Morgunblaðið - 30.09.1998, Side 2

Morgunblaðið - 30.09.1998, Side 2
2 MIÐVIKUDAGUR 30. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR SiPP Kæra fréttamanns gegn fréttastjúra RÚV Ekki ástæða tal- in til aðgerða MARKÚS Örn Antonsson útvarps- stjóri telur ekki ástæðu til frekari að- gerða vegna kæru Sigurðar Þ. Ragn- arssonar, fyrrverandi fréttamanns, á hendur Helga H. Jónssyni, frétta- stjóra Ríkisútvarpsins sjónvarps. Markús Örn sagði í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi að hann hefði þegar skrifað Helga H. Jóns- syni bréf þessa efnis. Útvarpsstjóri svaraði fyrirspurn um stöðu þessa máls á útvarpsráðs- fundi i gær og skýrði þá frá því að hann teldi ekki ástæðu til frekari að- gerða í málinu. Hann sagðist í sam- tali við Morgunblaðið hafa talið rétt í ljósi þess sem komið hefði fram í greinargerðum Sigurðar og Helga að ráðfæra sig við lögmann Ríkisút- varpsins og væri bréfið til Helga H. Jónssonar skrifað að höfðu samráði við lögmanninn. Kæra Sigurðar Þ. Ragnarssonar á hendur fréttastjóranum var til kom- in vegna þess að hann taldi Helga hafa haft „óeðlileg afskipti“ af þrem- ur fréttum sem tengdust R-listanum fyrii' síðustu borgarstjórnarkosning- ar og auk þess taldi Sigurður sig hafa verið beittan „óbærilegum þrýstingi" til þess að hliðra til sann- leika í skýrslu til útvarpsstjóra. Morgunblaðið/Pétur Kristjánsson Rannsókn í grunnskólum ADÓLF Thoraren- sen, flugumsjónar- maður, trillukall og bóndi, Gjögri, Ár- neshreppi, lést á Landspítalanum í Reykjavík hinn 26. september. Adólf hefur verið eini ábúandinn á Gjögri frá árinu 1993 er Axel Thorarensen lést og synir hans fluttust brott frá Gjögri. Fomleifa- fræðingar hafa fund- ið ummerki um bú- setu á staðnum allt aftur til ársins 1000 og er talið að Gjögur hafi verið í óslitinni ábúð síðan eða í rétt þúsund ár. Ólympíuskákmótið í Kalmykiu Island vann Jersey 4-0 ÍSLENSKA skáksveitin vann í gær allar skákir sínar gegn Jersey í 1. umferð Ólympíuskákmótsins sem fram fer í Elísta, höfuðborg Kalmykíu. í dag keppir íslenska sveitin við skáksveit Bosníu, sem einnig vann allar skákir sínar í gær og er talin meðal sterkustu sveita mótsins. í fyrstu umferðinni sigraði íslenska sveitin sveit Jersey 4-0. Fyrir ísland tefldu þeir Helgi Áss Grétarsson, Jón Viktor Gunnarsson, Björgvin Jónsson og Jón Garðar Viðarsson. Þeir Jón Viktor og Jón Garðar vora að tefla í fyrsta skipti fyrir íslands hönd á Ölympíumóti. 110 þjóðir eru mættar til leiks á Ólympíuskákmótinu sem fer fram í nýbyggðri skákhöll í Elísta. Adolf fæddist 27. september 1948 og lést því degi fyrir fimmtugsafmæli sitt. Hann var sonur Hildar Pálsdóttur og Valdimars Thoraren- sen á Gjögri. Adolf var starfs- maður flugmála- stjórnar á Gjögri í tæpa þrjá áratugi og starfaði þar við flug á vegum Vængja, Am- arflugs og Islands- flugs. Hann gerði út trillu frá Gjögri og stundaði eigin búskap. Adolf var fiskmatsmaður í um 20 ár og sat í hreppsnefnd Ames- hrepps frá árinu 1978. ÖRN KE landaði um 1.100 tonn- um af síld á Seyðisfirði í gær en skipið er það fyrsta sem landar afla sem fékkst skammt undan ströndum Noregs um síðustu helgi. Góð veiði var hjá þeim 9 fslensku skipum sem leyfi höfðu til síldveiða innan norsku fisk- veiðilögsögunnar og fékk Örn KE m.a. sannkallað risakast, eða um 1.000 tonn. Sfldin fór öll til bræðslu hjá verksmiðju SR-mjöls hf. á Seyðisfirði enda ekki hæf til manneldisvinnslu þar sem löng sigling var af niiðunum eða rúmar 700 sjómflur. í gær landaði færeyska nótaskipið Þrándur í Götu sfld á Seyðisfirði sem einnig fékkst við Noreg, samtals 2.600 tonnum. Myndin sýnir skipið við bryggju, en þetta mun vera stærsti sfldarfarmur sem komið hefur á land hérlendis. Njálgur algengur í yngstu bekkjum FIMMTA til sjötta hvert barn á aldrinum sex til átta ára er með njálg samkvæmt rannsókn, sem Ragnheiður Hrönn Stefánsdóttir líf- fræðingur vann undir umsjón Karls Skírnissonar sníkjudýrafræðings við Tilraunastöð Háskólans í meinafræði að Keldum. Rannsóknin fór þannig fram að farið var í fjóra grunnskóla á Suðvesturlandi og greindust 14,5% barnanna með njálg. Karl sagði í samtali við Morgun- blaðið að úrtakið væri nógu stórt til að rannsóknin teldist marktæk. „Ef þessu er skipt niður eftir bekkjardeildum kemur í ljós hnapp- dreifing,“ sagði hann. „Njálgurinn náði greinilega að magnast upp í sumum bekkjardeildum, en ekki öðr- um. Það má því eiginlega segja að allt upp i 40% krakka í einstökum bekkjardeildum hafi verið með njálg.“ Hann sagði að það væru það margir einkennalausir að litlar sýk- ingar gætu leynst mjög vel. Allt að þriðjungur þein-a, sem sýktust, hefði verið einkennalaus. Rannsaka sjúkdóma/28 Þýfí úr Strandar- kirkju fundið ÞÝFI, sem stolið var í innbroti í Strandarkfrkju í Selvogi aðfar- anótt mánudags, kom í leitirnar í gær við Djúpavatn á Reykja- nesi. I innbrotinu var stolið tveim- ur silfurhúðuðum kertastjökum og þremur öðrum kertastjökum auk skírnarskálar. Að sögn lögreglu á Selfossi gengu vegfarendur fram á þýfið við Djúpavatn og er talið að gengið hafi verið þannig frá því að það fyndist. Lögreglan í Hafnarfirði fékk þýfið í hendur og til hennar sóttu rannsóknarlögreglumenn frá Selfossi það og komu í hendur kirkjunnar manna. Ekki er vitað hverjir frömdu innbrotið í Strandarkirkju. Uppsagnir hjá Þormóði ramma í rækjuvinnslu Líkur á að fleiri fylgi í kjölfarið ÞORMÓÐUR rammi-Sæberg hf. hefur sagt upp 43 starfsmönnum í rækjuvinnslu félagsins í Siglufh'ði. Búast má við að fleiri rækjuvinnslur grípi til svipaðra aðgerða á næstunni í kjölfar aflasamdráttar í greininni. I frétt frá Þormóði ramma kemur fram að verið sé að endurskipuleggja rækjuvinnslu félagsins í Siglufirði, en starfsemin er um þriðjungur af heildarveltu fyrirtækisins. Vegna breytinganna fá 43 starfsmenn upp- sagnarbréf, en þar af verður 23 starfsmönnum boðin endurráðning á breyttum vinnutíma. Uppsagnirnar taka gildi um næstu mánaðamót. Pétui- Bjamason, framkvæmda- stjóri Félags rækju- og hörpudisk- framleiðenda, segir uppsagnirnar ekki koma á óvart í kjölfar aflasam- dráttar í greininni: „Á árunum 1990-1997 var stöðugur vöxtur í rækjuveiðum og nýtt aflamet slegið á hverju ári. 1996 veiddust 89 þúsund tonn en í fyrra minnkaði veiðin í 82 þúsund tonn. Ljóst er að samdrátturinn heldur áfram á þessu ári og má gera ráð fyrir að heildar- aflinn verði nálægt 70-73 þúsund tonnum. Það er því einungis eðlilegt að fyrirtækin grípi til uppsagna þeg- ar greinin er að dragast saman og ekki ólíklegt að fleh'i félög fylgi í kjölfar Þormóðs ramma á næst- unni.“ Pétur leggur áherslu á að þó að rækjuiðnaðurinn sé í niðursveiflu núna þá sé ekki hægt að tala um neyðarástand eða hrun í greininni: „Rækjuveiðar og -vinnsla hefur alltaf verið sveiflukenndur iðnaður. Við höfum gengið í gegnum ótrúlega uppgangstíma í veiðum allan þennan áratug sem nú er farið að sjá fyrir endann á. Þannig má kannski túlka ástandið á þann veg að veiðarnar séu að dragast saman úr því að vera mjög miklar í einfaldlega miklar." Þýfí úr Strandar- kirkju fundið ÞÝFI, sem stolið var í innbroti í Strandarkirkju í Selvogi aðfar- anótt mánudags, kom í leitirnar í gær við Djúpavatn á Reykja- nesi. I innbrotinu var stolið tveim- ur silfurhúðuðum kertastjökum og þremur öðrum kertastjökum auk skírnarskálar. Að sögn lögreglu á Selfossi gengu vegfarendur fram á þýfið við Djúpavatn og er talið að gengið hafi verið þannig frá því að það fyndist. Lögreglan í Hafnarfirði fékk þýfið í hendur og til hennar sóttu rannsóknarlögreglumenn frá Selfossi það og komu í hendur kirkjunnar manna. Ekki er vitað hverjir frömdu innbrotið í Strandarkirkju. Síðasti ábúandinn á Gjögri látinn Óslitinni ábúð í nær 1000 ár lokið Landaði 2.600 tonnum Sérblöð í dag ssl'mnm ► VERIÐ fjallar meðal annars um loðnuveiðar sem hefjast á ný á morgun. Lítil eftirspurn er á bæði mjöl- og lýsismörkuðum og má búast við að verð lækki nokkuð. 4 sSmjsi Sigurður Jónsson til í slaginn Ólíkt hlut- skipti tvi- buranna »efðbundin • barátta í ; körfunni B1 B1/B4 B2 Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.