Morgunblaðið - 02.10.1998, Síða 18

Morgunblaðið - 02.10.1998, Síða 18
18 FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 1998 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Vetrarstarf KFUM og K VETRARSTARF KFUM og K á Akureyri er að hefjast, en félagið hefur starfað í yfir 40 ár á Akureyri. Starf yngri deilda hefst næstkomandi mánudag, 5. október og verða fundir annan hvem mánudag fyrir stráka og stelpur á aldr- inum 9 til 12 ára. Farið verður í ferðalag að Hólavatni í vetur. Böm á aldrinum 9-12 ára em velkomin en fundirnir byrja kl. 17.30 í Sunnuhlíð. Bingó hjá Baldursbrá KVENFÉLAGIÐ Baldursbrá heldur sitt árlega bingó í safn- aðarsal Glerárkirkju næst- komandi laugardag, 3. október kl. 14. Allur ágóði rennur í minn- ingarsjóð Júdithar Sveinsdótt- ur sem stofnaður var 1994. Þorvaldur Ingvarsson lækningaforstjóri á FSA Vildum gjarnan fjölga sérgreinum og læknum NICK Cariglia, sérfræðingur í lyf- lækningum og meltingarfæralækn- ingum á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri hefur dregið uppsögn sína til baka og mun því ekki láta af störfum við sjúkrahúsið í lok mánað- arins eins og til stóð. í frétt í Morg- unblaðinu sl. laugardag var fjallað um hræringar meðal lækna á FSA, sem hefðu sagt upp eða væm að fara í leyfi. Þorvaldur Ingvarsson, sem ný- lega tók við nýrri stöðu lækninga- forstjóra við FSA, sagði það bæði gott og slæmt að læknar fari í leyfi eða segi upp. „Það sem er jákvætt fyrir stofnunina er að vel menntaðir einstaklingar hér eiga völ á störfum í Reykjavík en það neikvæða er hins vegar að það getur verið erfitt að ráða í þeirra stað og getur oft tekið langan tíma.“ Stöðunefnd sjúkrahússins er nú Ferðamálaráð Islands f 1 lcelandic Tourist Board 8. og 9. október að Fosshótel KEA, Akureyri Dagskrá: Fimmtudagur 8. október. kl. 13.00 Setning, Birgir Þorgilsson formaður Ferðamálaráðs kl. 13.10 Ávarp, Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri Pallborð 7. Staða og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu. kl. 13.25 Magnús Oddsson, ferðamálastjóri kl. 13.40 Þorkell Sigurlaugsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Eimskipa kl. 13.55 Ómar Óskarsson, framkvæmdastjóri Austurleiðar/SBS kl. 14.10 Helgi Jóhannsson, framkvæmdastjóri Samvinnuferða-Landsýnar kl. 14.25 Hrönn Greipsdóttir, framkvæmdastjóri Hótel Sögu kl. 14.40 Fyrirspurnir kl. 15.20 Kaffihlé kl. 15.50 Ávarp samgönguráðherra, Hr. Halldór Blöndal kl. 16.00 Afhending umhverfisverðlauna FMR fyrir 1998 kl. 16.15 Fundarhlé. kl. 16.30 Óvissuferð I boði heimamanna. kl. 19.30 Fordrykkur í boði samgönguráðherra Kvöldverður og skemmtun í boði Eyfirðinga Föstudagur 9. október. Pallborð 2. Tækifæri og nýjungar í ferðaþjónustu við þröskuld nýrrar aldar. Guðmundur Malmquist, forstjóri Byggðastofnunar Haukur Birgisson, markaðsstjóri Ferðamálaráðs Guðmundur Kjartansson, framkvæmdastjóri Island Tours Bjarni P. Hjarðar, forstöðumaður rekstrardeildar H.A. Fyrirspurnir Hádegisverðarhlé. Kynning á samtökum ferðaþjónustunnar (SAF)Þorleifur Þór Jónsson, framkvæmdastjóri Hópferðamiðstöðvarinnar Almennar umræður og afgreiðsla ályktanna. Kaffihlé Ráðstefnuslit. Ráðstefnustjórar: Arnar Páll Hauksson, deildarstjóri RÚVAK Guðný Sverrisdóttir, sveitarstjóri Grýtubakkahrepps Ráðstefnugjald kr. 6.000,- Innifalið í ráðstefnugjaldi eru ráðstefnugögn og kaffiveitingar. Skráning og nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Ferðamálaráðs íslands, Akureyri í síma 461-2915 kl. 10.00 kl. 10.15 kl. 10.30 kl. 10.45 kl. 11.00 kl. 11.45 kl. 13.30 kl. 13.50 kl. 14.45 kl. 15.30 að fara yfir þær þrjár umsóknir sem bárust um stöðu yfirlæknis á slysa- deild. Umsækjendur em Ari H. Ólafsson og Jón Ingvar Ragnarsson, sem starfa sem bæklunarlæknar á FSA og Guðni Arinbjarnar, sem starfar sem bæklunarlæknir í Nor- egi. Taugasjúkdómalæknir og barnalæknir til starfa Þorvaldur sagði að nýr tauga- sjúkadómalæknir hafi verið ráðinn til starfa við FSA og hóf hann störf þann 1. október sl. Sá heitir Gunnar Friðriksson og kom frá Svíþjóð og skiptist starf hans á milli lyfjadeild- ar og endurhæfíngar- og öldmnar- deildar. Kona hans, Andrea Andrés- dóttir, er barnalæknir og var ráðin á bamadeild FSA sl. vor. Mikael Clausen barnalæknir var í leyfi á síðasta ári-og var að ljúka sinni und- irsérgrein í barna- og ofnæmislækn- ingum en kom aftur til starfa sl. haust. „Við viljum að sjálfsögðu hafa hér sem öflugasta stofnun og vildum gjarnan fjölga sérgreinum og lækn- um. Svæðið sem stofnunin þjónar er mjög stórt og við viljum þjóna því á sem bestan hátt. En okkur vantar lyflækni og kannski lyflækna, þar sem ekki hefur tekist að ráða í stöðu hjartalæknis sem losnaði nýlega. Við þurfum lækna sem em al- mennir lyflæknar og hafa undirsér- grein. Með aukinni sérhæfingu í læknisfræði verður meiri eftirspurn eftir vel menntuðum læknum. Því getur tekið nokkurn tíma að fylla þetta skarð og verður sennilega ekki gert til að byrja með nema með því að fá hingað lyflækni með einhverja aðra undirsérgrein, meðan beðið er eftir hjartalækni,“ sagði Þorvaldur. Morgunblaðið/Kristján NÓTASKIPIN Þórður Jónasson EA og Súlan EA héldu á loðnumiðin í gær og voru skipverjarnir á Þórði að taka nótina um borð skömmu fyrir hádegi. Oddeyrin landaði síld ODDEYRIN EA, nótaskip Sam- herja hf., kom til Akureyrar frá Noregi síðdegis á miðvikudag og landaði 440 tonnum af sfld til bræðslu í Krossanesi. Oddeyrin var við veiðar í norsku Íögsögunni en fékk nótina i skrúfuna á miðunum austur af Tromsö sl. laugardag. Skipið var dregið inn í næstu skom, eins og Eggert Þorfinnsson skipstjóri orðaði það, þar sem nótin var skorin úr skrúfunni. Hann sagði að töluvert af sfld hafi verið á svæðinu en hún hafi staðið djúpt, auk þess sem straumur og óhag- stætt veður hafi gert þeim erfitt fyrir. Þá var skipið með loðnunót, sem einnig hafði sín áhrif. Eggert sagði að sfldin væri góð í bræðslu, „heit og fín“ en sjórinn á svæðinu var um 10 gráða heitur. Á Akureyri var gert við loðnunót Oddeyrarinnar áður en skipið hélt áleiðis á loðnumiðin í gærmorgun. Eggert var ekki al- veg viss um hvert hann færi, þar sem lítið hafði frést af veiðanlegri loðnu. Haustlitir Og ljóð HAUSTLITIR og ljóð er yfir- skrift á dagskrá sem verður í Kjarnaskógi á morgun á veg- um Gilfélagsins. Um er að ræða haustlita- göngu og ljóðalestur en Aðal- steinn Svanur Sigfússon verð- ur leiðsögumaður. Gönguferðir verða stuttar og léttar. Áð verður á fegurstu stöðum skógarins, þar sem þátttakend- ur skemmta sér við ljóðalestur og söng milli þess sem gægst verður í malpokann. Lagt verð- ur af stað úr Grófargili kl. 13 á morgun, laugardaginn 3. októ- ber og er þátttökugjald 500 krónur. Taly og Russ í Ljósmynda- kompunni SÝNING á verkum Taly og Russ Johnson verður opnuð í Ljósmyndakompunni í Kaup- vangsstræti á morgun, laugar- daginn 3. október kl. 16. Þau hafa í sameiningu unnið verk í ýmsa miðla frá árinu 1996, s.s. myndbönd, ljósmynd- ir, málverk og bókverk. Russ nam við Cooper Union og hef- ur sýnt myndbanda- og fjöl- miðlaverk frá 1984 en Taly út- skrifaðist úr kvikmynda- og sjónvarpsdeild New York-há- skóla og hefur leikstýrt og framleitt nokkrar stuttmyndir. Þau Taly og Russ Johnson búa og starfa í New York. AKSJÓN Föstudagur 25. september 12.00ÞSkjáf réttir 18.15ÞKortér Fréttaþáttur í samvinnu við Dag. Endursýndur kl. 18.45, 19.15, 19.45, 20.15, 20.45. 21 .OOÞBæjarsjónvarp Annáll MA frá síðasta skólaári. (e) Slapp með minniháttar meiðsl eftir árekstur við fjárflutningabíl Kraftaverk að ekki fór verr Messur LAUFÁSPRESTAKALL: Kirkjuskóli í Svalbarðskirkju kl. 11 á sunnudag. Væntanleg fermingarbörn komi í kirkjuna kl. 10.30. Kirkjuskóli í Grenivík- urkirkju kl. 13.30 á sunnudag. Væntanleg fermingarbörn komi í kirkjuna kl. 14.30. Kyrrðar- og bænastund í Grenivíkurkirkju kl. 21 á sunnudagskvöld. SUMARLIÐI Daðason slapp svo til ómeiddur eftir að bíll sem hann ók lenti aftan á kyrrstæðum fjár- flutningabíl við bæinn Húsey skammt frá Varmahlíð aðfaranótt miðvikudags. Óhappið varð um kl. 1 eftir mið- nætti, en Sumarliði var á leið til Akiu'eyrar. Hann sagðist hafa ekið á 80-90 kílómetra hraða eftir bein- um vegarkafla þegar hann sá bíl koma á móti sér. Okumenn skiptu úr háum ljósum í lág þegar ljósin fóru að blinda þá. „Allt í einu kem- ur stærðarinnar trukkur inn í ljós- geislann hjá mér, hann er alveg ómerktur og engar viðvaranir. Bíll- inn, sem var mjög dökkur, fyllti al- veg út í akreinina mína, þannig að ég sá ekkert fyrr en ég var alveg kominn að honum. Ég skall beint aftan á vagninn, en ósjálfrátt beygði ég mig niður og það hefur eflaust orðið mér til lífs,“ sagði Sumarliði, en bíllinn fór undir allan vagninn og stöðvaðist við hásing- una. Ekki hefði þurft að spyrja að leikslokum hefði farþegi verið í bílnum. Að sögn lögreglu á Sauðárkróki sem fór á vettvang var um að ræða fjárflutningabíl sem hafði verið lengdur. Bíllinn hafði bilað og verið skilinn eftir. Til stóð að gera við hann fyrr um kvöldið en það gekk ekki eftir. Lögregla sagði það afar slæmt að skilja bíla eftir við þjóð- veginn án þess að setja upp ein- hvers konar viðvaranir. Að mati lögreglunnar á Sauðárkróki geng- ur það kraftaverki næst að ekki fór veiT, greinilegt sé að Sumarliði sé lánsmaður mikill og þá hafi bílbelti komið að góðum notum, en höggið hafi verið þungt er hann skall á flutningabílnum. Hrósar happi yfir að vera lifandi Bíll Sumarliða kastaðist eftir áreksturinn út á veginn í veg fyrir bílinn sem kom á móti, en ökumað- ur hans náði að hemla áður en þeir skullu saman. „Bíllinn sem ég ók, Citroén Station, er gjörsamlega í tætlum, þannig að það er í raun óskiljanlegt hversu vel ég slapp, með hálsmeiðsl, minniháttar áverka og kúlu á hausnum,“ sagði Sumarliði. Hann kvaðst hrósa happi yfir að vera lifandi og að einungis varð um eignatjón að ræða, en koma hefði mátt í veg fyrir þetta slys t.d. með því að setja upp viðvaranir, glit- merki eða eitthvað þvíumlíkt.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.