Morgunblaðið - 12.09.1998, Page 59

Morgunblaðið - 12.09.1998, Page 59
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 1998 59 * FÓLK í FRÉTTUM BRYNDIS Garðarsdóttir og Helga Barðadóttir fóru fram í anddyri til þess að fá ferskt loft. KOLBRÚN Ólafsdóttir og Anna Lóa Ólafsdóttir í síuu fínasta pússi. ÁSTA Sölvadóttir, Anna Katrín Einarsdóttir, Ingi- björg Bjarnadóttir, Anna J. Sævarsdóttir, Þórunu Marinósdóttir og Elísabet Björgvinsdóttir. AÐALSTEINN Björnsson, Jóhanna Runólfsdóttir, Hallmundur Hall- grímsson og Steinar Guðnason settu í stuðgírinn. 1.200 manna sveita- ball Stuðmanna ÞORSTEINN og Sigríður tóku sér smáhvfld frá dansinum. LOKABALL Stuðmanna um helgina var auglýst sem sveita- ball en sumum þótti yfírskriftin „svitaball" eiga betur við enda var dansað uppi á stólum og borðum fram á rauða nótt. Ballið var haldið í Félagsheim- ilinu á Seltjarnarnesi og var inn- angengt í íþróttasalinn þar sem tónleikar Stuðmanna fóru fram. DJ Herb Legowitz kom einnig fram í íþróttahúsinu ásamt fleir- um og Grettir Björnsson spilaði á harmóníku á sviði Félagsheimil- isins. 1.200 manns á öllum aldri sóttu ballið, jafnt Seltirningar sem aðrir íbúar af höfuðborgar- svæðinu enda eru Stuðmannalöjg- in löngu orðin að þjóðlögum á Is- landi og þykja Stuðmenn hafa víðari skírskotun en aðrar dæg- ursveitir. Þetta er í fyrsta skipti sem svo margir mæta á ball á Nesinu. „Það var rosa stuð og umgengnin frábær,“ segir Nanna Björg Benediktsdóttir, sem rekur Veisluþjónustu viðskiptalífsins í Félagsheimilinu ásamt manni sínum, Guðmundi Birgi Stefáns- syni. „Stemmningin var alveg frábær.“ Hilmar Sverrisson heldur uppi léttri og góðri stemningu á Mímisbar. -þín saga! „Alþýðlegir“ manndráparar OPRAH Vinfríður er glæsileg bandarísk blökkukona, sem spjallar við fólk í vinsælum sjón- varpsþætti vestra, en er m.a. kunn fyrir leik í kvikmyndinni Color Purple. Hún tekur fyrir ákveðin viðfangsefni í þáttum sín- um og lætur sér fátt eitt óviðkom- andi. Um síðustu helgi ræddi hún um eina af þessum undrapillum, sem eiga að færa fólki náttúruna að nýju hafi það tapað henni vegna meiðsla, barneigna, aldur- dóms eða legnáms. Oprah Vin- fríður fór léttilega í gegnum allan Viagra-skalann, en svo heitir pill- an, sem hefur orðið ýmsu fólki gleðigjafi, jafnt konum sem körl- um. Umræðurnar urðu svo djarfar í sjónvarpssal, að janfvel Vinfríði varð að orði: „Ja hérna: Og þetta segja menn bara í sjón- varp,“ þegar hjón voru himinlif- andi að lýsa Viagra-kynlífi sínu. Um hundrað manns voru í áhorf- endasal og tveir læknar til halds og trausts við leiðbeiningagjöf. Þeir upplýstu að pillan gæti að vísu verið hættuleg fyrir þá, sem ættu við hjartamein að stríða, en þeir gætu tekið veika pillu, 25 mg. 100 mg væru handa eflingsfólki, en algengust væri 50 mg pilla. Ja, fyrir öllu er nú séð í veröldinni. Fyrir utan þátt Oprah Vinfríð- ar sýndi Stöð 2 óvenjulega breska kvikmynd um helgina, tvö kvöld í röð. Hún hét Oboðnir gestir. Bretar eru sæmilegir draugatrú- armenn og var ekki við öðru að búast en þarna væri á ferðinni ein ef þessum klassísku draugasög- um þeirra. En svo var því miður ekki, heldur einhver kjamorku- heimsvella upp á nútímann, nokk- urs konar innrás frá Mars séð aft- an frá og snerti hvergi „eðlilegan" draugagang. Islendingar eru eðli- Iega dálítið vandlátir á drauga- sögur. Þeir voru aldir upp við þær öld fram af öld, allt frá tímum Fróðárundra til Baulárvallabrest- anna. Húskuldi og myrkur bætti því sem þurfti við ógnir gátta og gímalda. Jafnvel tröll og álfar vora kallaðir til, eins og glitvefnað- ur á allan drauga- flokkinn. Nú er farið að kortleggja álfalönd. Næst verða líklega ein- hverjir til að mæla fyrir trölladöl- um og finna slóð Gissurar í Botn- um á milli byggða. Mynd Bret- anna um hina óboðnu má líta á sem aðfór að góðri og gildri draugatrú. Vilji fólk fara að gera eitthvert stáss með kjarnorkuna og manninn endurborinn í kjarn- orku þá tengist það miklu fremur hinum straumlínulöguðu gildum, sem postular á borð við Billy Gra- ham og Benny Hinn eru að boða. Þá kemur að þeim sjónvarps- þætti frá síðustu helgi sem yfir- skyggir bæði Vinfríði og Viagra- pilluna og allan draugagang fyrr og síðar. Þetta var þáttur í ríkis- kassanum um sjálfan Lenín, hinn rauða alföður vinstrimanna, en hann var leiddur fram á skjáinn af fyrrverandi ritstjóra Þjóðvilj- ans, sem tókst að afflytja flest mál á meðan hann var á dögum, og hafði að bakhjarli tvö heims- veldi og að auki stærstu peninga- stofnun íslands sem útgáfufélag. Samt lognaðist hann út af sokk- inn í mannvonsku og hatur. Þátt- urinn um Lenín í þýðingu og flutningi Árna Bergmann sagði áhorfendum engin ný tíðindi um þennan agent Vilhjálms II Þýska- landskeisara. Það voru heldur engin ný tíðindi, þegar gömul kona, fyrrum Sovétþegn, lýsti því yfir að hún hefði, eftir að hafa kynnt sér skjöl eftir Lenín, ekki geta séð annað en hann hafi skip- að fyrir um endalaus manndráp, fangelsanir og játningar með pyndingum. Þessi stórdrápari var sem sagt geymdur smurður í áratugi í graf- hýsi á torgi í Moskvu, virtur og elskaður af rússnesku þjóðinni að sögn, nema þeim sem fundu sann- leikann í Gulaginu eða Lubjanka, þar sem ekki vai- nennt að hafa of mikið fyrir játningum sumra. Þeir voru einfaldlega skotnir í bakið á löngum göngum fangelsisins, sbr Sudoplatov, samkvæmt skipunum arftakans, Stalíns, sem var sami manndráparinn og Lenín. Það er von að vinstrimenn haldi enn á loft merkjum „hins smurða“ og vinni síðan kosningar hist og her í hans nafni af því þetta var allt svo alþýðlegt. Indriði G. Þorsteinsson SJONVARPA LAUGARDEGI jafnvel Morgunblaðið/Jón Svavarsson GUÐRÚN Viktoría, Svava Grímsdóttir og Vildís Björgvinsdóttir voru að koma úr gæsateiti og Kristín Bergmann tók á móti yfirhöfnum 4þeirra. ÞAÐ VIRÐIST vera óþijótandi lagaval sem Stuðmenn geta hrist fram ur erminm. JAZZHÁTÍÐ REYKJAVÍKUR Stórtónleikar Stórsveitar Reykjavíkur á Hótel Sögu í kvöld kl. 21:00 Stjórnandi: Daniel Nolgárd. Einleikari: Sigurður Flosason Dansleikur að loknum tónleikum Miljónamæringarnir, Bjarni Ara og Ragnar Bjarnason Miðasala við innganginn. Prúttsala ÍUNO Opið fra kl.10-12 aðeins í dag laugardag IINO D A N N A R K

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.