Morgunblaðið - 30.09.1998, Page 20
20 MIÐVIKUDAGUR 30. SEPTEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Næstu ráðamenn Þýskalands eftir kosningasigur.jafnaðarmanna á sunnudag
Reuters
GERHARD Schröder, kanslaraefni þýskra jafnaðarmanna, fagnar
kosningasigrinum ásamt eiginkonu sinni, Doris.
Marxistinn sem varð að
„félaga forstjóranna“
GERHARD Schröder, næsti kanslari
Þýskalands, er fyrrverandi marxisti
en daður hans við markaðshyggju
síðustu árin hefur stundum valdið
félögum hans í þýska Jafnaðarmannaflokkn-
um áhyggjum.
í kosningunum á sunnudag varð Schröder
fyrsta kanslaraefni stjómarandstæðinga í
sögu Þýskalands eftir stríð til að bera sigur-
orð af sitjandi kanslara. Þetta er aðeins í
annað sinn í 14 kosningum frá síðari heims-
styrjöld sem þýskir jafnaðarmenn fá fleiri at-
kvæði en kristilegir demókratar.
Schröder á nú sæti í eftirlitsstjóm
Volkswagen AG og hann hefur verið kallaður
„félagi forstjóranna" en seint á áttunda ára-
tugnum var hann formaður róttækrar ung-
liðahreyfingar jafnaðarmanna, Jusos. Hann
lýsti sér þá sem „stefnufostum marxista" og
hann tók þátt í mótmælum gegn bandarískum
kjarnavopnum í Þýskalandi.
Nokkrum áram síðar, eða 1982, blés
Schröder í fyrsta sinn til atlögu að kanslara-
skrifstofunni. Hann var þá nýliði á þinginu og
réðst á járnhlið byggingarinnar eftir nætur-
langa bjórdrykkju með nokkrum vinum sín-
um, sem heyrðu hann hrópa: „Ég vil komast
hingað inn.“
Sakaður um óljósa stefnu
Honum varð að ósk sinni á sunnudag þegar
hann bar sigurorð af Helmut Kohl kanslara
eftir vel heppnaða kosningabaráttu. Honum
er nú lýst sem raunsæjum stjórnmálamanni
sem noti persónutöfra sína óspart í sjónvarpi
til að auka fylgi sitt.
Schröder er stoltur af því að hafa fært Jafn-
aðarmannaflokkinn í „nútímalegt horf‘. Hann
lagði megináherslu á efnahagsmálin í kosn-
ingabaráttunni en andstæðingar hans segja
að stefna hans sé mjög á reiki. Þeir saka hann
um yfirborðskenndan málflutning og segja
hann koma sér hjá því að ræða kjama málefn-
anna. Kohl orðaði það svo að þeir sem reyndu
að fá ótvíræðar yfirlýsingar frá Schröder
gætu rétt eins reynt að „negla búðing upp á
vegg“.
Framhjáhaldið drd ekki úr vinsældunum
Ungir íhaldsmenn í flokki Kohls reyndu að
færa sér það í nyt að Schröder á þrjá hjóna-
skilnaði að baki og hann skildi við þriðju eigin-
konu sína fyrir ári eftir að þýsk æsifréttablöð
skýrðu frá því að hann hefði haldið við 33 ára
blaðakonu, Doris Köpf. Schröder, sem er 21
ári eldri, kvæntist ástkonu sinni þremur vik-
um eftir skilnaðinn.
„Þrjár konur geta ekki haft rangt fyrir
sér,“ var yfirskrift umdeildra veggspjalda,
sem ungu mennimir hengdu upp á götum
þýskra borga. Á veggspjöldunum vom myndir
af þremur konum sem sýndu vanþóknun sína
með því að benda þumalfingri niður.
Ólíkt Bandaríkjamönnum telja margir
Þjóðverjar ekkert tiltökumál að stjórnmála-
menn gerist sekir um framhjáhald og skilnað-
urinn minnkaði ekki vinsældir Schröders.
Margir Þjóðverjar álíta reyndar framhjátökur
stjómmálamanna til marks um góða heilsu og
lífsorku. „Þetta sýnir að hann er kraftmikill,"
sagði t.a.m. bílstjórí í Berlín þegar hann var
spurður um þetta mál. Hann kvaðst
hneykslaður á fjölmiðlafárinu í Bandaríkjun-
um vegna sambands Bills Clintons Band-
aríkjaforseta og Monicu Lewinsky.
I einkalífinu er Schröder sagður einfari og
eiga fáa vini. Hann kvaðst hafa kvænst Köpf
svo snemma eftir skilnaðinn vegna þess að
hann hefði þörf fyrir maka sem hann gæti
treyst.
I kosningabaráttunni gat Schröder sér orð
fyrir að vera hófsamur stjómmálamaður, sem
bæri hagsmuni atvinnulífsins fyrir brjósti, og
að því leyti þykir hann líkjast Clinton og Tony
Blair, forsætisráðherra Bretlands.
Sonur fátækrar stríðsekkju
Gerhard Fritz Kurt Sehröder fæddist 7.
apríl 1944 í Mossenberg, litlum bæ í Neðra-
Saxlandi, og sá aldrei fóður sinn, sem féll í
Rúmeníu í heimsstyrjöldinni síðari. Móðir
hans starfaði við hreingerningar til að fram-
fleyta fimm börnum sínum.
„Ég veit hvaðan ég kem og ég veit hvar ég
á heima,“ sagði hann á kosningafundi þegar
hann minntist æsku sinnar.
Hann starfaði um tíma sem jámvörusölu-
maður á unglingsárunum þar til hann hóf
menntaskólanám, sem hann lauk 22 ára gam-
all. Hann stundaði síðan lögfræðinám og út-
skrifaðist frá Göttingen-háskóla árið 1976, 32
ára að aldri.
Hæfileikar Schröders sem stjórnmálaleið-
toga komu í ljós á námsárunum þegar hann
fór fyrir róttækum jafnaðarmönnum.
Snemma á áttunda áratugnum atti hann kappi
við Helmut Kohl, sem var þá þingmaður, í op-
inberum kappræðum og kom þá verðandi
keppinaut sínum um kanslaraembættið stund-
um úr jafnvægi með hnyttni sinni.
„Þolir ekki Græningja"
Schröder var kjörinn á þing 1980 en beið
ósigur í forsætisráðherrakjöri í Neðra-
Saxlandi 1986. Eftir að hafa verið leiðtogi
stjómarandstöðunnar í sambandslandinu í
fjögur ár var hann kjörinn forsætisráðherra
Neðra-Saxlands árið 1990 og endurkjörinn
1994.
íbúar í Neðra-Saxlandi segja að Schröder
hafi sýnt hagsmunum fyrirtækja miklu meiri
skilning eftir að hann varð forsætisráðherra.
Hann hafi marglýst því yfir við atvinnurek-
endur að gengi hans í embættinu væri háð
góðum árangri fyrirtækjanna og hann lagði
sig í framkróka við að losa fyrirtæki úr vand-
ræðum til að koma í veg fyrir að loka þyrfti
stórum verksmiðjum. Stjórn hans tók við
rekstri nokkurra fyrirtækja, m.a. stálvers fyrr
á árinu, og þær aðgerðir kostuðu hana jafn-
virði tæpra 70 milljarða króna.
Þeim sem aðhyllast markaðshyggju er yfir-
leitt meinilla við slíkar aðgerðir en Schröder
tókst að selja fyrirtækin fljótlega aftur og
stundum með hagnaði.
Fyrstu fjögur árin vora Græningjar í stjóm
með jafnaðarmönnum í Neðra-Saxlandi og
hermt er að Schröder hafi verið lítt hrifinn af
því samstarfi. Á þessum árum stóijukust út-
gjöld stjórnarinnar, m.a. vegna verkefna sem
Græningjar studdu. Þegar jafnaðarmenn
fengu hreinan þingmeirihluta í Neðra-
Saxlandi árið 1994 var Schröder fljótur að
segja skilið við Græningja. „Hann þolir alls
ekki Græningja," sagði kaupsýslumaður í
Hannover.
Reuters
OSKAR Lafontaine, formaður
Jafnaðarmannaflokksins.
„Napóleon
af Saar“ í
valdastól
í Bonn
VÍNSÉRFRÆÐINGUR þýsks dag-
blaðs sagði eitt sinn að vínárgangur,
sem hann fjallaði um, væri
„dökkrauður eins og ræður
Lafontaine, bara vandaðri".
Hann skírskotaði þar til formanns þýska
Jafnaðarmannaflokksins, Oskars Lafontaine,
sem er kunnur fyrir eldheita vinstristefnu, og
hann fær nú loksins tækifæri til að koma henni
í framkvæmd í Bonn eftir kosningasigur jafn-
aðarmanna á sunnudag.
Þótt Gerhard Schröder verði næsti kanslari
Þýskalands leikur enginn vafi á því að
flokksvél jafnaðarmanna tilheyrir flokksfor-
manninum.
Lafontaine, sem er 55 ára og forsætis-
ráðherra Saarlands, er mikill mælskumaður og
þekktur fyrir leiftrandi ræður. Hann varð leið-
togi jafnaðarmanna í uppreisn innan flokksins
árið 1995, þegar jafnaðarmenn áttu undir högg
að sækja vegna innbyrðis átaka, og honum
tókst að koma á aga innan flokksins.
Lafontaine nýtur mikillar hylli á vinstrivæng
Jafnaðarmannaflokksins, sem er lítt hrifinn af
markaðshyggju manna eins og Schröders, og
hann hefur sjálfur tekið þátt í innanflokksdeil-
unum.
Síðustu tvö árin í stjórnarandstöðu stjórnaði
Lafontaine tilraunum til að hindra eins mörg
lagafrumvörp Helmuts Kohls kanslara og
mögulegt var. Jafnaðarmönnum tókst þannig
að veikja stöðu Kohls sem leiðtoga en þetta
varð einnig til þess að þingið í Bonn lamaðist
nær algjörlega.
Lafontaine lítur á sig sem „hinn raunveru-
lega fóður“ kosningasigurs jafnaðarmanna á
sunnudag, að sögn þýska dagblaðsins Bild.
Hann vai' kanslaraefni jafnaðarmanna árið
1990 og hefði getað orðið það aftur í kosning-
unum á sunnudag. Hann ákvað hins vegar að
víkja fyrir Schröder, sem naut meiri vinsælda
meðal kjósenda, þar sem hann taldi það auka
sigurlíkur flokksins.
Getur valið embætti
Fyrsta verkefni Lafontaine eftir kosning-
arnar verður að taka þátt í viðræðum um
stjómai-myndun með Schröder. Það var fylk-
ing Lafontaine innan vinstrivængs Jafnaðar-
mannaflokksins sem beitti sér fyrir því að
stefnt yrði að stjórn með græningjum.
„Napóleón af Saar“, eins og Lafontaine hef-
ur verið kallaður þar sem hann þykir líkjast
franska keisaranum, er svo öflugur innan Jafn-
aðarmannaflokksins að hann getur valið sér
sjálfur embætti við stjórnarskiptin, að sögn
flokksbræðra hans. Líklegast þykir að hann
verði annaðhvort fjármálaráðherra eða leiðtogi
þingflokksins.
Fjármálaráðuneytið, vígi strangrar aðhalds-
stefnu í fjármálum, fengi allt annað yfirbragð
undir stjóm Lafontaine, sem er andvígur því
að velferðarkerfið verði skert. Hann hefur
einnig komið sér í mjúkinn hjá verkalýðshreyf-
ingunni með því að vera einn fárra stjórnmála-
manna Þýskalands sem eru hlynntir 32 stunda
vinnuviku. Hann þykir hlynntur ríkisafskiptum
í atvinnulífinu og hefur hvatt til þess að laun
verði hækkuð til að auka einkaneysluna og
blása lífi í efnahaginn.
Reuters
JOSCHKA Fischer, leiðtogi
Græningja á þýska þinginu.
Græningi
næsti ráð-
herra utan-
ríkismála?
TALIÐ er líklegt að Joschka Fischer,
leiðtogi Græningja á þýska þinginu,
verði næsti utanríkisráðherra Þýska-
lands í samsteypustjórn jafnaðar-
manna og Græningja. Fischer, sem stendur á
fimmtugu, vildi engu svara spurningum frétta-
manna en sagði þó að Græningjar myndu ekki
umbylta utanríkisstefnu Þýskalands félli
embættið í þeirra skaut. „Utanríkisstefna okk-
ar mun vera sú að starfa náið með bandamönn-
um okkar, ekki gegn þeim,“ sagði Fischer við
blaðamenn í gær. „Þýskaland mun ekki ein-
angra sig í utanríkismálum."
Fischer fæddist 12. apríl 1948 í Gerabronn í
suðvesturhluta Þýskalands og var faðir hans
slátrari að atvinnu. Fischer var róttækur bylt-
ingaimaður á sínum jmgri árum og tók þátt í
götubardögum á sjöunda og áttunda áratugn-
um sem samtökin „Byltingarbaráttan" stóðu
fyrir. Stjómmálaskoðanir Fischers hafa hins
vegar mildast með áranum og sagði hann skilið
við byltingarmenn eftir að Rauði herinn, arf-
taki hinna alræmdu Baader-Meinhof samtaka,
kom slæmu orði á sjónarmið þeirra. Fiseher
var fyrst kjörinn á þýska sambandsþingið árið
1983 og varð tveimur árum seinna umhverfis-
ráðherra í Hesse, einu sambandslanda Þýska-
lands og fyrsti ráðherra Græningja. Fischer er
nú talinn einn af vinsælustu stjórnmálamönn-
um Þýskalands og þykir afar snjall ræðumað-
ur. Hann er liðtækur maraþonhlaupari og hef-
ur framganga hans á þeim vettvangi vakið eft-
irtekt í Þýskalandi. Hann skildi við þriðju eig-
inkonu sína fyrir tveimur áram.
Tókst að „temja“ harðlínumennina
Fischer hefur áunnið sér virðingu utan
flokks síns fyrir að ná að „temja“ harðlínu-
menn úr hópi Græningja og það var m.a. af
hans völdum sem flokkurinn ákvað að taka af
stefnuskrá sinni úrgöngu Þýskalands úr
NATO. Fischer tókst jafnframt í fyrra að fá
flokksþing Græningja til að samþykkja að
þingmenn flokksins greiddu atkvæði með
áframhaldandi veru herja Atlantshafsbanda-
lagsins (NATO) í Bosníu. Hafði Fischer árið
áður blöskrað svo mjög fjöldamorð Bosníu-
Serba á múslímum að hann fór fram á það við
flokk sinn að hann viðurkenndi að stundum
gæti hernaðarmáttur komið í veg fyrir að fólki
væri slátrað.
Raddir hafa heyrst innan Jafnaðarmanna-
flokksins sem utan að varasamt sé að láta
Græningjum utanríkisráðherraembættið eftir,
vegna umdeildrar stefnu þeima í utamTkismál-
um, en Gerhard Schröder sagði á mánudag að
Fischer væri gáfaður maður sem reynst hefði
baráttumaður fyrir meiri skynsemi innan þing-
flokks Græningja. Segir Fischer líka sjálfur að
flokkurinn hafi lært af mistökum sínum og
menn þurfi ekki að hafa áhyggjur af því að
Græningjar boði byltingu á utanríkisstefnu
Þjóðverja. Ef svo fer sem horfir, og Fischer
tekur við embætti utanríkisráðherra, bíður
hans strax í byrjun næsta árs að gegna forsæti
í Evrópusambandinu en þá mun verða tekin af-
staða til ýmissa erfiðra mála, svo sem stækk-
unar ESB til austurs og umbóta á fjármálum
sambandsins.