Morgunblaðið - 30.09.1998, Síða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 30. SEPTEMBER 1998
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Verkalýðsfélög mótmæla framgöngu Technopromexport
Segja starfsmönnum þröngv-
að til falskrar yfírlýsingar
ÖRN Friðriksson, formaður Félags
jámiðnaðarmanna, segir að fulltrúar
rússneska fyrirtækisins Techno-
promexport hafí í gær krafist þess af
útlendum starfsmönnum sínum að
þeir undinntuðu yfirlýsingu þess efn-
is að fyrirtækið hefði staðið við alla
þætti kjarasamnings, meðal annars
launagreiðslur. Þá hafi þeim einnig
verið sagt að ef þeir krefðust laima til
jafns við innlenda starfsmenn yrðu
þeir sendir heim.
Öm fór ásamt túlki og ræddi við
starfsmenn Technopromexport í
gær. Rafiðnaðarsamband Islands
hefur einnig svipaðar upplýsingar
eftir trúnaðarmanni félagsmanna
sinna sem starfa með útlendingun-
Engin svör berast enn frá
Moskvu um samkomulagsdrög
um. Félögin segja bæði að jafnvel
þótt takist að fá staifsmenn til að
skrifa undir ofangreindar yfirlýsing-
ar séu þær marklausar. Einnig sé
haldlaust að senda starfsmenn heim
því launum þeirra verði haldið eftir
og Landsvirkjun muni koma þeim
til starfsmanna.
Landsvirkjun krefst svara við
samkomulagsdrögum
Ekkert svar hafði í gær borist
frá höfuðstöðvum Technopromex-
port í Moslcvu við samkomulags-
drögum þeim sem gerð höfðu verið
milli Landsvirkjunar og fulltrúa
fyrirtækisins hér á landi vegna
launagreiðslna til útlendra starfs-
manna. Landsvirkjun hefur gert þá
kröfu að þau verði samþykkt eigi
síðar en 1. október.
í drögunum er gert ráð fyrir að
Landsvirkjun greiði beint fjárhæð
sem nemur launakostnaði til ís-
lenskrar endurskoðunarskrifstofu
sem ráðin verði af Technopromex-
port til að annast greiðslurnar til
hvers eins starfsmanna.
í fréttatilkynningu frá Lands-
virkjun segir að Halldór Jónatans-
son, forstjóri fyrirtækisins, hafi
ritað forstjóra Technopromexport
bréf á mánudag vegna dráttar á
svörum frá Rússunum þar sem
varað var við alvarlegum afleiðing-
um þess að samkomulagið verði
ekki staðfest.
„Verði frekari dráttur á viðbrögð-
um Technopromexport mun
Landsvirkjun krefjast fundar með
forsvarsmönnum Technopromex-
port tafarlaust og beita jafnframt
öllum tiltækum ráðum til að stuðla
að launs þeirra vandamála sem hér
er við að etja,“ segir þar ennfrem-
ur.
Morgunblaðið/Kiistinn
NEMENDUR og kennarar í stóriðjugreiningu ásamt Birni Bjarnasyni menntamálaráðherra, Rannveigu Rist,
forstjóra ÍSAL, og Grétari Þorsteinssyni, forsteta ASÍ.
Morgunblaðið/Atli Vigfússon
BRÆÐURNIR á Hálsi í Ljósa-
vatnshreppi, þeir Marteinn og
Hólmar Gunnarssynir, ferðast
á milli bæja og slá kornakra.
Fyrsta
kornskurð-
arvél Þing-
eyinga
Laxamýri. Morgunblaðið.
KORNSKURÐUR er hafínn í
Suður-Þingeyjarsýslu, en um
tíma voru bændur ekki
bjartsýnir á uppskeru vegna
kulda og sólarleysis í sumar.
Nokkur ár eru síðan korn-
rækt hófst í héraðinu, en Eyfír-
ðingar hafa fram að þessu lagt
til vélar til kornskurðarins.
Fyrir nokkru gerðist það að
bændur á Hálsi í Ljósavatns-
hreppi, sem hafa ræktað korn
um árabil, keyptu notaða vél frá
Danmörku. Vélin er 10 ára
gömul í góðu ásigkomulagi og
gengur vel að skera kornið.
Kornrækt er í þremur sveitum
héraðsins og eru menn bjartsýn-
ir á þessa nýju búgrein.
BJÖRN Bjarnason menntamálaráðherra og Rannveig Rist, forsljóri
ISAL, riðu á vaðið í kaffiboði í tilefni af stofnun Stóriðjuskólans.
Auglýsing um áfengismagn
í þremur ólíkum drykkjum
42% fólks mundu
eftir auglýsingunni
TÆPLEGA 42% fólks segjast
muna eftir að hafa séð heilsíðu-
auglýsingu sem birtist í Morgun-
blaðinu og DV helgina 22.-23.
ágúst, þar sem borið var saman
áfengismagn í þremur ólíkum
drykkjum, rauðvíni, bjór og gin-
blöndu, ef marka má niðurstöður
könnunar Gallups í þessum efnum.
Könnunin var framkvæmd 25.
ágúst til 1. september og náði til
1.200 manna á aldrinum 16 til 75
ára. Nettósvönm var 71,8%. Fram
kemur að karlar tóku betur eftir
auglýsingunni en konur eða 46,7%
karla en 37% kvenna. Þá kemur
fram að höfuðborgarbúar tóku
frekar eftir auglýsingunni en fólk
af landsbyggðinni eða 49,3% höfuð-
borgarbúa en 31,7% fólks á lands-
byggðinni.
Fólk með háar tekjur tók einnig
frekar eftir auglýsingunni en fólk
með lægri tekjur, sérfræðingar
gerðu það frekar en fólk í öðrum
starfsstéttum og 45% fólks sem
drekkur áfengi tóku eftir auglýs-
ingunni en 31,4% fólks sem drekk-
ur ekki.
Einnig var spurt hvort fólki hefði
fundist þessar upplýsingar gagn-
legar eða ekki. Töldu 46% fólks svo
vera og var hlutfallið hæiTa meðal
kvenna og þeirra sem drekka
áfengi. í auglýsingunni kom fram
að 50% meiri vínandi er í einni 33
sentilítra flösku af bjór en í blöndu
af einföldu gini og sögðust tæplega
61% af þeim sem tóku afstöðu hafa
tekið eftir því og voru karlar og
neytendur áfengis þar í meirihluta.
Þá sögðust tæplega 78% að-
spurðra drekka áfengi og er hlut-
fallið hærra meðal karla en kvenna,
yngra fólks en eldra fólks, tekju-
hærri hópa en tekjulægri og höfuð-
borgarbúa en fólks á lands-
byggðinni.
Stóriðjuskólinn
tekur til starfa
STÓRIÐJUSKÓLINN tók til
starfa í Álverinu í Straumsvík í
gær. Skólinn veitir 325
kennslustunda nám og útskrif-
ar stóriðjugreina. Kennt er
fjórar stundir í senn tvisvar í
viku og skal náminu ljúka á
tveimur árum.
Upphaf Stóriðjuskólans má
rekja til samnings milli Is-
lenska álfélagsins og
verkalýðsfélaga í apríl 1997 að
því er fram kemur í fréttatil-
kynningu frá Islenska álfélag-
inu en auk verkalýðsfélaganna
og ÍSAL hafa Iðntæknistofnun
og íslenska járnblendifélagið
unnið að undirbúningi námsins
undanfarin tvö ár.
Iðntæknistofnun Islands hef-
ur umsjón með gerð námsefnis
og Iðnskólinn í Reykjavík ann-
ast kennsluna, sem fer einkum
fram í Straumsvík.
Námsgreinar verða annars
vegar almennar greinar, sem
eru mannleg samskipti og tján-
ing, fyrirtækið og þjóðlífíð,
stærðfræði, eðlisfræði og raf-
efnafræði og hins vegar fag-
tengdar greinar, sem eru
framleiðsluferli í stóriðju, tölv-
ur og stýringar, eldföst efni,
vélfræði með fyrirbyggandi
viðhaldi, gæðasljórn og gæða-
eftirlit, vistfræði og umliverfís-
mál og fræðilegt efni fyrir ein-
stök framleiðsluferli.
í fréttatilkynningu frá fsal
segir að skólarekstrinum fylgi
umtalsverður kostnaður en
fyrirtækið trúi því að hann
fáist til baka í hæfari
starfsmönnum og bættri sam-
keppnisstöðu. „Við hjá Isal
hlökkum til að takast á við
þetta verkefni, sem verður án
efa fróðlegt og skemmtilegt en
umfram allt mjög gagnlegt,“
segir í fréttatilkynningu sem
Rannveig Rist forstjóri undir-
ritar fyrir hönd ÍSÁL.
Borgarráð um
Grandrokk
Stendur
við fyrri
samþykkt
BORGARRÁD hefur samþykkt
að standa við fyrri samþykkt
um að einungis verði heimilt að
afgreiða áfengi í garði veitinga-
staðarins Grandrokk við Klapp-
arstíg 28, til kl. 21 alla daga vik-
unnar.
Akvörðun ráðsins byggist á
umsögn borgarlögmanns en
þar kemur fram að borgarráð
hafi fyrr í sumar heimilað
rýmri afgreiðslutíma eða til kl.
1 eftir miðnætti virka daga og
til kl. 3 um helgar, þar sem eig-
andi staðarins hélt því fram í
umsókn sinni að engin vand-
kvæði hefðu komið upp vegna
staðarins.
Því hafi verið treyst en í ljós
hafi komið að lögreglan hafi
þurft að hafa veruleg afskipti af
staðnum. Fyrri ákvörðun borg-
arráðs hafi því byggst á for-
sendum sem reyndust rangar.
Tillaga í stjórn Dagvistar barna
Biðlistar verði opnir
TILLAGA hefur verið lögð fram í
stjóm Dagvistar barna um að allir
biðlistar eftir plássum á stofnunum
á hennar vegum verði opnir þannig
að þeir sem skrá sig geti séð hvar
þeir eru í röðinni og hverjir eru á
undan þeim.
Það voru sjálfstæðismenn í
stjórninni sem lögðu fram tillöguna
og í greinargerð með henni kemur
fram að mikil eftirspum er eftir
þjónustu og biðlistar að lengjast.
Við útdeilingu á opinberum gæðum
eiga leikreglur að vera skýrar og
gegnsæjar og þess vegna er eðlilegt
að þeir sem sækjast eftir þeim viti
hvar þeir standa og geti verið full-
vissir um að réttum leikreglum sé
fylgt eftir. Það er best að gera með
því að opna biðlistana.
Á fundinum kom jafnframt fram
að fulltrúar Reykjavíkurlistans væm
sammála um að leita leiða til að
biðlistinn verði gerður sem sýnileg-
astur. Hann sé flókinn og mikilvægt
að persónuvemdar verði gætt. Þá
þurfi að koma fram upplýsingar um
þá þætti sem hafa áhrif á biðlistann.
Tillögunni var vísað til Steinunnar
Hjartardóttur þjónustustjóra og
sagði hún að tillagan væri í skoðun
og að á næsta stjórnarfundi væri að
vænta umsagnar frá henni.