Morgunblaðið - 02.10.1998, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 02.10.1998, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 1998 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Island langt á undan Bandaríkjunum í fiskvernd Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson WILLIAM A. Nitze: Islenzka fiskveiðistjórnunarkerfið er langt á undan því bandaríska. William Nitze er æðsti embættismaður Banda- ríkjanna á sviði alþjóð- legra umhverfísmála. --*----------------------- Olafur Þ. Stephensen ræddi við hann m.a. um afstöðu Bandaríkjanna til íslenzkra hagsmuna- mála á borð við vernd- un lífríkis hafsins og takmarkanir á losun gróðurhúsalofttegunda. WILLIAM A. Nitze, yfir- maður alþjóðamála hjá Umhverfisvemdarstofn- un Bandaríkjanna og æðsti embættismaður Bandaríkj- anna á sviði alþjóðlegra umhverfis- mála, sótti Island heim í byrjun vik- unnar, flutti erindi á íslenzk-banda- rískum vísindadögum og ræddi við embættismenn í ráðuneytum um- hvei'fis- og utanríkismála. Nitze nýtur alþjóðlegrar viður- kenningar sem sérfræðingur á sviði umhverfismála og hefur gegnt störfum bæði á vegum hins opin- bera og hjá frjálsum félagasamtök- um á sviði umhverfisverndar. Þannig var hann t.d. aðstoðarráð- herra umhverfismála í bandaríska utanríkisráðuneytinu 1987-1990, en gegndi eftir það í íjögur ár for- mennsku í Samtökum um orku- sparnað (Alliance to Save Energy), félagsskap forystumanna í atvinnu- lífi, stjórnkeríi, umhverfismálum og á meðal neytenda. Hann hefur tekið þátt í gerð ótal alþjóðasamninga um umhverfismál. Aðeins tekið á litlum hluta um- hverfisvandans í N-Rússlandi Nitze hefur að undanförnu haft mikil afskipti af umhverfismálum í Norður-Rússlandi, einkum á Kola- skaga, þar sem mikill misbrestur er á að kjarnorkuúrgangur sé end- urunninn og geymdur með viðun- andi hætti. Þetta á að hans sögn bæði við um úrgang frá kjarnorku- verum og úr kjarnakljúfum kjarn- orkuknúinna kafbáta og annarra herskipa, sem hafa verið úrelt eftir hrun Sovétríkjanna. Umhverfis- vandinn í Rússlandi hefur valdið stjórnvöldum á Norðurlöndum miklum áhyggjum og ekki þarf að fjölyrða um þann skaða, sem umhverfisslys þar gæti valdið á lífríki norð- urhafa, en Rússar voru staðnir að því í byrjun áratugarins að varpa lág- geislavirkum úrgangi í hafið. Bandaríkjamenn vinna nú með Rússum og nágrönn- um þeirra, einkum Norðmönnum en einnig Finnlandi, Svíþjóð og fieiri aðildarríkjum ESB, að því að bæta aðstöðu til geymslu og endurvinnslu á geislavirkum úrgangi í Rússlandi. „Kostirnir við samstarf af þessu tagi er að það er hægt að nýta þau sérstöku áhrif, sem Bandaríkin hafa gagnvart rússneskum stjórnvöldum - þau eru engan veginn fullkomin og við höfum ekki stjóm á atburðum í Rússlandi - en vegna langrar sögu samskipta okkar við Rússa í kalda stríðinu, samninga um kjarnorku- vopn og íleira af því tagi, höfum við ákveðinn aðgang og áhrif, sem aðrir hafa ekki,“ segir Nitze. Málið er honum skylt, því að faðir hans er Paul Nitze, sem áratugum saman var einn helzti samningamaður Bandaríkjanna í afvopnunarviðræð- um við Sovétmenn. „Þegar við sam- einum þessi áhrif Bandaríkjamanna og fjárhagslega og tæknilega getu nágrannaríkja Rússlands er hægt að koma á árangursríku samstarfi." Nitze viðurkennir þó að þessi verkefni nái aðeins til lítils hluta þess gífurlega umhverfisvanda, sem við er að etja í Norður-Rússlandi. „Við erum bara að fást við örlítinn hluta vandans, en við verðum að byrja einhvers staðar," segir hann. Bæta þarf eftirlit og rannsóknir á vistkerfi norðurslóða Nitze segir að samstarf í um- hverfismálum í Rússlandi hafi leitt til aukins áhuga Bandaríkjanna á Barentssamstarfinu, sem Island á aðild að ásamt hinum norrænu ríkj- unum, Rússlandi og ESB. Hann segir bandarísk stjórnvöld einkum hafa áhuga á samstarfi við lönd Barentssamstarfsins um að minnka mengun af völdum þrávirkra líf- rænna efna, til dæmis PCB, frá landstöðvum. Bandaríkin tóku í síð- asta mánuði við for- mennsku í Norður- skautsráðinu, sem sett var á stofn fyrir tveimur ánim. Nitze segir að enn sé verið að vinna að tillögum um það hvað beri að setja á oddinn í norðurskautssamstarfinu í for- mennskutíð Bandaríkjanna næstu tvö árin. „Við munum leggja mikla áherzlu á samstarf um að vinna gegn mengandi efnum, sem berast inn á heimskautssvæðið frá fjarlæg- um löndum, bæði þrávirkum lífræn- um efnum og þungmálmum. Hluti af því er að bæta getu okkar til eftirlits og rannsókna. Þrátt fyrir alla þá at- hygli, sem vistkerfi norðurslóða hef- ur fengið á undanförnum árum vit- um við enn ekki nóg um mengunina, sem berst inn á svæðið frá öðrum heimshlutum eða hvaðan hún kem- ur. Við vitum með nokkurri vissu að mikið af henni kemur frá Rússlandi en við höfum ekki nægar upplýsing- ar um hvaðan nákvæmlega eða hver áhrif hennar eru. Við vitum þó að á sumum stöðum eru þessi áhrif alvar- leg; til dæmis hjá frumbyggjum í Alaska og hjá Færeyingum hefur orðið vart uppsöfnunar þungmálma í blóði manna.“ Nitze segir að hann hafi í viðræð- um sínum við íslenzk stjórnvöld varpað fram þeirri hugmynd að komið yrði á grasrótartengslum milli lítilla samfélaga á norðurslóð- um, meðal annars með hjálp Nets- ins, til að auðvelda þeim að skiptast á upplýsingum um þá umhverfisvá, sem þau teldu ógna tilveru sinni. „Lítil, einangruð samfélög telja sig gjaman fórnarlömb mengunar, sem þau hafi enga stjórn á. Þau vita ekki hvað ber að gera, nema hvað þau gagnrýna ríkisstjórnir sínar fyrir að hjálpa þeim ekki. En við getum gert þau að virkum þátttakendum í að fylgjast með ástandinu og meta áhrif mengunarinnar. En við verð- um auðvitað að leggja þeim til búnað og fé til að gera þetta mögulegt. Við viljum líka vinna með háskólum og öðrum rannsóknastofnunum og koma á samstarfi þeirra um allt heimskautssvæðið. Okkur hefur ekki tekizt vel til þessa að færa sam- starfíð nær fólkinu; það hefur snúizt um of um samskipti ríkisstjórna." Önnur aðildarríki Norðurskauts- ráðsins hafa gagmýnt Bandaríkin fyrir að vilja ekki styrkja skipulag eða fjárhag Norðurskautsráðsins. „Það er rétt. Eg skammast mín fyrir þetta, en bandaríska þingið hefur verið svo tregt til að láta fé af hendi rakna til alþjóðlegs samstarfs yfir- leitt að við höfum orðið að vera afar varkárir varðandi allar ijárhagsleg- ar skuldbindingar," segir Nitze. Hann segist hins vegar telja að jafn- vel megi fjármagna starf Norður- skautsráðsins og rannsóknir á heim- skautssvæðinu að einhverju leyti með þvi að virkja rannsóknastofnan- ir, háskóla og einkafyrirtæki. Leitað að málainiðlunarlausnum í hvalveiðimálum Að undanförnu hafa farið fram miklar umræður í Bandaríkjunum, í tilefni af ári hafsins, um verndun hafanna og áhrif ofveiði á lífríki þeirra og ástand fiskstofna. Islend- ingar, sem fylgzt hafa með þessum umræðum, hafa haft áhyggjur af því að í fyrsta lagi sé í þeim gengið út frá því að ofveiði sé vandamál alls staðar í heiminum, í öðru lagi að öll- um strandríkjum hafi mistekizt að stýra fiskveiðum innan efnahags- lögsögu sinnar og því beri að auka vald alþjóðlegra stofnana á sviði fiskveiðistjórnunar og í þriðja lagi að umræðunni sé að verulegu leyti stýrt af áhrifamiklum umhverfis- verndarsamtökum. Aðspurður um þetta segir Nitze að bandarísk stjórnvöld fari ekki í grafgötur um að íslendingum hafi tekizt betur upp við fiskveiðistjórn- un en flestum öði-um þjóðum, nema kannski Nýsjálendingum. Hvað varðar vald alþjóðlegra stofnana sé verulegur skoðanamunur um það efni í Bandaríkjunum. „Við erum hlynntir því að styrkja alþjóðlegar stofnanir, sem hafa það hlutverk að stjórna nýtingu auðlinda hafsins, en á hinn bóginn eru sterkir hagsmunaaðilar í Bandaríkjunum, sem kæra sig ekki um of mikla stjórnun á umsvifum sínum í okkar eigin lögsögu. Þess vegna held ég ekki að Bandaríkja- menn verði ósanngjarnir hvað varð- ar völd alþjóðlegra stofnana á þessu sviði,“ segir Nitze. Hann segir að íslendingar og Bandaríkjamenn hafi lengi verið ósammála um hvalveiðar. Hann bendir hins vegar á að Bandaríkja- menn eigi nú undir högg að sækja innan Heimsviðskiptastofnunarinn- ar (WTO) vegna lagasetningar sem heimilar einhliða viðskiptaþvinganir gagnvart ríkjum sem stunda veiðar á sjávarspendýrum. „Við þurfum að öllum líkindum að skipta úr einhliða aðgerðum í marghliða aðgerðir; með öðrum orðum að leita sam- starfs við önnur ríki. Ég tel að þetta muni leiða til þess að við munum frekar leita að málamiðlunarlausn- um, sem önnur ríki geta sætt sig við,“ segir Nitze. Þurfum á umhverfisverndar- samtökum að halda Jón Baldvin Hannibalsson, sendi- herra Islands í Bandaríkjunum, varaði nýlega við því að sagan af hvalamálinu kynni að endurtaka sig hvað varðaði stjórnun fiskveiða og íslendingum yrði gert erfitt fyrir að nýta fiskveiðiauðlindina. Um þetta segir Nitze: „Ykkar fiskveiðistjórn- unarkerfi er ekki fullkomið, en samt svo langt á undan okkar eigin kerfi hvað varðar vemd fiskstofna að við eigum langt í land með að ná ykkur. Það kæmi mér á óvart ef við styngj- um upp á alþjóðlegu samstarfi, sem gengi lengra í fiskvernd en íslenzka kerfið. Við eigum margt ógert heima fyrir til að koma á fiskveiði- stjórnunarkerfí, sem tryggir vernd- un okkar eigin fiskistofna." Nitze segir að það fari ekki á milli mála að umhverfisverndarsamtök séu áhrifamikil í Bandaríkjunum, en þau tali ekki fyrir munn banda- rískra stjórnvalda. „Þetta er ákveð- in jafnvægislist. Við þurfum á um- hverfisverndarsamtökum að halda til að vekja almenning til umhugs- unar um umhverfismál og skapa þrýsting á að reglum um umhverfis- vernd sé framfylgt. Stundum finnst okkur hins vegar að þau gangi of langt og ég held að u.þ.b. 3.000 dómsmál séu í gangi gegn Um- hverfisverndarstofnuninni, mörg þeirra hafa verið höfðuð af um- hverfisverndarsamtökum. Við tök- um því undir áhyggjur íslendinga af því að stundum geti umhverfis- verndarsamtök gengið of langt, en á heildina litið eru sterk samtök al- mennings nauðsynleg og ríkis- stjórnir taka oft betri ákvarðanir þegar þær eru undir þrýstingi frá almenningi.“ Þarf fleiri fundi til að ljúka Kyoto-bókuninni Island og Bandaríkin eru einu vestrænu iðnríkin af þeim, sem talin eru upp í svokölluðum viðauka I við loftslagssamning Sameinuðu þjóð- anna, sem enn hafa ekki undirritað Kyoto-bókunina um takmörkun á útblæstri gi’óðurhúsalofttegunda. Samkvæmt bókuninni ber viðauka I-ríkjunum að undirgangast slíkar takmarkanir en þróunarríkjum er í sjálfsvald sett hvort þau takmarka losun sína á gróðurhúsalofttegund- um. Bæði ríkin hafa viljað bíða eftir næsta ráðherrafundi aðildarríkja loftslagssamningsins, sem haldinn verður í Buenos Aires í nóvember, til að sjá hvort lausn finnist á mál- um, sem ekki voru leyst í Kyoto. Nitze segist nú ekki trúaður á að samkomulag náist á fundinum í Bu- enos Aires um þau mál, sem Banda- ríkin leggja mesta áherzlu á, t.d að þróunarríkin undirgangist tak- markanir á útblæstri og að komið verði á kerfi viðskipta með losunarheimildir. „Við teljum nú að tals- vert fleiri fundi þurfi til að ná samkomulagi um orðalag, sem myndi reka endahnútinn á Kyoto- bókunina," segir hann. Aðspurður hvað honum finnist um röksemdir íslenzki-a stjórnvalda um að ísland verði að fá rýmri heimildir til að nýta möguleika til raforku- framleiðslu en í núverandi Kyoto- bókun, jafnvel þótt slíkt kunni að leiða til staðbundinnar aukningar á útblæstri gróðurhúsalofttegunda, segir Nitze að bandarísk stjórnvöld hafi sýnt þessum rökum íslands skilning, þótt erfitt sé af mörgum ástæðum að mæta óskum íslend- inga. „Ég er viss um að það er hægt að vinna saman að einhvers konar lausn á þessu vandamáli. Hins vegar verður að hafa í huga að hér á ís- landi fara nú fram umræður um það hvar framtíð íslenzks atvinnulífs liggi, hvort það sé í álbræðslu og annars konar stóriðju, þekkingar- iðnaði eða ferðaþjónustu. Vandamál- ið, sem er til umræðu, verður aug- ljóslega minna ef Islendingar ákveða að fara fremur í átt þekking- ariðnaðar og ferðaþjónustu." Lítil samfélög á norðurs- lóðum tengd um Netið Málamiðlanir í hvalveiðim- álum líklegri en áður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.