Morgunblaðið - 30.09.1998, Side 36

Morgunblaðið - 30.09.1998, Side 36
36 MIÐVIKUDAGUR 30. SEPTEMBER 1998 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ SKOÐUN Ærleg’ ráðning ráðherrans PÁLL Pétursson varð ráðherra vegna þess að hann hafði aldrei áð- ur verið ráðherra. Þetta var flestum ljóst er hann tók við ráðherradómi 1995. I raun höfðu flestir samúð með þessum roskna þingmanni sem hafði unnið vel fyrir sinn flokk, haft margt gott til ýmissa mála að " leggja, var alþýðlegur í fasi og virtist vilja öll- um vel. Honum var fundinn staður upp í félagsmálaráðuneyti. Þeir sem létu sig málefni fatlaðra varða urðu reyndar flestir eitt spurningamerki, þeir minntust þess ekki að þessi mæti bænda- höfðingi norðan úr Húnaþingi hefði nokkru sinni tekið til máls er málefni fatlaðra bar á góma á Alþingi. Eftir að hafa skoðað ræður Páls Péturs- sonar á Alþingi á síðasta kjörtíma- »■ bili hans fyrh' ráðherradóm komst ég að því að það var rétt. Verðandi félagsmálaráðherra hafði ekki sagt eitt einasta orð um málefni fatlaðra þessi 4 ár. Hann tók engu að síður oft til máls um þörf málefni, s.s. Þeir sem létu sig málefni fatlaðra varða minntust þess ekki, segir Halldór Gunnars- son, að þessi mæti bændahöfðingi norðan úr Húnaþingi hefði nokkru sinni tekið til máls er málefni fatlaðra bar á góma á Alþingi. hækkun áburðarverðs, útflutning hrossa, innfiutning á landbúnaðar- vörum og dýravernd. Og skemmti- leg er ræða hans um ráðningu fram- kvæmdastjóra ríkissjónvarpsins um árið þegar honum þótti misbeiting ráðherravaldsins ganga úr hófi fram. Þessi gamansami þingmaður tók þá svo til orða: „Og svo að lok- um, frú forseti, guði sé lof fyrir það að þessir menn hafa ekki her.“ En hvað sem öllum vangaveltum um takmarkaðan áhuga ráðherrans og þekkingu á málaflokki fatlaðra leið þótti mönnum ekki rétt að dæma hann fyrirfram. Þessum manni virtist réttlætiskenndin í blóð borin. Hví skyldi hann ekki af norð- lenskum þrótti geta sett sig inn í málefni fatlaðra og komið góðu skikki á þau mál? Þess vegna brá manni óneitan- lega í brún þegar hann snemma á ráðherratíð sinni nefndi sem dæmi um óráðsíuna í málaflokknum að hann vissi um einn fatlaðan einstak- ling sem kostaði samfélagið yfir 10 milljónir króna á ári. Nær væri að skipta þessu réttlátlega á milli manna. En maður á ekki að vera neikvæður - kannski hafði enginn gefið sér tíma til að upplýsa hann um að fötlun getur verið af ýmsum toga og Ieikið menn misgrátt, enn var von. Þó kom púkinn upp í manni þegar hann hummaði fram af sér að svara hagsmunasamtökum fatlaðra þvi hvernig hann gæti staðfest þessa tölu. En auðvitað hafa menn á stóru búi þarfari hnöppum að hneppa en að svara kverúlöntum úti í bæ. En efasemdir fóru þó alvarlega að vakna þegar rætnar tungur fóru að halda því fram að Páll hefði ekki viljað skila nema hluta erfðafjár- skattsins til framkvæmdasjóðs ' * fatlaðra svo sem hann á að gera lög- um samkvæmt. En auðvitað var það bara misskilningur þeirra sem ekki kunnu að lesa og skrifa og vildu snúa út úr öllu. Páli fór stöðugt fram. Sem dæmi má nefna að hann skipaði nefnd sem rann- saka skyldi kynferðis- legt ofbeldi á þroska- heftum. Þessi nefnd skilaði síðan áliti upp úr réttum í fyrra. Síðan þá hefur hún verið ofan í skúffú ráðherrans merkt trúnaðarmál. Lái honum hver sem vill. Ef skýrsl- an verður gerð opinber fara menn að væla um að eitthvað verði gert í málinu og hann þarf kannski að taka sér óvið- urkvæmileg orð í munn. Slík mál á ekki að hafa í hámælum. Ekkert lát varð á framförunum. Páll skynjaði betur og betur að það væri veikleikamerki að hlusta á ábendingar annarra. Sannur ráðherra á t.d. að ganga á svig við allar umsagnir áður en hann ræður í stöður. Sérstaklega ef ætla má að þeir sem að þeim standa þykjast hafa vit á málum. Fyrir nokkiu var auglýst laus til umsóknar staða framkvæmdastjóra Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra í Reykjavík. Hans mun m.a. bíða það viðamikla verkefni að vinna að flutn- ingi málaflokksins frá ríki til Reykja- víkur. Þetta er starf sem krefst mik- illar þekkingar á högum fatlaðra, góðrar menntunar á þessu sviði, eins og tíundað var í auglýsingu ráðu- neytis, og stjómunarhæflleika. Á meðal umsækjenda var m.a. fólk sem lengi hafði unnið við mála- flokkinn og var vel menntað í þetta starf; m.a. félagsráðgjafar, þroskaþjálfar með háskólamenntun í ofanálag og doktor í sálarfræði. Auk þess fatlaður einstaklingur löngu kunnur fyrir baráttuhug og þekkingu á málefnum fatlaðra. Margir þessara umsækjenda höfðu til að bera mikla stjórnunarreynslu. Svæðisráð málefna fatlaðra í Reykjavík fékk umsóknirnar til um- sagnar. Það lagði mikla áherslu á að viðkomandi þyi’fti að þekkja vel hagi fatlaðra í Reykjavík og þjónustukerfi borgarinnar til að geta með skjótum hætti sett sig inn í flutning á málaflokknum frá ríki til borgar. Fyrrgreindir aðilar höfðu allir það til að bera. Svæðisráði leist þó best á þann sem til viðbótar við ofangreinda kosti hafði starfað um árabil á vegum norrænu ráðherra- nefndarinnar, m.a. að málefnum fatlaðra og hugði ráðið fötluðum gott til glóðarinnai- að njóta þeirrar reynslu frá Norðurlöndum sem þau hafa af sambærilegri yfirfærslu- vinnu og framundan er hér. En Páll vildi stjórna af stíl. Auðvitað var ekki hægt að ráða þann sem ráðið nefndi og hann passaði sig vel á því að fara ekki eft- ir línum þess um hvað sá sem ráðinn yrði hefði til brunns að bera. Nei, fyrrum skólastjóri skyldi það vera heillin og ekki sakaði að hann var úr kjördæmi hans, sem gull- tryggði að enginn gæti sagt að ráðherra hefði haft hagsmuni Reyk- víkinga í huga með ráðningunni. Og með þessu sýndi ráðherra það áræði og þor að láta sig engu varða þótt hann sem æðsti yfírmaður jafn- réttismála á landinu fengi á sig kæru í jafnréttisráði frá þeim hæfu konum sem um starfið sóttu. Nú er Páll endanlega búinn að sanna að hann veit hvað hann vill og að hann er góður ráðherra. Nú get- ur hann hætt. Höfundur starfar að auglýsinga- gerð og er faðir fatlaðs barns. Hann erfulltrúi Öryrhjabandalags íslands í Svæðisráði málefna fatlaðra í Reykjavfk og er formaður ráðsins. Halldór Gunnarsson AÐ SJÁ EKKERT NEMA SINN EIGIN NAFLA LOKSINS, loksins, svo gripið sé til alþekktra orða úr bók- menntasögunni, hefur LÍÚ brugðist við gagn- rýninni á fiskveiði- stjórnunarkerfið. Það hefur ekki gerst með neinni viti borinni um- ræðu um þetta kerfí og afleiðingar þess. Fram að því sem þetta er skrifað hefur þetta hins vegar gerst með tveim- ur opnuauglýsingum í Mbl 19. og 26. septem- ber. Ljóst er, að mikið þykir vera í húfi, því miklu er til kostað - þekktustu auglýsingamenn landsins leigðir til starfa og full ástæða til að óska þeim til hamingju með viðskiptin og Morgunblaðinu ekki síður. Þar munu nálægt milljón krónur þegar vera í höfn og meiri viðskipti boðuð. Fyrir mann eins og mig, sem þetta skrifai', eru þetta talsverð tíðindi. Eg hef árum saman reynt með skrifum í Mbl. að skerpa hugs- un mína og annarra um fiskveiði- Stjóynarkerfið og skavanka þess. LIÚ hefur ekki borið við að taka þátt í vitlegri umræðu um málið, hvorki við mig né aðra. Tvisvar eða svo hef ég fengið hnútukast út í mína persónu frá Kristjáni Ragn- arssyni í ræðum hans á ársfundum LIÚ og á þeim sömu fundum eitt- hvert bergmál af þeim ónotum frá sjávarútvegsráðherra, Þorsteini Pálssyni. Fræðimenn við háskól- ann, sem hafa vogað sér að skrifa gagnrýnið um þessi efni, hafa fengið svipaðar trakteringar úr þeim her- búðum. Samhengi hlutanna leyndi sér ekki, þegar Hannes Hólmsteinn kallaði þá sömu kollega sína af slíku tilefni „svonefnda fræðimenn" í viðtali í Ríkisútvarpinu. Ovilji LIÚ til málefnalegrar um- ræðu um efnið ellegar getuleysið hefur þannig pkki leynt sér. Þess í stað hefur LIÚ nú tekið sér fyrir hendur að keyra sjónannið sín nið- ur um kokið á almenningi með þeim ómældu fjármunum, sem hags- munagæsla útgerðarinnar hefur að- gang að í krafti þeirra verðmæta al- mennings, sem núverandi stjórnar- flokkar hafa sett sér að tryggja stóru útgerðarfyrirtækjunum í landinu til frambúðar. Nú er þess vegna komið að þeirri ögurstund í þessu máli, þegar öllu skiptir, að al- menningur í landinu skilj'i, hvernig og með hvaða ráðum LÍÚ-forystan og handbendi hennar í stjórnar- flokkunum báðum ætla sér að óbreyttu að kasta hagsmunum al- mennings fyrir borð og fórna í leiðinni lífsvon fjölda sjávarplássa um allt land á altari stórút- gerðanna. Almenningur þarf að átta sig á, með hvaða saltkornum hann á að taka þeirri tilraun til heilaþvottar, sem LÍÚ hefur nú hafið með ótakmarkað fjármagn að baki sér. Síst er að undra þótt hart sé fram gengið, því að þá sameign þjóðarinnar, sem útgerðin ætlar að sölsa undir sig, hafa útgerðarmenn sjálfir í viðskiptum sín í milli metið á hundruð milljarða króna. Fyrsta auglýsingin er hreint og ómengað fals. Þar er reynt í falleg- um umbúðum að telja almenningi trú um, að uppgangur síðustu ára og kaupmáttaraukning sé frá sjávarútveginum runninn, rétt eins og þjóðarsáttarfórnin 1990 hafi aldrei verið færð. Það var einmitt hún og lágt raungengi krónunnar árin á eftir, sem hleypti lífi í allar gengisháðar atvinnugreinar. Þess vegna hljóp mikill vöxtur í innlend- an samkeppnisiðnað, í ferðaþjón- ustu, í útflutningsiðnað, hugbúnað- arútflutning o.s.frv., sem og fullvinnslu sjávarfangs. Þaðan, en ekki úr útveginum, var uppsveiflan í efna- hagslífinu að mestu ættuð. Ekki má heldur gleyma mikilli upp- sveifiu í erlendri fjár- festingu í stóriðju og orkuvinnslu. Að láta að því liggja í hinni fýrstu „fræðslu“-auglýsingu sinni, að velgengni í efnahagslífinu síðustu ár sé útveginum að þakka og þar með óbeint fiskveiðistjórn- arkerfinu, e_r purkunarlaust fals. Þar veifar LIÚ skrautfjöðrum, sem útvegurinn á ekkert í eða að minnsta kosti sáralítið. Önnur auglýsingin var jafnvel miklu verri en fals. Hún var aðal- lega afarfalleg sjávarmynd og bar vitni mikilli listrænni fagmennsku þeirra, sem unnu hana. Efni auglýsingarinnar, sem hlýtur að vera komið frá foiystu LIÚ, ber vott um huga, sem ekkert skilur og Líta má svo á, að hin glæsilega sjávarmynd, sem birtist í síðustu 7 7 auglýsingu LIU, sé annars vegar af hyldýpi heimskunnar, segir Jón Sigurðsson, en hins vegar af grunnsævi skilningsleysisins á því, hvernig útgerðin á að fara að því að lifa í sátt við almenning. ekkert sér nema sinn eigin nafla. Yfirskriftin: „Dauður sjór án út- gerðar“ felur í sér algera staur- blindu þeirra, sem hana hafa samið, á allt það, sem þetta þjóðfélag legg- ur til, svo að unnt sé yfir höfuð að stunda útgerð frá Islandi: Það væri engin útgerð án sjó- manna. Það væri engin útgerð án skip- stjórnar- og vélstjórnarfræðslu. Það væri engin útgerð án þeirrar hafnarþjónustu, sem veitt er um allt land. Sú hafnarþjónusta er raunar veitt fiskiskipaflotanum langt undir kostnaðarverði með því, að ríki og sveitarfélög kosta hafnar- framkvæmdir og sveitarfélögin bera halla hafnanna, gagngert til að hlífa flotanum við þeim hafnar- gjöldum, sem hann ætti að bera. Állt er það opinber styi’kur til út- gerðarinnar. Það væri engin útgerð án fyrir- tækja, sem selja henni þjónustu til að gera við skip, vélbúnað, raf- búnað og nú hin síðustu ár tölvu- búnað. Það yrði lítið úr veiðiskap út- gerðarinnar án stuðnings af veið- arfæraiðnaði. Það væri ekki mikið af út- gerðinni, sem reka mætti án fisk- vinnslufyrirtækja og fiskvinnslu- fólks. Það væri lítil útgerð, sem væri hægt að stunda án þjónustu ílutn- ingsaðila á sjó og á landi. Og ansi stæði útgerðin berrössuð, ef hún nyti ekki þjón- ustu markaðsfólks, hérlendis sem erlendis. Það er ekki einungis svo, að út- gerðin standi undir störfum þess- ara aðila, heldur standa þeir jöfn- um höndum undir útgerðinni. Allt þetta sást semjendum fyrrgreindr- ar auglýsingar yfir og er þá reynd- ar ótalinn hlutur okkar allra fyrir milligöngu ríkissjóðs, sem stórlega gi'eiðir niður launakostnað útgerð- arinnar með sjómannaafslætti á sköttum, sem er ígildi niðurgi'eiðslu í þágu útgei'ðarinnar, sem árlega nemur milljörðum króna. I texta þessarar dæmalausu auglýsingar er fleiri fjólur að finna. Þar er til dæmis gert númer úr áhættunni, sem útvegsmenn hafa þurft að taka til að fórna sér í þágu alþjóðar. Þeir, sem til þekkja, vita, að útgerðarmenn hafa æðimargir verið miklu ötulli við að hætta opin- berum fjármunum en sínum eigin í þessu efni. Því bera vitni tuga millj- arða töp banka og lánasjóða á und- anförnum árum. Að lokum þessara skrifa er rétt að víkja fáeinum orðum að ferli þess manns, sem efalaust hefur lagt öll drög að þessari aðför LIÚ að al- menningi í landinu. Hann heitir Kristján Ragnarsson og er bæði formaður og framkvæmdastjóri LIÚ. Ástæða þess, að talið var á sínum tíma nauðsynlegt að tak- marka sókn í fískstofnana við Is- land, var sú, að afköst fiskiskipa- flotans voru talin orðin meiri en fiskstofnarnir gátu borið. Sennilega var það mat rétt. Sú var a.m.k. nið- urstaða fræðimanna við háskólann, að flotinn væri orðinn allt of stór. Þekkingunni á fiskstofnunum og viðgangi þein'a eru takmörk sett og óvissumörkin eru stór. Því er rétt að fara með löndum í fullyrðingum. En það er enginn einn maður tO í þessu landi annar en Kristján Ragnarsson, sem ber eins mikla ábyrgð á því, að fiskveiðiflotinn varð allt of stór. Það gerðist með áhrifum hans í stjórn Fiskveiða- sjóðs. Þaðan var óhóflegri stækkun flotans stjórnað. Þar hafði Kristján ekki vit fyrir sínum mönnum í fjár- festingaróðagoti þein-a, sem hlaut að enda með sóun og lélegri afkomu útgerðarinnar. Kristján Ragnars- son var þannig lykilmaður í því að búa til þann vanda, sem menn réðust til atlögu við með kvótasetn- ingunni 1983. Þá var brennumaður- inn genginn í slökkviliðið. En jafn- vel eftir að menn töldu sig hafa náð áttum og kvótinn var settur á stækkaði flotinn meir en nokkru sinni undir beinni handstýi'ingu Kristjáns Ragnarssonar i Fisk- veiðasjóði. Af því, sem hér hefur verið rakið, er ástæða til að ætla, að purkunarlaus þjónkun Kristjáns Ragnarssonar við það, sem hann hélt í fávísi sinni eða blindri hags- munaþjónkun, að væri í þágu út- gerðarinnar, hafi í raun átt einna ríkastan þátt í að leiða yfii' þjóðina og hans eigin umbjóðendur í út- gerðinni allar þær hremmingar, sem núgildandi fiskveiðistjórnunar- kerfi hefur leitt og mun leiða af sér, ef ekki verður vikið af núverandi braut í því efni. Því má líta svo á, að hin glæsi- lega sjávarmynd, sem birtist í síð- ustu auglýsingu LIÚ, sé annars vegar af hyldýpi heimskunnar, en hins vegar af grunnsævi skilnings- leysisins á því, hvernig útgerðin á að fara að því að lifa í sátt við al- menning í þessu landi. Ein leið til að sýna í verki fyrir- litningu á heilaþvottartilburðum LIÚ við alþjóð er að skrá sig sem félaga í Samtökunum um þjóðar- eign. Hver ný áróðursauglýsing frá LIÚ sýnist að fenginni reynslu verða hvatning til þess. Höfundur er fyrrverandi fram- kvæmdastjóri og stuðningsmaður Samtakanna um þjóðareign. Jón Sigurðsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.