Morgunblaðið - 30.09.1998, Qupperneq 34
^4 MIÐVIKUDAGUR 30. SEPTEMBER 1998
AÐSENDAR GREINAR
MORGUNBLAÐIÐ
Viðfangsefni og
framtíðarsýn
nýrrar vinstri-
hreyfingar
MÁLEFNASKRÁ
sameiginlegs framboðs
A-flokkanna og
*Kvennalista er mikil-
vægur áfangi í samein-
ingu á vinstri væng
stjórnmálanna. Stofnun
þingflokks óháðra og
væntanlegt framboð
þeirra virðist við fyrstu
sýn þversögn í samein-
ingarferlinu en er þó
e.t.v. við nánari skoðun
rökleg niðurstaða í ára-
tugasögu málefnaá-
greinings sem kannski
var aldrei raunhæft að
jafnaður yrði að fullu.
Hitt er líka hugsanlegt
að úrslit kosninga
næsta vor knýi á um samstöðu,
samstarf og síðar sameiningu allra
vinstriafla, m.ö.o. að tími sátta renni
. upp.
Fyrir þann sem um nokkurt ára-
bil hefur horft á stjórnmálin úr
fjarlægð, að sönnu með nokkrar
væntingar um betri tíð með blóm í
haga, er freistandi í framhaldi af
birtingu málefnaskrárinnar að
leggja nokkur orð í belg um
nærtæk viðfangsefni og framtíðar-
sýn nýrrar sameinaðrar vinstri
hreyflngar.
Sameinuð vinstri hreyfíng hlýtur
að líta á sig sem málsvara alls al-
mennings en ekki málsvara sér-
hagsmuna og forréttinda. Hreyfing-
in verður að sækja styrk sinn til
fjöldans beint og óbeint, vera
framsækin, umbótasinnuð og frjáls-
lynd í þeim skilningi að hafna
kreddum en ætla í þess stað stjórn-
málum hlut og virðingarsess í opnu
lýðræðiskerfi þar sem lýðræðið er
bæði aðferð og hugsjón. Til þess
þarf hreyfingin stuðning sem
flestra skapandi einstaklinga og
virða og virkja jafnt verkþekkingu
til sjávar og sveita sem og sívaxandi
þekkingu og reynslu vel menntaðra
fagstétta. Þar er baklandið og þess
vegna verður sameinuð vinstri
hreyfing að leggja á það áherslu að
hún er til fyrir fólkið en ekki öfugt.
Réttur fólksins er að stjómmála-
flokkar og stjórnmálamenn virði
lýðræðislega þróun þekkingarvalds
og reynsluþekkingar. Stjórnmál
eiga erindi við alla og þau verða að
hafa sitt skýrt afmarkaða svigrúm í
þjóðfélaginu. Löggjöf og löggjafar-
vald þarf að styrkja á kostnað fram-
kvæmdavaldsins sem er á margan
hátt ólýðræðislegt og eins og gam-
aldags leifar af þvingunarvaldi ein-
veldisins. Sjálfstæði dómstóla þarf
að tryggja enn betur með aðskilnaði
við framkvæmdavaldið. Það þarf
sem sagt að setja framkvæmdavald-
inu (þ.m.t. ráðherravaldinu) tak-
m markaðri og skýrari valdmörk. Um
leið verður að þróa og styi-kja nýleg
stjórnsýslu-, upplýs-
inga- og persónuvernd-
arlög (tölvulög) og
nútímavæða stjórnsýsl-
una í anda opinna
lýðræðislegra stjórnar-
hátta þar sem lög og
reglur tryggja vandaða
stjórnsýslu, einstak-
lingsrétt og persónu-
vemd. Almennt sagt
þarf að gera víðtækar
stjómlagaumbætur að
dagskrármáli.
Það verður að viður-
kennast að jöfnuður og
félagslegt réttlæti hef-
ur átt heldur dapurt
gengi undanfarin ár.
Hugmyndafræði frjáls-
hyggjunnar hefur styrkst í hug
margra í meintu góðæri og þannig
breitt yfir sívaxandi ójöfnuð í
þjóðfélaginu. Því hefur ekki verið
haldið nóg á lofti af sameinaðri
stjórnarandstöðu að í fyrsta lagi
hafi ytri aðstæður þjóðarbúsins
Hreyfingin, segir
Magnús Ingólfsson,
þarf að ná sátt um
félagslegt réttlæti við
skiptingu sjávarútvegs-
arðsins.
ekki verið betri á nokkru öðru tíma-
bili á lýðveldistímanum og í öðru
lagi hafi misskipting gæðanna og
skuldasöfnun einstaklinga náð áður
óþekktu hámarki. Ekki má heldur
gleyma frumkvæði og framlagi
verkalýðshreyfingar og vinstri
flokka við þjóðarsáttina sem er sá
upphaflegi grundvöllur sem efna-
hagslegur stöðugleiki hvílir nú á.
Sameinuð vinstri hreyfing þarf að
halda fram einstaklingshyggju
mannhelgi og mannréttinda gegn
einstaklingshyggju ójafnaðar og
forréttinda. Hún þarf líka að leggja
áherslu á jöfnun aðstöðumunar ein-
staklinga gegn þeirri blekkilegu
kenningu að allir hafi jöfn tækifæri
burtséð frá aðstöðu og efnahag. Það
ætti að vera grundvallarsetning
jafnréttis- og kvenfrelsishugsjónar
hinnar nýju hreyfingar. Hreyfingin
þarf að ná sátt um félagslegt
réttlæti við skiptingu sjávarútvegs-
arðsins með nýni heildarlöggjöf
þar sem tekið er heildstætt á um-
hverfís- og auðlindamálum í stað
smáskammtalækninga núverandi
valdhafa. Hreyfingin þarf að setja
fram skýra stefnu varðandi hina
fjóra félagslegu meginþætti ríkis-
valdsins, þ.e. varðandi heilbrigðis-
mál, menntun, húsnæðismál og al-
Magnús
Ingólfsson
Attalus
Plasthúðun
• Allur véla- og taekjabúnaður
- Vönduð vara - góð verð
'MmjJ. ASTVRLDSSON HF.
~Shipholti 33,10S flcyfcjavík, síml 333
ÞEIR T
BOÐA /4*^
komuFvL
,ÓLA %’K
GEORG JF.NSEN
KUNIGUND
SKÓtAVÖPÐUSTÍG 8 S 551 3469
mannatryggingar. Hreyfingin þarf
að gera grein fyrir nauðsynlegu og
æskilegu umfangi ríkisvaldsins á
þessum sviðum og gera sérstaklega
grein fyrir hvar skil liggja vai’ðandi
rekstrarlega og faglega ábyrgð milli
fagaðila og stjómvalda. Um leið
verður stefnumarkandi og heild-
stæð fjölskyldulöggjöf að sjá dags-
ins ljós.
Hreyfingin þarf að viðurkenna
markaðskerfið sem ríkjandi afl í
okkar hagkerfi með áherslu á sam-
keppnina sem drifki’aft en ekki
auðsöfnun sem er opinber og óopin-
ber stefna hægri manna. Um leið
þarf að skýra og skerpa löggjöf um
samkeppni, eftirlitsstofnanir og
neytendavernd. Hreyfingin þarf
einnig að viðurkenna nútíma-
væðingu fjármagnskerfisins sem
undirstöðu efnahagslífsins. Hreyf-
ingin þarf að hafa aukinn kaupmátt
lægstu launa sem forgangsatriði til
jafnaðar í þjóðfélaginu um leið og
hún viðurkennir spamað einstak-
linga sem nauðsynlegan þátt í efna-
hagsmálum og eina af undirstöðum
heimila og hagkerfis. Á sama hátt
viðurkenni hreyfingin að frekari
tenging hagkerfis okkar við alþjóð-
legt hagkerfi sé eðlileg og nauðs.yn-
leg þróun. Þar verður þó að gera
sterkan fyrirvara varðandi íslensku
krónuna sem sjálfstæðan gjald-
miðil.
Umbætur og hugarfarsbreyting
fremur en grundvallarbreytingar
ásamt þróun lýðræðis- og stjórn-
kerfis mun ásamt gjöfulum
auðlindum og bjartsýni skipa Is-
landi í fremstu röð meðal þjóða á
nýrri öld. Það gerist m.a. með því
að gera stjórnmálin að endur-
nýjuðu afli sem setur leikreglur
þannig að öll ákvarðanataka í
þjóðfélaginu verði að taka tillit til
stjórnmálanna og stjórnmálakerf-
isins sem þannig tryggir rétt alls
almennings, - umbjóðenda nýrrar
vinstri hreyfingar.
Innra starf nýrrar hreyfingar er
afar mikilvægt og verður að þróast í
takt við það sem er mögulegt hverju
sinni. Tvennt verður að vera ljóst í
upphafi, þ.e. að hreyfingin er að
nokkru leyti kosningabandalag þótt
um sé að ræða sameiginlegt fram-
boð og um leið að stefnt er að einu
breiðu stjórnmálaafli í fyllingu
tímans. En' hver er póltískur
höfuðstóll hreyfingarinnar í upp-
hafi, þ.e. nú á haustdögum árið
1998? I stuttu máli má segja að í
upphafi felist styrkurinn í vænting-
um fylgismanna og kjósenda og
einnig í reynslu og vilja þeirra sem
leitt hafa sameiningarferlið til
þessa. Miklu máli skiptir að pólitísk
stefnumótun og skipulagsmál fram-
boðanna haldist í hendur og þær
skuldbindingar sem gerðar eru á
milli aðila séu líka skuldbindingar
við framtíðina. Því verður að hyggja
strax að framtíðarfonni hreyfingar-
innar þótt ekki verði stigin stór
skref í því efni fyrir komandi
alþingiskosningar. Þó er nauðsyn ef
tekið er tillit til reynslunnar hér-
lendis og erlendis að sameiginlegt
framboð eigi sinn leiðtoga og for-
sætisráðherraefni sem hefur það
umboð í komandi kosningum. Það
er um leið ávísun á það að hreyfing-
in hafi í framtíðinni píramítaform,
þ.e. lóðréttan valdastrúktúr. Um
leið verður innra skipulag að vera
gagnsætt og lýðræðislegt þannig að
breiður lýðræðislegur vilji verði
ráðandi varðandi menn og málefni
en þröngir hópar hafi ekki útilokun-
arvald. Hér er ekki um að ræða
draumsýn lýðræðis andspænis köld-
um veruleika og áratugareynslu
lokaðra flokksstjórnmála heldur
nauðsjmlegt grundvallaratriði eigi
sameiginleg hreyfing allra íslenskra
vinstrimanna að eiga framtíð.
Þær hugmyndir sem hér hafa
verið reifaðar má líta á sem hug-
leiðingu meðan beðið var eftir þeirri
málefnaskrá sem nú hefur verið birt
við misjafnar undirtektir. Vonandi
þarf ekki að biýna fólk til þátttöku í
pólitískri umræðu sem beðið hefur
eftir farvegi fyrir þátttöku í nýsköp-
un íslenskra stjórnmála. Verkið er
hafið.
Höfundur er stjórnmálafræðingur
og framhaldsskólakennarí.
Svæðameð-
ferð - við-
bragðsfræði
SVÆÐAMEÐFERÐ er þýðing á
orðinu Zone Therapy sem vel
þekktur og virtur bandarískur
háls-, nef- og eyrnalæknir, dr.
William Fitzgerald (1872-1942),
faðir „nútíma" svæða-
meðferðar, nefndi svo.
Sjúkraþjálfarinn Eun-
ice Ingham sem var
móðir „nútíma“ svæða-
meðferðar kallaði
þessa þrýstinúnings-
meðferð Reflexology,
sem við þýðum sem
viðbragðsfræði.
Heildrænt
sjónarmið
Faglærðir svæða- og
viðbragðsfræðingar
vinna út frá heildrænu
sjónarmiði. Litið er á
að sérhver líkamspart-
ur inniberi heild mann-
eskjunnar. Þegar við
fáum einkenni eins og höfuðverk,
segjum við að við séum með
höfuðverk, ekki að höfuðið sé með
höfuðverk. Þannig getur spenna og
andlegt álag haft bein áhrif á
líkamlega vanlíðan. Spenna virkar
á framleiðslu adrenalíns, nora-
Svæðameðferð byggist
á því, segir Þórgunna
Þórarinsdóttir, að í fót-
um og höndum séu
áhrifa- og viðbragðs-
svæði sem svari sér-
hverju líffæri og
líkamshluta.
drenah'ns og cortisóls. Þessi efni
hafa margbreytileg áhrif á hkams-
starfsemina og framkallast í aukn-
um mæli við ótta- og flótta-
viðbrögð. Það sem gerist í þessu
ferli er að púlsinn verður örari,
blóðþrýstingurinn hækkar, andar-
drátturinn verður hraðari, vöðvar
dragast saman, sviti sprettur fram,
meltingin raskast og blóðsykurinn
eykst. Líkaminn setur allt í gang
til þess að vera viðbúinn aðkallandi
hættuástandi. Sumir upplifa þessi
áhrif við og við, aðrir oftar og enn
aðrir verða háðir þeim. Þegar þetta
viðvarandi ástand verður
„normalt" fer manneskjan að þjást
af einkennum eins og höfuðverk,
ógleði, magabólgum, svefntruflun-
um, taugakippum, blettaskalla,
stami, andateppu, kvíða, minnk-
andi sjálfstrausti, getuleysi og
ótímabæru sáðláti hjá karlmönn-
um. Þegar spenna og álag heldur
áfram að vera „normal" ástand í
langan tíma getur það leitt til al-
varlegri einkenna eins og hækkaðs
blóðþrýstings, magasárs, mígrenis,
þunglyndis og hjarta- og taugaá-
falls.
Slökun
Spenna í smáskömmtum er okk-
ur nauðsynleg, til að við getum
framkvæmt og tekist á við dagsins
önn og amstri. Eins er góð hvíld og
djúpur svefn okkur nauðsynlegur.
Við verðum endurnærð. Sagt er að
líkaminn vinni viðgerðarstörf sín
best í hvíld og ró.
Svæðameðferð byggist á þeirri
fornu þekkingu að í fótum og hönd-
um séu áhrifa- og viðbragðssvæði
sem svari sérhverju líffæri og
líkamshluta, þ.e.a.s. allur líkaminn
er kortlagður á fótum, höndum og
reyndar víðar í líkamanum eins og
t.d. í augum og eyrum. Svæðameð-
ferð er í senn fyrirbyggjandi og
uppbyggjandi meðferð hjá faglærð-
um svæða- og viðbragðsfræðingum.
Meðferðin tekur um það bil 60
mínútur með upphitun og slökun,
fyi’sti tíminn er heldur lengri en þá
er tekin skýrsla. Þrýst-
ingi og núningi er beitt
með fingrum á svæðin,
þau gaumgæfilega at-
huguð og aum svæði
skráð í hverjum tíma og
unnið er eftir ákveðn-
um kerfum, með það að
markmiði að koma á al-
hhða jafnvægi og vellíð-
an.
Svæðameðferðin er
þannig mjög áhrifa- og
árangursrík, hún virkj-
ar lækningamátt líkam-
ans og stuðlar að góðri
slökun sem og bættu
blóðrásar- og orkuflæði
um líkamann.
Svæðameðferð
í Evrópu
Svæðameðferð er orðið vel þekkt
og virt meðferðarform í nágranna-
löndum okkar sem og víðar. Hinn
18.-20. sept. síðastliðinn var haldin
þriðja evrópska ráðstefna svæða-
og viðbragðsfræðinga í Tampere í
Finnlandi. Um 300 manns tóku
þátt í þessari ráðstefnu og voru
þátttakendur víðsvegar að úr Evr-
ópu. Eg var fulltrúi svæðameðferð-
arfélags Islands á ráðstefnunni.
Ráðstefnan var mjög fagmann-
leg og vel skipulögð. Voru margir
afar áhugaverðir fyrirlestrar m.a.
um nýjungar í þróun innan svæða-
meðferðar og kannanir, sem hafa
verið gerðar á áhrifum svæðameð-
ferðar á einstaka sjúkdóma. Einnig
var sagt frá fyrirbyggjandi áhrif-
um svæðameðferðar á vinnustöð-
um og voru Danir þar fremstir í
flokki. Sem dæmi var sagt frá
könnun sem gerð var 1995 um
höfuðverk og mígreni. Þátttakend-
ur voru 220 sem allir höfðu þjáðst
af þessum einkennum í langan
tíma. Að 3 mánuðum liðnum, eftir
að hafa verið meðhöndlaðh’ einu
sinni í viku höfðu 16% sjálf-
boðaliðanna fengið algjöran bata,
65% sögðust hafa fengið mikinn
bata og 18% fundu enga merkjan-
lega breytingu. Einnig hafa verið
gerðar kannanir á fjölda annarra
einkenna eins og t.d. á viðvarandi
hægðatregðu og astma. Margar
fæðingardeildir, bæði í Danmörku,
Sviss og Frakklandi, hafa svæða-
og viðbragðsfræðinga í vinnu til að
auðvelda konum og börnum
fæðingarferlið.
Kannanir sem gerðar hafa verið
á fyrirbyggjandi áhrifum svæða-
meðferðar á vinnustöðum hafa leitt
í Ijós að ekki einungis skapast betri
vinnuandi og starfsáhugi, heldur
hefur veikindadögum fækkað veru-
lega í þeim fyrirtækjum sem hafa
annaðhvort ráðið svæða- og
viðbragðsfræðing á vinnustaðinn
nokkra tíma á viku eða niðurgreitt
kostnað til þess að starfsfólk geti
notið þessarar þjónustu.
30 septemþer ár hvert er
alþjóðadagur svæða- og viðbragðs-
fræðinga. Svæðameðferðarfélag
Islands ætlar að halda kynningu á
svæðameðferð og svæðameðferð-
arfélagi íslands og bjóða
áhugafólki fría meðhöndlun,
þ.e.a.s. gefa sem flestum tækifæri
til að kynnast svæðameðferð. Fer
þetta fram laugardaginn 3. október
‘98 frá kl. 11-15 á Heilsusetri
Þórgunnu Skúlagötu 26 Reykjavík
og eru allir hjartanlega velkomnir
á meðan húsrúm leyfir.
Höfundur er formaður Svæðameð-
ferðarfélags Islands.
Þórgunna
Þórarinsdóttir