Morgunblaðið - 25.09.1998, Síða 55

Morgunblaðið - 25.09.1998, Síða 55
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1998 59f BRÉF TIL BLAÐSINS Sólskin frá öðrum heimi Frá Steingrími St.Th. Sigurðssyni: HANN kemur alltaf á óvart, þessi sjálfstæði, sérstæði listamaður, sem að geðslagi minnir mann alltaf á franska og ítalska stétt- bræður. Hvers vegna? Það er birtan í myndunum hans - lífsbirtan. Kjarval talaði oft um mikil- vægi birtunnar í list - aukinheld- ur talaði hann fram og aftur um línuna. Ketill Larsen rær einn á báti eins og stríðshetja í andanum. Verk hans eru persónuleg og koma frá hjartanu og þess vegna athygl- isverð. Oðar og ég kom í sýningarsalinn í Ráðhúsinu við Tjömina (önnur eða þriðja heimsókn mín þangað síðan R-listinn hremmdi þetta hús eins og miður geðslegur ránfugl) - já, óðar og ég var kominn inn í þetta hús, með því að brjóta hálf- gert prinsipp mitt að mæta ekki á þennan stað fyrr en gamla D væri komið þangað aftur, þá glaðnaði yf- ir mér að sjá þessa mögnuðu sýn- ingu Ketils, sem er ylhýr (talaði ekki Jónas Hallgrímsson skáld um „ylhýra málið“?) Ketill er ekki snobbaður og há- tíðlegur listamaður eða leið- indagaur með hroka - hann er barmafullur af fyndni, sem er gædd andríki. En myndirnar hans - þær era sko sumar met. Eins og til að mynda mynd nr. 81 (Kvöldroði); mynd nr. 82 („Ég teyga ilm fjall- anna“). Einnig er mynd nr. 85 töfr- andi (Stemmning). Málverk nr. 106 (Ókunnar öldur) sýnir styrk Ketils sem er málari gæddur lífsmagni og geðslagi í ætt við suðurlandabúa (ítala eða Frakka, a la Bonaparte). Nú er hægt að brjóta boðorðið og líta til Ketils í Ráðhúsinu. STEINGRÍMUR ST.TH. SIGURÐSSON, listamaður. Steingrímur St.Th. Sigurðsson Kj ör dæmamálið f ■ ? Verðlaunahafi umhverfisráðuneytisins! Steinunn Harðardóttir hefur hlotið viðurkenningu umhverfisráðuneytisins fyrir vandaða umfjöllun um umhverfismál í útvarpsþáttum 1998. Steinunn sér um umhverfis- og ferðaþáttinn Út um græna grundu alla laugardagsmorgna © Rás 1 http://www.ruv.is Frá Benjumín H.J. Eiríkssyni: ÞEGAR ég kom til náms til Þýzka- lands við háskólann í Berlín, haust- ið 1932, beint af síldinni, var þjóðin í uppnámi, tíðar kosningar. Fylgi nazista óx jafnt og þétt. í landinu ríkti ákaflega fullkomið lýðræði. Já, hið fullkomna lýðræði: Allt landið eitt kjördæmi! Gat það verið fullkomnara? Ég fór að kynna mér málið. Kommúnistar höfðu 100 þingmenn. Hvernig vora þeir vald- ir? Flokksstjórnin velur frambjóð- endurna víða um landið, verka- menn, verkamenn úr iðnaðinum, námuverkamenn, öreiga! Þegar nazistar komust til valda vora nokkrir kommúnistar kallaðir fytir rétt. Foringinn þar var Torgler. Hann þótti slappur, einkum þegar hann var borinn saman við Búlgar- ann Dimitroff. Var þetta það skásta sem baráttusveit hins þýzka verkalýðs gat boðið upp á? Sem sagt: Með landið allt eitt kjördæmi réðu flokksstjórnirnar öllu, háttvirtir kjósendur engu. Stjórnarfarið fór svo eftir því. Þetta var „lýðræði" þar sem kjós- endurnir réðu nákvæmmlega engu. Sambandið milli kjósenda og þing- manna hafði verið rofíð. Einfalt mál: Ég tel þá tillögu, að gera Island að einu kjördæmi, eins og hvern annan hrekk við þjóðina, bruggaðan af ákaflega óreyndum mönnum á einhverri flokksskrif- stofunni. Umfram allt: Allt landið eintóm einmenningskjördæmi, bæirnir líka. Það verður að skipta þeim í einmenningskjördæmi. Fyndist mönnum ójöfn og órétt- lát útkoma hjá flokkunum, þá hlyti að vera hægt að fínna leið til þess að Sanpellegrino Tfskusokkabuxurnar ‘98-'99 komnar í verslanlr jafna útkomuna. Mér dettur í hug að hafa eins og 8-10 landskjöma þingmenn, jafnvel fleiri. Þeir skipt- ist milli flokkanna, renni jafnvel all- ir til eins þeirra, í jöfnunarskyni. Uppbótarþingmenn verði engir. BENJAMÍN H.J. EIRÍKSSON, hagfræðingur og fv. bankastjóri. www.mbl.is Japanskir dagar í snyrfivörudeild Hagkaups, Kringiunni, föstudag og laugardag kl. 13-18. Frú Kiuchi kemur frá Japan tii þess að kynna hina nýju snyrtivörulínu frá Kctnebo SENSAI CELLULAR PERFORMANCE. Kaneho hájDróuð tækni frá landi sóiar- upprásarinnar. Kanebo Opnum í dag föstudaginn 25. september pósthúsið á Akureyri eftir breytingar. í tilefni dagsins verður boðið upp á kaffi og kökur. Verið velkomin!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.