Morgunblaðið - 30.09.1998, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 30.09.1998, Blaðsíða 56
NIVEA ViSAGE MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 MIÐVIKUDAGUR 30. SEPTEMBER 1998 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Framhlaup hafið syðst í Langjökli ÝMSAR vísbendingar eru um að framhlaup sé hafið í skriðjöklun- um Eystri- og Vestri-Haga- fellsjökli syðst í Langjökli og seg- ir Helgi Björnsson jöklafræðingur að líklega muni flóð fylgja í kjöl- ^farið eftir nokkra mánuði. Ekki er þó talið að flóði myndi fylgja hætta fyrir fólk eða mann- virki. Helgi segir að svo geti farið að eystri jökullinn skríði niður að Hagafellsvatni. Ferðamenn sem voru við Eystri- Hagafellsjökul sl. sunnudag heyrðu mikla bresti í jöklinum og sáu þrisvar sinnum á 3-4 klukkustund- um stór ísstykki hrynja úr honum. ■ Líkur á/4 -------------- Kvikmyndahátíð í Frankfurt " Stikkfrí valin besta myndin STIKKFRÍ var valin besta kvik- myndin á Alþjóðlegu barna- og ung- lingamyndahátíðinni í Frankfurt um helgina. Stikkfrí hreppti „Lucas“- verðlaunin, sem eru aðalverðlaun hátíðarinnar. Hún fékk einnig áhorfendaverð- launin og völdu yfir 80% bíógesta hana sem bestu myndina. Að sögn Ara Kristinssonar, leikstjóra mynd- arinnar, er þetta mikilvæg kynning fyi'ir opnun myndarinnar í kvik- myndahúsum í Þýskalandi snemma á næsta ári. EYSTRI-Hagafellsjökull skríður frarn yfir móbergshrygginn norðvestan við Jarlhettur. Hlutafé Búnaðarbankans aukið um 600 milljónir Hlutafé boðið starfs- fólki og almenningi AKVEÐIÐ hefur verið að auka hlutafé í Búnaðarbanka íslands hf. um 600 milljónir kr. að nafnvirði. Hlutaféð verður selt til starfsfólks í október og með almennu útboði í nóvember. Starfsmönnum verða boðnar 250 milljónir króna á geng- inu 1,26, en gengi í almenna útboð- inu hefur ekki verið ákveðið. Hlutafé eftir aukningu 4,1 milljarður króna Hlutafé Búnaðarbanka Islands hf. er nú 3,5 milljarðar kr. I stefnumörkun ríkisstjórnarinnar var gert ráð fyrir því að nýtt yrði Starfsmönnum verða boðnar 250 milljónir að hluta heimild til aukningar hlutafjár í febrúar á næsta ári. Vegna mikillar aukningar í starf- semi bankans óskaði bankaráðið eftir því að þessu yrði flýtt og hef- ur nú verið ákveðið að hlutafjárút- boðið fari fram á þessu ári. Eftir aukningu verður hlutaféð 4,1 milljarður, þar af rúm 85% í eigu ríkisins og tæp 15% í dreifðri eigu. Af hinu nýja hlutafé verða 250 milljónir kr. boðnar starfsmönnum og Lífeyrissjóði starfsmanna bank- ans á gengi sem svarar til innra virðis bankans, eða 1,26. Hver starfsmaður hefur heimild til að kaupa hlutabréf að nafnvirði 250 þúsund. Það sem eftir stendur, 350 milljónir kr., verður boðið almenn- ingi til kaups. Miðað er við að hver einstaklingur geti skrifað sig fyrir allt að 500 þúsund kr. að nafnvirði á fóstu gengi. ■ Útboði flýtt/17 Bólusett gegn þrem- ur stofnum inflúensu EMBÆTTI landlæknis mælir með því að fólk eldra en sextugt, fólk í áhættuhópum og starfsfólk í heilbrigðisþjónustu láti bólu- setja sig á haustin vegna inflú- ensu og minnir embættið á það með dreifibréfi í septembermán- uði til heilsugæslustöðva og lækna þar sem fram kemur hvaða veirustofnar eigi að vera í bóluefninu og fleira. Haraldur Briem, smitsjúk- dómalæknir, segir að æskilegt sé að bólusetningarnar hefjist sem fyrst og þeim ljúki í október- og nóvembermánuði. Hann segir að ekki eigi að vera neitt vandamál að útvega bóluefni, enda sé þetta árviss viðburður. Berst um norðurhvel frá suðurhveli jarðar Bólusett er gegn þremur stofnum inflúensu, tveimur mis- munandi A-stofnum og einum B- stofni. Haraldur sagði að á hverju vori ákvæði Alþjóðaheil- brigðisstofnunin hvernig sam- setning bóluefnisins ætti að vera og væri það byggt á þeirri reynslu sem fengist hefði á suð- urhveli jarðar. Inflúensunnar yrði fyrst vart að vetrarlagi þar og hún bærist síðan um norður- hvelið þegar vetraði þar. Inflúensu hefur ekki en orðið vart hér á landi á þessu hausti, en yfirleitt er mest um inflú- ensutilfelli í desember og janúar. Morgunblaðið/Gunnar Páll Eydal Haustloðnuvertíðin hefst á morgun TJtlit fyrir verðlækkan- ir á mjöli og lýsi HAUSTLOÐNUVERTÍÐIN hefst á morgun og má búast við að fjöl- mörg loðnuskip hefji loðnuleit strax á fyrstu dögum vertíðarinnar. Haustveiði á loðnu hefur verið fremur léleg síðustu ár og fengust um 160 þúsund tonn á tímabilinu október-desember á síðasta ári. Lít- il eftirspurn er á bæði mjöl- og lýs- ismörkuðum og má búast við að verð á afurðunum lækki nokkuð. Astæður þess má að nokkru leyti rekja til efnahagserfiðleika í Asíu og Rússlandi. Verð á mjöli hefur verið mjög hátt síðustu misseri og hafa fengist u.þ.b. 470 pund fyrir tonnið eða um 55 þúsund íslenskar krónur. Gert er ráð fvrir að verð á mjöli fari hins vegar lækkandi á næstunni og sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins hafa þegar verið gerðir samningar hér á landi um sölu á mjöli fyrir um 440 pund eða 51.500 krónur fyrir tonnið. ■ Yfir 80% áhorfenda/51 ■ Útlit fyrir/Cl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.