Morgunblaðið - 30.09.1998, Side 15

Morgunblaðið - 30.09.1998, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI MIÐVIKUDAGUR 30. SEPTEMBER 1998 15 Akureyrardeild Rauða kross fslands Nýr sjúkrabfll í notkun AKUREYRARDEILD Rauða kross Islands hefur tekið í notkun nýjan sjúkrabíl. Bíllinn sera er af gerðinni Ford Econoline leysir af hólmi elsta bíl deildarinnar sem orðinn er 13 ára gamall. Nýi sjúkrabíllinn, sem er búinn 215 hestafla túrbó dísilvél, er flutt- ur inn af Brimborg hf. en honum Náttúran er listaverk Lifa ána- maðkar ástarlífi? síðan breytt og hann innréttaður hér á landi. Bíllinn er búinn öllum þeim búnaði sem þarf til aðhlynn- ingar og flutnings á sjúkum og slösuðum m.a. hálfsjálfvirku hjartastuðtæki en með slíku tæki geta sjúkraflutningamenn hafið markvissa endurlífgun strax á slys- stað. Þrír vel búnir bflar Slökkviliði Akureyrar hefur ver- ið afhentur bfllinn en það eru einmitt starfsmenn liðsins sem annast sjúkraflutningana. Með því má segja að nú séu þrír vel búnir sjúkrabflar til staðar á Akureyri en það er einmitt sá fjöldi bíla sem ný- legur samningur ríkisins við Rauða kross Islands gerir ráð fyrir að séu staðsettir á Akm-eyri. A undanförnum árum hafa sjúkrabflar farið i um ellefu hund- ruð ferðir á ári og þar af fjórðung- ur þar sem um er að ræða bráðatil- felli. Þessi sjúkrabfll sem nú er tekinn í notkun er sá fjórtándi í röðinni frá því Rauði krossinn á Akureyri byrjaði að sinna sjúkra- flutningum árið 1931. Morgunblaðið/Kristján GISLI_ Kristinn Lórenzson, varaformaður Akureyrardeildar Rauða kross íslands, t.v., afhendir Tómasi Búa Böðvarssyni slökkviliðsstjóra lyklana að nýja sjúkrabflnum. LIFA ánamaðkar ástarlífi? er spurning sem Bjami E. Guðleifsson náttúrufræðingur hjá RALA á Möðruvöllum ætlar að velta upp á fræðslufundi um náttúruna, í Deigl- unni á Akureyri fimmtudagskvöldið 1. október kl. 20.30. Þá mun Þórir Haraldsson, kenn- ari við Menntaskólann á Akureyri, fjalla um erfðagreiningu, undir yfir- skriftinni; Hvað er erfðagreining? Auk þess mun Þórarinn Hjartarson koma með gítarinn í Deigluna og flytja nokkur lög í hléi. Aðgangur er ókeypis. Hugmyndin er að halda nokkra fundi í Deiglunni þar sem ýmis fyr- irbæri í náttúrunni verða kynnt. Efnistök miðast við almenning og er tilgangurinn að kynna mönnum dá- semdir náttúrunnar með ýmsum dæmum. Tveir náttúrufræðingar munu fjalla um afmörkuð svið nátt- úrunnar út frá tveimur spurningum. -------♦-♦-♦----- Viðtal við ferm- ingarbörn VÆNTANLEG fermingarbörn í Akureyrarkirkju vorið 1999 eru beðin að mæta til viðtals í kirkjuka- pellunni á morgun, miðvikudaginn 30. september. Börn í Brekkuskóla mæta kl. 16, börn úr Oddeyrarskóla og Lundar- skóla eiga að mæta kl. 17 en önnur börn mæta annað hvort kl. 16 eða 17. ----------------- Tíu mín. mót TIU mínútna mót verður haldið í skákheimilinu, Þingvallastræti 18, annað kvöld, fimmtudagskvöldið 1. október og hefst það kl. 20. Allir eru velkomnir. Ólafur Kristjánsson fór með sigur af hólmi í 15 mínútna móti sem haldið var á sunnudag, en hann hlaut 6 vinninga af 7 möguleg- Aksjón Miðvikudagur 30. september 12.00^-Skjáfréttir 18.15^Kortér Fréttaþáttur í samvinnu við Dag. Endursýndur kl. 18.45, 19.15, 19.45, 20.15, 20.45 21.00Þ>Bæjarsjónvarp Har- moníkuball í íþróttahöllinni með sænska tríóinu „Nya brödrarna Farm“. Síðari hluti. Margt býr í hjartanu Með skál og skeið að vopni Á síðari árum hefur fólk verið að gera sér æ betur grein fyrir gilcii góðs matarasðis fyrir heilsufar sitt. Nú er það vísindalega sannað* að einfaldur hlutur eins og að borða Cheerios hafrahringi reglulega getur gert gæfumuninn víð að -fyrirbyggja hjarta- og asðaejúkdóma. W\ má segja að eitt besta vopnið okkar í baráttu fyrir betri heilsu sé skeið og skál - af Cheerios! * Rannsóknir á hollustu fæðutegunda sem eru unnar úr trefjaríkum kornvörum hafa staðið yfir áratugum saman. Niðurstöður úr þessum rannsóknum liggja nú fyrir og staðfesta að Cheerios hringirnir hafa ótvírætt hollustugildi. Ástæðan er einföld: Cheerios er unnið úr heilum höfrum, það inniheldur lítið af heildarfitu, hlutur mettaðrar fitu er lítill og í því er ekkert kólesteról. Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna (FDA) telur sannað að neysla á Cheerioshringjum geti dregið úr líkum á hjarta- og asðasjúkdómum ef þeirra er neytt sem hluta af fitulitlu og kólesterólsnauðu fæði. Bandaríska heilbrigðisráðuneytið sem gefur reglulega út leiðbeinandi lista yfir hollustu mismunandi fæðutegunda hefur nú skipað heila hafra í efsta sæti listans. Þeir voru áður í þriðja sæti á eftir grænmeti og ávöxtum. YDDA/SÍA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.