Morgunblaðið - 30.09.1998, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 30. SEPTEMBER 1998 35 >-
____________ADSENDAR GREINAR
Bandalag gegn fátækt
STUNDUM hef ég
heyrt presta og aðra
ræðumenn vitna í
biblíuna, að sælt sé að
vera fátækur. Vissulega
geta veraldlegir hlutir
eingöngu ekki veitt okk-
m* hamingju. En ég hef
aldrei séð neina sælu við
fátækt. Ég bæði þekki
það af eigin raun og ann-
arra. Hvaða sæla er það
að vera svo naumt
skammtað af þjóð-
arkökunni að maður nái
engan veginn endum
saman? Og hvemig
verður heilsa fólks, and-
leg og líkamleg, sem sí-
fellt er með fjár-
hagsáhyggjur? Það veit að þetta
tekur engan endi, sífellt versnar
ástandið. Líf margra er sem
martröð. Hendur margra skjálfa
þegar pósturinn er opnaður og við
blasa sífelld hótunarbréf, því ef ekki
er borgað eins og skot, er allt sent
til lögi’æðinga, þar sem allt veltur
margfalt uppá sig. Svo koma stefnur
um að mæta til dómara útaf öllu
saman. Og stundum er slíkt skreytt
með lögregluhótunum. Það er ansi
hart að fólk skuli dregið fyrir
dómara fyrir fátækt. Þetta er ekki
alltaf óreiða í fjármálum heldur
fátækt. Fólk er bara að reyna að
eiga heimili fyrir sig og sína og eitt-
hvað að borða og er það glæpur?
Allra heiðarlegasta fólk lendir í
vanskilum og á svörtum listum sem
erfítt er að losna af aftur, jafnvel
þótt skuldin sé löngu greidd. Bank-
ar eru alls ekki sniðnir að þörfum
hinna efnaminni. Skuldirnar vefja
uppá sig eins og snjóbolti, uns þær
verða óviðráðanlegar. Þetta er
þungt og stirt kerfi. Væri ekki nær
að uppávafningurinn væri minni og
fólk með litlar tekjur, eða sem lendir
í tímabundnum erfið-
leikum vegna atvinnu-
missis eða annarra
ófyrirsjáanlegra erfið-
leika, fái að greiða
skuldirnar niður á löng-
um tíma? Væri það ekki
best fyrir alla? Ég veit
að margt fólk kemur
ekki til að reyna að
semja, en oft er þetta af
því að fólki líður svo
hræðilega illa og veit
ekki sitt rjúkandi ráð.
Þarna þyrfti að koma
til ókeypis aðstoð hlut-
lausra aðila, sem fólk
gæti leitað til og fengið
aðstoð. Þarna yrði tekið
á móti hræddu fólki
með skilningi og hlýju og reynt að
leiðbeina því útúr ógöngunum. Það
ætti algjörlega að stoppa af að inn-
heimtumenn geti vaðið inná heimili
fólks og borið út eigur þess. Allir
eiga rétt á friðhelgi heimilis og það á
að virða. Slíkar innheimtuaðgerðir
geta skaðað bæði börn og fullorðna
sálarlega.
Nú myndi margur spyrja, hjálpar
Félagsmálastofnun ekki slíku fólki.
Eftir því sem fólk hefur tjáð mér er
þangað hefur leitað, er litla eða enga
hjálp þar að fá. Enda er slík hjálp oft
skattlögð og getur orðið til þess að
skerða bætur. Þá er fokið í flest skjól
fyrir fátæka skuldaranum. Sumir
tala um að ekki sé nú mikil fátækt,
þar sem fólk fari í sólarferðir eða
kaupi nýja bíla. Ég samgleðst þeim
sem það geta. En það er nú svo þeg-
ar síbylja auglýsingaflóðs dynur í
eyrum alla daga, að sumir láta freist-
ast til að fara í langþráð frí, eða
kaupa sér bíl eða eitthvað annað. Þá
eru kortin tekin upp og fengið lánað
fyrir að skreppa í sólina og fá stund-
arfrið, en aðrir eru heima og kaupa
sólina í glösunum. Hefur mörgum
Vissulega geta verald-
legir hlutir eingöngu
ekki veitt okkur ham-
ingju, segir Sigrún Ar-
manns Reynisdóttir.
En ég hef aldrei séð
neina sælu við fátækt.
orðið hált á svellinu af að láta ginn-
ast af gylliboðum. Þreytt og niður-
brotið fólk grípur oft til slíkra ráða.
En margir fara aldrei í frí, vinna
meðan þeir geta staðið í fæturna,
veikjast svo eða brotna niður af
ofjireytu. Ef ekki tekst að ná aftur
heilsu taka við bætur frá Trygginga-
stofnun ríkisins og þá má fólk ekki
gifta sig né vera í sambúð, þá eru
skornar niður þær bætm- sem ekki
voru of miklar fyrir. Maki þessa
fólks má varla fara yfir 40 þúsund á
mánuði þá byrja að skerðast bæt-
urnar. Bætur öryrkja ættu alls ekki
að vera tekjutengdar tekjum maka.
Er ekki nóg að missa heilsuna vegna
veikinda eða slyss, þótt fólk fái að
halda sjálfsvirðingunni?
í Mannréttindayfiriýsmgu Sam-
einuðu þjóðanna, sem Islendingar
eru aðilar að stendur í 25. grein:
„Hver maður á kröfu til lífskjara
sem nauðsynleg eru til verndar
heilsu og vellíðan hans sjálfs og fjöl-
skyldu hans. Telst þar til matur og
klæðnaður, húsnæði, læknishjálp og
nauðsynleg félagshjálp, svo og rétt-
indi til öryggis gegn atvinnuleysi,
veikindum, örorku, fyrirvinnumissi,
elli eða öðrum áföllum sem skorti
valda og hann getur ekki við gert.“
A þeim manni sem er að brotna
niður vegna lélegrar afkomu, er
greinilega verið að brjóta á. Það á að
hækka lægstu launin í 100 þúsund á
Sigrún Ármanns
Reynisdóttir
mánuði, sem ekki verði skattlögð.
Það er nóg til handa öllum ef réttlát-
lega er skipt kökunni. Það á að
stórauka endurþjálfun og menntun
öryrkja og fleiri hópa, eftir getu
hvers og eins. Allir hafa eitthvað til
að bera og margir góða hæfileika
sem nýta mætti. Það á að styðja fólk
til sjálfshjálpar svo það geti staðið á
eigin fótum og fundið sig verða sjálf-
stætt. Slíkt er ómetanlegt, bæði fyr-
ir manneskjuna sjálfa og samfélagið
því ef til langs tíma væri litið yrði
þetta sparnaður fyrir ríkið. En
auðvitað er ekki öllum hægt að
hjálpa og því á samfélagið að hlú að
því fólki eins og hægt er. Það er
þungur kross að draga að vera veik-
ur og þurfa að slást við kerfið til að
geta lifað. Fólk á rétt á að fá að lifa
með reisn þótt lífið á því brjóti. En
eins og allt er nú eru margir daufir.
Fólk er einmana og frýs yfir sjón-
varpinu, ef þá er ekki búið að taka
það af því. Þá er fátt eitt eftir en að
mæla göturnar. Fólk hefur haft
samband við mig niðurbrotið og
langar ekki til að lifa. Þetta er kall á
hjálp. Það er mjög auðvelt fyrir
stjórnvöld að allir falli inní sama
rammann. En eins og við reynum að
laga okkur að samfélaginu, þá á
samfélagið að laga sig eftir einstak-
lingnum. Öll erum við sérstök, ekk-
ert okkar er eins og það gerir lífið
svo fjölbreytilegt og skemmtilegt.
Ég heyri ekki hátt í kirkjunnar
mönnum yfir þessu hræðilega
ástandi. Það væri styrkur ef
blessaður biskupinn og hans klerkar
hæfu upp raust sína og létu hátt til
sín heyra. Rrefðust réttlætis fyrir
þá sem minna mega sín. Stöndum
vörð um hverja sál í neyð, lífið er svo
dýrmætt. Ég vil að mannréttindi
séu virt en við þurfum að verða
miklu fleiri. Myndum bandalag um
fátækt og komum mennskum öflum
að í Alþingiskosningunum að vori.
Þeir sem vilja vinna þessu máli gagn
geta skrifað til mín í pósthólf 10151,
130 Reykjavík.
Höfundur er rithöfundur.
Iþröttir eru forvarnir í eðli sínu
YÍMUEFNANEYSLA ungs fólks
hefur verið í brennidepli undanfarin
ár. Umfang neyslunnar hefur sveifl-
ast talsvert milli ára en þó má segja
að hún hafi farið vaxandi frá árinu
1990. Margir aðilar
vinna að forvörnum hér
á landi með fræðslu um
skaðsemi tóbaks, áfengis
og annarra vímuefna
(hér eftir nefnd einu
nafni fíkniefni). Slíkt
starf er forsenda þess að
ná árangri í baráttu við
fíkniefni og verður alltaf
að vera í gangi. En mik-
ilvægt er að gera sér
grein fyrir að tak-
markaður árangur næst
í baráttunni gegn fíkni-
efnum með fræðslu um
skaðsemi þehra ein-
vörðungu. Þá bendir
reynslan erlendis til þess
að formlegt taumhald
eitt og sér, til að mynda öflug lög- og
dómgæsla, nægi ekki til að ráða nið-
urlögum vandans. Margt bendir til
að huga þurfi betur að óformlegu
taumhaldi í samfélaginu. Öflugt for-
varnastarf þarf m.a. að beinast að
því að bæta félagslegt umhverfi ung-
menna. íþróttahreyfingin hefur því
hrundið af stað átaksverkefni gegn
tóbaki og vímuefnum sem nefnist
Iþróttir - Afl gegn fíkniefnum. Verk-
efnið fékk styrk úr Forvarnasjóði
heilbrigðis- og tryggingamálaráðu-
neytisins og er samstarfsverkefni
íþrótta- og Ólympíusambands ís-
lands og Ungmennafélags Islands.
Megintilgangur átaksins er að
hafa áhrif á atferli og lífsstíl en ekki
einungis viðhorf og þekkingu. Átakið
er því að vinna á öðrum nótum en
aðrar forvarna- og meðferðastofnan-
ir hér á landi. Átakinu er ekki beint
að þeim hópi sem þegar neytir fíkni-
efna, aðrir eru mun betur í stakk
búnh- til þess að vinna með þá sem
þegar eru orðnir neytendur. Átakinu
er hins vegar beint að þeim börnum
og unglingum sem þegar taka þátt í
íþróttum, svo og tilvonandi iðkend-
um. Átakið vill stuðla að því að fleiri
taki þátt í íþróttum og geri það leng-
ur en ella. Þannig verður markmiði
átaksins náð því íþróttir
eru forvarnir í sjálfu
sér. Rannsóknir sem
Rannsóknastofnun upp-
eldis- og menntamála
hefur gert á undanförn-
um árum, þar sem
rannsakaðir voru allir
nemendur í grunnskól-
um landsins, hafa sýnt
að þeir sem taka þátt í
íþróttum nota síður
tóbak, áfengi eða önnur
vímuefni en þeir sem
ekki taka þátt. í íþrótt-
um stefna þátttakendur
að settum markmiðum.
Til að ná þessum mark-
miðum verða þátttak-
endur að halda sig frá
vímuefnum, því þau draga úr árangri
og leiðin að markmiðunum verður
lengi-i og grýttari.
Rannsóknir á íþróttaiðkun sem
gerðar hafa verið hér á landi og er-
lendis gefa eindregið til kynna að
þátttaka í íþróttum sé gott og heil-
brigt félagsstarf, þar sem einstak-
lingurinn þroskast líkamlega, sálar-
lega og félagslega.
Samkvæmt rannsóknum stuðla
íþróttir að betri sjálfsstjóm, auknu
sjálfstæði og auknu sjálfsmati. Þeir
sem taka þátt í íþróttum eru síður
þunglyndir, þjást síður af kvíða, eru
kraftmeiri og sáttari við sjálfa sig.
Þeh' eru ólíklegri til að reykja sígar-
ettur, drekka áfengi eða neyta ólög-
legra vímuefna eins og hass og am-
fetamíns. Einnig gengur þeim betur
í skóla, þeir hafa meiri samskipti við
aðra og viðhalda sterkari félagsleg-
um tengslum en þeir sem ekki taka
þátt í íþróttum.
Markmið átaksins eru m.a. að
festa forvarnahlutverk hreyfingar-
innar í sessi, að styrkja þá ímynd að
íþróttaiðkun og fíkniefnaneysla séu
andstæður, að hvetja íþróttafélög til
að sporna við reykingum og vímu-
efnaneyslu í tengslum við íþróttir, að
auka þekkingu þjálfara á neikvæðum
áhrifum neyslu fíkniefna á þjálfun og
árangur í íþróttum og að stuðla að
aukinni og almennari þátttöku ungs
fólks í íþróttastarfi.
íþróttahreyfingin býður upp á
fjölbreytt, heilbrigt og skemmtilegt
starf þar sem allir geta fundið eitt-
hvað við sitt hæfi. Eitt af hlutverkum
átaksins er að sýna fram á fjölbreyti-
leika íþróttastarfsins með því að
kynna hinar ýmsu íþróttagreinai' í
samvinnu við þau félög og sérsam-
bönd sem sjá um þær. Með því að
bjóða upp á fjölbreytt íþróttastarf
Megintilgangur
átaksins, segir Viðar
Halldórsson, er að hafa
áhrif á atferli og lífsstíl,
en ekki einungis
viðhorf og þekkingu.
aukast líkur á að sífellt fleiri tileinki
sér íþróttaiðkun sem lífsstíl. Sá lífs-
stíll felur í sér heilbrigt líferni án
fíkniefna.
Mikið brottfall er úr íþróttum við
13-15 ára aldur. Á þessum aldri verð-
ur taumhald foreldra minna og börn-
in eni oft á tíðum látín afskiptalaus.
Vinir fara að hafa meh'i áhrif á atferli
þehTa og hegðun og ný áhugamál
taka við. Það er einmitt á þessum
aldri sem börn og unglingar eru í
hvað rnestri hættu að villast af leið.
Rannsóknir sýna að börn og ungling-
ar sem byrja snemma að drekka
áfengi eru margfalt líklegri til að
neyta ólöglegra vímuefna en þau sem
byrja seinna eða aldrei. Átakið stefn-
ir að því að minnka það brottfall sem
verður úr íþróttum á þessum árum
og vill hvetja foreldra til að fylgjast
með áhugamálum bai'na sinna og
hvetja þau til dáða því án hvatningar
og stuðnings heima fyrir rýrnar
áhugi unghnganna, þeir flosna upp
og leita í afþreyingu utan stjómunar
ábyrgra aðila.
Til þess að höfða til ungs fólks hef-
ur átakið valið LANDSLIÐ ÍS-
LANDS GEGN FÍKNIEFNUM
(sem við köllum LÍF), sem verður
andlit átaksverkefnisins. í lands-
liðinu er margt af okkar fremsta
íþróttafólki sem á það sameiginlegt
að aðhyllast holla lífshætti, sem felur
að sjálfsögðu í sér líf án fíkniefna.
Landsliðsfólkið mun leggja verkefn-
inu lið með margvíslegum hætti en
umfram allt koma fram sem góðar
fyrirmyndir og fulltrúar heilbrigðs
íþróttalífs.
íþróttahreyfingin er fjölmennari
en nokkur önnur félagasamtök hér á
landi með 72.000 félagsmenn, sem
starfa innan 28 héraðssambanda, 22
sérsambanda og rúmlega 360
íþrótta- og ungmennafélaga og
deilda þeirra. Hátt hlutfall ungs
fólks iðkar íþróttir, sem má sjá af því
að um helmingur iðkenda innan ISÍ
eru börn og unglingai' 15 ára og
yngri. Iþróttimar mynda því góðan
jarðveg fyrir fræðslu um skaðsemi
fíkniefna og bjóða upp á öflug sókn-
arfæri til þess að hafa áhrif. Stærð
íþróttahreyfingarinnar og eðli starfs
hennar skipa henni sjálfkrafa í fram-
varðasveit vímuvarna á Islandi. I
íþróttum er lögð áhersla á mikUvægi
líkamlegrar þjálfunai' og grundvall-
arhugsjónir, svo sem heiðarleik,
drengskap og ái'angur. Þeir einstak-
lingar sem vilja ná langt í íþróttum
verða óhjákvæmUega að hugsa um
lífsstfl sinn. Það er ekki síst vegna
þess hve sterkt íþróttirnar höfða til
ungs fólks, sem sóknarfæri eru þar
betri en annars staðar.
Höfundur er félagsfræðingur og
starfar fyrir átakið íþróttir - Afl
gegn fíkniefnum.
Viðar
Halldórsson
Apaskinnsjakkarnir
eru komnir aftur
Kr. 3.900
licinuifcÍAa: ntlan(ifLmnicdia.is/in&vnroji£Ylfi
auping
Ifij sturtuklefamir em fáanlegir
í mörgum stærðum og gerðum,
úr plasti eða öryggisgleri.
Ifö sturtuklefamir eru trúlega þeir
vönduðustu á markaðnum í dag.
Ifö sænsk gæðavara.
Heildsöludreifing:
■fpSÆíí'. Smiðjuvegi 11, Kópavogi
Sími 564 1088. fax 564 1089
Nýtt verð á
GIRA Standard.
Gæði á
góðu verði.
S. GUÐJÓNSSON ehf.
Lýsinga- og rafbúnaður
Auðbrekka 9-11 • Sími: 554 2433