Morgunblaðið - 12.09.1998, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 12.09.1998, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR HÁUYRNINGURINN Keikó syndir um í kvínni ásamt Peter Noah þjálfara. í baksýn er Ystiklettur og efst í honum sést lítill kofi, sem lundaveiðimenn nota. HÁHYRNINGURINN Keikó hefur feng- ið aukna matarlyst og þjálfarar hans eru ánægðir með það hvernig honum gengur að laga sig að nýju umhverfi. Hvalurinn virðist borða vel, en hefur ekki kallast á við fleiri sjávar- spendýr en hnís- una síðdegis á fimmtudag. Keikó synti rösk- lega um laugina þegar blaðamaður og Ijósmyndari Morgunblaðsins komu þangað síðdegis í gær. Með honum í kvínni var Peter Noah þjálfari og virtist hann ekki láta kalt vatnið á sig fá. Noah synti um kvína í blautbúningi, en var með berar hendur og fór nokkrum sinn- um í kaf. Hann nuddaði skráp hvalsins og voru fingur hans ataðir áburðinum, sem notaður var til að halda honum rök- um meðan á flutningnum frá Newpoi-t í Oregon stóð. Nokkur vindur var, en lygnara í kvínni heldur en þegar út fyrir hana var komið. Oldugangur var lítill nema þegar feijan Heijólfur kom til hafnar frá Þor- lákshöfn. Þá gekk kvíin til í öldunum, sem mynduðust í lq'ölf- ar feijunnar, en hvaln- um virtust líka lætin vel. Keikó lagar sig að nýju umhverfi Háhyrningurinn Keikó hefur byi'jað nýtt líf í kvínni í Klettsvík. Karl Blöndal, Helgi Þorsteins- son og Asdís Asgeirs- dóttir fylgdust með nýbú- anum í Eyjum. Morgunblaðiö/Asdis PETER Noah, þjálfari Keikós, nuddar á honum sporðinn eftir að háhyrn- ingurinn hafði velt sér á bakið í kvínni í Klettsvík í gær. ferðum innan hennar. „Þetta liefur allt gengið vel,“ sagði Foster. „Síðan bætist við að hann kallaðist á við annað sjávarspendýr. Við tókum upp þegar dýrin kölluðust á og við erum mjög spennt yfir því. Þetta er ekki slæmt á fyrsta degi.“ Foster fylgdi hvalnum frá Newport í Oregon þar sem hann hefur verið á sædýrasafni frá því hann var fluttur frá Mexíkóborg fyrir tveimur árum. Hann skipulagði einnig fiutninginn þaðan en Nolan Harvey, sem einnig er þjálfari háhyrningsins, skipulagði að- gerðir í Eyjum. Þegar Keikó var sleppt í kvína í fyrradag var Foster með þeim fyrstu sem stungu sér út í kaldan sjóinn í Klettsvíkinni til að synda með hvalnum. „Það var gott að komast í sjóinn,“ sagði Foster. „Það er hvasst, en lygn- ara í víkinni.“ Foster sagði að flutningurinn hefði ekki getað gengið betur en það væri aldrei hægt að segja fyrir um flutning á villtu dýri. En Keikó hefði hins vegar ráðið við hverja þraut, sem lögð hefði verið fyrir hann, hvort sem um væri að ræða að veiða lifandi fisk eða takast á við nýjar æfingar. Skammturinn aukinn „Þetta þarf ekki að ganga hratt fyrir sig,“ sagði hann. „Okkur liggur ekkert á.“ Forvitinn um umhverfið Fyrsta nótt Keikós í Klettsvík reynd- ist tíðindalítil. Að sögn Jeffs Fosters, þjálfara Keikós, voru sex manns í kvíimi yfir nóttina auk öryggisvarðar. Hann sagði að háhyrningurinn hefði verið for- vitinn um umhverfi sitt, fylgst vel með öllum bátsferðum við kvína og manna- Að sögn þjálfarans át Keikó 30 kfló af sfld og loðnu fyrsta dag- inn. Sagði hann að fara þyrfti rólega af stað vegna þess að hann hefði ekkert étið meðan á flutningnum stóð. Síðan yrði skammturinn aukinn smátt og smátt. Hann sagðist vera ánægður með ástand hvalsins, hann virtist fullur af orku og hefði synt vel. Hann væri tilbúinn að takast á við næsta verkefni. Foster sagði að á næstu dögum yrði Keikó leyft að venj- ast kvínni og fylgst yrði með honum, hljóðunum sem hann gæfi frá sér og hversu oft hann blési. Niðurstöður þess eftirlits yrðu síðan bornar saman við niðurstöður eftirlits með háhyrn- ingnum í lauginni í Newport til að sjá hvort hegðun hans breyttist við það að koma í nýtt umhverfi. Þetta væri hins vegar mikil nákvæmnisvinna og senni- lega yrði ekki hægt að segja neitt fyrr en eftir mánuð. Nýr heimur í kvínni Dave Phillips, sljórnandi Keikó- stofnunarinnar, var staddur í kvínni og sagði að það hlyti að vera eins og nýr heim- ur opnaðist fyrir háhyrningnum við það að komast úr lokaðri laug í víðáttu Klettsvíkur. Noah ræddi við blaðamann þar sem hann flaut í kvínni og sagði að erfitt verk- efni yæri fyrir hönd- um, en hingað til hefði allt gengið sérdeilis vel. Hann sagði að hvalurinn æti vel, en enn væri ekki farið að gefa honum lif- andi fisk að nýju. Þegar Keikó var í sædýrasafninu í Newport át hann stundum eingöngu lif- andi fisk, hraðsyndan eldislax, en nú myndu sennilega líða nokkrar vikur áður en Free Willy Keikó-stofnunin hefði komið sér upp kvíum með eldisfiski til að geta gefið hvalnum lifandi bráð. Kvaðst hann hins vegar ekki eiga von á því að það myndi saka þótt allt að mánuður liði. NÍU sérfræðingar bandaríska flughersins og tveir verkfræðingar frá Boeing-verksmiðjun- um könnuðu í gær skemmdir á hjólabúnaði C-17-vélarinnar. Morgunblaðið/Ásdís HERMENN með alvæpni gættu C-17-vélarinnar í gær og gættu þess að engir óviðkomandi kæmust nær henni en 100 metra. Sérfræðingar flug- hersins og Boeing kanna skemmdirnar ÞYRLA frá Keflavíkurflugvelli fór tvær ferðir til Vestmannaeyja í gær með níu sérfræðinga flughersins og tvo starfsmenn Boeing-flugvéla- verksmiðjanna sem komnir eru frá Bandaríkj- unum til að kanna þær skemmdir sem urðu á C-17 herflutningavélinni sem flutti Keikó til Vestmannaeyja á miðvikudaginn. Unnið var að viðgerðum á vélinni í gær. Jóhann H. Jónsson, framkvæmdastjóri flug- valladeildar hjá Flugmálastjórn, segist hafa sagt fulltrúum bandariska flughersins að þeir yrðu að færa vélina hið fyrsta, en hún er nú skammt frá mótum flugbrautanna tveggja þannig að á hvorugri þeirra má lenda. „Það þarf að færa vélina í vestur þannig að hún verði hið minnsta 200 metra vestan við miðlínu flugbrautarinnar,“ segir Jóhann. „Bandaríkjamennimir segjast vinna hörðum höndum að því.“ Tvær flugvélar komust á loft Flugvél frá Leiguflugi hf. sem hafði verið fóst á vellinum frá þvi á miðvikudagsmorgun tókst að komast á loft frá flugvellinum um klukkan hálftvö í gær og hálftíma síðar fór Domier-vél íslandsflugs einnig af stað til Reykjavíkur. Unnið var að því með jarðýtu all- an morguninn að búa til veg fyrir flugvélamar framhjá C-17 vélinni sem lokaði annarri braut- inni þannig að flugvélarnir gætu komist frá flugstöðinni og tekið á loft frá hinni brautinni. Hermenn vopnaðir vélbyssum gættu þess fram eftir degi að enginn fjölmiðlamaður kæmist nær C-17 vélinni en í hundrað metra fjarlægð. Nokkuð var þó slakað á öryggiskröf- um þegar leið á daginn. Upplýsingaskrifstofa varnarliðsins sendi í gær frá sér fréttatilkynningu, þar sem segir að „vegna villandi fréttaflutnings nokkurra fjölmiðla af lendingu C-17 flugvélarinnar í Vestmannaeyjum" hafi flugherinn falið henni að koma eftirfarandi skýringu á framfæri: „C-17 flugvél bandaríska flughersins lenti í gær á austur/vestur flugbraut Vestmannaeyja- flugvallar í 19 hnúta hliðarvindi. Þetta er langt innan viðmiðunarmarka fyrir þessa flugvélarteg- und sem era 30 hnútar. Er flugvélin hafði rannið u.þ.b. 300 metra efdr brautinni varð bilun í hjóla- búnaði hennai- sem nú er verið að kanna. Fyrir s lendinguna vora bandaríski flugheiinn og flug- málayflrvöld í Vestmannaeyjum sammála um að ; einungis kæmi til greina að lenda C-17 flugvél- inni á austur/vestur flugbraut vallarins. Norð- ur/suður flugbrautin kom ekki til gi-eina sökum hindrana sem era beggja megin við hana.“ Alfarið ákvörðun flughersins Vegna þess, sem segir í tilkynningu varnar- liðsins um þátt flugmálayfirvalda, sendi Flug- málastjórn síðan frá sér aðra tilkynningu, svohljóðandi: „í tilefni af fréttatilkynningu J upplýsingafulltrúa varnarliðsins, sem dagsett er í dag, þai- sem fjallað er um lendingu C-17 flugvélar bandaríska flughersins á Vestmanna- eyjaflugvelli, skal tekið fram að Flugmála- stjórn eða starfsmenn stofnunaiánnar á flug- vellinum tóku engan þátt í þeirri ákvörðun að lenda C-17 flugvélinni á austur/vestur flug- braut hans. Sú ákvörðun var að öllu leyti tekin af bandaríska flughernum, þótt heimild til lendingar væri að sjálfsögðu veitt frá flugturni | vallarins."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.