Morgunblaðið - 30.09.1998, Qupperneq 32
MORGUNBLAÐIÐ
á}2 MIÐVIKUDAGUR 30. SEPTEMBER 1998
Um hvað
fj allar
verkið?
„Tilgangur geimbúanna er augljóslega
að útrýma jarðarbúum og leggja plánet-
una undir sig. “
HVERSU algengt
er að maður setj-
ist niður í kvik-
myndahúsi, í leik-
húsi, fyrir framan
sjónvarp eða taki sér bók í
hönd án minnstu hugmyndar
um innihaldið? Frásagnargleði
nútímans er slík að annað eins
hefur aldrei þekkst í veraldar-
sögunni. Tækifærin til frásagn-
ar eru líka ótæmandi í gegnum
alla miðlana, sjónvarp, útvarp,
myndbönd, kvikmyndir, leik-
hús, dagblöð, bækur og tímarit.
Framboðið er yfirgengilegt og
tíminn svo naumur, að okkur er
nauðsynlegt að
VIÐHORF ^fyrirfram
_____ goð deih a efni
Háwar og innihaldi
Sigurjónsson sv0 ekki fari
óþarfa tími til
spillis við að innbyrða frásögn
sem okkur er kannski alls ekki
að skapi. Mörgum er hreinlega
meinilla við að setjast niður yflr
bíómynd eða leikriti og vita
hvorki haus né sporð á því um
hvað hún/það fjallar. Svo
óþægilegar aðstæður er reynd-
ar mjög auðvelt að forðast, því
allir keppast við að segja manni
fyrirfram um hvað myndin,
bókin, þátturinn, leikritið er.
Kynningar, gagnrýni, leikskrár,
auglýsingar, greinar og viðtöl
þjóna öll þessum sama tilgangi
meira og minna.
Stundum hvarflar óneitan-
lega að manni hvort sá eða sú
sem samdi efnisútdráttinn hafi
verið með réttu ráði, eða
kannski ekki læs og iðulega alls
ekki skrifandi. Tvennt það
síðastnefnda helst reyndar oft-
ast í hendur. Textinn aftan á
hylkjum um myndbandsspólur
er oft kjörinn til að velta sér
upp úr af hneykslan. Tökum tvö
dæmi. Hið fyrra er lýsing á
mynd sem gerð var árið 1969
eftir frægu leikriti. „Prinsinn er
ekki sá hefðbundni lærdóms-
maður og skáld sem við eigum
að venjast - hann er öllu frem-
ur „utangarðs", hrjúfur, tilfínn-
inganæmur og hvatvís og viðrar
hugsanir og langanir sem eiga
ekki síður við nú en á dögum
höfundarins." Hitt dæmið er
lýsing á innihaldi myndar sem
gerð var fyrir þremur árum,
einnig eftir frægu leikriti.
„Prinsinn fyllist örvæntingu
þegar drottningin, móðir hans,
sem er nýorðin ekkja, giftist
föðurbróður hans. Hann verður
harmi lostinn og óttasleginn
þegar hann mætir vofu fóður
síns sem segir honum að fóður-
bróðir hans hafí myrt hann í
þeim tilgangi að hljóta bæði
drottninguna og krúnuna.
Prinsinn veit ekki hvað til
bragðs á að taka, hann skortir
sjálfstraust og sveiflast á milii
hefndarþorsta og ráðaleysis,
jafnvel þegar hann og vinkona
hans leggja á ráðin um hefnd.“
Eins og nærri má geta eru
báðar myndimar gerðar eftir
sama leikritinu, Hamlet dana-
prins, eftir William Shakespeare.
Þriðja dæmið af myndbands-
spóluhylki er um myndina
Sjálfstæðisdagurinn. Þetta er
ein þeirra mynda sem „halað
hefur inn“ hvað mest af dollur-
um og fróðlegt að vita hvers
vegna svo margir jarðarbúar
sóttu hana. Það var auðvitað
vegna þess að ... „Innrás utan
úr geimnum ógnar öllu lífí á
jörðunni. Risastór geimskip
taka sér stöðu yfír öllum helstu
stórborgum heims og skelfíng
grípur um sig þegar þau beina
banvænum geislum að borgun-
um og gereyða þeim. Tilgangur
geimbúanna er augljóslega að
útrýma jarðarbúum ogleggja
plánetuna undir sig. Eina vonin
er að einhver sé nógu snjall til
að geta ráðið niðurlögum þeirra
áður en allt mannkynið líður
undir lok.“ Hver vill setjast yfir
svona mynd algjörlega óundir-
búinn?
Spyrja má hvaða tilgangi efn-
isútdrættir skáldsagna þjóni.
Hvort samandreginn söguþráð-
ur sé það agn sem væntanlegir
lesendur/kaupendur bíti helst á.
Hér verða gripin fáein dæmi af
handahófi sem birst hafa ný-
lega. „Sagan lýsir nokkrum
mánuðum í lífí ungs manns sem
truflaður er á geðsmunum.
Hann sér veröldina og lögmál
hennar í sérkennilegu Ijósi.
Sagan er byggð upp ájátning-
arbréfum piltsins til látinnar
móður sinnar. “ Annað dæmi.
„Sagan gerist á Spáni en teygir
anga sína norður til Islands.
Aldraður Spánverji sem finnst
myrtur á heimili sínu reynist
hafa verið vopnabróðir Islend-
ings er barðist í spænsku borg-
arastyrjöldinni á fjórða áratug
aldarinnar. Þriðja dæmið er
innihaldslýsing væntanlegrar
sjálfsævisögu. „Höfundurinn er
mjög hreinskilinn um flókin
persónuvandamál sín, drykkju-
skap, slagsmál, bíladellu,
kvennamál, svo að sjaldan hef-
ur jafnmiskunnarlaus sjálf-
stjáning birst á prenti."
Hæst rís þó snilldin í dagskrá
sjónvarpsstöðvanna. Þar reynir
verulega á hæfni skríbentanna
að hafa efnisútdráttinn stuttan
og gagnorðan. „Hún er sér-
fræðingur í meinafræðum sem
aðstoðar lögregluna við
rannsókn óviðfelldinna mála,
sumra mjög persónulegra. “
Gamanmyndaflokkur um lög-
fræðing sem nýtur sín best í
réttarsalnum en er eins og álfur
út úr hól í einkalífínu."
Nýja bíórásin gefur góð fyr-
irheit um það sem koma skal og
slær öllu við í knöppum efn-
islýsingum. „Kim Basinger er í
hlutverki konu nokkurrar sem
er ótrúlega fáfróð. Ekkill giftist
henni."
Og að lokum: „Nokkrir
læknanemar vilja kanna hvað
er á mörkum lífs og dauða og
deyja ínokkrar mínútur.“
Skyldi engan undra og þó leng-
ur hefði verið.
AÐSENDAR GREINAR
Hana nú á
Ari aldraðra
Á ÁRI aldraðra vill
Frístundahópurinn
Hana nú í Kópavogi
minna á starfsemi sína
og þær nýjungar sem
hópurinn hefur staðið
fyrir síðastliðin 15 ár.
Hana nú er laus-
beislaður félagsskapur.
I hópnum eru engin
félagsgjöld, engin
stjóm, engar kvaðir.
Vegna þessa fyrir-
komulags getur starf-
semin verið mjög
sveigjanleg og auðvelt
að sinna aðskiljanleg-
um áhugamálum í
stærri og minni hópum.
Þrátt fyrir þessa lausung eru
starfandi fastir klúbbar sem
miðaðir eru við sérstök áhugamál.
Fyrst skal þá telja Bók-
menntaklúbb Hana nú. Hann hefur
aðsetur á Bókasafni Kópavogs.
Meðlimir klúbbsins taka meðal
annars til lestrar einstök bók-
menntaverk og fá þá gjarnan
höfunda til að koma og rökræða
verkin og lesa úr þeim. Einnig æfir
klúbburinn árlega sérstaka bók-
menntadagskrá sem gjarna er
bundin við eitt skáld eða eina bók-
menntagrein. Þessi dagskrá er æfð
undir stjórn leikstjóra. Bók-
menntaklúbburinn fer með þessa
dagskrá út á landsbyggðina fyrir
utan flutning í Kópavogi. Á síðasta
ári fór hópurinn með ljóðadagskrá
til Færeyja og las þar fegurstu
Ijóðaperlur færeyskra skálda við
miklar undirtektir.
Eftir Færeyjaferðina kom upp
hugmynd um að stofna
„Heimsklúbb“ Hana
nú til að sækja á dýpri
mið.
Annar fastur klúbb-
ur er Gönguklúbbur
Hana nú. Hann hefur
það markmið eitt að
koma saman á laugar-
dagsmorgnum, drekka
nýlagað molakaffí og
ráða „lífsgátuna" og
rölta svo um götur
Kópavogs í klukku-
tíma. Frá árinu 1983
hefur aldrei fallið nið-
ur Laugardagsganga
Hana nú og töluglögg-
ir menn telja að
göngutúrarnir séu að
nálgast 800!
Tveir fastir hópar hafa loðað við
Hana nú gegnum árin. Það eru
Hana nú er laus-
beislaður félagsskapur,
segir Hrafn Sæmunds-
son, og engin félags-
gjöld, engin stjórn
og engar kvaðir.
Spjallkvöldin og Kleinukvöldin.
Spjallkvöldin eru til að pæla í ýms-
um þáttum mannlífsins en á
Kleinukvöldunum er slegið á létt-
ari strengi.
En aðalstarf Hana nú gegnum
árin hafa verið ferðalög „inn í
þjóðfélagið" Allir þættir
þjóðfélagsins hafa verið áningar-
staðir Hana nú síðastliðin 15 ár.
Hrafn
Sæmundsson
Þetta eru bara glefsur úr sögu
Hana nú en í dag verður opnuð
sýning í Bókasafni Kópavogs í máli
og myndum úr sögu Hana síðast-
liðin 15 ár. Með þessari sýningu
eru Kópavogsbúar kvattir til að
kynna sér starfsemi Hana nú þeg-
ar líður að þvi að vetrarstarfið hefj-
ist.
Og við ljúkum þessari stuttu
upprifjun á að segja frá „sjálf-
sprottnu" hópunum þar sem fólk
tekur sig saman um að gera ólík-
ustu hluti.
Þessir „sjálfsprottnu" hópar
þjóta upp og aðallega í félagsheim-
ilum eldri borgara í Kópavogi,
Gjábakka og Gullsmára. Þessi
félagsstarfsemi eldri borgara í
Kópavogi er nýr vaxtarbroddur og
springur út eins og blóm. Fólki
dettur eitthvað í hug og fram-
kvæmir það á eigin forsendum.
Fólk getur fengið aðstöðu ef það
vill í félagsheimilunum ef það þarf
á því að halda og fær þá lyklavöld
og ber ábyrgð á húsnæðinu með
vissum skilyrðum. Félagsheimilin
eru öllum opin og þegar eitthvað er
um að vera þar er kynslóðabilið
þurrkað út. Þrjár kynslóðir mæta
gjaman saman.
Það hefur verið talað um „hug-
myndafræði" Hana nú. Þetta er
alltof hátíðlegt. Það sem verið er að
gera er einfaldlega að lifa eðlilegu
lífi. Taka þátt í allri starfsemi
þjóðfélagsins. Hafna forsjár-
hyggju. Neita að láta setja sig á
bás. Strika út kynslóðabilið.
Ásdís Skúladóttir leikstjóri hef-
ur verið „rótari“ hjá Hana nú nán-
ast frá upphafi. Hún á stóran þátt í
þessu ævintýri.
Þessari grein lýkur á tilvitnun
Ásdísar um það sem hún telur
kjama málsins, en Ásdís dvelur nú
erlendis en er á heimleið.
„Líf okkar ætti að vera ein sam-
fella þar sem upphafið, meginkafl-
inn og lokakaflinn væm í full-
komnu jafnvægi.“
Höfundur er fulltrúi.
Ertu þarna ennþá,
Ingvar minn?
EKKI hefur heyrst
hátt um Hafnarfjarðar-
málin uppá síðkastið
sem betur fer, enda vora
margir orðnir leiðir á
hafnfirskri pólitík fyrir
löngu.
Meira að segja frétta-
menn gátu ekki minnst
á Hafnarfjarðarmálin án
þess að brosa út í annað.
Það gerðist þó sem
flestir vissu, að Alþýðu-
flokkurinn í Hafnarfirði
tapaði á samstarfi við
umdeilda sjálfstæðis-
menn, sem jafnvel Sjálf-
stæðisflokkurinn vildi
ekki gangast við.
Reyndar var þetta ekki bara tap
hjá Ingvari bæjarstjóra, þetta var
„burst“ eins og sagt er í handbolt-
anum, krötunum var einfaldlega
rústað í síðustu bæjarstjórnarkosn-
ingum.
Af sex manna meirihluta þegar
Ingvar tekur við, era nú eftir
aðeins þrír bæjarfulltrúar krata og
það naumlega!
Nei, Alþýðuflokkurinn fékk eng-
an sex manna meirihluta eins og
forystan lofaði, heldur fékk Sjálf-
stæðisflokkurinn verðskuldaðan
meirihluta með Framsókn, sem
kom loks manni að. Og enn situr
Ingvar sem forystumaður Alþýðu-
flokksins í Hafnarfirði. Þessi niður-
staða kosninganna ein og sér hefði
átt að verða til þess að formaður
flokksins segði af sér.
Þeir vita það sem vilja hér í bæ
að Ingvar klúðraði ekki bara stöðu
Alþýðuflokksins í Hafnarfírði, held-
ur hélt umdeilt meirihlutasamstarf
hans við sjálfstæðismennina
Jóhann Gunnar Bergþórsson og
Ellert Borgar góðu lífi
í þeirri umræðu að
Alþýðuflokkurinn væri
spilltur og að einstak-
lingar sem þar
kæmust áfram noti
hvert tækifæri til að
koma sér og sínum að.
Þannig hefur Jafnað-
armannaflokkur Is-
lands í heild liðið fyrir
neikvæða umræðu um
þessi mál.
Þetta er mjög
slæmt fyrir almenna
félaga, því það er mik-
ið af duglegu og klára
fólki sem enn hefur þá
hugsjón að útrýma
fátækt og eymd þeirra sem minna
mega sín. Þetta er stefna Jafnaðar-
Menn eiga að veljast til
forystu, segir Olafur
Sigurðsson, sem
trúverðugastir eru til
að fylgja eftir þeirri
stefnu sem félagsmenn
hafa ákveðið.
stefnunnar sem við mörg trúum
enn á.
Á síðasta þingi Alþýðuflokksins
var ákveðið að vinna að sameining-
armálum um land allt. Slíkt gerist
ekki farsællega, nema virkja gras-
rótina og skapa stemmningu um
málið meðal flokksmanna. Nema
hvað! Hafnarfjörður var eina
bæjarfélagið þar sem ekki tókst að
skapa samstöðu milli A-flokkanna -
þrátt fyrir yfirgnæfandi vilja
félagsmanna!
Nú í haust fer félagsstarfið í
gang í flestum flokkum og félaga-
samtökum. Þá er mikilvægt að
virkja meðlimina. Nógu erfitt er að
fá fólk á fundi, hvað þá þegar leið-
toginn er umdeildur og hefur af
skammsýni stórskaðað eigin flokk
og allt flokksstarf, að ekki sé
minnst á bæjarmálin. Hafa ómæld-
ar fjárhæðir farið í vonlausar
bæjarábyrgðir, jafnvel til fyrir-
tækja einstakra bæjarfulltrúa!
Hefði fé þetta betur farið í einsetn-
ingu skólanna hér í bæ.
Því víkja svona menn ekki? Það
gerði þó Árni Sigfússon í Reykjavík
af minna tilefni.
Sem stendur er umræða og
gagnrýni á þessi mál í lágmarki
innan flokksins.
Menn eiga að veljast til foi-ystu,
sem trúverðugastir eru til að fylgja
eftir þeirri stefnu sem félagsmenn
hafa ákveðið. Forystumenn eignast
ekki flokkinn sinn, nema þá
kannski tímabundið með bitlingum
og sporslum. Slíkur flokkur líður þó
fljótt undir lok.
Einstök félög Alþýðuflokksins
hljóta nú að hugsa sinn gang í
þeiiTÍ sameiningarumræðu sem á
sér stað. Hverjum eiga félögin að
nýtast, einstaklingum eða stefn-
unni? Menn þurfa að gera upp við
sig hvers konar jafnaðarmenn þeir
ætla að vera eða hvort þeir eigi
einfaldlega ekki betur heima í öðr-
um flokkum. Því fyrr sem menn
átta sig á þessu, því betur mun
samstarf félagshyggjufólks ganga
fyrir sig.
Höfundur er félagi í Alþýðuflokkn-
um í Hafnarfirði.
Ólafur
Sigurðsson