Morgunblaðið - 30.09.1998, Page 16

Morgunblaðið - 30.09.1998, Page 16
16 MIÐVIKUDAGUR 30. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Miklar fram- kvæmdir á Pverá í Laxárdal Laxamýri - Endurbætur húsa á Þverá í Laxárdal ganga vel en unnið liefur verið að þeim í all- mörg ár. Bændurnir á Þverá, þeir Áskell og Jón Jónassynir, hafa einkum unnið að viðhaldinu ásamt þriggja manna vinnuflokki sem einnig hefur annast viðhald gamla bæjarins á Grenjaðarstað. Talið er líklegt að Þverárbær- inn haf! verið á sama stað frá því byggð hófst á jörðinni og frá þeim tíma hefur bærinn nær stöðugt verið í mótun eins og venja var um torfbæi. Elst bæjar- húsanna nú er líklega baðstofan sem reist var 1849.1 þeirri stofu var Kaupfélag Þingeyinga stofn- að 1882 og þannig er bærinn ná- tengdur upphafi Samvinnuhreyf- ingarinnar. Á Þverá hafa útihús einnig varðveist og eru mörg þeirra af fornri gerð og mjög merkileg. Þar er og kirkja, afar sérstakt hús, hlaðin úr höggnu móbergi og múrhúðuð utan og innan. Hana byggði Jón Jóakimsson, langaíl núverandi ábúenda, og er hún bændakirkja. Enn sem komið er hefur Þver- árbænum ekki verið ráðstafað til ákveðinna nota en búast má við að í framtíðinni verði hann hafð- ur til sýnis. Þangað gætu ferða- menn komið og fengið fræðslu um byggingahætti og gerð hí- býla. Að sögn Iflörleifs Stefánssonar lijá Þjóðminjasafni íslands hentar ÁSKELL Jónasson, bóndi á Þverá, ólst, upp í gamla bænum. Þverá öðrum bæjum betur til að sýna búskaparhætti þ.e. að gera hann að lifandi safni. Með því er átt við að búskapur verði stundað- ur á bænum með gamla búskapar- laginu sem hér tíðkaðist fram um miðja þessa öld. Kýr yrðu hafðar í Ijósi, geitur, kindur og hænsni myndu vappa um tún ásamt þarfasta þjóninum, hestinum. I sumar var einkum unnið í svokölluðum Lambhúsum sem eru 60 kinda torfhús sem líklega voru byggð upp úr 1850. Nokkur ár eru síðan byrjað var á verkinu og er það nú langt komið. Morgunblaðið/Atli Vigfússon GAMLI Þverárbærinn. LAMBHÚSIN sem nú hafa verið gerð upp standa opin m.a. til þess að fá í þau kindalykt. Þökkum ykkur fyrir að hafa valið Lykilhótel Örk í undirbúningi ykkar fyrir sigra síðastliðinna ára. Saman til sigurs. Starfsfólk Hótel Arkar Örk HVERAGERÐI SÍMI 483 4700 LYKIL AÐ ÍSLENSKRI GESTRISNI Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir STARFSFÓLK Hraðfrystistöðvar Þórshafnar við móttöku á fatnaði handa heimilislausum börnum í Múrmansk. Starfsmanna- félag í fatasöfnun Þórshöfn - Hjá Hraðfrystistöð Þórs- hafnar hf. er alltaf í nógu að snúast en nýlega stóð starfsmannafélagið þar fyrir fatasöfnun handa rúss- neskum börnum. Forsaga málsins er sú að Hraðfrystistöðin hefur við- skipti við fyrirtæki í Rússlandi og einn forsvarsmanna þess, Vladimir Gusenkov, kom hugmyndinni á framfæri við HÞ að undirlagi vinar síns sem er prestur og hefur um- sjón með heimilum fyrir munaðar- laus börn í Múrmansk en þangað verður fatnaðurinn sendur. Starfsmannafélagið auglýsti þessa fatasöfnun og móttaka var í Hraðfrystistöðinni, þar sem fötin voru flokkuð og pakkað til flutnings. Að sögn starfsmanna var tekið á móti um 60 kössum af fatnaði. I byrjun október kemur rússneska skipið Inna til Þórshafnar vegna sjávarafurðaviðskipta við HÞ og flytur fatnaðinn um leið til Múrm- ansk. Starfsmannafélagið reiknar með því að áframhald verði á söfnun sem þessari og væri vel þegið ef ná- grannabyggðimar leggðu hönd á plóginn því öll hjálp er vel þegin á þessum bamaheimilum í Múrmansk. Vikuferð á Poi'túgal Starfsmannafélagið í HÞ gerir fleira en safna fotum handa bág- stöddum því daginn eftir söfnunina fóru allir starfsmenn, sem áttu heimangengt, í rútu til Reykjavíkur og þaðan beint út til Portúgals þar sem dvalið verður eina viku í sól- inni. Starfsmannafélagið hefur und- irbúið ferðalag í um eitt ár, m.a. með því að starfsmenn greiða í sér- stakan sjóð og núna er útkoman sól- arlandaferð, vel þegin eftir kalt og blautt sumar hér á horninu. Um sjö- tíu manns fóru í ferðina og er það nálægt 14% af íbúum hér - það er því mjög áþreifanlegt í litlu samfé- lagi þegar svo margir fara burt í einu. Þetta er ekki íyrsta orlofsferð starfsmanna HÞ en í fyrra var það helgarferð til Reykjavíkur í beinu flugi frá Þórshöfn. Sú spuming vaknar því hjá hinum almenna laun- þega fyrir utan Hraðfrystistöðina: „Hvert fara þau næst, í heims- reisu?“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.