Morgunblaðið - 08.09.1998, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 08.09.1998, Qupperneq 56
MORGUNBLAÐIÐ f 56 PRIÐ.JUDAGUR 8. SEPTEMBER 1998 KIRKJUSTARF Safnaðarstarf Dómkirkjan - Vetrarstarf - Fermingar PAÐ sem hefur verið kallað vetr- arstarf kirkna færist nú æ lengra fram á haustið. Mestu ræður í því efni upphaf skólastarfs og vísar það til samhengis kirkju og skóla. Hvort tveggja starfið er mikil- vægt fræðslustarf í samfélagi okk- ar. í kirkjunni er verið að fylgja eftir skírnarboðinu um að gera all- > ar þjóðir að lærisveinum, skíra og kenna börnum og fullorðnum að halda það oem Drottinn hefur boð- ið. Þannig ber að skilja barna-, fermingar- og unglingastarf kirkj- unnar, einnig fullorðinsfræðsluna. Dómkirkjan kynnir nú vetrarstarf sitt sem er í stærstum dráttum svolátandi: Innritun fermingar- barna verður í Dómkirkjunni mið- vikudaginn 9. september kl. 16 og hefst fermingarfræðslan laugar- daginn 12. sept og verður annan hvern laugardagsmorgun. Bamasamvera fyrir 6-9 ára böm verður á þriðjudögum kl. 10:30 og 16 og 10-12 ára miðviku- daga kl. 16:30 í Safnaðarheimilinu og hefst hvorttveggja í næstu viku. Samvera foreldra lítilla barna verður á miðvikudögum kl. 14 í Safnaðarheimilinu. Opið hús fyrir alla aldursflokka er í Safnaðarheimilinu fimmtu- daga kl. 14-16. Safnaðarfélagið mun halda fundi sína eftir messu fyrsta sunnudag í hverjum mánuði. Kirkjunefnd kvenna fundar á ' mánudagskvöldum. Æðraleysis- messur, guðsþjónustu fyrir þau sem feta sig leiðina til bata eftir tólfsporakerfinu, verða jafnaðar- lega síðasta sunnudagskvöld í mánuði. Hádegisbænir eru í Dóm- kirkjunni alla miðvikudaga kl. 12:10 og léttur hádegisverður á kirkjuloftinu á eftir. Hámessur okkar eru alla sunnudaga kl. 11 og guðsþjónustur af ýmsu tilefni kl. 14. Hjálparsjóður Dómkirkjunnar miðlar hjálp frá gjafmildu fólki til þeirra í sókninni sem eru í efna- legri neyð vegna áfalla í lífinu. Viðtalstímar dómkirkjuprestanna: Sr. Hjalti Guðmundsson má,- fi. kl. 11:30 - 12:30 og sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson þri. - fö. kl. 11:30 -12:30 og sími þeirra í Safn- aðarheimilinu er 562 2755. Jakob Agúst Hjálmarsson. L andakot skirkj a TRÚFRÆÐSLUNÁMSKEIÐ fyrir þá sem vilja kynna sér trá kaþólsku kirkjunnar hefst með kynningarfundi annað kvöld kl. 20.30 í safnaðarheimili Landakots- kirkju, Hávallagötu 16. Allir vel- komnir. Áskirkja. Opið hús fyrir alla ald- urshópa kl. 10-14. Léttur hádegis- verður. Samverustund foreldra ungra barna kl. 14-16. Grensáskirkja. Kyrrðarstund kl. 12.10. Orgelleikur, ritningarlestur, altarisganga, fyrirbænir. Léttur málsverður í safnaðarheimilinu eftir stundina. Hallgrímskirkja. Fyrirbænaguðs- þjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Laugarneskirkja. „Þriðjudagur með Þorvaldi" kl. 21. Lofgjörðar- og bænastund. Neskirkja. Mömmumorgunn á morgun miðvikudag kl. 10-12, en ekki þriðjudag eins og auglýst var í sunnudagsblaði. Selfjarnarneskirkja. For- eldramorgunn kl. 10-12 Breiðholtskirkja. Bænaguðsþjón- usta með altarisgöngu kl. 18.30. Bænaefnum má koma til sóknar- prests í viðtalstímum hans. Hjallakirkja. Prédikunarklúbbur presta kl. 9.15 í umsjá dr. Sigur- jóns Á. Jónssonar. Vídalínskirkja. Opið hús fyrir eldri borgara í Kirkjuhvoli milli kl. 13-16 alla þriðjudaga í sumar. u\lanay, 09 s° O'P'LdaO \o^Hl/l5l Mörkinni 6, sími 588 5518 Leitin að réttu eigninni hefst hjá okkur www.mbl.is/fasteignir í DAG VELVAKANÐI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til fóstudags Eru nagladekk nauðsynleg? ERU eftirfarandi rök ekki nógu góð til að bannað verði að nota nagladekk? 1. Nagladekkin menga andrúmsloftið með tjör- unni sem þau spæna upp úr malbikinu. 2. Þau kosta skattborg- arana himinháar upphæðir í viðgerðum gatnanna ár- lega. 3. Þau óhreinka bíla u.þ.b. um leið og maður er búinn að þvo þá. Eru nagladekkin nauð- synleg í raun? Aðrir kostir eru til. Nýjar gerðir af dekkjum eru komnar á markaðinn, eins og t.d. kvarts-dekk, og síðan má setja sandpoka í skottið ef hált er. Með tilkomu t.d. þessara nýju dekkja og fjórhjóladrifnu bílanna má spyrja hvort ekki megi banna notkun á nagla- dekkjum. Lesandi. Tapað/fundið Jakki týndist DÖKKBLÁR Nike jakki með gulum röndum týnd- ist á leiðinni frá Tunguvegi að Bústaðakii’kju, eða frá skiptistöð SVR í Lækjar- götu að Menntaskólanum í Reykjavík, sl. miðvikudag. Skilvís finnandi hafi sam- band í síma 565 3026. Fundarlaun. Gleraugu týndust í Mývatnssveit GLERAUGU með bleik- um sólhlífum frá Paul Smith týndust um verslun- armannahelgina í Mý- vatnssveit. Finnandi er vinsamlega beðinn að hringja í síma 587 5871. Herraarmband týndist ARMBAND, herra, týnd- ist á Skólavörðustíg eða þar í grennd fyrir viku. Skilvís finnandi hafi sam- band í síma 552 1640 eða 568 7944. Læðu vantar heimili AF SÉRSTÖKUM ástæð- um vantar hálfstálpaða síð- hærða læðu gott heimili. Upplýsingar í síma 898 9310. Morgunblaðið/Golli. Að leik í Tjarnarborg. Víkverji skrifar... AD STEFNIR í harða baráttu um 1. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjanes- kjördæmi í prófkjöri, sem ákveðið hefur verið að fari fram. Nú þegar hafa a.m.k. tveir frambjóðendur til- kynnt, að þeir gefi kost á sér í þetta sæti. Það eru þeir Árni Mathiesen, alþm., og Gunnar Birg- isson, formaður bæjarráðs Kópa- vogs. Að sumu leyti má segja, að þetta geti orðið átök á milli Hafnarfjarð- ar og Kópavogs. Frá því að Matthí- as Á. Mathiesen tók við forystu Sjálfstæðismanna í Reykjaneskjör- dæmi af Ólafi Thors hafa Hafnfirð- ingar haft þar lykilstöðu, þótt fyrsta sæti listans hafi að vísu farið til Garðabæjar í tvö kjörtímabil eftir að Ólafur G. Einarsson tók við því í þingkosningunum 1991. Hins vegar hefur Sjálfstæðismönnum í Kópavogi gengið illa að tryggja sér þingmann utan þess tímabils, sem Axel heitinn Jónsson sat á þingi. Nú takast hins vegar á um fyrsta sætið Árni Mathiesen, sem setið hefur á þingi fyrir kjördæmið í 8 ár og getið sér gott orð og hefur Sjálf- stæðisflokkinn í Hafnarfírði að baki sér auk vel þjálfaðrar kosn- ingavélar þess fjölskylduveldis, sem á bak við hann stendur, og Gunnar Birgisson, sem var nánast óþekktur á vettvangi stjórnmál- anna, þegar hann barðist til valda í bæjarmálum Kópavogs fyrir níu áram. Á þessu tímabili hefur verið slíkur uppgangur í Kópavogi, að einungis verður jafnað til uppbygg- ingarinnar í bæjarfélaginu á fyrstu áram þess á fimmta og sjötta ára- tugnum. Það má því búast við spennandi og skemmtilegri kosningabaráttu um fyrsta sætið á D-listanum í Reykjaneskjördæmi. Þar er líka til mikils að vinna. Nánast má telja víst, að fyrsta sætinu fylgi ráð- herraembætti í ríkisstjórn að lokn- um næstu þingkosningum. xxx LÍTIÐ er vitað um aðrar breyt- ingar í frambjóðendaliði Sjálf- stæðisflokksins enn sem komið er. Þó er Ijóst að sæti Friðriks Soph- ussonar á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík losnar. Ekki er vitað til að breytingar verði á efstu sætum D-listans í Vesturlands- og Vest- fjarðakjördæmi og ekki heldur í Norðurlandskjördæmunum tveim- ur. Vel virðist fara á með tveimur efstu mönnum D-listans í Norður- landskjördæmi eystra, því að í sex- tugsafmæli Halldórs Blöndals, sem skipar efsta sæti listans, færði Tómas Ingi Olrich, sem skipar 2. sæti listans, honum að gjöf fram- saminn vals, sem Tómas hafði samið og flutti í afmælinu. Vera má, að meiri vangaveltur séu um skipan listanna í Austur- landskjördæmi og Suðurlandskjör- dæmi. xxx EINUM viðmælanda Víkverja varð svo mikið um þegar Morgunblaðið birti í síðustu viku leiðara, þar sem fagnað var opnun matvöraverzlunar á vegum KEA á höfuðborgarsvæðinu að honum varð á orði: Verið kát og segið SÍS, sjá má betri tíðir þegar KEA-röðull rís í Reykjavík um síðir. Gamlir íhaldskurfar kjá, kveinka sér og rogga er lof um KEA lesa má í leiðara hjá Mogga!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.