Morgunblaðið - 12.09.1998, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 1998 47 C
Svo mark verði á þessu takandi
þá eru þetta svörin við augum ungs
drengs sem að barna hætti vill ekki
láta skuggann skemma ljósið.
En hann heitir Hjalti.
Kristín og Björn.
Hún Minna okkar er dáin.
Hugurinn reikar aftur í tímann. í
Marteinstungu eru að alast upp sex
systkini. Á næsta bæ, Bjálmholti,
eru engin böm, þar býr fullorðið
fólk. En það skiptir engu máli fyrir
okkur, þama er ekkert kynslóðabil.
Það er borin jöfn virðing fyrir öllum
háum sem lágum, mönnum og dýr-
um.
Sendiferðir vora margar í stóram
og smáum erindagjörðum og þá
þutu litlir fætur niður túnið og yfir
holtið.
Svo var það hættulegasti farar-
tálminn, blindhæðin á Bjallanum.
Þegar yfir hana var komið voi’um
við hólpin. Bankað, hlustað eftir
léttu fótataki. Ekki þurfti að gera
boð á undan sér. Systurnar í Bjálm-
holti voru örugglega heima. Síðan
opnaðist hurðin. Andlitið bjai’t,
brosið blítt, og faðmurinn opinn.
Okkur var boðið til stofu meðan
Minna töfraði fram heimsins besta
kakó eftir leyniuppskriftinni sinni
og ótal sortir sætabrauðs voru
bornar fram. Öllu þessu vora gerð
góð skil undir léttu spjalli. Þá var
boðið í betri stofu, þar sem Minna
settist við orgel og þá Ijómuðu and-
litin. Spilað var ljúft, okkur kennd
lög, ný lög, nýir textar.
Einnig spilaði Minna fyrir okkur
á harmonikkuna sína eða fallegu
silfurlituðu flautuna. Hún var jafn-
víg á þetta allt. Þá heilluðust litlar
sálir af hinum fallega grammófóni
sem gaf frá sér minnisstæða hljóma.
Mikil tilhlökkun var er jólin nálg-
uðust. Jólakortin hennar Minnu
með öllum fallegu myndunum og
rauða jólastimplinum. Hvernig gat
hún búið þau til? Jólaboðin árvissu
með jólatré og söng. Við börnin
fundum það að við vorum alltaf vel-
komin. Þessum hlýju minningum
um Minnu gleymum við aldrei. „Það
er eins og gerst hafi í gær.“
Blessuð sé minning hennar.
Systkinin frá Marteinstungu.
nái að lækna sárin. Við hugsum
hlýtt til konu sem var okkur öllum
svo dýrmæt.
Brynja Baldursdóttir.
Anna ljósmóðir verður borin til
hinstu hvílu í dag. Ég hefði svo
gjarnan viljað fylgja henni til graf-
ar, en því miður getur það ekki
orðið, þar sem ég dvelst á erlendi'i
grund. En hugurinn verður á
Blönduósi í dag með ykkur, ættingj-
um og vinum Ónnu. Það eru tuttugu
ár síðan ég kynntist Önnu og Hauki
á Röðli. Þau kynni hafa verið mér
og fjölskyldu minni afar dýrmæt.
Anna var einstök manneskja. Hún
var sannur mannvinur, einstaklega
hlý í mannlegum samskiptum, og
hafði innri ró og jafnvægi, sem
smitaði út frá sér. Anna var
ljósmóðir Austur-Húnvetninga í
áratugi. Hundruðum Húnvetninga
hefur hún hjálpað í þennan heim.
Hún aðstoðaði mæður við fæðingu
og sængurlegu af sérstakri fag-
mennsku. Ég hef því miður ekki
tölu á öllum þeim fæðingum, sem
við Anna unnum við í sameiningu.
Samstarf okkar var alltaf ánægju-
legt. Fæðingarnar voru okkur og
mæðrunum langoftast ljúfar, en
stundum erfiðar og fullar sársauka.
Það var sama á hverju gekk, hvað
viðkom meðgöngu og fæðingu,
Anna var sem klettur, úraæðagóð,
nærgætin en þó ákveðin. Hún var
ljósmóðir af guðs náð.
Ég kveð Önnu vinkonu mína og
fyrrverandi samstarfskonu með
söknuði. Hún var mér kær. Hún
hefur nú fengið hvíld eftir langa og
erfiða bai'áttu við illvígan sjúkdóm.
Góðar minningar lifa.
Við fjölskyldan sendum Hauki,
Lilju, Sesselju og öllum aðstand-
endum okkar innilegustu samúð-
arkveðjur.
Böðvar Örn Siguijónsson.
RAGNAR
SMÁRASON
+ Ragnar Smára-
son fæddist í
Reykjavík 31. des-
ember 1975. Hann
lést 1. september
síðastliðinn og fór
útför hans fram frá
Fossvogskirkju 9.
september
Á stundum sem
þessum geta fá orð
lýst líðan minni. Mað-
ur reynir að hugga sig
með því að rifja upp
orðtak eins og að þeir sem guðimir
elska deyi ungir en þvílíkar útskýr-
ingar duga skammt. Það er svo
óraunverulegt að lífið geti breyst
svona á svipstundu við það eitt að
heyra nokkur orð, lík þeim sem
báru manni þessar harmi þnxngnu
fréttir. Það er ei'fitt að sjá á eftir
Ragga. Hann var drengur sem
maður bjóst við að hafa ætíð sér
við hlið. Þegar á reyndi var Raggi
kominn manni til bjai'gar áður en
hendi var veifað og hann hugsaði
sig aldrei tvisvar um er maður
þurfti á hjálp að halda. Allir ei'fið-
leikar huxfu eins og dögg fyrir sólu
er bros hans birtist. Það er eins og
það hafi slokknað á vita er stýrði
manni til hafnar fram hjá klettóttri
strönd. Mér finnst ég bara hafa
verið að spjalla við hann rétt áðan,
um framtíðina, um vonir, um ham-
ingjuna. Maður hugsar með sér að
lífið geti bai-a ekki verið svona, að
hann Raggi hafi vei'ið tekinn svona
frá okkur.
Takk Raggi, þú varst alltaf svo
góðui; við mig og alla í kringum
þig. Ég þakka fyrir allar stundirn-
ar sem við áttum saman þó þær
hafi verið styttri en ég hefði viljað
og þú verður alltaf hjá okkur í hug-
anum. Ég mun sakna þín sárt.
Elsku Nanna, Smári og Edda
Ósk, megi Guð styrkja ykkur í
þessari miklu sorg og ég vona að
sársaukinn mildist en að minning-
arnar um yndislegan
dreng lífi í hjörtum
ykkar líkt og þær gera
í mínu.
Hverfúi' sól að ægisós
aldan ki'appa stynur.
Eg skal kveikja kertaljós
hjá hvílu þinni \inur.
Eg skal vaka og vagga þér
vært á söngsins öldum.
Handan vöku athvarf er
allra á dimmum kvöldum.
Við þér brosa blóma-lönd
björt í töfrum sínum.
Þegar lítil ljúflingshönd
lokar augum þínum.
Gleymdu hörmum horfins dags
húmið frá þér víki.
Svífðu á vængjum ljóðs og lags
ljúft um draumsins ríki.
(Rósberg G. Snædal.)
Dagný.
Kæri vinur okkar og starfsmað-
ur. Það er ótrúlegt að þú skulir
vera farinn frá okkur og sárt til
þess að hugsa, að samverustund-
irnar verði ekki fleiri. Þótt þú hafir
aðeins verið hjá okkur í sex mán-
uði, og kynni því ekki löng, voru
þau í alla staði mjög ánægjuleg.
Betri dreng og samviskusamai'i
starfsmann er vart hægt að hugsa
sér og erum við þakklát fyrir að
hafa fengið að njóta þín þennan
tíma.
Við biðjum guð að styrkja fjöl-
skyldu þína.
Veiteg, hvarvonöll
og veröid mín
glædd er guðs loga.
Hlekki brýt eg hugar
og heilum mér fleygi faðm þinn í.
(Jónas Hallgr.)
Elsku Raggi, takk fyrir aUt.
Vala, Guðjón og Bjarni Þór,
Gv. heildverslun.
Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé
handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka
svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordper-
fect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 669 1115, eða á
netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem
viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd
greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega iínulengd — eða 2.200
slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
t
Ástkær sonur okkar, bróðir og barnabarn,
ÓLI GEIR HÖSKULDSSON,
Hlíðarhjalla 68,
Kópavogi,
lést af slysförum fimmtudaginn 10. septem-
ber.
Jarðarförin auglýst síðar.
Fyrir hönd annarra aðstandenda,
Höskuldur Pétur Jónsson, Theodóra Óladóttir,
Signý Höskuldsdóttir,
Dagný Ásgeirsdóttir,
Óli Geir Þorgeirsson, Ása Þórarinsdóttir,
Kristrún Magnúsdóttir.
t
Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við
fráfall og útför
FRIÐRIKS SÓLMUNDSSONAR,
Stöðvarfirði.
Solveig Sigurjónsdóttir,
Sigurjón Friðriksson, Kristín Jóhannesdóttir,
Sólrún Friðriksdóttir, Ríkharður Valtingojer,
Áslaug Friðriksdóttir, Garðar Harðarson,
Sólmundur Friðriksson, Guðrún Rakel Brynjólfsdóttir,
Solveig Friðriksdóttir
og barnabörn.
+
Móðir mín góð, tengdamóðir, amma og systir,
SIGRÍÐUR EINARSDÓTTIR
frá Bakka,
áður Grundartúni 2,
Akranesi,
verður jarðsungin frá Akraneskirkju mánudag-
inn 14. september kl. 14.
Birna G. Hjaltadóttir, Gísli H. Sigurðsson,
Hjalti, Þorbjörg og Halldór,
Halldór Einarsson.
+
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
HANSÍNA JÓNSDÓTTIR,
Lyngholti 20,
Akureyri,
sem andaðist á hjúkrunarheimilinu Hlíð, Akur-
eyri, miðvikudaginn 9. september, verður
jarðsungin frá Akureyrarkirkju mánudaginn
14. september kl. 13.30.
Aðalsteinn Ólafsson,
Sigfús Aðalsteinsson, Ragnheiður Baldursdóttir,
Guðmundur I. Gestsson, Júlfana Tryggvadóttir,
Hekla Gestsdóttir, Hörður Júlíusson,
Halldór Gestsson,
Sigurður Gestsson, Ingibjörg Jósefsdóttir,
Björn Gunnarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Elskuleg móðir mín, tengdamóðir og amma,
MARGRÉT ÍSÓLFSDÓTTIR,
sem andaðist þann 4. þ.m., verður jarðsungin
frá Langholtskirkju þriðjudaginn 15. septem-
ber nk. kl. 13.30.
Þuríður Haraldsdóttir,
Snorri Ólafsson,
Haraldur Snorrason,
Ingólfur Snorrason.
+
Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför móður
okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
BJARNDÍSAR TÓMASDÓTTUR,
Miklubraut 54.
Sigrfður Gísladóttir, Páll Sigurjónsson,
Ólafur Gíslason, Gerða S. Jónsdóttir,
Helgi Gíslason,
Kristín Gísladóttir, Aðalsteinn Hallgrfmsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur
samúð og vináttu við andlát og útför
JÓNS MAGNÚSSONAR,
Hávarsstöðum.
Sigríður Beinteinsdóttir,
synir og aðrir vandamenn.
+
Þökkum samúð og hlýju við andlát og útför
JENS SKARPHÉÐINSSONAR
frá Oddsstöðum,
Austurbrún 4.
Fyrir hönd aðstandenda,
Edda Magnúsdóttir.