Morgunblaðið - 30.09.1998, Side 37

Morgunblaðið - 30.09.1998, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ ________MIÐVIKUDAGUR 30. SEPTEMBER 1998 3'3ip- HESTAR BRETAÍRIS -1. latifolia - er til í ýmsum litum. ÖÐRUVÍSI HAU STLAUKAR IRIS NÚ er komið jafndægur á hausti, kvöldskuggarnir lengjast óðum, nóttin orðin lengri en dagurinn og kólna fer í lofti. Náttúran er farin að búa sig undir veturinn, úthag- inn hefur skipt um lit, haustlitir færast á trén, kartöfluupptöku nær lokið, tími kominn til að taka upp matarlauka, sem settir voru niður í vor, þá litlu stærri en mat- baun, nú eins og hnefi manns. Já, haustið er laukatíð, þótt ekki hafi ég beinlínis matarlaukinn í huga þegar ég segi þetta. Mörgum finnst þó laukarnir - haustlauk- arnir vera fyrstu boðberar vors- ins og hjá flestum garðeigendum eru það haustlaukarnir, sem fyrstir blómstra á vorin. Það að leggja lauka að hausti er í raun að undirbúa vorið í garðinum. Mörgum finnst að túlipanar séu hinir einu og sönnu haust- laukar, en ótrúlega margar gerðir af laukum eru lagðir á haustin. Hér er ætl- unin að fjalla um öðruvísi haustlauka þar sem eru írisar, sem hafa hlotið hið tignarlega heiti sverðlilja á íslensku. Nafnið iris er reynd- ar fengið úr grísku goðafræðinni, eins og svo mörg orð eða orðstofnar, sem not- aðir eru í plöntuheitum, en Iris var gyðja regnbogans. Það er vel við hæfi að kenna þessar jurtir við regnbogagyðjuna, því blómlit- ir sverðlilja - írisa - eru oft mjög skærir og skrautlegir. Blómlaukum er oft gróflega skipt í haustlauka og vorlauka, eftir því hvenær þeir eru lagðir í jörðu, en ekki eftir blómgunar- tíma. Túlipanar eru þvf haust- laukar en begoníur voi’laukar. írisar - afsakið, sverðliljur eru hins vegar bæði haust- og vor- laukar og sömu tegundir írisa hafa verið ýmist á haustlauka- eða vorlaukalista Garðyrkjufé- lagsins. Þótt langt sé síðan fyrst var farið að rækta íris á íslandi, hefur hún fram til þessa verið sjaldséð í görðum. 1981 rataði íris fyrst inn á laukalista GÍ og það er ekki fyrr en á þessum áratug, sem þeir fara að sjást í gróðurvöruverslunum svo nokkru nemi. I Garðagróðri, sem kom fyrst út 1949 og aftur 1968 er reyndar lýst allmörgum tegundum Msa. Þar segir að blöð- in séu heilrennd og sverðlaga (þaðan er nafnið sverðlilja) oftast tvíhliðstæð, sem táknar að þau standi í tveim röðum á stönglin- um hvor út frá annarri og snúi blaðröndum saman. Ekki ætla ég hér að skrifa upp lýsinguna á blóminu en hún er æði fiókin. írisum er oft skipt í tvo flokka eftir því hvort um er að ræða jarðstöngla eða rætur. Tjarnar- lilja eða tjarnaríris, sem var um langt skeið helsta sverðliljuteg- undin sem var ræktuð á Islandi, er einmitt gott dæmi um jarð- stöngulíris. Þótt hún sé í eðh sínu fenjaplanta hefur hún dafnað ágætlega í íslenskri garðmold. Seltuíris, sem stundum hefur ver- ið á laukalista GÍ, er líka fjölgað með jarðstönglum. Laukaírisar hafa undanfarið orðið stöðugt vinsælli hjá félögum okkar og þá einkum þeir smá- vöxnu, sem blómstra á vorin. Tyrkjaíris - I. danfordiae er ótrú- lega falleg jurt sem er aðeins um 10 sm á hæð, en fagurgult blómið er stórt, ná- lægt helmingur jurt- arinnar. Tyi-kjaíris nær þó ekki að blómstra hér nema einu sinni, því sumar- ið er ekki nógu hlýtt til að blómgunarhæf- ir laukar nái að myndast. Vorírisin - I. reticulata blómstr- ar hins vegar aftur og aftur. Hún er til í litbrigðum frá dökk- purpurabláu yfir í ljósblátt, nær ísblátt. Voríris og tyrkjaíris eru sannkallaðir haustlaukar - alltaf settir niður á haustin vegna þess hve laukarnir blómstra snemma en íris sem blómgast um mitt sumar má setja niður hvort held- ur vor eða haust. Þar vil ég nefna tvær laukaíristegundir, bretaíris -1. latifolia og hollendingaíris - I. hollandica. Báðar tegundirnar blómstra í júlí. Þær eru 40-60 sm háar, blómin allstór og sitja oft tvö eða fleiri saman á stöngulend- anum. Þær eru til í ýmsum litum en algengastir eru bláir, gulir og hvítir tónar. Bretaíris og hollend- ingaíris eru líklega hvorugar mjög langlífar hér. Það dregur úr blómgun eftir nokkur ár nema laukunum sé valinn þeim mun betri vaxtarstaður. Litlu vorblómstrandi írislauk- ana er skemmtilegt að setja í steinhæð. Þá er best að setja nokkuð djúpt miðað við lauka- stærð eða á 8-10 sm dýpi og gæta þess að laukarnir hafi gott frá- rennsli. Flestar aðrar íristegund- ir, sem þrífast hér á annað borð, kjósa frekar rakan jarðveg, eins og tjarnarírisin og bretaírisin. S.Hj. BLOM VIKUIVMR 397. þáttur Lmsjón Ágústa lijörnsdóttir Spennandi kapp- reiðalotu lokið Morgunblaðið/Ásdís FRÁ kappreiðunum á sunnudaginn. Mikill áhugi virðist vera á að halda áfram að sjónvarpa beint frá kappreiðum Fáks næsta sumar. SJÖTTU og síðustu kappreiðar í Bikarkeppni hestamannafélagsins Fáks fóru fram á sunnudaginn og var þeim sjónvarpað beint á rás 1. Kappreiðarnar gengu fljótt og vel í góðu veðri og ríkti gífurleg spenna. Ohætt er að segja að kappreiðam- ar séu skemmtilegt sjónvarpsefni á meðan svo vel gengur að ræsa hestana sem raun ber vitni. Stund- um jaðraði við að það gengi of hratt því þulirnir Samúel Örn Erl- ingsson og Pétur Jökull Hákonar- son áttu fullt í fangi með að koma upplýsingum til skila á milli hlaupa. Samt sem áður er það hraðinn og spennan sem gildir þeg- ar verið er að sýna beint frá við- burðum sem þessum. Gífurleg spenna var í sumum sprettunum. I 2. riðli í fyrri spretti í 350 m. stökki urðu þeir Kósi frá Efri-Þverá og Vinur frá Stóra- Fljóti nánast hnífjafnir. Þegar sýnt var hægt frá því þegar þeir komu í mark var hægt að sjá að Vinur hafði vinninginn og aðeins munaði snoppunni. Meiri munur var hins vegar í úrslitasprettinum og hafði Vinur einnig betur þá á 25,24 sek. Knapi á Vini er Stígur Sæland, en Daníel Ingi Smárason á Kósa. Þessir tveir knapar hafa vakið mikla athygli fyrir vasklega keppni í sumar. En eldri knapar létu ekki sitt eftir liggja. Ragnar Hinriksson sat Bendil frá Sauðafelli sem keppt hefur í 250 m. í sumar en keppti nú í fyrsta sinn í 150 m. skeiði og sigr- aði á 14,42 sek. Glaður frá Sigríð- arstöðum sigraði örugglega í 250 m. skeiði á 22,98 sek. Eflaust hefur farið um margan áhorfandann þeg- ar Sigurður V. Matthíasson var farinn að fagna heitt og innilega með miklu handapati nokkru áður en hesturinn kom í mark. Þetta hafði þó enginn áhrif og hesturinn lá á sprettinum. Mikil spenna var einnig í 800 m. stökkinu. Frigg frá Breiðabólsstað sem Daníel Ingi Smárason situr hefur verið í fremstu röð, en Leiser frá Skálakoti hefur verið henni erfiður og sigraði í annað sinn á sunnudaginn á tímanum 1, 04,56 mín. Knapi á Leiser er Axel Geirsson. Axel sagði í viðtali við Samúel Örn Erlingsson eftir hlaupið að Leisir hefði keppt í styttri hlaupum áður. Hann virðist líta á fyrstu 400 metrana sem upp- hitun og siglir framúr hinum hest- unum þegai- komið er á beinu brautina. Það er óskandi að framhald verði á beinum útsendingum frá kapp- reiðum næsta sumar. Ahuginn virðist svo sannarlega vera fyrir hendi, enda kom það fram í viðtöl- um við sigurvegarana í hverri grein að allir eru þeir tilbúnir til að mæta aftur næsta sumar með „kippu“ af keppnishestum. Óhætt er að fullyrða að kappreiðarnar í sumar hafa hleypt nýju blóði í kappreiðaáhuga landsmanna á þeim tíma sem kappreiðar virtusP^’ vera að líða undir lok. Nú er búið að þjálfa upp spennandi hesta og duglega knapa og ekki má gleyma fólkinu sem hefur skipulagt og starfað við kappreiðamar af mikl- um dugnaði. Væri miður ef öli þessi vinna nýttist ekki áfram. Ásdís Haraldsdóttir Reykvíkingar Munið borgarstjórnarfundinn á morgun kl. 17.00 sem útvarpað er á aaftBH&is* Reyltjavíkuiboig Skrifstofa borgarstjóra

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.