Morgunblaðið - 30.09.1998, Síða 46
MORGUNBLAÐIÐ
V 46 MIÐVIKUDAGUR 30. SEPTEMBER 1998
Matur og matargerö
Lifur, hjörtu
og nýru
Haustið skartar sínu fegursta þessa
dagana segir Kristín Gestsdóttir enda
hefur verið óvenju lygnt og marglit
laufín sitja því föst á trjánum.
ÞAÐ er óvenjuleg sjón að sjá
nýútsprungna fífla og fleiri blóm
innan um rauðlaufguð reynitré,
gullaufgaða öspina og gulsprengd
birkitrén og víða má sjá geysifal-
legan rauðan mispil. Haustinu
fylgir sláturtíð sem var hér áður
fyrr mikill annatími húsmæðra.
En það má nýta innmatinn til
annars en sláturgerðar. Þetta er
hollur, ódýr og mjög góður matur
ef hann er rétt meðhöndlaður.
Lifur þolir mjög litla suðu og ætti
alltaf að steikja hana örstutt í
þunnum sneiðum en hjörtu finnst
mér best að djúpsteikja, þá verða
þau mjúk sem meyrasta kjöt og
þau sjúga enga feiti í sig.
Appelsínulifur
1. Leggið nýnin í saltvatn í 30
mínútur. Fjarlægið himnuna.
Skerið í tvennt langsum og takið
allar æðar og taugar úr.
2. Hreinsið sveppina og afhýðið
laukinn. Hafið lauk og sveppi
heila ef smáir eru, skerið annars í
tvennt.
3. Setjið 3 msk. af olíu á pönnu
og steikið nýrun, setjið síðan í
pott, bætið 1 msk. olíu, smjöri og
kam á pönnuna og steikið lauk og
sveppi í um 4 mínútur. Setjið sam-
an við nýrun í pottinum. Bætið í
vatni og soðkrafti, látið sjóða við
hægan hita í 15-20 mínútur. Jafn-
ið þá sósu, takið af hellunni og
bætið sýrðum rjóma út í. Hann
má ekki sjóða.
Meðlæti: Soðin hrísgrjón eða
heitt brauð.
1 lifur 800-1000 g
2 msk. hveiti Djúpsteikt marín- eruð hjörtu
1V2 tsk. salt
'/2 tsk. pipar
3-4 msk. matarolía til 5 hjörtu
að steikja úr 1V2 dl matarolía
1 msk. smjör saman við olíuna safi úr 1 sítrónu
börkur og safi úr einni appelsínu + 1 Vi tsk. salt
önnur í sneiðum 1 msk. soyasósa
2VÍ2 dl vatn + 1 tsk. soðkraftur V2 dl meðalsterk salsasósa
hveitihristingur matarolía til að steikja í
1. Óþarfi er að taka himnu af
lambslifur. Skolið og þerrið lifr-
ina, skerið á ská í örþunnar sneið-
ar, sneiða þarf hjá æðum og taug-
um og má draga hnífínn niður
með þeim.
2. Setjið hveiti, salt og pipar í
plastpoka, setjið síðan lifrarsneið-
arnar í hann og hristið svo að
hveitið þeki þær.
3. Þvoið appelsínuna og afhýðið
mjög þunnt, skerið börkinn í mjó-
ar ræmur. Kreistið safann úr app-
elsínunni og geymið.
4. Setjið olíu, smjör og appel-
sínubörk á pönnuna, hafíð meðal-
hita og brúnið börkinn örlítið.
Takið hann síðan úr og geymið.
5. Steikið lifrai’sneiðamar í feit-
inni í 2-3 mínútui’ á hvorri hlið.
1. Skolið hjörtun vel, skerið frá
fituvefinn efst á þeim. Skerið
hvert hjarta í 6-8 rif, klippið úr
æðar og himnur.
2. Setjið sítrónusafa, matarol-
íu, salt, soya- og salsasósu í skál
og þeytið örlítið með þeytara.
Leggið síðan hjörtun í löginn,
hrærið í svo að lögurinn þeki alla
fleti bitanna. Látið standa á eld-
húsborðinu í 1 klst., lengur í kæli-
skáp.
3. Hitið olíuna í litlum potti,
óþai’fi er að nota djúpsteikingar-
pott. Steikið í feitinni í 5-7 mínút-
ur. Berið strax á borð.
Meðlæti: Heitt hvítlauksbrauð
eða annað brauð.
Minnkið hitann og hellið
vatninu, appelsínusafan-
um og berkinum í. Bætið
í soðkrafti, látið sjóða
upp og jafnið sósu. Setjið
á fat og raðið appelsínu-
sneiðum yfir.
Meðlæti: Soðnar kart-
öflur og soðið hvítkál.
Nýru með
sveppum
og lauk
8 nýru
150 q smáir sveppir
10 smálaukar (nota má
annan lauk)___________
3-4 msk. matarolía
1 msk.
sm|ör
'/2 tsk. karrí
3 dl vatn +
1 tsk. soðkraftur
hveitihristingur
'/2 dós sýrður rjómi, 36%
Velourcjallar
dress og kjólar
iyffleyjafYia/% 'ytu&tu/H/erij,
Háaleitisbraut 68,
sími 553 3305.
í DAG
VELVAKAMII
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Hver þekkir myndina?
VELVAKANDA barst verksins eru óþekktú’ og
eftirfarandi:
„Bið þig að birta þessa
mynd af málverki úr
gömlu dánarbúi. Bæði
staðurinn og höfundur
spurnlng hvort nokkur
kannast við þessi hús. Þeir
sem þekkja til eni beðnir
að hringja í Atla í síma
464 2022.“
Jón Ársæll og Þor-
steinn J. góðir
ÉG vil mótmæla þvi sem
hefur birst í Velvakanda
undanfarið þar sem verið er
að deila á Jón Ársæl og
Þorstein J. Mér finnst þeir
alveg einstaklega góðir og
það er eins og fólk megi
aldrei vera hresst og eðli-
legt, en þannig vil ég hafa
þá. Eins sakna ég Helgu
Guðrúnar, hún var bæði
eðlileg og hress eins og þeir
og mér finnst þeir sem hafa
verið að leysa þá af ekki
standa sig eins vel, eins og
t.d. Ólöf Rún. Einnig kemui’
fram að það er verið að
hneykslast á að sýnt var í
Islandi í dag frá graðhesti
og meri, en þetta er afskap-
lega eðlilegur hlutm-, borg-
arböm mega alveg sjá
þetta. Ef fólk er svona við-
kvæmt fyrii’ svona eðlileg-
um hlutum þá getur það
bara skipt um rás. Vil ég að
Þorsteinn J. og Jón Ársæll
haldi áfram á sömu braut
og segi bara húrra fyrir
þeim.“
Ánægður áhorfandi.
Sammála góðri grein
ÉG VIL þakka þeim Helgu
Fanneyju Jóhannesdóttur,
myndlistarmanni og Hr-
efnu Jóhannesdóttur,
skógfræðingi, fyi’ir góða
grein í Bréfum til blaðsins
sem birtist i Morgunblað-
inu 19. september. Heimil-
isfólk mitt lenti í nákvæm-
lega sama atviki og þær.
Tík sem við áttum var
drepin á nákvæmlega sama
hátt, en vegurinn liggm- í
gengum landareign okkar
eins og þær lýsa. Vil ég
koma á fí-amfæri þakklæti
til þeirra fyrir að aðvara
fólk um að dýr geta orðið á
vegi þess þegar það keyrir
í gegnum landareignir. Það
er gott að þetta kom fram.“
Sigríður Atladóttir.
Hvar eru blómakerin?
GLERAUGNASALAN á
Laugaveginum keypti tvö
stór og þung blómaker úr
leir og setti blóm í þau til
að lffga upp á umhveifíð
þegar nýi Laugavegurinn
var opnaður. Fljótlega var
farið að slíta blómin upp en
þá var brugðið á það ráð að
gróðursetja í þeim eini og
fengu þau frið í nokkurn
tíma. En þá hjólaði maður
annað kerið niður og var
þá farið að setja kerin í
inngang verslunarinnar á
nóttunni. En um síðustu
helgi voru kerin horfin.
Þetta eru þung og stór ker
og eni þeir sem vita um
kerin beðnir að hafa sam-
band við verslunina.
R.S.
Tapað/fundið
Tvö hjól töpuðust
TVÖ hjól töpuðust frá
Laugavegi sl. sunnudags-
kvöld. Annað hjólið er
fjólublátt Treck Éreestyle
en hitt er MBK, sem er
svart fjallahjól. Hafi ein-
hver orðið var við þessi
hjól er hann beðinn að láta
vita í síma 562-0037.
Hringur týndist á
Egilsstöðum
HRINGUR, sérsmíðaðm-
gullhi’ingur, týndist á
Egilsstöðum laugai’daginn
12. september, annaðhvort
í eða við Ferðamiðstöðina
eða á Hótel Héraði. Skilvís
ftnnandi hafi samband í
síma 568 5842. Fundarlaun.
Hvítt nestisbox
1 óskilum
HVÍTT nestisbox fannst í
Seljahverfi. Upplýsingai’ í
síma 557 1692.
Myndaalbúm týndist í
Langholtshverfi
STÓRT myndaalbúm
týndist í Langholtshverfi
sl. sunnudag. Skilvís finn-
andi hafi samband í síma
565 6732.
Dýrahald
Trýna er týnd
TRÝNA er fjögurra ára
gömul læða sem týndist
fi’á Arahólum 2 helgina
12.-13. september sl.
Trýna er svört og hvít,
með hvítar hosur og
bringu. Tiýnið á henni er
tvílitt, svart og hvítt. Hún
er stygg og ekki allra.
Trýna var eyrnamerkt, en
merki ólæsilegt. Hún féll
ofan af svölum og hefur
ekki sést síðan. Gæti hafa
falið sig í geymslum eða
bílskúrum því hún þekkir
ekki umhverfið utan dyi-a.
Þeir sem hafa séð hana
eða vita um hana eru
beðnir að láta vita í síma
898 3134 (Bjarni) eða í
Kattholt.
Kettlingar óska
eftir heimili
TVEIR sætii’ 2 mánaða
kettlingar, læður, fást gef-
ins á gott heimili. Upplýs-
ingar í síma 586 1206.
Hlutavelta
ÞESSAR stúlkur söfnuðu með sögusölu kr. 2.235 til ÞESSAR duglegu stúlkur söfnuðu kr. 1.450 til styrktar
styrktar Rauða krossi Islands. Þær heita Saga Rauða kross Islands. Þær heita Heiðrún Jónsdóttir
Guðmundsdóttir og Edda Björk Konráðsdöttir. og Ólöf Pétursdóttir.
Víkverji skrifar...
AÐ undanfórnu hafa forsvars-
menn íslenskrar erfðagreining-
ar víða haldið opna fundi um mið-
lægan gagnagrunn á heilbrigðis-
sviði, þar sem þeir hafa flutt erindi
og svarað spurningum. Síðastliðinn
laugardag var frásögn af einum slík-
um fundi, sem haldinn var á Selfossi,
hér í Morgunblaðinu og síðdegis á
laugardag var slíkur fundur haldinn
í Háskólabíói. Hvaða skoðanir sem
rnenn hafa á miðlægum gagnagrunni
og frumvarpi því sem nú er hvað
harðast deilt um, er Víkverji þeiiTar
skoðunar, að kynningar- og fræðslu-
herferð Islenskrar erfðagreiningar
um land allt sé af hinu góða og bein-
línis til fyrirmyndar. Enda hefur
Víkverji heyrt raddir fólks sem sótt
hefur þessa fundi og sagst hafa mun
betri skilning á málinu og umræð-
unni eftir fundina en fyrii' þá.
XXX
AÐ er svo sérkennilegt í þeirri
umræðu, sem hefur staðið um
miðlægan gagnagrunn á heilbrigðis-
sviði undanfarnar vikur og mánuði, að
andstaðan við slíkan gninn og hugs-
anlegt einkaleyfi Islenskrar erfða-
gi’einingar til einhven’a ára, virðist
einkum og sér í lagi koma úr röðum
sérfræðinga og lækna. Almenningur
á hinn bóginn virðist telja frumkvæði
Kára Stefánssonar, framtak og at-
vinnuuppbyggingu hér á landi, vera
af hinu góða og gefa fyrirheit um
betri framtíð. Það verður því fróðlegt
að sjá með hvaða hætti umræðan þró-
ast hér á landi í kjölfar fræðsluher-
ferðar fyrirtækisins og þess að málið
komi til umíjöllunai’ á Alþingi.
xxx
LANGUR vinnutími hefur í
áraraðir verið einn helsti óvinur
fjölskyldufólks, hvort sem er hér á
landi eða annars staðar. Þetta hefur
a.m.k. verið mat margra. Undanfarin
ár hafa heyrst mjög breytt viðhorf
ungs vel menntaðs fólks, sem er að
koma inn á vinnumarkaðinn, að því er
varðar afstöðu til langs vinnutíma. Æ
oftar heyrast þau sjónarmið, að vinn-
an sé bara hluti af tilverunni, sem
megi ekki skyggja á aðra þætti henn-
ai’, heldur eigi hún að vera eðlilegur
hluti tilverunnar, en ekki ríkjandi
hluti. Því kom það Víkverja ekkert á
óvart, þegar hann las hér í Morgun-
blaðinu um helgina, að breskir stjóm-
endur á öllum stigum hefðu stytt
vinnuviku sína vegna áhrifa langs
vinnutíma á líf þeirra, samkvæmt
skýrslu Institute of Management.
XXX
JAFNFRAMT kom fram að það
væru lágt settir stjórnendur og
millistjómendur sem hefðu mesta
andúð á Iöngum vinnudegi - tæp 60%
sögðust vinna mikið vegna þess að
æðri stjórnendur væntu þess eða
þeir ættu ekki kost á öðm. Raunar
hallast Víkverji að þvi, að þetta við-
horf nái ekki einungis til stjórnenda
fyrirtækja, heldur einnig til starfs-
manna. Hér á landi virðist a.m.k. til-
hneigingin vera sú, að æ erfiðara sé
að fá starfsmenn til þess að taka að
sér aukna yfii-vinnu, eða vinnu utan
hefðbundins vinnutíma, en hér á ár-
um áður þegar jafnvel var samkeppni
um þá yfu-vinnu sem stóð til boða.