Morgunblaðið - 12.09.1998, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.09.1998, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Landlæknir gagnrýnir gagnagrunnsfrumvarp í umsögri til ráðuneytis Yandséð hvernig tryggja megi persönuvernd Fegurðar- drottning Islands til Japans FEGURÐARDROTTNING Islands, Guðbjörg Hennanns- dóttir, heldur til Tókýó í Jap- an nk. þriðjudag til að keppa um titilinn Miss International 1998. Miss International keppnin hefur verið haldin síðan 1961 og minnast margir þess þegar Guðrún Bjarnadóttir sigraði í keppnini árið 1964. Var það fyrsti sigur íslenskrar stúlku í alþjóðlegri fegurðarsam- keppni. Urslitadagurinn er 26. september en fram að þeim tíma mun Guðbjörg dvelja í Tókýó við undirbúning og kynningar. LANDLÆKNIR telur í umsögn sinni um endurskoðað frumvarp um gagnagi-unn á heilbrigðissviði að þótt ýmis atriði horfi til bóta frá upphaflegu frumvarpi sl. vor sé markmið frumvarpsins eftir sem áð- ur óljóst. Ekki komi fram með skýr- um hætti hvaða upplýsingum eigi að safna, hvernig hægt sé að samhæfa óskilgreindar upplýsingar og með hvaða hætti þær eigi að auka þekk- ingu til þess að bæta heilsu- og heil- brigðisþjónustu. „Landlæknir er enn þeirrar skoð- unar að fylgt verði fyrri stefnu heil- brigðis- og tryggingamálaráðuneyt- isins þess efnis að gögn varðveitist þar sem þau verða til og forðast verði að smíða einn miðlægan alls- herjargagnagunn með heilsufars-, ættfræði- og erfðaupplýsingum um íslenska þegna, enda vandséð hvernig tryggja megi persónuvernd í slíkum gagnagrunni. Núgildandi lög, sbr. einkum lög nr. 121/1989 um skráningu og meðferð persónuupp- lýsinga, II.-IV. kafla, lög um rétt- indi sjúklinga og reglur eru full- nægjandi fyrir gerð og vinnslu með slíka gagnagranna á heilbrigðis- sviði,“ segir í umsögninni. Andvígur sérleyfi til handa markaðsaðila Landlæknir segir einnig að telji löggjafinn engu að síður ástæðu til að setja lög um miðlægan gagna- gi-unn verði að taka tillit til fjöl- margra sjónarmiða. Leggur land- læknir eindregið til að í stað þess að ráðherra skipi nefnd um gerð og starfrækslu gagnagrunns eins og frumvarpið gerir ráð fyrir, sem landlæknir segir að sé á skjön við gildandi lög og tilskipun Evrópu- sambandsins um að handhafi lejrfis- veitingavalds skuli vera óháður póli- tísku valdi, þá verði landlækni þess í stað falið hlutverk nefndarinnar og embætti landlæknis eflt með deild sérhæfðs starfsfólks til að sinna þessum störfum. Hann segir jafnframt nauðsyn- legt að skýra nánar með hvaða hætti sjúklingur getur hafnað þátt- töku og hvernig farið sé með upp- lýsingar um látna menn eða þá sem ekki geta tjáð vilja sinn. Þá leggst landlæknir eindregið gegn því að markaðsaðila vei'ði veitt sérleyfi til gerðar og rekstrar gagnagrunns á heilbrigðissviði. Landlæknir telur hins vegar m.a. til bóta að frumvarpið geri nú ráð fyrir að sjúklingi verði heimilt að hafna því að upplýsingar um hann fari í gagnagrunninn og að lögin taki ekki til sjúkraskrárkerfa einstakra heilbrigðis- og rann- sóknarstofnana og gagnasafna vegna vísindarannsókna á sjúk- dómum. S Morgunblaðið/Halldór I nýju félagsheimili FÉLAG eldri borgara tók í gær formlega í notkun nýtt félagsheimili í Glæsibæ við Álf- heima. Við hátíð, sem haldin var af því tilefni, var flutt tónlist og fjölbreytt starf félagsins kynnt gestum. Meðal þeirra var Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir borgarstjóri, og hér stinga þau Páll Gíslason, formaður Félags eldri borgara, saman nefjum. Félagið og Reykjavíkurborg sneru bökum saman um kaup á húsnæði undir félagsheimilið. Ríkisspítalar vilja gagnagrunn með skilyrðum STJORNARNEFND Ríkisspítal- anna segist geta fyrir sitt leyti fall- ist á miðlægan gagnagi'unn á heil- brigðissviði ef ströngum skilyrðum um gerð og rekstur gagnagrunns- ins verður fullnægt. Þetta kemur fram í umsögn sem stjórnarnefnd- in hefur sent heilbrigðisráðherra um frumvarpið. Sjúklingar hafi upplýst val um þátttöku Skilyrðin sem stjómarnefndin telur nauðsynlegt að sett verði, eru að sjúklingar hafi „upplýst val“ um þátttöku í grunninun, að vandlega verði skilgreindar þær upplýsingar sem í grunninn fara og að Ríkisspít- alar hafi áhrif á þá skilgreiningu, að ekki verði unnt að rekja upplýsing- ar til einstaklinga, að aðgangur að grunninum verði háður leyfi vís- indasiðanefndar og tölvunefndar og aðgangur einkaleyfishafa, heilbrigð- isráðuneytis og landlæknis sömu- leiðis, að vörsluaðili sé annar en rekstraraðili og að gagnagrunnur- inn verði eign heilbrigðiskerfisins að einkaleyfistímanum loknum. Miðlægur gagnagrunnur margra hluta vegna varhugaverður I umsögninni bendir stjórnar- nefndin á að miðlægur gagna- grunnur sé margi'a hluta vegna varhugaverður. Þar verði geymdar mjög viðkvæmar upplýsingar um sjúklinga og mörg álitamál geti komið fram um meðferð þessara upplýsinga. Dreifðir gagnagrannar geti mjög líklega þjónað vísinda- rannsóknum jafn vel. Miðlægur gagnagnmnur hafi því fyrst og fremst hlutverki að gegna í við- skiptalegu tilliti. Stjómarnefndin segist geta sætt sig við veitingu einkaleyfís til notk- unar og reksturs miðlægs gagna- grunns, enda sé ljóst að veiting slíks einkaleyfis feli í sér mikinn fjárhagslegan ávinning fyrir heil- brigðiskerfið. Andlát Svavar Gestsson tekur þátt í samfylkingu vinstri afla ARNMUNDUR S. BACKMAN ARNMUNDUR S. Backman, hæstarétt- arlögmaður og rithöf- undur, er látinn eftir langvarandi veikindi, 55 ára að aldri. Arnmundur fæddist á Akranesi 15. janúar 1943, sonur hjónanna Halldórs S. Baekman og Jóhönnu D. Am- mundsdóttur. Hann lauk stúdents- prófi'fl-á Menntaskól- anum á Akureyi-i árið 1964 og embættisprófi í lögfræði frá Háskóla íslands árið 1970. Ammundur stundaði framhaldsnám í vinnu- málarétti við Oslóarháskóla 1970- 1971. Hann hlaut lögmannsréttindi árið 1976 og hæstaréttarlögmanns- réttindi árið 1984. Arnmundur starfaði sem fulltrúi í sjávarútvegsráðuneytinu frá 1971 til 1976 er hann hóf rekstur eigin lögfræðistofu sem hann rak til dauðadags. Hann starfaði sem að- stoðarmaður Svavars Gestssonar, félags-, heilbrigðis- og tryggingamálaráð- herra, frá 1980-1983. Hann gegndi ýmsum trúnaðarstörfum á vegum rfldsins. Ammundur skrifaði talsvert um lögfræði- leg málefni, m.a. bók- ina Vinnuréttur, um lög og rétt á vinnu- markaði, ásamt Gunn- ari Eydal. Hann gaf einnig út tvær skáldsögur: Her- mann (1989) og Bönd- in bresta (1990). Þriðja skáldsaga Arnmundar, Almúga- menn, kemur út fyrir jólin. Þá skrifaði Arnmundur tvö leik- rit, Blessuð jólin, sem leiklesið var í Þjóðleikhúsinu árið 1997, og Mað- ur í mislitum sokkum, sem var framsýnt í febrúar á þessu ári, og verður sýnt í Þjóðleikhúsinu í byrj- un október. Arnmundur lætur eftir sig eigin- konu, Valgerði Bergsdóttur, og þrjú böm. Verðum að ljúka vinn- unni í næsta mánuði „FLOKKURINN hefur samþykkt að stefna að sameiginlegu framboði vinstri manna að uppfylltum ýms- um skilyrðum og ég vil ganga í það af þrótti að finna út hvort hægt er að upp- fylla þessi skil- yrði því það er öllum fyrir bestu að fá botn í hlut- ina,“ sagði Svavar Gestsson alþingismaður í viðtali við Morgunblaðið í gær. Svavar tilkynnti félögum sínum á fundi í Alþýðubandalagsfélagi Reykjavíkur að hann væri hlynntur samvinnu og myndi taka þátt í mál- efnavinnu. Svavar Gestsson sagði að mál- efnavinna vegna hugsanlegs sam- eiginlegs framboðs vinstri afla hefði verið í gangi í sumar og hann hefði, að beiðni formanns flokksins, Mar- grétar Frímannsdóttur, ákveðið að taka þátt í þeirri vinnu. Tekur Svavar sæti í stýrihóp ásamt henni og Jóhanni Geirdal og fulltrúum hinna flokkanna. „Það sem ræður ákvörðun minni er meðal annars að ég vil fá botn í þessi mál. Framundan er að skrifa verkefnaskrá sem verður hið end- anlega málefnaskjal og grundvöllur samfylkingarinnar," segir Svavar ennfremur og segir skjalið endan- lega tekið til meðferðar á aðalfundi miðstjórnar Alþýðubandalagsins sem ráðgerður er í október. Þingflokksfundur hjá Alþýðubandalagi á mánudag Svavar sagði marga flokksmenn setja spurningai’merki við þessa samvinnu en aðrir hefðu mikinn áhuga á verkinu. „Þessi vinna verður að klárast í næsta mánuði og menn þurfa ráðrúm til að skoða framboðs- málin sem verða flóknari í þessu samhengi en venjulega ef af þessu verður," sagði Svavai- Gestsson. Steingrímur J. Sigfússon, Ög- mundur Jónasson og Hjörleifur Guttormsson hittust á fundi í gær til að ræða um framtíð þeirra innan þingflokks Alþýðubandalagsins og óháðra. Steingrímur vildi í gær ekki greina frá niðurstöðu fundarins. Málið yrði rætt á þingflokksfundi nk. mánudag, en það er fýrsti þing- flokksfundur Alþýðubandalagsins frá því að aukalandsfundur flokksins var haldinn í byrjun júlí. Steingn'm- ur sagði að starfið innan þingflokks- ins í vetur yrði aðalmál fundarins. Steingrímur sagði að ákvörðun Svavars Gestssonar, að starfa áfram innan Alþýðubandalagsins, hefði engin áhrif á undirbúning að stofnun nýrrar stjórnmálahreyfing- ar á vinstra væng stjórnmálanna. Sú vinna héldi áfram. Hann bætti við að umhverfismál yrðu eitt af meginmálum slíkrar hreyfingar, en þau hefðu verið nokkuð utanveltu í íslenskum stjórnmálum fram að þessu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.