Morgunblaðið - 12.09.1998, Side 2

Morgunblaðið - 12.09.1998, Side 2
2 LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR AÐSTÆÐUR fyrir þyrluna til að athafna sig við Sturlu voru erfiðar, en vel gekk samt að hífa. Gæsluþyrlan í tvær sj úkraflugfer ðir Heilbrigðisráðherra á málþingi Landssamtaka hj artasj úklinga Fleiri útvíkkan- ir og þræðingar Vefur um Lewinsky-málið SETTUR hefur verið upp sérstak- ur vefur um svonefnt Lewinsky- mál í tengslum við Fréttavef Morg- unblaðsins á Netinu. Þar er að finna á frummálinu skýrslu Kenneths Starrs um sam- band Bills Clintons Bandaríkjafor- seta og Monicu Lewinsky, greinar- gerð lögfræðinga Clintons auk frétta og fréttaskýringa sem birst hafa í Morgunblaðinu og á Frétta- vefnum um málið. Slóðin á Fréttavef Morgunblaðs- ins er www.mbl.is. A forsíðu hans vinstra megin er hnappur með yfir- skriftinni Skýrslan um Clinton, og ef smellt er á hann kemur vefurinn upp. HEILBRIGÐISRÁÐUNEYTIÐ gerir ráð fyrir að þær upplýsingar sem fari í miðlægan gagnagrunn á heilbrigðissviði séu aðallega flokk- aðar og kóðaðar upplýsingar, sem koma megi í tölulegt form. Ráðu- neytið er að láta vinna úttekt á kostnaði við að búa til slíkan gagna- grunn. Þessar upplýsingar koma fram í bréfi sem ráðuneytið hefur sent Læknafélagi íslands, en félagið óskaði eftir svörum við nokkrum spumingum um drög að frumvarpi um miðlægan gagnagrunn. Félagið taldi að svör við spurningunum væm forsenda þess að það gæti fjallað frekar um frumvarpið. I bréfi ráðuneytisins segir að samþykki heilbrigðisstofnana og ÞYRLA Landhelgisgæslunnar fór í tvö sjúkraflug í gær. Fyrst sótti þyrlan slasaðan sjómann til Grindavíkur. Skipverji á Danska Pétri frá Vestmannaeyjum hafði slasast illa þegar önnur hönd hans lenti í togvír og í blökkinni þar sem skipið var statt stutt undan Grindavík. Fór þyrlan frá Reykjavík laust eftir klukkan 8 og var komin með sjúklinginn á Sjúkrahús Reykjavíkur í Foss- vogi upp úr klukkan 9. Sjúkraflug norður fyrir Horn Þyrlan var síðan kölluð í sjúkraflug rúmri klukkustund sjálfstætt starfandi heilbrigðis- starfsmanna þurfi fyrir flutningi upplýsinga í gagnagrunninn. Gert sé ráð fyrir því að rekstrarleyfishafi gagnagmnnsins þurfi að semja við heilbrigðisstofnanir og sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsmenn um ílutninginn. Læknar á stofnunum geta ekki neitað að afhenda upplýsingar Þar verði settar þær takmarkan- ir sem heilbrigðisstofnanir, heil- brigðisstarfsmenn, tölvunefnd og nefnd um starfrækslu gagna- grunns telja rétt að setja. Gert sé ráð fyrir að inn í grunninn fari að- allega flokkaðar og kóðaðar upp- lýsingar, sem koma má í tölulegt form. síðar. Sótti hún veikan skipveija um borð í togbátinn Sturlu GK- 12 sem var staddur 25 til 30 sjó- mílur norður af Homi. Sóttist ferðin norður eftir nokkuð seint í allhvössum mótvindi og dimm- viðri og varð þyrlan að fara yfír Holtavörðuheiði og út yfír Húnaflóann. Þegar þyrlan kom að Sturlu vom 8 vindstig af norðnorðaustri og 6-8 metra ölduhæð. Ekki reyndist unnt að senda sigmann niður í skipið. Áhöfnin tók á móti sjúkrabörum og bjó manninn til flutnings. Þyrlan var komin til Reykjavíkur á ný laust eftir kl. 14. Heilbrigðisráðuneytið telur að persónuvemd sé það vel tryggð í frumvarpinu að réttlætanlegt sé að leita ekki eftir upplýstu samþykki sjúklinga fyrir flutningi upplýsinga í gagnagranninn. Tekið er fram að upplýsingar um sjúklinga sem hafna því að setja upplýsingar um sig í gagnagrunninn verði ekki flutt- ar í gagnagrunninn að öðru leyti en því sem lýtur að tölfræðilegri skráningu á vegum heilbrigðisyfir- valda. Eðlilegt sé að landlæknir leggi mat á hvaða upplýsingar séu nauðsynlegar í þessum tilgangi. Ráðuneytið segir að foreldrar og forráðamenn bama skuli taka ákvörðun um flutning upplýsinga um þau í gagnagrunninn. Gert sé ráð fyrir að með upplýsingar um VERÐI hjartaþræðingar og kransæðaútvíkkunaraðgerðir jafn- margar á síðari hluta þessa árs og hinum fyrri verða þær fleiri á þessu ári en nokkru sinni fyrr og þjónusta við hjartasjúklinga því aldrei betri en einmitt nú. Þetta kom fram í máli Ingibjargar Pálmadóttur heil- brigðis- og ti-yggingaráðheraa á málþingi Landssamtaka hjartasjúk- linga við upphaf fímmta þings sam- takanna í gær. Á síðastliðnum fimm árum hefur kransæðaútvíkkunaraðgerðum fjölgað mjög og þar af leiðandi held- ur dregið úr opnum hjartaaðgerð- um. Samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðis- og tryggingamálaráðu- neytinu voru á síðastliðnu ári gerð- ar 166 kransæðaútvíkkanir á Ríkis- spítölum fyrir almenn sumarleyfi starfsfólks en á sama tíma í ár höfðu verið gerðar 216 slíkar að- gerðir, það er 50 fleiri en á fyrri hluta síðasta árs. í október í fyrra voru 75 manns á biðlista eftir ki-ansæðaútvíkkun en nú í septem- berbyrjun bíða 47 eftir slíkri að- gerð. Á fyrri hluta síðasta árs voru ennfremur gerðar 242 hjartaþræð- ingar en á sama tíma á þessu ári voru þær 279, eða 37 fleiri. Ekki spurt um greiðslugetu Ráðheraann gerði að umtalsefni niðurskurð í heilbrigðisþjónustunni og ræddi um þá mynd sem margir virðast hafa af heilbrigðiskerfinu að það sé að sligast af spamaði, upp- lausn og jafnvel vandræðagangi. Hún kvaðst ætla að leyfa sér að full- yrða að íslenska heilbrigðiskerfið látið fólk verði farið með sama hætti og upplýsingar um fólk sem ekki hefur hafnað því að upplýsingar um það fari í gagnagrunninn. Læknafélagið spurði um rétt lækna til að neita að láta af hendi upplýsingar í gagnagrunninn. I svari ráðuneytisins segir að sjálf- stætt starfandi læknir geti ákveðið hvort hann lætur af hendi upplýs- ingar í gagnagrunninn. Hvað varðar heilbrigðisstofnanir sé gert ráð fyr- ir að samþykki þurfi frá þeim sem bærir eru til að taka ákvörðun fyrir hönd þeirra. Gengið sé út frá því að slíkar ákvarðanir séu ekki teknar nema í samráði við lækna. Fram- varpið tryggi hins vegar ekki ein- stökum læknum á stofnunum rétt til að neita að afhenda upplýsingar. væri það besta í heiminum. „Hjarta- sjúklingar geta hvergi á byggðu bóli fengið betri þjónustu en hér. Hjartalæknar og annað heilbrigðis- starfsfólk hér á landi er í fremstu röð. Hér eru líka gefin bestu lyfin og þar er ekki verið að spara. Hvergi í heiminum þar sem heil- brigðiskerfi er uppbyggt á sama hátt og hér gera menn jafnmargar hjartaþræðingar og hér, hvergi í heiminum eru menn blásnir og boraðir á sama hátt og hér og hvergi fá menn betri þjónustu eftir opnar aðgerðir en einmitt hér. Og hér á Islandi era menn jafnir, hér er ekki spurt um greiðslugetu," sagði Ingibjörg. Nafn pilts- ins sem lést PILTURINN sem lést í fyrra- dag af völdum áverka sem hann hlaut er hann varð fyrir bíl á Dalvegi í Kópavogi á mið- vikudagskvöld hét Oli Geir Höskuldsson, til heimilis að Hlíðarhjalla 68 í Kópavogi. Hann var fæddur 18. septem- ber 1978. Hannes Hlífar kominn í 2. umferð SEINNI skákin var tefld í gær í 1. umferð á svæðamóti Norðurlanda í skák, sem nú stendur yfir í Munke- bo á Fjóni í Danmörku. Hannes Hlífar Stefánsson tryggði sér sæti í 2. umferð með því að vinna skák sína við Helga Áss Grétarsson. Margeir Pétursson vann Þröst Þór- hallsson, en Helgi Ólafsson tapaði fyrir John Rodgaard frá Færeyj- um. Margeir og Þröstur og Helgi og Rödgaard þurfa að tefla til þrautar í dag um sæti í annarri umferð, sem hefst á morgun, sunnudag. Heilbrigðisráðuneytið svarar læknum um hvað eigi að fara í gagnagrunninn Aðallega flokkaðar upp- lýsingar í tölulegu formi Sérblöð í dag m uiÐun Á LAUGARDÖGUM Eissfei in®8til3« www.iabl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.