Morgunblaðið - 12.09.1998, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 12.09.1998, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Sögulegt löggjafarslys? HVERGI í veröldinni er til einn miðlægur gagnagi’unnur með samtengdum heilsu- fars- og ættfræðiupp- lýsingum heillar þjóðar. Setning laga um að koma slíkum gagna- grunni á fót hérlendis væri því heimsviðburð- ur. Dauðans alvara Hugmyndin er í sjálfu sér „heillandi“ en jafnframt ógnvænleg, eins og ég komst að orði á ráðstefnu, sem Vís- indasiðanefnd gekkst fyrir í vor. Hún er heill- andi vegna þess, að ef marka má orð þeirra sem að henni standa gætu rannsóknir byggðar á slíkum gagna- grunni leitt til áður óþekktra mögu- leika í læknavísindum. Aftur á móti er hugmyndin ekki aðeins ógnvæn- leg í sögulegu ljósi heldur og vegna þeirrar óvissu um afleiðingarnar sem ekki er unnt að sjá fyrir og leitt gætu til skelfingar í höndum óprútt- inna aðila, sem gerðu gen mannsins að söluvöru. Hér er um dauðans alvöru að ræða. Pess vegna verður að fara fram opin lýðræðisleg umræða um þetta stórmál, sem og boðað frum- varp um lífsýni, áður en ákvörðun er tekin, því sjaldan hefur reynt eins mikið á siðferðisþrek handhafa lög- gjafar- og framkvæmdavalds í sögu lýðveldisins. Lagasetning í þessa veru væri ekki aðeins í ósamræmi við alþjóða- samþykktir um siðfræði vísinda, sem mótaðar voru af gefnu tilefni eftir seinni heimsstyrjöldina, sbr. Núrn- bergsamþykktina frá 1947 og Helsinki-yfírlýsinguna frá 1964, heldur stang- ast hún á við nýsett lög nr. 94/1997 um réttindi sjúklinga svo og stefnu- mótun núverandi ríkis- stjórnar í upplýsinga- málum innan heilbrigð- iskerfisins, sem birt var í 40 síðna riti heilbrigð- is- og tryggingamála- ráðuneytisins á síðasta ári. Núgildandi löggjöf er siðræn I íytra gagnagrunns- frumvarpinu, sem gert var opinbert 30. mars sl., segir m.a. að lög um réttindi sjúklinga standi í vegi fyrir því að unnt sé að veita aðgang að upplýsingum úr sjúkraskrám til skráningar í gagnagi’unni, nema vegna einstakra rannsókna og að ekki sé heldur unnt samkvæmt gild- andi lögum að veita tímabundin sér- leyfí til aðgangs að áður skráðum heilsufarsupplýsingum. Þess vegna sé lagasetning um gagnagi-unna nauðsynleg. Rúmlega ársgömul lög um réttindi sjúklinga eru og miða að því að tryggja sjúklingum almenn mann- réttindi og mannhelgi og tryggja þannig réttarstöðu þeirra gagnvart heilbrigðisþjónustunni og styrkja trúnaðarsamband sjúklinga og heil- brigðisstarfsmanna. Þannig er t.d. kveðið á um að sjúkraskrá skuli varðveita á heilbrigðisstofnun, þar sem hún er færð, eða hjá lækni eða öðrum heilbrigðisstarfsmanni, sem færir hana á eigin starfsstofu. Sjúk- lingi er tryggður aðgangur að sjúkraskránni og veittur réttur til að hindra að óviðkomandi aðilar fái að- Hefur löggjafínn í raun siðferðilegt vald til að ákveða fyrir alla þjóðina, spyr Björn Þ. Guðmundsson, að um hana séu skráðar við- kvæmustu persónulegu upplýsingar í gagna- banka sem einn aðili hefur ráðstöfunarrétt yfír í skjóli einkaleyfís ríkisins. gang að henni. Þess skal gætt við að- gang að sjúkraskrám að þær hafa að geyma viðkvæmar persónuupplýs- ingar og að upplýsingar í þeim eru trúnaðarmál. Síðast en ekki síst er kveðið svo á að sjúklingur skuli fyr- irfram samþykkja með formlegum hætti þátttöku í vísindarannsókn og að áður en slíkt samþykki sé veitt skuli gefa honum ítarlegar upplýs- ingar um vísindarannsóknina, áhættu sem henni kunni að fylgja og hugsanlegan ávinning, og í hverju þátttakan sé fólgin. Aðurnefnd ársgömul stefnumótun ríkisstjórnarinnar í upplýsingamál- um á heilbrigðissviði er í góðu sam- ræmi við þessi grundvallaratriði en þar segir m.a.: „Þeirri meginreglu verður fylgt að [heilsufars]upplýs- ingar séu varðveittar þar sem þær verða til. Ekki er áformað að setja upp miðlæga gagnabanka með per- sónutengdum upplýsingum um heilsufarsmálefni." Björn Þ. Guðmundsson Ég er með Kára - ég er á móti Kára Nú skyldi maður ætla að veiga- mikil rök þyrftu fyrir því að ganga á alþjóðlegar siðareglur heilbrigðisvís- inda, falla frá ársgögmlum laga- ákvæðum um grundvallarréttindi sjúklinga og hafna nýlegri stefnu- mótun í upplýsingamálum á heil- brigðissviði. I almennum athugasemdum með gagnagrunnsfrumvörpunum virðast rökin í raun aðeins þau sem nú skulu tilfærð. I frumvarpinu ft'á 30. mars sl. segir: „Fyrirtækið Islensk erfða- greining ehf. hefur lýst áhuga á að takast á við gerð gagnagrunns á heil- brigðissviði og telur slíkt viðfangs- efni rökrétt framhald þeirra verk: efna sem fyrirtækið fæst nú við.“ I drögum að frumvarpi, dags. 31. júlí sl. segir: „Kveikjan að frumvarpi þessu eru hugmyndir Kára Stefáns- sonar, forstjóra Islenskrar erfða- greiningar um gagnagrunn með heilsufarsupplýsingum Islendinga. Hugmyndir um slíkan gagnagrunn voru settai' fram hér á landi þegai' á árunum 1976-1976, en komust ekki í framkvæmd vegna skorts á fjár- magni og upplýsingatækni. Tillögur Kára um gerð og fjármögnun gagna- grunns á heilbrigðissviði gjörbreyta möguleikum okkar til þess að koma hugmyndinni í framkvæmd.“ Kannski er þarna líka komin skýr- ingin á því hvers vegna aðstandend- ur frumvai'panna virðast kjósa að fella umræðuna meðal almennings í farveg hugsanaleti og heimóttar- skapar, sem lýsir sér þannig: „Eg styð Kára - ég er á móti Kára“ rétt eins og um fótboltaleik sé að ræða. Sögulegt löggjafarslys? Það sem nú var rakið leiðir hugann að hlutverki löggjafans og kann að skýra þær ógöngur sem frumvarps- höfundar virðast ekki komast úr. Hlutverk Alþingis er að setja borgurum almennar leikreglur sem nefnast lög og gilda jafnt um alla á því sviði sem um er að ræða hverju sinni. Hér bregður hins vegar svo við að í raun er reynt að fella í almennan lagabúning einkaleyfí til handa nafn- greindum aðila til að reka einn mið- lægan gagnagrunn á heilbrigðissviði samkvæmt eigin hugmyndum hans, sem auk þess virðast óljósar í mörg- um greinum. Frumvörpin um gagnagrunn lúta að mörgum og ólíkum þáttum á sviði lögfræði, læknavísinda og vísinda- rannsókna yfu'leitt, viðskipta, mann- réttinda í víðasta skilningi, almenns siðferðis og siðfræði vísinda sérstak- lega - jafnvel guðfræði. Mér stæði næst að einblína á lögfræðiþáttinn, svo mikilvægur sem hann er, en eftir því sem ég hugsa meira um málið vegur siðfræðiþátturinn þyngst, þ.ám. siðferði handhafa löggjafar- valdsins. Raunar má ganga lengra og spyi'ja hreinlega um vald lög- gjafans til að setja lög af þessu tagi. Tíðkanlegt er að segja að Alþingi geti sett reglur um hvað eina, svo fremi að það fari ekki í bága við ákvæði stjórnarskrár. Hvað sem því líður er það svo í raun að löggjafínn leyfh' sér ekki að setja hvað sem er í lög. Sýna má fram á með dæmum að sennilega ráða því siðferðilegar ástæður. Þannig eru fóstureyðingar lögleyfðar að nákvæmlega skil- greindum skilyi'ðum fullnægðum. Líknardráp er hins vegar refsivert, jafnvel þótt í hlut eigi örvasa gamal- menni eða manneskja með ólækn- andi sjúkdóm og þrábiðji að sér sé veitt náðarlausn. Er þá fráleitt að spyrja, hvort löggjafinn hafi í raun siðferðilegt vald til að ákveða fyrir alla þjóðina, lifandi, látna og ófæddda að um hana séu skráðar viðkvæmustu persónulegu upplýs- ingar í gagnabanka sem einn aðili hefur ráðstöfunarrétt yfir í skjóli einkaleyfis ríkisins. Yrði slíkt ekki talið sögulegt löggjafarslys? Höfundur er lagaprðfessor og á sæti ( Vísindasiðanefnd. Skátastarf er æskulýðsstarf HAFI lyngið ekki borið blóm að vori er tilgangslaust að leita berja á því að hausti. Það sama á við um æskulýðinn. Ef skila á þjóðfélaginu fram á veg verður að tryggja að æskan nái að blómstra og þroskast. Allar rannsóknir benda ein- dregið til þess að þátt- taka barna í skipulögðu félags-, tómstunda- og íþróttastarfí skipti sköpum gegn mann- skemmandi áhrifum götulífs. Það er því hagur allra að á Islandi fái dafnað fjölbreytt æskulýðs- og tómstundastarf. Ein- staklingar eru mismunandi, það sem hentar einum hugnast ekki öðrum. Sumum hentar að kljást við bolta- tuðru, öðrum kappleikir, listiðkun, hugrækt og enn öðrum skátastarf. Sérstaða skátahreyfingarinnar Skátalög, skátaheiti og kjörorð skáta er það sem skilur skátastarfíð frá öðru tómstundastarfi. Skátinn vinnur heit um það hvernig hann " SLIM-LINE dömubuxur frá gardeur OÓuntv tískuverslun v/Nesveg, Seltj., s. 5611680 hyggst lifa lífínu. Það er mikil ákvörðun og ævi- langt verkefni að leitast við að uppfylla skáta- heitið, lifa í anda skáta- laganna, vera ávallt við- búinn og verða þannig að betri manni. Skáta- hreyfíngin hefur sett sér það markmið að leiða börn og ungt fólk til þroska svo að þau verði sjálfstæðir, virkir og ábyrgir einstakling- ar. Þetta gerir skáta- hreyfingin með útilífi, alþjóðlegu skátastarfi, með margvíslegum við- fangsefnum og hópa- starfi. Félagsleg aðlögun barna Frá átta til tólf ára aldurs tengjast börn í vaxandi mæli hópum barna á sama aldri og þroskastigi. Þessir fé- Allar rannsóknir benda til þess, segir Helgi Grímsson, að þátttaka barna í fjölbreyttu æskulýðsstarfí skipti sköpum gegn mann- skemmandi áhrifum götulífs. lags- og jafningjahópar gegna lykil- hlutverki í félagslegri aðlögun barna. Sérstaklega getur áhrifavald jafn- ingjahópsins orðið áhrifamikið þegar kemur fram á unglingsárin. Kennar- ar eru t.d. vel meðvitaðir um hópa- myndunina og geta bent á leiðtoga sem af meðfæddum hæfileikum rísa upp úr jafningjahópnum. Helgi Grímsson Jafningjafræðsla Hugmyndir um jafningjaleiðtoga höfðu sterk áhrif í Bretlandi snemma á 19. öldinni. Stofnandi skátahreyfingarinnar grundvallaði starf skátaflokkanna á grunni jafn- ingjafræðslu. Nútíma rannsóknir sýna fram á að það sé félagslega og vitsmunalega til góðs að nýta börn og unglinga sem fyrirmyndir og kennara. I jafningjafræðslu fá börn og unglingar tækifæri til að vera ábyrgir fyrir sjálfum sér og öðrum með því að taka virkan þátt í starf- inu. Þau styrkja hvort annað í verk- efnum sínum og axla saman ábyrgð á starflnu - þannig efla þau best lífs- leikni sína. Börn stjórna börnum Skátahreyfíngin leggur áherslu á að skátar verði sjálfstæðir einstak- lingar, sem venjast á að bera ábyrgð á þeim verkefnum sem þeim eru fal- in og læra að bera ábyrgð á eigin gerðum með markvissri þjálfun. Grundvöllur skátastarfs er útilíf og úrlausn fjölbreyttra verkefna í hópi jafningja. í augum margra lítur það út sem svo að börn séu að stjórna börnum - og svo sannarlega er það rétt! Ein af leiðum skátastarfs er að barna- og unglingahópar starfi sam- an að krefjandi verkefnum. Forystu- hlutverk í hverjum skátahópi ber jafningi þeirra, svokallaður flokks- foringi. Flokksforingi ber sama hlut- verk og hópstjórar í hópi bekkjarfé- laga. Flokksforingjar starfa hins vegar undir beinni stjóm sveitarfor- ingja - þjálfara og kennara hópsins, sem stendur til boða þjálfun og menntun hjá Bandalagi íslenskra skáta. Skátastarf er æskulýðsstarf Nú um mundir eru skátafélög að hefja vetrarstarf sitt. Fjölmargir fullorðnir skátar víða um land leggja á sig ómælda sjálfboðavinnu svo að bæta megi hag barna og bjóða þeim spennandi valkost í æskulýðsstarfi. Hefur þú hugleitt hvort það gæti verið barni þínu til góðs að ganga til liðs við skátahreyfinguna? Höfundur er fræðslustjóri Banda- lags (slenskra skáta. Glæsileg Grafar- vogshátíð í DAG verður haldin hátíð í Grafarvogi undir kjörorðinu „Máttur og menning". Markmiðið með hátíðinni er að bjóða upp á fjölbreytta dagskrá sem öll fjöl- skyldan getur haft gaman af. Glæsileg dagskrá hefst með messu í Grafarvogs- kirkju, sem hverfisbúar taka þátt í með upp- lestri og tónlist. Siðan tekur hvert dagskrár- atriðið af öðru við með þátttöku fjölmargra íbúa, félagasamtaka og listamanna sem búsett- ir em í hverfinu. Menn- ingardagskrá verður í Rimaskóla og frá 15-18 verður sundlaugarpartý í nýju glæsilegu sundlauginni. Þar Markmiðið með hátíð- inni, segir Guðrún Agústsdöttir, er að bjóða upp á fjölbreytta dagskrá sem öll fjöl- skyldan getur haft gaman af. verður fritt í sund, við dynjandi diskótónlist. Kl. 20 verður varðeldur á Gylfaflöt sem skátarnir sjá um, enda á þeirra sérsviði, og kl. 21 verða tónleikar og ball í Fjörgyn. Allir Grafarvogsbúar munu finna eitthvað við sitt hæfi á hátíðinni. Það ei' framkvæmdanefnd á vegum Grafarvogsráðsins í samvinnu við Miðgarð, fjölskylduþjónustuna í Grafarvogi, sem hefur haft veg og vanda af undirbúningi hátíðarinnar og ljóst að gífurleg vinna liggur þar að baki, sem full ástæða er til að þakka fyrir. Máttarstólpinn veittur í fyrsta sinn Stjórn hverfisnefnd- ar Grafarvogs hefur ákveðið að veita árlega viðurkenningu sem kallast Máttarstólpinn hópum eða einstakling- um sem skarað hafa fram úr á einhvern hátt og aukið þar með hróður Grafarvogs. Máttarstólpinn verður afhentur hátíðlega á íþróttasvæði Fjölnis, og þá kemur í ljós hver hlýtur hann að þessu sinni. Hverfalýðræði Grafarvogur er yngsta hverfi borginnar og þar búa nú um 15.000 manns. Nýtt hverfi er að rísa, Stað- arhverfi, og fyrstu íbúar þar era fluttir inn. Hvergi í borginni eru fieiri börn og hlýtur sú staðreynd að setja ákveðinn svip á hveifið og þjónustu Reykjavíkurborgar við það. Nýir grannskólar rísa og nýir leikskólar í kapp við fjölgunina og sú tilraun sem nú stendur yfir með samþætta þjónustu við íbúana í Mið- garði skiptir miklu máli. Hverfis- nefnd Grafarvogs er stjórnamefnd Miðgarðs og eins og kunnugt er sitja þar þrír fulltrúar tilnefndir af borgarstjórn og tveir fulltrúar kjörnir af íbúasamtökum Grafar- vogs. Árs reynsla af þessu staifi hef- ur verið afar jákvæð og fljótlega verður tekin ákvörðun um hvort festa skuli þessa starfsemi í sessi. Ef vel tekst til getur Miðgarður orð- ið fyrirmynd að hverfalýðræði í öðr- um borgarhlutum þar sem virk þátt- taka íbúanna er höfð að leiðarljósi. Tökum öll virkan þátt í hátíðinni í dag. Til hamingju með daginn. Höfundur er forseti borgarstjómar og formaður hveríisnefndar Grafar- vogs. Guðrún Ágústsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.