunastefnunni, friðsama upp- reisn líka þeimi sem gerð var gegn berklunum á sínum tíma. Það er þörf á breytingu á gildismati, þannig að vinnan sé lögð til jafns við fjármagnið. Fólk verður að læra að meta vinnu sína til jafns við fjármagnið, sem þýðir að allir í fyrirtækinu taka þátt í ákvarðana- töku. Líka ákvarðanatöku um það hvernig hagnaðinum skuli varið. Fyi'irtækið væri lítils virði ef eng- inn kæmi nálægt því nema fjárfest- arnir, ef enginn ynni störfin, ef enginn skapaði verðmætin. Sú hjá- trá ríkir nú að það séu peningarnir sem skapi verðmætin, en það er vinna fólksins sem gerir það. Sem stendur eru það iyrst og fremst fjárfestarnir sem hirða gróðann af fyrirtækjum, hlutdeild starfsfólks í hagnaði fyrirtækja og þátttaka í ákvarðanatöku er það sem verður að koma. I Húmanistahreyfingunni vinnum við að persónulegum- og þjóðfélagslegum breytingum. Við styrkjum okkar bestu eiginleika svo að við getum notað þá til að rísa upp gegn þrágandi aðstæðun- um sem við lifum við. Þeir sem hafa skilning á eyðileggingu lág- launastefnunar verða að vinna gegn henni, það er þjóðþrifamál númer eitt. Uppreisnin er það sem gerir okkur að mönnum. Með uppreisn sinni hefur maðurinn unnið gegn sársauka og þjáningu á vegferð sinni frá ómuna tíð. Lesandi minn, það skiptir ekki máli hvort við er- um á háum eða lágum launum, ef við látum okkur það ekki neinu skipta að laun einhvers duga ekki fyi-ir framfærslu getur það eins orðið mitt bam eða þitt sem lendir í þeirri niðurlægjandi stöðu. Húmanistaflokkurinn mun bjóða fram í kosningnum í vor. Við þurf- um á þinni hjálp að halda til að rísa upp gegn láglaunastefnunni og fleiru sem að er í þjóðfélaginu. SIGRÚN ÞORSTEINSDÓTTIR, félagi í Húmanistaflokknum. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Glæsilegur fatnaður í miklu úrvali í haust- og vetrarlistanum. Frábært verð. Mikið úrval af litlum og stórum stærðum. Listinn fæst í öllum helstu bókaverslunum Sími 565 3900 '_______ Fax 565 201 5
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.