Morgunblaðið - 30.09.1998, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 30. SEPTEMBER 1998 17
VIÐSKIPTI
Hlutafe Búnaðarbankans aukið um 600 milljónir
Morgunblaðið/Ásdís
HLUTAFJÁRUTBOÐ Búnaðarbankans kynnt, f.v. Þórður Friðjónsson ráðuneytisstjóri, Stefán Pálsson aðal-
bankastjóri, Finnur Ingólfsson viðskiptaráðherra og Pálmi Jónsson, formaður bankaráðs.
Utboði flýtt vegna
vaxandi starfsemi
HLUTHAFAFUNDUR í Búnaðar-
banka Islands hf. heimilaði í gær
bankaráði að auka hlutafé bankans
um 600 milljónir kr. með útgáfu nýs
hlutafjár og sölu þess til starfsfólks
og almennings. Tllgangurinn er að
tryggja áframhaldandi hraðan vöxt
bankans. Sala til starfsfólks fer fram
í október og stefnt er að sölu til al-
mennings í nóvember. Gengi í al-
menna útboðinu hefur ekki verið
ákveðið.
Hlutafé Búnaðarbanka íslands hf.
er nú 3,5 milljarðar kr., allt í eigu
ríkissjóðs. í stefnumörkun ríkis-
stjómarinnar um skipulag á fjár-
magnsmarkaði var gert ráð fyrir því
að nýtt yrði að hluta heimild Aiþingis
til aukningar hlutafjár í Búnaðar-
bankanum í síðasta lagi í febrúar á
næsta ári. Vegna mikillar aukningar í
starfsemi bankans óskaði bankaráðið
eftir því að þessu yrði flýtt og hefur
nú verið ákveðið að hlutafjárútboðið
fari fram á þessu ári. Eftir aukningu
verður hlutaféð 4,1 milljarður, þar af
rúm 85% í eigu ríkisins og tæp 15% í
dreifðri eigu starfsfólks og almennra
hluthafa.
56% aukning
Finnur Ingólfsson við-
skiptaráðherra sagði á blaðamanna-
fundi í Búnaðarbankanum í gær,
þegar ákvörðun um útboð var
kynnt, að það hafí komið á óvart
hvað bankinn hafi stækkað hratt og
því verið óhjákvæmilegt að ráðast í
aukningu hlutafjár þegar á þessu
ári. Búnaðarbankinn hefur vaxið
um 56% á tveimur árum, þar af um
15% á síðustu sex mánuðum. Að
sögn Stefáns Pálssonar aðalbanka-
stjóra er þetta meiri vöxtur en hjá
keppinautunum á fjármagns-
markaðnum. Hann sagði að vöxtur-
inn byggðist á því að Búnaðarbank-
anum hafí tekist að byggja upp
öfluga verðbréfadeild innan bank-
ans og það hafi tekið skemmri tíma
að fá viðskiptavini og aðra sem á
slíkri þjónustu þurfa að halda til að
nýta sér starfsemi hennar.
Eiginfjárhlutfall Búnaðarbank-
ans hefur lækkað vegna hins hraða
vaxtar bankans og sagði Stefán
Pálsson á fundinum í gær að ef ekld
hefði verið farið út í hlutafjárútboð
nú hefði getað komið til þess að
þurft hefði að hægja á vextinum
sem alls ekki væri æskilegt, til þess
að svokallað CAD-hlutfall færi ekki
niður fyrir leyfilegt lágmark. Við-
skiptaráðherra sagði að af hálfu eig-
andans væri ákvörðun um aukningu
hlutafjár tekin í þeim tilgangi að
leyfa bankanum að stækka áfram
og um leið að auka verðmæti hans.
Starfsfólk kaupir á lægra gengi
Af hinu nýja hlutafé verða 250
milljónir kr. boðnar starfsmönnum
og Lífeyrissjóði starfsmanna bank-
ans á gengi sem svarar til innra
virðis bankans, eða 1,26%. Hver
starfsmaður hefur heimild til að
kaupa hlutabréf að nafnvirði 250
þúsund á þessu gengi, og söluverð
hvers hlutar verður því 315 þúsund
krónur. Jafnframt afsalar starfs-
fólkið sér rétti til að kaupa hlutafé í
almenna hluta útboðsins. Reiknað
er með að sala til starfsfólksins fari
fram dagana 12. til 26. október
næstkomandi.
Ákvörðun um sölu hlutafjár til
starfsfólks á gengi sem miðast við
innra virði bankans um síðustu
áramót var tekin af ríkisstjórn S árs-
lok 1997 sem liður í breytingu
Búnaðarbankans í hlutafélag og
breytingum á lífeyriskerfi starfs-
manna. Framkvæmdin er með
svipuðum hætti og í hlutafjárútboði
Landsbanka íslands á dögunum.
Pálmi Jónsson, formaður
bankaráðs, lagði á það áherslu á
blaðamannafundinum í gær að líta
verði á samninga um sölu hlutafjár
til starfsmanna í tengslum við aðra
samninga við starfsfólkið sem
meðal annars hefði gefið eftir
ríkisábyrgð á eftirlaunum sínum.
Gengi ekki ákveðið
Það sem eftir stendur af hluta-
fjáraukningunni, 350 milljónir kr.
að nafnverði, verður boðið almenn-
ingi til kaups í almennu útboði.
Miðað er við að hver einstaklingur
geti skrifað sig fyrir allt að 500
þúsund kr. að nafnvirði á föstu
gengi en ef eftirspurn verður meiri
en framboðið verður hámarksfjár-
hæð til hvers einstaklings skert.
Fyrirkomulag sölunnar er með
svipuðum hætti og við útboð hluta-
bréfa í Landsbanka, nema hvað
Búnaðarbankmn afgreiðir fyrst sölu
til starfsfólks og tekur ekki frá
hlutabréf til að bjóða út með til-
boðsfyrirkomulagi. Fram kom á
fundinum í gær að búist væri við
það mikilli eftirspurn að ekki væri
talin þörf á uppboðsfyrirkomulagi.
Unnið er að undirbúningi útboðs-
ins til almennings. Frumvinnan fer
fram í Búnaðarbankanum en síðan
verður leitað ráðgjafar hjá erlend-
um sérfræðingum varðandi verðmat
á bankanum og útboðsgengi. Fyrir
liggja tilboð frá tveimur fyrirtækj-
um í þá vinnu. Bankaráðið hefur
fengið umboð til að ákvarða útboðs-
gengið í samráði við við-
skiptaráðherra. Gert er ráð fyrir að
útboðið fari fram í nóvember.
Gengi hlutabréfanna mun því
ekki liggja fyrir fyrr en í lok næsta
mánaðar. Viðskiptaráðherra vildi
lítið gefa út á það hvort gera mætti
ráð fyrir að gengi hlutabréfa
Búnaðarbankans yrði svipað og
gengi Landsbankabréfanna í Ijósi
þess að gengi til starfsfólks er
svipað, og lagði á það áherslu að hér
væri um tvö ólík fyrirtæki að ræða.
Sem dæmi um það benti hann á
mikinn vöxt Búnaðarbankans og
taldi að tekið yrði tillit til hans við
verðmat. Búnaðarbankinn hefur
skilað góðum hagnaði, þrátt fyrir
minnkandi vaxtamun. Þannig var
vaxtamunur af heildareignum
4,41% á síðasta ári en 3,98% fyrstu
sex mánuði þessa árs. „Við lifúm við
þetta og ekki lakara lífi en áður
vegna þess að við höfum náð að
stækka bankann með góðum við-
skiptum," sagði Stefán Pálsson.
Pálmi Jónsson bankaráðsformaður
sagði að afkoma af reglulegri starf-
semi á síðasta ári hefði verið sú
besta í mörg ár og útlit væri fyrir
enn betri afkomu í ár. „Við erum
mjög bjartsýnir um afkomu bank-
ans í heild og sjáum engin merki
þess að það sé stöðnun framundan í
vexti hans,“ sagði Pálmi.
Steftit að skráningu
Viðskiptaráðherra hefur ákveðið
að sótt verði um skráningu hluta-
bréfa í Búnaðarbankanum á Aðall-
ista Verðbréfaþings íslands. Til
þess að fullnægja kröfum þingsins
hefur ráðherra staðfest þá stefnu
ríkisstjórnarinnar að eigi síðar en 1.
júní árið 2000 verði meira en 25%
hlutabréfa í bankanum í dreifðri
eignaraðild.
CanonBJC-4300
A4 lltahleksprautuprentari
með skannahylki.
2ja hylkja kerfi.
2 bls. á mln. 1 llt.
5 hla. á mln. i s/h.
72D dpl upplausn.
Arkamatari fyrtr 100 blöð.
'Banner prlnting', CCIPS
eg Orap Medulatton tæknl.
Þegar Canon tekur sig til og hætir um hetur þarf það ekki endilega að þýða að hlutirnir
hreyti um lögun eða stærð. Og það er einmitt það sem heiur gerst með Canon BJC-4300
prentarann. Þetta einstaka tæki hýr nú ekki einungis yfir öllum þeim frábæru eigin-
leikum sem gúður prentari þarf að hafa heldur er Canon BJC-4300
nú einnig 360 dpl 'True Culor' skanni. Með einu handtaki má
skipta út blekhylkinu og setja skannahylki i staðinn. Því færðu
prentara og skanna í einu tæki án þess að eyða dýrmætu
v ___—____ plássi á skrifhorðinu -og varðið or
CclllOIÍ oi
ilir som áður það sama!
NÝHERJI
- Söluaðilar um land allt -