Morgunblaðið - 30.09.1998, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 30.09.1998, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. SEPTEMBER 1998 11 FRÉTTIR Aætlanir um hernaðaraðgerðir NATO í Kosovo _ Island reiðubuið að senda hjúkrunarsveit HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra segir að ísland sé reiðubú- ið að senda hjúkrunarsveit til Kosovo, fari svo að þar komi til hernaðaraðgerða á vegum Atlants- hafsbandalagsins (NATO). Sveitin yrði þá í liði Bretlands eða einhvers norrænu ríkjanna, með sambæri- legum hætti og íslenzka hjúkrunar- sveitin, sem nú starfar með friðar- gæzluliði NATO í Bosníu. Ríkis- stjórnin tók ákvörðun í gær um að tilkynna þetta bandamönnum Is- lands í NATO. „Það liggur enn ekkert fyrir um hvort samstaða næst innan NATO um aðgerðir," sagði Halldór As- grímsson í samtali við Morgunblað- ið. „I Kosovo er mjög alvarlegt ástand og Milosevic [forseti Ser- bíu] virðist spila upp á að ekkert gerist. Þarna horfir stór hluti þjóð- arinnar fram á kulda og hungur í vetur ef ekki tekst að stöðva Ser- bana. Að mínu mati er ekki ólíklegt að grípa þurfl til takmarkaðra árása til þess að sýna alvöruna í málinu og það gæti komið til þess að í framhaldi af því þyrfti að senda liðsafla inn í héraðið eftir að vopnahlé kemst á.“ Halldór segir að ekki verði um frekari undirbúning fyrir þátttöku íslands í aðgerðum í Kosovo að ræða að svo stöddu. Hann bendir á að deilt sé um hvort aðra umfjöllun þurfi um málefni Kosovo í Öryggis- ráði Sameinuðu þjóðanna til þess að NATO sé heimilt að grípa til að- gerða eða hvort nægilegt sé að að- ildarríki bandalagsins komist að sampiginlegiá niðurstöðu. „Ég er þeirrar skoðunar að ekki sé þörf á því að fjalla um málið á nýjan leik í Öi-yggisráðinu en tel hins vegar nauðsynlegt að samstaða ríki meðal aðildarríkjanna. Á þess- ari stundu liggur ekki fyrir hvort það getur gerzt án umfjöllunar í Öryggisráðinu," segir utanríkisráð- herra. Morgunblaðið/Golli ISLENDINGAR og Bandarikjamenn skiptast á yfirlýsingum. Frá vinstri eru Day Olin Mount, sendiherra Bandaríkjanna á Islandi, doktor Robert Correll, aðstoðarforstjóri National Science Foundation, doktor Þor- steinn Ingi Sigfússon, formaður Rannis, og Vilhjálmur Lúðvíksson, framkvæmdastjóri Ranrn's. RANNSÓKNARRÁÐ fclands og National Science Foimdatíon skiptust á mánudag á yfiriýsmgnm þess efiiis að vísindasamstarf milli landamia verði eflt. Stoftianimar munu leitast eí'tíi- því að búa til samstarfsvettvang fyrir víánda- og fi-eðimeiui beggja þjóðanna. Islendnigai' eiga þegar vís- indasamstaif við Evrópuþjóðir en yfii- lýsingin markai' túnamót af hálfti Bandaríkjamanna þar sem ekki eru fordæmi fyrir slíku samstarfi. Fræðilegt sam- starf Islands og Bandaríkj- anna eflt Að sögn Páls Vilhjálmssonar, upplýsingafulltnía Rannís, hefur yfirlýsingin þá þýðingu að vís- indastarf milli þjóðanna muni aukast á næstu árum. Að sögn Páls voru fjölmargir bandarískir vísinda- og fræðimenn staddir hérlendis við undirritunina, en Rannís hefur einnig undanfarna daga staðið fyrir íslensk-banda- rískum vísindadögum þar sem haldnir voru fyrirlestrar auk þess sem bandarískum fræðimönnum gafst kostur á að hitta íslenska starfsbræður sína. Jón Kjartansson um niðurstöðu hreppsnefndar Borgarfjarðar Komið í veg fyrir umhverfisslys „EG FAGNA því að deilur um vegarstæðið, sem staðið hafa yfir í fjögur ár, eru nú til lykta leiddar. Ég tel að skynsemin hafi sigrað í þessu máli og að engin gild rök hafi verið færð fyrir því að færa veginn,“ sagði Jón Kjartansson á Stóra-Kroppi um niðurstöðu sveit- arstjórnar Borgarfjarðarhrepps að veita framkvæmdaleyfi fyrir uppbyggingu vegarins um Rudda. „Með þessu er komið í veg fyrir umhverfisslys og eyðileggingu blómlegra bújarða. Það er mín von að lærdómur verði dreginn af þessari deilu og framkvæmdaraðil- ar og skipulagsyfirvöld taki hönd- um saman til að verja hagsmuni landsbyggðarinnar, náttúrunnar og fólksins sem býr á svæðum þar sem stórframkvæmdir eru fyrir- hugaðar, sagði Jón. Jón sagði að þingmenn Vestur- lands hefðu staðið vörð um hags- muni umbjóðenda sinna með af- skiptum sínum af málinu og Vega- gerðin hefði ennfremur sýnt mál- inu vissan skilning. „Það sem er mikilvægast í þessu er að framkvæmdaraðilar og skipulagsyfirvöld verða að vinna eftir öðru stai’fsumhvei’fi en þau hafa gert fram að þessu. Þar á ég við að við inngöngu íslands í EES voru sett lög um mat á umhverfis- áhrifum og ný stjórnsýslulög,“ sagði Jón. títiloka ekki að flytja á ný að Kroppi Jón og fjölskylda hans flutti frá Stóra-Kroppi m.a. vegna deilna um vegarstæðið. Hann hefur stað- ið fyrir búi á Suðurlandi síðustu ár, auk þess sem hann hefur sótt vinnu í Reykjavík. Jón sagðist ekki útiloka að hefja aftur búskap á Stóra-Kroppi. Það hefðu a.m.k. skapast skilyi’ði aftur til að jörðin yrði nýtt eins og hann hefði hugs- að sér að gera. „Þessar deilur hafa verið mjög erfiðar og kostnaðarsamar. Þær skilja eftir ógróin sár sem maðiir vonar að grói á milli gi’anna. Ég átta mig ekki alveg á hvað bókun hreppsnefndar varðandi aðal- skipulag hefur í för með sér, en búskapur á Stóra-Kroppi byggist á því að það verði tryggt endanlega að það komi ekki vegur þarna um túnin. Ég lít svo á að með þessari niðurstöðu sé það tryggt og því útiloka ég ekki að við flytjum aftur á jörðina. Það er hins vegar hæg- ara sagt en gert að flytja bústofn, vélar og allt sem búskapnum fylgh' á milli landshluta,“ sagði Jón. Hverfislögregla í Reykjavík SUÐ Uft SELTjARNAR- NES BESSASTAÐA HREPPÚR m Lögreglan kynnir hverfalöggæslu STARFSHÓPUR skipaður lög- reglumönnum og fulltrúum borg- arinnar heldur kynningarfund í dag, miðvikudag, kl. 16 í Bústöð- um, þar sem kynnt verður hverfalöggæsla. Um er að ræða tilraunaverkefni þar sem efnt verður til samstarfs lögreglumanna og ýmissa hags- munaaðila í löggæsluhverfinu, s.s. skólayfirvalda, foreldrafélaga, kirkjuyfirvalda, íþróttafélaga, samtaka eldri borgara og ýmissa annara aðila á sviði menningar og félagsmála, fyrirtækja og versl- ana. Lögreglan heldur síðan borgarafund með íbúum hverfis- ins um miðjan október. Markmið hverfalöggæslu er að fækka afbrotuin og auka öryggi íbúa. Ennfremur á að efla vitund um ábyrgð á eigin umhverfi og stuðla að aukinni samvinnu allra hagsmunaaðila. Eftirlit lögreglu verður mun skipulagðara en áður og verða lögreglumenn sérstak- lega valdir til að sinna þeim verk- efnum sem tengjast hverfinu og er þeim ætlað að vinna með íbú- um að löggæslumálum sem hverf- ið varðar. Hverfin sem valin hafa verið til að mynda eitt löggæsluhverfi eru Bústaða-, Fossvogs- og Háaleitis- hverfi. Við val á hverfí til þessa tilraunaverkefnis var haft í huga að hvorki hverfalögreglustöð né hverfalögreglumaður er á svæð- inu. Þá var til þess tekið að íbúar og ýmsir hagsmunaaðilar á svæð- inu höfðu lýst yfir áhuga á auknu samstarfi við Iögreglu. Heimili og skóli Landssomtök foreldra borna á grunnskólosti; Laugavegi 7, 3.hœð, 101 Reykjavík Sími: 562 7475 - fax: 5610547 SAMFOK Samband foreldrafélaga og foreldraraða í skólum Reykjavíkur á grunnstólastigi Laugavegi 7, 3.hce3,101 Reykjavík, Sími: 562 7720-fax: 552 2721 Foreldraþinqið 1998 Ársþing SAMFOKs og Landsþing Heimilis og skóla haldið í Engjaskóla laugardaginn 3. október 1998 'BARNI6 MXTT - SAMSTARF FORELDRA 06 SKOLA UM UPPELDI 06 MENNTUN' Dagskrá: Kl. 8:30 Afhending þinggagna Kl. 9:00 Þingsetning: Óskar ísfeld Sigurðsson formaður SAMFOKs Kl. 9:05 Ávarp félagsmálaráðherra Kl. 9:15 Framsöguerindi: Benedikt Sigurðarson sérfræðingur hjá Rannsóknastofnun Háskólans á Akurevrí: “Góður skólastjóri vinnur með börnunum í þágu foreldranna” Jónína Biartmarz formaður Heimilis og skóla: “Hlutverkaskipan í samstarfi” Kl. 10:00 Kaffihlé Kl. 10:20 Pallborðsumræður. Stjómandi: Óskar ísfeld Sigurðsson formaður SAMFOKs. Við pallborðið sitja: • Þorsteinn Sæberg Sigurðsson formaður Skólastjórafélags íslands, • Gerður G. Óskarsdóttir fræðslustjóri Reykjavíkur, • Guðrún Ebba Ólafsdóttir varaformaður Kennarasambands íslands, • Benedikt Sigurðarson sérfræðingur hjá Rannsóknastofnun Háskólans á Akureyri • Jónína Bjartmarz formaður Heimilis og skóla Kl. 11:30 Hópastarf og hádegisverður Umræðuhópar: Umræðuhvatar Hvaðan kemur siðvitið? - Samstarf heimila og skóla við að þroska og efla siðferðisþroska barna Sigrún Júlíusdóttir, félagsráðgjafi, dósent við félagsvísindadeild Háskóla íslands Leitin að styrkleikanum - Er nægilcga hlúð að sterkum hliðum bamanna? Guðlaug Teitsdóttir, skólastjóri Einholtsskóla Þroski og geta barna við upphaf og lok grunnskóla Anna Krístfn Sigurðardóttir, deildarstjóri kennsludeildar Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur Foreldraráð - áhersla á gcrð og umsagnir um skólanámskrá, starfsreglur o.fl. Jón Hólmgeir Steingrímsson, formaður Foreldraráðs Laugarnesskóla og gjaldkcri í stjóm SAMFOKs Stundaskrárhópur - innihald og lengd skóladags (heimanám, hvað er heimanám?, í þágu hvers er heimanám?) Kristín Jónasdóttir, framkvæmdastjóri Bamaheilla Verkmenntun á hátfðis- og tyllidögum ; viðhorf samfélags, skóla og foreldra til verkmenntunar Davíð óskarsson námsráðgjafi Iðnskólans Kl. 14:00 Niðurstöður hópavinnu kynntar þingheimi Kl. 15:00 Þingslit; Jónína Bjartmarz formaður Heimilis og skóla Kl. 15:30 Móttaka ÞingiS er öllum opiS. Þótttaka tilkynnist til skrifstofu Heimilis og skóla, sími 562 7475, eða til skrifstofu SAMFOICs, sími 562 7720, í síðosto lagi 2. október kl. 12:00

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.