Morgunblaðið - 02.10.1998, Síða 2

Morgunblaðið - 02.10.1998, Síða 2
2 FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Hraðakst- ur nyrðra LÖGREGLAN á Blönduósi kærði fimm ökumenn fyrir hraðakstur á þjóðvegi nr. 1 í Húnavatnssýslum í gær. Samkvæmt hraðamælingum lögreglunnar óku ökumennimir á 108-126 km/klst. Umferð var venju fremur mikil í gær enda hrossaréttir framundan bæði í Skagafirði og Húnaþingi. Arekstur í Fellsmúla ÁREKSTUR varð á gatnamót- um Fellsmúla og Grensásvegar um hálftólfleytið í gær. Öku- maður annarrar bifreiðarinnar var fluttur á slysadeild með eymsli í hálsi og skemmdist bif- reið hans það mikið að flytja þurfti hana á brott með krana- bifreið. Skýrr vinnur við nnðlægan gagnagrunn í Danmörku SKÝRR hf. hefur tekið að sér verkefni í Dan- mörku fyrir danska fyrirtækið Kommunedata A/S, sem er eitt stærsta tölvuþjónustufyrii-tæki í Danmörku. Verkefnið felst í þátttöku við gerð miðlægs gagnagrunns vegna heilbrigðisþjónustu í Danmörku sem mun ná til sögulegra upplýsinga um samband sjúklinga við sjúkrahús og þýðir í raun að grunnurinn nær yfir upplýsingar um 75% allra sjúklinga í Danmörku, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Skýrr. Þar kemur einnig fram að upplýst samþykki sjúklinga sé áskilið til þess að upplýsingar um þá verði settar í grunninn og upplýsingarnar megi eingöngu nota við meðferð viðkomandi. „Áj'lega er um að ræða meira en 800.000 fyrir- spurnir um sjúklinga og lagðar verða inn um 1,4 milljónir færslna í gagnabankann á hverju ári,“ segir í frétt Skýrr. „Grunnurinn að gagnabank- anum verður fólginn í færslum með sögulegum heimildum, sem talið er að hafi þýðingu fyrir frekari meðferð sjúklingsins, miðað verður við lágmarkskröfur heilbrigðisyfii-valda um ski-án- ingu upplýsinga í sjúkraskýrslur, svo og aðrar upplýsingar, sem teljast mikilvægar, t.d. vegna faraldra. Einnig upplýsingar tengdar skurðað- gerðum, lyfjameðferðum og farsóttum." Upplýst samþykki og aðeins einstaklingar í meðferð „Ekki má skrá upplýsingar um sjúklinga í gagnagrunninn án samþykkis þeirra. Notkun upplýsinga úr gagnagrunninum um ákveðinn sjúkling krefst þess að sjúklingurinn sé í með- ferð,“ segir í fréttatilkynningunni og þar kemur fram að sérstaklega verði þess gætt að geð- sjúklingar njóti verndar. „Kostirnir við slíkan miðlægan gagnagrunn eru þeir helstir að upplýsingarnar efla heil- brigðisþjónustuna og bæta meðhöndlun sjúklinga," segii' í frétt Skýrr. „Upplýsingar um sjúklinga safnast saman í einn stað þvert á sjúkrastofnanir og landshluta og gefur það möguleika á að sækja á einum stað allar upplýs- ingar um sjúkravitjanir og meðferð sjúklings í hvert sinn sem hann leitar læknis eða er lagður inn.“ Fyrirtækið Kommunedata, sem Skýrr er í samstarfi við, rekur fjölbreytta tölvuþjónustu fyrir sveitarfélög. „Stór þáttur í starfsemi þeirra er upplýsingakerfi í heilbrigðisgeiranum og á fleiri sviðum og hafa þeir yfirgnæfandi markaðs- hlutdeild í danska markaðinum," segir í frétt Skýrr. Fyrirtækin hafa með sér samstarfssamn- ing til þriggja ára og hefur Skýi-r nú lokið fyrsta verkefninu samkvæmt þeim samningi, sem tengdist útreikningi á kostnaði vegna sjúklinga og reikningagerð. Stærsti hluti þess verks var unninn á íslandi í fjarvinnslu á tölvubúnaði Kommunedata. Skýrr segir að þetta sé góð búbót fyrir fyrirtækið og styrkur þess nýtist vel í þessu verkefni auk þess sem taxtar fvrir kerfis- fræðivinnu í Danmörku séu mun hærri en á ís- landi. Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins Fundarstjórn borgarstjóra í borgarráði kærð BORGARSTJÓRNARFLOKKUR Sjálfstæðisflokksins hefur sent félagsmálaráðherra stjómsýslu- kæru þar sem kærð er sú samþykkt borgarstjórnar Reykja- víkur að fela borgarstjóra fundar- stjórn á fundum borgarráðs og er þess krafist að samþykktin verði felld úr gildi. Tillaga hér að lútandi var samþykkt á borgarstjórnarfundi 2. júlí í sumar með 8 atkvæðum gegn 7 og áður á fundi borgarráðs með 3 atkvæðum gegn 2. Segir í kærunni að með þessari samþykkt sé í raun verið að kjósa borgarstjóra sem formann borgarráðs, þar sem eitt meginhlutverk formanns sé að stýra fundum ráðsins og kosning formanns sem ekki sé ætlað að stýra fundum ráðsins sé því sýnd- arleikur einn. I kærunni segir að með samþykktinni sé brotið gegn 4. mgr. 38. gr. sveitarstjómarlaga nr. 45/1998, en það hljóði svo: „For- maður byggðaráðs skal valinn úr hópi kjörinna byggðaráðsmanna.“ Segir að greinin sé kristaltær að þessu leyti og skýring í athuga- semdum við lagagreinina þess efnis að þetta komi ekki í veg fyrir að byggðaráð geti í einhverjum tilfell- um falið öðrum fundarstjórn hljóti að teljast ákaflega vafasöm þar sem orðalag lagaákvæðisins sé ótvirætt. Endurálagning á Myll- una-Brauð óheimil HÆSTIRÉTTUR kvað upp þann dóm í gær að skattstjóranum í Reykjavík hafi verið óheimilt í sept- ember 1993 að endurákvarða opin- ber gjöld Myllunnar-Brauðs hf. vegna rekstrarársins 1990. Skattstjóri hafði talið óheimilt að færa til frádráttar á framtali rekstr- argjöld er námu á bilinu 40-50 milljónir króna, meðal annars fram- lag til starfsmannafélags og veðlán og ábyrgðir er féllu á Brauð hf. vegna gjaldþrots Völundai- hf. Taldi hann því rétt að endurskoða fyrri álagningu og hækka opinber gjöld Myllunnar-Brauðs hf. Hæstiréttur staðfesti hins vegar það mat héraðs- dóms að 2. mgr. 97. gr. laga nr. 75/1981 um tekjuskatt og eignar- skatt hefði hér átt við. Þar eru sett þau takmörk við endurálagningar- heimild skattstjóra að hún fari fram innan tveggja ára ef fullnægjandi upplýsingar lágu fyrir í framtali. Segir í dómnum að óviðunandi sé fyrir skattaðila að búa við þá óvissu um lengri tíma, að skattstjóri kunni að breyta mati sínu á framtalsgögn- um, ef rétta álagningu mátti í upp- hafi byggja á þeim. Málið fluttu Sigrún Guðmunds- dóttir hrl. af hálfu íslenska ríkisins og Ævar Guðmundsson hdl. fyrir Mylluna-Brauð hf. Morgunblaðið/Ásdís Hættulega áberandi sportbíll BÍLLINN á myndinni er sportútgáfa Fords síns tíma og hefur undirheitið Coupé Rumble Seat árgerð 1930. Eig- andinn er Magnús Víkingur Grímsson, sem hyggst nota sportbílinn í auglýsingaskyni, en hann á Glugga og garðhús ehf. í Kópavogi með eiginkonu sinni, Ingu Dís Geirsdóttur. Magnús eignaðist bílinn fyrir fimm árum og fékk hann í skipt- um fyrir beltabifhjól. Bfllinn var þá eins óásjálegur og við mátti búast eftir hálfrar aldar notkun í Bandaríkjunum, en fékk ræki- lega yfirhalningu hjá Þórði Sveinssyni bflasmið, sem sjálfur á Buick árgerð 1932. Segir Magnús að viðskiptavinir sínir muni fá ökuferð þegar þeir kaupi sólstofu af sér, sem kostar ríflega eina milljón króna. „Þá verða þeir sóttir á bflnum og þeim ekið á veitingahús þar sem þeim verður boðið út að borða á kostnað fyrirtækisins og síðan ekið heim aftur,“ segir Magnús. Bfllinn fór í aðalskoðun í gær í Hafnarfirði og fékk skoðun án athugasemda. Síðan var hann nýskráður. Hann er skráður fyrir þijá farþega, þar af einn hjá öku- manni, en í aftursætinu ei*u eng- in belti. Það mun ekki skylt ef um fornbfla er að ræða, en þrátt fyrir það ætlar Magnús að setja belti í bflinn því hann hyggur á nokkrar ökuferðir með konuna og strákana tvo, þá Magnús Hlina Vfldng og Hjalta Robin Víking, sem eru þriggja og fjög- urra ára. Um núvirði bflsins vildi Magnús lítið segja annað en að það væri svipað og verð nýs bfls í dag. Eftir skráningu og skoðun fór Magnús í bfltúr á sportbflnum og sagði að fólk hefði tekið mikið eftir bflnum í umferðinni enda er bfliinn meira en lítið áberandi. „Jafnvel hættulega áberandi því vegfar- endur sneru sér við og gættu ekki að því hvert þeir stefndu. Við þurftum að draga marga ökumenn upp á veg sem ekið höfðu út í móa með augun í hnakkanum," sagði Magnús kerskinn. Sérblöð í dag www.mbl.is 8SfMil Á FÖSTUDÖGUM BLADINU f dag fylgja tvö . auglýsingablöð. 8 síðna * blað frá ELKO, „Ódýrara . í ELKO“ og 20 síðna * blað frá Hreysti, „Frelsi, . leikur, starf.“ * Njarðvík vann í nágrannaslagnum/C2 Þórður skoraði tvisvar í stórsigri Genk/C3 Fjárlagafrumvarpið 1999 Stefntað 1,9 inilljarða kr. telguafgangi á nariögum Sérblað um fjárlaga frumvarpið fylgir blaðinu f dag

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.