Morgunblaðið - 30.09.1998, Qupperneq 1
fl
I
IL!
STOFNAÐ 1913
221. TBL. 86. ARG.
MIÐVIKUDAGUR 30. SEPTEMBER 1998
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Sandsfli
friðað
fyrir
fuglinn
London. Reuters.
BRESKA stjórnin ætlar að
fara fram á, að veiðar á sandsíli
til bræðslu verði bannaðar við
norðausturströnd Bretlands frá
því í apríl og fram í ágúst til að
skapa betri skilyrði fyrir sjó-
fugl á þessu svæði.
Elliot Morley, sjávarútvegs-
ráðherra Bretlands, tilkynnti
þetta í gær en friðaða svæðið á
að ná allt frá Humberside til
Orkneyja. Tillagan þarf hins
vegar að fá samþykki fram-
kvæmdastjórnar Evrópusam-
bandsins.
Kemur ilia við Dani
Verði hún samþykkt mun
veiðibannið koma sérstaklega
hart niður á Dönum, sem hafa
verið stórir í þessum veiðiskap
og sandsílið uppistaðan í
bræðsluiðnaðinum í Danmörku.
Árlegur sandsílisafli í Norður-
sjó er nú um ein milljón tonna.
Ymis umhverfísverndarsamtök
hafa barist hart fyi'h' þessu og
vilja raunar, að allar veiðar á
físki til bræðslu verði gerðar
útlægar.
Talsmenn þessara samtaka
halda því fram, að hranið, sem
varð í kríustofninum á
Hjaltlandseyjum seint á síðasta
ái'atug, hafí stafað af of mikilli
veiði á sandsíli. Hann hafi hins
vegar náð sér aftur þegar
veiðin var takmörkuð með
ströndinni.
„Gallinn er sá, að nótaskipin
taka allan fiskinn, líka ungviðið,
og skilja ekkert eftir handa
fuglinum," sagði talsmaður
Konunglegu fuglaverndarsam-
takanna.
Reuters
KOSNINGARNAR í Þýskalandi eru afstaðnar og það verður mikið verk að fjarlægja áróðursspjöldin. Hér
er verið að bera burt spjöld með Kohl en yfir mynd af Schröder segir, að landið hafi fengið nýjan kanslara.
Yextir
lækkaðir
vestra
Washington. Reuters.
BANDARÍSKI seðlabankinn
lækkaði í gær mikilvæga
skammtímavexti í fyrsta sinn í nærri
þrjú ár. Er tilgangurinn með lækk-
uninni að draga úr áhrifum fjár-
málakreppunnar víða um heim á
bandarískt efnahagslíf og koma í veg
fyrir lánsfjárskort.
Vextirnir voru lækkaðir um 0,25
prósentustig og era nú 5,25%. A fjár-
málamörkuðum hafði verið búist við
lækkun en margir þó gert sér vonir
um, að hún yrði meiri. Vegna þess
varð nokkur verðlækkun á bandarísk-
um hlutabréfamarkaði í fyrstu en hún
gekk þó til baka að sumu leyti.
Alan Greenspan, seðlabankastjóri
Bandaríkjanna, hefur gefið í skyn að
undanförnu, að óhjákvæmilegt sé að
slaka aðeins á í peningamálunum og
þótti það sannast í síðustu viku þegar
við lá, að Long-Term Capital Manag-
ement, gífurlega stór, bandarískur
fjái'festingarsjóður, yrði gjaldþrota.
Talið er, að Greenspan hafi ekki
viljað lækka vextina meira að sinni til
að ekki liti svo út, að hann teldi
ástandið vera að fara úr böndunum.
Schröder reynir að sefa dtta við samstarf við græningja
Lofar stöðugleika í efna-
hags- og utanríkismálum
Bonn. Reuters.
GERHARD Schröder, væntanlegur kanslari, fullvissaði í gær bandalagsríki
Þýskalands um, að þótt unnið væri að stjórnarsamstarfi með græningjum,
myndi það ekki hafa nein áhrif á stefnuna í utanríkis- og efnahagsmálum.
Miklar vangaveltur eru um ráðherralistann en ekki er víst, að stjórn
Schröders verði fullskipuð fyn- en eftir miðjan október. Fullvíst er talið, að
Wolfgang Scháuble, formaður þingflokks kristilegra demókrata, muni taka
við af Helmut Kohl sem leiðtogi flokksins.
Tony Blair á flokksþingi Verkamannaflokksins í Blackpool
Umbótum í velferðar-
kerfínu haldið áfram
Blackpool. Reuters.
TONY Blair, forsætisráðherra Bret-
lands, hét í gær að hvika hvergi frá
aðhaldssamri stefnu í efnahagsmál-
um og sagði, að haldið yrði áfram
með umbætur í velferðarkerfinu þótt
það kynni að baka ríkisstjórninni ein-
hverjar óvinsældii'. Kom þetta fram í
ræðu hans á þingi Verkamanna-
flokksins í Blackpool.
Ríkisstjórn Verkamannaflokksins
hefur notið mikils stuðnings í það
rúma ár, sem hún hefur setið, en
Blair sagði, að nú þegar ráðist yrði í
erfiðar umbætur, mætti búast við, að
vindurinn snerist. Stefnunni yrði þó
ekki breytt. „Vissulega er skemmti-
legra að vera vinsæll en óvinsæll en
óvinsældirnar eru þó betri 'en að hafa
rangt fyrir sér,“ sagði Blair.
Óvinsælastar verða vafalaust
breytingar á velferðarkerfinu, eink-
um lífeyriskerfinu, og Blair skoraði á
flokkssystkini sín að snúast ekki
gegn þeim. „Haldið því
ekki fram, að verið sé að
bregðast velferðarríkinu
þegar sannleikurinn er sá,
að með umbótunum er
verið að bjarga því.“
Englandsbanki
ræður vöxtum
Blair var jafn ósveigj-
anlegur í efnahagsmálun-
um og sagði, að ekki yrði
hlustað á áskoranir um, að
stjórnin tæki aftur Tony
vaxtaákvörðunarvaldið úr höndum
Englandsbanka. Hátt gengi á pund-
inu hefur skert nokkuð samkeppnis-
stöðu breskra fyrirtækja og þess
vegna hafa ýmsir, þar á meðal
frammámenn í verkalýðshreyfing-
unni, lagt til, að gengið verði lækkað.
Af öðru má nefna, að ráðist verður
í miklar umbætur í kennslumálum;
hafist verður handa við
„mestu sjúkrahúsbygging-
ar frá upphafi" og starf-
semi heilbrigðiskerfisins
endurskoðuð; mótuð verð-
ur ný fjölskyldustefna og
stefnt að því að fækka
glæpum um 30% á fimm
árum með því að líða engin
lögbrot, hvorki smá né
stór.
Engin töfralausn
Blair Gordon Brown, fjármál-
aráðherra Bretlands, sagði í sinni
ræðu, að samdráttur og kreppa væri
í fjórðungi efnahagslífsins í heimin-
um og aðeins vegna ákveðinna að-
gerða ríkisstjórnarinnar, lækkunar
ríkisskulda og aðhalds í útgjöldum,
hefði tekist að forðast mestu ólgu-
sjóina. Um annað væri ekki að ræða,
engin töfralausn væri til.
„Einkunnarorð okkar jafnaðar-
manna eru efnahagslegur stöðug-
leiki, lög og regla og óbreytt utan-
ríkisstefna,“ sagði Schröder í viðtali
við dagblaðið Bild. „Um það verður
ekki samið.“ Var hann þá að víkja að
ótta margra við áhrif græningja en
þeir hafa meðal annars verið
andsnúnir NATO og rekstri kjarn-
orkuvera og lagt til, að skattar á
eldsneyti verði margfaldaðir.
Schröder mun fara til Parísar á
fund Jacques Chiracs forseta og
Lionel Jospin forsætisráðherra í dag
til að leggja áherslu á nána sam-
vinnu ríkjanna og til Moskvu fer
hann er sambandsþingið hefur stað-
fest hann sem kanslara.
Aukið atvinnuleysi
Þýskir fjölmiðlar ræða mikið um
væntanlega ráðhen'a í stjórn
Schröders og sjálfur hefur hann gef-
ið ýmislegt í skyn. Hefur Joschka
Fischer, þingflokksformaðm- gi-æn-
ingja, verið nefndur sem utanríkis-
ráðheira og Oskar Lafontaine, for-
maður Jafnaðarmannaflokksins, sem
fjármálaráðhen'a. Víst þykir, að Jost
Stollmann, sem er óflokksbundinn,
verði efnahagsráðheri'a, og talið er,
að Walter Riester, frammámaður í
verkalýðshreyfingunni, vei'ði at-
vinnuráðheira.
Riester spáði því í gær, að at-
vinnuleysi í Þýskalandi myndi heldur
aukast á næstu mánuðum, meðal
annars vegna meiri uppsagna í bíla-
iðnaði. Kvað hann það út í hött að
nefna einhverjar tölur um það hvað
atvinnulausu fólki ætti að fækka á
tilteknum tíma eins og Helmut Kohl
hefði gert.
Sehauble leiðtogi CDU?
Vaxandi kröfur eru um það innan
Kristilega demókrataflokksins, CDU,
að yngt verði upp í forystunni eftii'
ósigurinn á sunnudag. Vh'ðist sátt um
það, að Wolfgang Scháuble, formaður
þingflokksins, verði leiðtogi en ýms-
um þingmönnum gramdist samt við
Kohl er hann tilkynnti eftir þing-
flokksfund í gær, að „auðvitað“ yrði
Scháuble áfram þingflokksformaður
og „auðvitað“ tæki hann við leiðtoga-
hlutverkinu. Vai'ð einum þingmanni á
að spyi'ja hvort Kohl væri tekinn við
sem blaðafulltrúi flokksins.
Schröder mun brátt setjast að í
kanslarabústaðnum við Rín en trú-
lega mun hann gera þar stuttan
stans því að jafnaðarmenn vilja flýta
flutningi þingsins og helstu stjórnar-
stofnana til Berlínar. Verður það
hugsanlega í apríl nk.
■ Marxistinn/20
Mexíkóborg á floti
Mexíkóborg:. Reuters.
GÍFURLEG úrkoma hefur verið í
Mexíkóborg, sú mesta, sem sögur
fara af í heila öld. Getur holræsa-
kerfið ekki tekið við meh-a vatni og
skolpið flæðir um götur borgarinnar.
Hætta er talin á, að 220 svæði í
borginni verði umflotin vatni en í
ágúst rigndi þar meira en áður í
þeim mánuði í 50 ár og úrkoman í
september hefur slegið öll met.