Morgunblaðið - 12.09.1998, Síða 14

Morgunblaðið - 12.09.1998, Síða 14
14 LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 1998 AKUREYRI MORGUNB LAÐIÐ Svæðisvinnumiðlun Norðurlands eystra formlega opnuð Mörg verkefni framundan SVÆÐISVINNUMIÐLUN Norð- urlands eystra hefur formlega ver- ið opnuð í nýjum húsakynnum í Alþýðuhúsinu við Skipagötu, en hún hóf starfsemi sína 1. apríl síðastliðinn í húsnæði vinnumiðlun- ar Akureyrarbæjar við Glerárgötu. Verulegar breytingar hafa orðið á fyrirkomulagi opinberrar vinnumiðlunar, sem áður var í höndum hvers sveitarfélags fyrir sig en ríkið hefur nú tekið við þess- um málaflokkum og þar með er landið orðið eitt vinnusvæði. Helena Þ. Karlsdóttir, for- stöðumaður Svæðisvinnumiðlunar Norðurlands eystra, sagði við opn- unina að mörg verkefni væru framundan, m.a. verður síðar í september farið af stað með starfs- leitaráætlanir og námskeið verður haldið fyrir konur í samstarfi við Mennta- smiðju kvenna. Þá verður komið á fót vinnuklúbbi, eins kon- ar námskeiði til leiðbeiningar fyrir fólk í atvinnuleit. Virk vinnumiðlun Meðal verkefna Svæðisvinnumiðlunar er að aðstoða atvinnu- leitendur við atvinnu- leit og vinnuveitendur við að útvega hæft starfsfólk, teknar era saman upplýsingar um atvinnuástand, at- vinnuleysi og atvinnuhorfur, upp- lýsingar veittar um starfsval og starfsmenntun, miðlað er upplýsingum til út- hlutunarnefnda at- vinnuleysisbóta og eft- irlit haft með að um- sækjendur um at- vinnuleysisbætur upp- fylli skilyrði laga um slíkar bætur. A skrifstofu Svæðis- vinnumiðlunar Norð- urlands eystra eru 6 starfsmenn. Utan Ak- ureyrar eru 13 skrán- ingarstaðir. Helena sagðist vona að starfsemi skrifstof- unnar skapaði virka vinnumiðlun í kjör- dæminu. „Það er markmið okkar að þjónusta okkar verði fagleg og Helena Þ. Karlsdóttir metnaðarfull og skili árangri sem við getum verið stolt af,“ sagði hún. Konur styrktar til náms Gissur Pétursson, forstjóri Vinn- umálastofnunar, gerði grein fyi-ir starfsemi stofnunarinnar og á hvern hátt staðið hefði verið að uppbyggingu hennar. Nefndi hann að ánægjulegt væri að atvinnuá- stand hefði verið jafngott og raun ber vitni á uppbyggingartímanum. Björn Snæbjömsson foiTnaður stjórnar svæðisráðs sem starfar með Svæðisvinnumiðluninni greindi frá því að ráðið hefði samþykkt drög að samningi við Menntasmiðju kvenna um að styrkja 15 konur til náms nú í haust og sagði það gleðileg tíðindi. Kalsaveður við komu síðasta skemmtiferðaskips sumarsins Ævintýri fyrir farþegana Morgunblaðið/Kristján Messur AKUREYRARKIRKJA: Guðsþjónusta á morgun kl. 11. Sr. Birgir Snæbjörnsson mess- ar. Fyrsti „mömmumorgunn" vetrarins verður næstkomandi miðvikudag, 16. september frá kl. 10 til 12. Gengið er inn um kapelludyr. Hjónanámskeið í Safnaðarheimili Akureyrar- kirkju næstkomandi föstudag, 18. september frá kl. 20 til 23. GLERÁRKIRK J A: Kvöldguðsþjónusta verður í Lögmannshlíðarkmkju sunnu- dagskvöldið 13. september kl. 21. Sr. Gunnlaugur Garðarsson. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Bænastund í kvöld, laugardag kl. 20. Sunnudagaskóli fjöl- skyldunnar kl. 11.30. Biblíu- kennsla fyrir alla aldurshópa, G. Theodór Birgisson. Léttur hádegisverður á vægu verði kl. 12.30. Sama dag kl. 20 verður samkoma í umsjá Exodus frá Svíþjóð. Fjölbreyttur söngur, predikun, ísraelskir dansar, fyr- irbænaþjónusta og fleira. Barnapössun fyrir börn yngri en 6 ára. Heimasíða Hvíta- sunnukirkjunnar er www.gospel.is og Vonarlínan, sími 4621210, símsvari allan sólarhringinn með uppörvunar- orð úr ritningunni. Jarðvinna við Háskól- ann á Akureyri Framkvæmdir við fyrstu nýbygging- ar skólans FYRIRTÆKIÐ GV Gröfur átti lægsta tilboð í jarðvinnu vegna fram- kvæmda við 2. áfanga Háskólans á Akureyri á Sólborg. Tilboðið hljóðaði upp á tæpar 3,2 milljónir króna sem er 67% af kostnaðaráætlun en hún var rúmar 4,7 milljónir króna. Um er að ræða jarðvinnu undir fyrstu nýbyggingar skólans sem eru um 2.000 fermetrar og munu hýsa kennslustofur, aðstöðu fyrir verk- lega hjúkrun og iðjuþjálfun og skrif- stofur og tengjast eldri húsum skól- ans með tengigangi. Jarðvinnu skal lokið fyrir 1. desember nk. en hönn- un bygginga verður lokið í árslok. G. Hjálmarsson hf. bauð tæpar 3,3 milljónir króna í verkið, eða rúm 69%, Hafnarverk ehf. bauð um 3,5 milljónir, eða tæp 74% og Afl ehf. bauðst til að vinna verkið fyrir rúm- ar 4,7 milljónir, sem er 99% af kostnaðaráætlun. AKSJÓN Laugardagur 12. september 12.00Þ-Skjáfréttir 17.00ÞEndursýndur umræðuþáttur frá síðasta fimmtudegi. 21.00ÞKvöldljós Kristilegt efni frá sjónvarpsstöðinni Omega. SÍÐASTA skemmtiferðaskip sumarsins sigldi inn heldur kuldalegan Eyjafjörðinn í gær- morgun. Skipið „Vision of the See“ var með um 2.000 farþega innanborðs. Þetta er stærsta skipið sem komið hef- ur til Akureyrar í sumar, 280 metra langt og 74 þúsund tonn. Hingað kom það frá Þórshöfn í Færeyjum og hélt síðdegis í gær áleiðis til Reykjavíkur en þaðan liggur leiðin vestur um haf. „Þetta er hreint ævintýri fyrir farþegana. Þeir sjá snjóinn í fjöllunum og rétt fyr- ir neðan snjólínu eru iðagræn tún. Þeir skilja þetta ekki,“ sagði Gunnar Arason hjá Hafnarsamlagi Norðurlands, KENNSLA í Tónlistarskólanum á Akureyri hefst mánudaginn 14. september nk. Helstu nýjungar í starfsemi skólans þetta skólaár eru þær, að nú verður í fyrsta skipti boðið upp á kennslu í hörpuleik. Þá verður sérstök áhersla lögð á óperutónlist í vet- ur. Forskólakennslan hefur nú al- farið verið færð út í grunnskóla bæjarins og er skyldunám í 1. og 2. bekk. Þá færist hljóðfærakennsla á fyrstu stigum hægt og bítandi út í grunnskólana. Það sem helst kem- ur í veg fyrir þann flutning eru húsnæðisþrengsh á starfstíma grunnskólans eftir að hann varð einsetinn. Sú breyting hefur orðið á yfír- stjórn skólans, að í stað rekstrar- stjóra, Gunnars Frímannssonar, en viðurkenndi að vissulega væri hundleiðinlegt að taka á móti svo stórum hópi útlend- inga í leiðindaveðri gærdags- ins. Margir brugðu sér bæjar- leið, fóru í skoðunarferð að Mývatni, eða stöldruðu við hjá Goðafossi, en aðrir fóru í regn- gallann og gengu um í miðbænum líkt og þessir sem ljósmyndari festi á filmu. Alls komu 28 skemmtiferða- skip til Akureyrar í sumar, nokkru færri en síðustu tvö ár á undan þegar þau urðu 35 og 38, en Gunnar sagði að nú væru stærri skip en áður farin að hafa viðkomu á Akureyri. Giskaði hann á að farþegar með þessum skipum væru á bilinu 16 til 18 þúsund talsins. Áhersla á óperutónlist í vetur sem lét af störfum sl. vor, hefur Magna Guðmundsdóttir verið ráðin aðstoðarskólastjóri. Skóla- stjóri er Atli Guðlaugsson. Kennari á hörpu í vetur verður Marion Herrera en hún á að baki háskólanám í hörpuleik í Frakk- landi og hefuiy starfað víða sem hörpuleikari. í söngdeild mun starfa sérstök óperudeild undir stjórn Jóhanns Smára Sævars- sonar óperusöngvara, sem jafn- framt er nýr deildarstjóri söng- deildar. Hjartasérfræðingur við FSA á förum Leitum lausna HALLDÓR Jónsson framkvæmda- stjóri Fjórðungssjúkrahússins á Ak- ureyri sagði að lausna væri nú leitað í kjölfar þess að annar af tveimur hjartasérfræðingum við sjúkrahúsið er á förum innan skamms. Aðeins einn hjartasérfræðingur var starfandi við FSA um tíma og álagið því afar mikið, þannig að það var for- gangsverkefni að ráða annan. Það náðist og tók nýr hjartasérfræðingur til starfa í byrjun sumars. Persónuleg- ar aðstæður ráða þvi að hann hefur nú ákveðið að láta af störfum. „Þetta er nokkuð sem við ráðum ekki við, en erum að vinna í því að leysa málið, skoða hvaða möguleikar eru í stöðunni. Ég er hæfílega bjartsýnn á að lausn fínnist og vona að okkur takist að leysa þetta mál fljótt,“ sagði Halldór. Óperugalakvöld og heil ópera meðal verkefna Eftir nám hér á landi fór Jóhann í framhaldsnám við sameiginlega óperudeild Royal College og Royal Academy of Music í London. Að loknu einsöngvaraprófi réðst hann til starfa við óperuhúsið í Köln í Þýskalandi, þar sem hann hefur stariað undanfarin þrjú ár. Verkefni söngdeildar verða m.a. óperugalakvöld, sem kór skólans og einsöngvarar munu taka þátt í ásamt öðrum og svo heil ópera að vori. Einnig er stefnt að Master Class í ár og fleira. Kennarar söngdeildar eru auk deildarstjóra þau Michael J. Clarke og Sigríður Elliðadóttir. Undirleikari deildarinnar er Ric- hard J. Simm. Boðið upp á kennslu í hörpuleik í tónlistarskólanum Aöalfundur Leik- félags Akureyrar Valgerður endur- kjörin for- maður VALGERÐUR Hrólfsdóttir bæjarfulltrúi var endurkjörin formaður Leikfélags Akur- eyrar á aðalfundi félagsins í vikunni. Birgir Karlsson var kjörinn ritari stjórnar LA í stað Ingvars Björnssonar og Þráinn Karlsson var endur- kjörinn meðstjórnandi. Valgerður er jafnframt formaður leikhúsráðs en auk hennar sitja í ráðinu Þröstur Ásmundsson, fyrir hönd bæj- arins, og Sólveig Jónsdóttir fyrir hönd starfsmanna LA. Fjárhagserfiðleikar Leik- félags Akureyrar hafa verið nokkuð til umræðu síðustu mánuði en málefni félagsins eru nú til meðferðar hjá menningarmálanefnd bæjar- ins. I reikningum síðasta starfsárs, frá ágúst 1997 til júlí í ár, kom fram halla- rekstur upp á um 10 milljónir króna að sögn Valgerðar for- manns og þá eru langtíma- skuldir félagsins um 6 millj- ónir króna. 8 milljónir fyrirfram Valgerður sagði að félagið hefði þegar fengið fyrirfram- greitt frá bænum, um 8 millj- ónir króna, af fjárveitingum næsta árs. „Málefni félagsins eru í vinnslu í bæjarkerfinu og ekkert nema gott um það að segja. Og þessi umræða, eins og í menningarmála- nefnd, verður vonandi líka til þess að opna félagið enn frekar." Valgarður Baldvinsson, fyrrverandi bæjarritari, var gerður að heiðursfélaga LA á aðalfundinum, fyrir vel unnin störf í þágu félagsins en Val- garður sat í leikhúsráði fyrir hönd bæjarins í 11 ár. Kór Akureyrar- kirkju Vetrar- starfið að hefjast VETRARSTARF Kórs Ak- ureyrarkirkju hefst næst- komandi þriðjudag, 15. sept- ember, og eru mörg skemmtileg verkefni framundan hjá kórnum. Þar má nefna jólasöngva kórsins í desember, kaffitónleika með veraldlegu ívafi en stærsta verkefnið í vetur verður tón- leikar í apríl þar sem kórar í Eyjafjarðarprófastsdæmi og Sinfóníuhljómsveit Norður- lands sameina krafta sína og flytja m.a. stóra messu eftir Charles Counod. í kórnum eru 50 félagar, honum er skipt í fjóra messu- hópa sem skiptast á að syngja við messur, en einu sinni í mánuði syngur kórinn allur við messu sem og á hátíðum og við sérstök tækifæri. Inntaka nýrra félaga verð- ur í Safnaðarheimili Akur- eyrarkirkju næstkomandi mánudag, 14. september, frá kl. 18 til 20. Nánari upplýs- ingar er að fá hjá Eyþóri Inga Jónssyni, stjórnanda kórsins.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.