Morgunblaðið - 08.09.1998, Side 68

Morgunblaðið - 08.09.1998, Side 68
 ttgmittbKfrUt MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1,103 REYKJAVIK, SÍMI6691100, SÍMBRÉF 6691181 PÓSTHÓLF3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRl: KAUPVANGSSTRÆTl 1 ÞRIÐJUDAGUR 8. SEPTEMBER 1998 VERÐ I LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Rey kj avíkurflugvöllur Hugsan- lega O lokað að næturlagi FLUGMÁLASTJÓRN hefur óskað umsagnar aðila í flugrekstri sem nota Reykjavíkurflugvöll á því hvernig kæmi við þá ef vellinum yrði lokað fyrir allri umferð að næturlagi. Asgeir Pálsson, fram- kvæmdastjóri flugumferðarþjón- ustu hjá Flugmálastjóm, segir hugmynd um lokun setta fram ann- ars vegar í sparnaðarskyni og hins ^vegar til að draga úr hávaða frá ' flugumferð um völlinn að nætur- lagi. Reykjavíkurflugvöllur hefur ver- ið lokaður fyrir brottflug á tímabil- inu 23.30 til 7 að morgni en lend- ingar eru heimilar á þeim tíma. Hugmyndin er að loka vellinum al- veg frá miðnætti til 7 nema fyrir neyðarflug, t.d. sjúkraflug Land- heigisgæslunnar og annarra. Öðr- um flugvélum sem hugsanlega vildu lenda í Reykjavík að nætur- lagi yrði þá til dæmis beint til " Keflavíkurflugvallar. Þá yrði engin vakt í flugturni en neyðarumferð sinnt með flugupplýsingaþjónustu eins og gert er á flugvöllum víða um land. Þetta myndi einnig draga úr þörf fyrir vaktir slökkviliðs að næturlagi. Beðið umsagna frá flugrekstraraðilum Asgeir Pálsson segir að beðið sé nú umsagna frá flugrekstraraðilum. Hann segir markmiðið með þessum aðgerðum ekki að ná fram tiltekinni fjárupphæð í sparnað heldur að kanna hvort unnt er að þjóna flug- umferð með eitthvað minni þjón- ustu en nú er og þá bæði í sparnað- ■*#arskyni og til að draga úr hávaða. Verði þessi hugmynd að veruleika á hún að komast í framkvæmd um næstu áramót. • N áttúru- hamfarir í Kaldalóni IS og grjót var enn að velta fram undan Drangajökli í Kaldalóni um helgina, en hlaup kom undan jökl- inum um miðja síðustu viku. Gíf- urlegt magn af grjóti og möl ruddist fram í hlaupinu og fyrir framan jökuljaðarinn er allt að 10 metra hár kambur sem myndast hefur í hlaupinu. Talsvert mikill ís er enn í ánni og nokkrir stórir jakar hafa strandað á áreyrunum. Engar sagnir eru kunnar um að hlaup hafi áður komið undan Dranga- jökli og eru jarðvísindamenn ekki vissir um hvernig beri að skýra orsakir þessa hlaups. ■ Hlaupið kom eins og/6 Fjölmargar athugasemdir við gagnagrunnsfrumvarpið Tölvunefnd vill að leit- að verði samþykkis TÖLVUNEFND gerir alvarlegar athugasemdir við nær allar helstu greinar gagnagrunnsfrumvarpsins, sem nú hefur verið lagt fram í end- urskoðaðri mynd, og telur að nefnd- in sé mjög vanbúin til að takast á við eftirlit með framkvæmd laganna eins og aðbúnaður hennar er nú. Meðal þeirra breytinga sem tölvu- nefnd leggur til að gerðar verði á gagnagrunnsfrumvarpinu er að leita þurfl eftir samþykki allra sjúklinga fyrir notkun á upplýsingum, fremur en að þeir þurfi sjálfir að hafa frum- kvæði að því að koma í veg fyrir notkun upplýsinganna, eins og frumvarpið gerir nú ráð fyrir. Hátt í 20 umsagnir Tölvunefnd telur að stofnun og eftirlit með gagnagrunni á heil- brigðissviði sé „stærsta og viða- mesta verkefni á þessu réttarsviði sem nokkru sinni hefur verið ráðist í hér á landi og þótt víðar væri leit- að“. Hátt i tuttugu aðilai- höfðu í gær sent heilbrigðisráðuneytinu álits- Morgunblaðið/RAX Þrefalt meiri kaupmáttaraukning hérlendis en í viðskiptalöndunum Spáð 8,3% kaupmáttar- aukningu hérlendis ÞJOÐHAGSSTOFNUN spáir því að kaupmáttur ráðstöfunartekna aukist á þessu ári um 8,3% hér á landi og um 3% í helstu viðskipta- löndum íslands. Á síðasta ári jókst kaupmáttur ráðstöfunartekna á ís- landi um 6,9% en um 2,4% að með- altali í viðskiptalöndunum. Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu Alþýðusambands Is- lands og Vinnuveitendasambands íslands um samningsmarkmið gild- andi kjarasamninga og heimildir '‘■■samkvæmt honum til viðbragða. „Samkvæmt þessum spám mun þróunin á iyrstu tveimur árum samningstímans, þ.e. á árunum 1997 og 1998 vera á þann veg að kaup- máttur ráðstöfunartekna á Islandi vaxi um 15,8% en um 5,5% í við- skiptalöndunum," segir í yfírlýsing- ■^mni. Þar segir ennfremur að gangi þessar spár eftir verði kaupmáttar- aukningin umtalsvert meiri en búast mátti við og næsta víst sé að ekki reyni á heimildir samtakanna til við- bragða á grundvelli ákvæða kjara- samningsins frá 24. mars 1997. „Hafa markmið samninganna hvað kaupmáttarþróun varðar náðst á fyrri hluta samningstímans, og gott betm- en það, og reynir því ekki á heimildir samtakanna til viðbragða við þróuninni," segir í yfiriýsingunni. Að minnsta kosti þessi aukning „Það er ekki ástæða til að ætla annað en að kaupmáttaraukningin verði að minnsta kosti þessi,“ sagði Hannes G. Sigurðsson, aðstoðar- framkvæmdastjóri VSÍ, í samtali við Morgunblaðið í gær. Ástæðurn- ar væru margþættar. „Það er ekki hægt að tína eitthvað eitt til, það leggst allt á sömu sveif. Það er ekki bara það að launahækkanir séu Breyting kaupmáttar ráðstöfunartekna árið 1997 ísland þi5 Finnland Bretland Danmörk Noregur Spánn Bandaríkin Portúgal Holland miklu meiri hér á landi en annars staðar á þessu tímabili heldur er at: vinna að vaxa hér mjög mikið. í þriðja lagi eru breytingar í skatta- málum og í fjórða lagi má segja að verðbólgan sé miklu minni en allir bjuggust við miðað við þær launa- hækkanir sem hafa orðið.“ Hannes sagði að svo virtist sem það samband milli verðlags og launa, sem var til staðar á verð- bólguárunum, sé ekki lengur til staðar. Nú fari kostnaðarhækkanir ekki út í verðlag með sama sjálf- virka hætti og áður. Hannes sagði að þetta mikil kaupmáttaraukning hefði aldrei orðið með varanlegum hætti á Is- landi hér áður, svo miklar sveiflur hefðu alltaf gengið til baka á mjög skömmum tíma. „Við höfum meiri trú á því að þessu sinni að þetta geti haldist," sagði hann. gerðir um ný drög að gagnagrunns- frumvarpi. Samkeppnisstofnun telur að litlar breytingar hafi orðið á þeim ákvæð- um frumvarpsins sem hún gagn- rýndi áður. Félag íslenskra hjúkrunarfræð- inga skilaði einnig umsögn um frum- varpið í gær. Félagið vill að einstak- lingar merki við í skattaskýrslu hvort þeir samþykki að upplýsingar um sig séu færðar í gagnagrunninn. ■ Leitað verði eftir/12 Kínverjar vilja fá Krislján aftur RÁÐAMENN menningarmála í Kína sýna áhuga á því að fá Kristján Jóhannsson tenór- söngvara aftur til landsins á næsta ári eða árið 2000 en sem kunnugt er syngur hann í um- fangsmikilli uppfærslu á Turandot eftir Puceini í For- boðnu borginni I Peking þessa dagana. Átti Kristján fund með þessum mönnum I gær. „Hugmyndin er sú að ég fari í tónleikaferð um Kína, til þriggja eða fjögurra borga, með annað- hvort ítalskri eða kínverskri sin- fóníuhljómsveit,“ segir Kristján. „Eg hef vitað af þessum áhuga Kínverja um tíma en ætli sýn- ingin í Forboðnu borginni hafi ekki riðið baggamuninn. Þetta er auðvitað stórmál og getur orðið alveg ofsalega gaman!“ Verði af þessu hefur, að sögn Kristjáns, hefur komið til tals að fá undanþágu til að halda stóra tónleika undir berum himni í Forboðnu borginni í Peking en á öðrum stað en sýn- ingin á Turandot fer fram. ■ Einn af hápunktum/28 Fleiri erlendir ferðamenn FJÖLGUN erlendra ferðamanna er um 22.000 fyrstu 8 mánuði ársins mið- að við sama tíma i fyrra eða um 14% í ágústmánuði sl. komu alls 37.350 erlendir ferðamenn til landsins en í sama mánuði í fyrra komu 31.585. Aukningin í ágúst miðað við síðasta ár er 18,3%. Flestii- hinna erlendu gesta komu frá Þýskalandi, eða 7.503, frá Bandaríkjunum komu 4.976, frá Bretlandi 3.372 og 2.802 frá Ítalíu. ■♦♦♦ Rotaðist við stangarstökk STÚLKA, sem var að æfa stangar- stökk, slasaðist á Valbjarnarvelli um klukkan átta í gærkvöld. Að sögn lögreglu féll hún og rotað- ist. Hún var flutt á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur með sjúkra- bifreið. Samkvæmt upplýsingum frá slysadeild fékk stúlkan að fai-a heim að lokinni skoðun.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.