Morgunblaðið - 02.10.1998, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 02.10.1998, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Þingkosningar í Lettlandi á laugardag Réttindi rússneska minni- hlutans í brennidepli Þingkosningarnar sem fram fara í Lett- landi á morgun, laugardag, kunna að ráða úrslitum um aðlögun þjóðarinnar að Vest- urlöndum og inngöngu Letta í Evrópusam- bandið. Brian Haure gerir grein fyrir helstu kosningamálunum og þeim mikla ágreiningi, sem ríkir um hvort auka beri réttindi rússneska minnihlutans í landinu. Reuters FÓLK af rússnesku bergi brotið mótmælir meintum mannréttinda- brotum stjórnvalda í Lettlandi fyrir framan þinghúsið í Riga. KJÓSENDUR í Lettlandi þekkja eigin stjórnmálamenn nógu vel til að vita að næstum öruggt má heita að ný spillingarmál muni skjóta upp kollinum eftir kosningarnar á morgun. Og vandíúndinn er sá maður sem telur að kosningarnar muni verða til þess að skapa stöðugleika í stjómmálum lands- manna, sem einkennst hafa af tíð- um stjórnarskiptum. En kosningar þessar munu örugglega hafa í för með sér breytingar á stefnu Letta gagnvart lýðræðisríkjunum í vestri og utanríkisstefnu þein-a almennt, sérstaklega gagnvart Rússum, sem margir óttast enn svo mjög. Því er nefnilega þannig farið að í þessum kosningum verður ekki ein- ungis tekist á um fjölda kjörinna fulltrúa á þingi landsmanna, Sa- eimaen. Kjósendur þurfa einnig að gera upp hug sinn til fjölmargra breytinga sem fyrirhugaðar eru varðandi úthlutun ríkisborgararétt- ar í Lettlandi. Þótt þessar breyting- ar kunni í mörgum tilfellum að sýn- ast heldur léttvægar munu þær hafa víðtæk áhrif á þá stefnu Letta að nálgast grannríkin í vestri og þá ekki síst á Evrópusambandsaðild landsmanna, sem fram til þessa hef- ur verið helsta forgangsmál stjóm- valda. Fari eindregnustu þjóðemis- sinnamir með sigur af hólmi kann það að hafa í för með sér aukna ein- angmnarhyggju bæði gagnvart Evrópusambandinu og Rússlandi. Tilfinningaleg viðbrögð Helsta átakamálið snýst um íúlla aðlögun rússneska minnihlutans í Lettlandi að samfélaginu og borg- araleg réttindi þessu fólki til handa. Samkvæmt nýjustu skýrslum búa nú 653.000 Rússar í Lettlandi sem svar- ar til 26,6% þjóðarinnar. Eftir miklar deilur sem staðið höfðu linnulítið í heilt ár leit út fyrir nú í júnímánuði að Lettar myndu láta undan þeim þrýstingi sem þeir hafa sætt á alþjóðavettvangi þannig að leitt yrði í lög að öll böm sem fædd era síðar en í ágústmánuði 1991 þegar landið hlaut sjálfstæði skyldu framvegis teljast lettneskir ríidsborgarar, án tillits til upprana foreldranna. Þeir sem utan þessarar atburð- arrásar standa kunna að álykta sem svo að hér yrði í raun um minnihátt- ar breytingu að ræða. í raun snýst þessi tillaga aðeins um það að börn geti fengið ríkisborgararétt án þess að þurfa að gangast undir skyldu- próf til að sýna fram á fæmi í lett- neskri tungu. Og aukinheldur ræðir hér aðeins um 18.400 þeirra 133.100 bama sem fæðst hafa á þessu tíma- bili. Yrði breyting þessi á hinn bóg- inn leidd í lög myndi hún fela í sér mikilvægt skref af hálfu Letta til að fá viðurkenningu alþjóðasamfélags- ins á þeirri viðleitni stjómvalda að leysa „rússneska vandann“. Viðbrögðin hafa hins vegar leitt í ljós hversu ofurviðkvæmir Lettar eru fyrir þjóðemis- og tungumála- vanda þessum. Þegar ljóst virtist að umrædd breyting á ríkisborgar- aréttinum yrði leidd í lög á þingi nýttu þjóðernissinnar á hægri vængnum ákvæði í stjómarskrá landsins sem kveður á um að bera þurfí lög undir þjóðaratkvæði komi fram nægilega sterk krafa í þá veru á löggjafarsamkundunni. 36 þing- menn af 100 vora fylgjandi því að málið yrði borið undir þjóðina. Til þess að slík atkvæðagreiðsla fari fram þurfa minnst 10% kjó- senda að undirrita sérstaka áskor- un í þá vera. Flestir töldu að erfítt myndi reynast að fá fram nægilega margar undirskriftir. Viðtökumar reyndust hins vegar fara fram úr björtustu vonum andstæðinga þess að Rússum verði fengin aukin rétt- indi. Alls skrifuðu 226.530 undir áskorun þessa sem svaraði til 73% umfram það sem nauðsynlegt hefði verið. Núverandi forsætisráðherra Lettlands, Guntars Krasts, sem til- heyrir flokki er nefnist Föðurland og frelsi og er lengst til hægri í stjórnmálum landsmanna, setti fyrstur manna nafn sitt á blað í þessum tilgangi. Það tókst honum að gera án þess að fjölmiðlar veittu því athygli. Síðar rökstuddi hann þessa ákvörðun sína með eftirfar- andi hætti: „Þetta mál þarf að ræða ofan í kjölinn og krafa fólksins um að á það verði hlustað er réttmæt." Neikvæður þrýstingur frá ESB Þeir era ekki margir stjórnmála- mennimir í Lettlandi sem lýsa þeirri skoðun sinni að rússneska eigi að fá stöðu opinbers máls í tvítyngdu samfélagi. Þessir menn vísa þá gjaman til þessarar stöðu mála í Finnlandi og Belgíu. Þeir eiga á hinn bóginn erfitt með að ná til þjóðarinnar. Lettar voru neyddir til að viðurkenna rússnesku sem opinbert tungumál í 50 ár og enn ríkir í landinu mikil andúð í garð Rússa. Guntars Krasts forsætis- ráðherra heldur því meira að segja fram að þrýstingur frá aðildarríkj- um Evrópusambandsins hafí í þessu tilfelli haft þveröfug áhrif. „Þrýstingur af hálfu stjórnmála- manna í aðildarríkjum ESB minnir fólk vel á þann yfirgang sem það forðum sætti af hálfu Moskvuvalds- ins - sem leyfði sér að ráða öllum málum þjóðarinnar,“ sagði Krasts er hann gerði grein fyrir afstöðu sinni til málsins. Guntis Ulmanis, forseti Lett- lands, hefur á hinn bóginn verið ötull talsmaður þess að rússnesk- um börnum verði tryggður ríkis- borgararéttur og hann hefur ítrekað hvatt til þess að lögunum verði breytt í þá veru. Ulmanis hefur bæði vísað til þess að slíkt geti einungis talist sanngjarnt gagnvart rússneska minnihlutan- um í landinu auk þess sem breyt- ingin myndi verða til þess að greiða fyrir frekari nálgun við Evrópusambandið. Hann er hins vegar ekki ósammála því mati Krasts forsætisráðherra að þrýst- ingurinn frá ESB hafí haft neikvæð áhrif á almenning - það getur vart flokkast undir tilviljun að mannréttindafulltrúi Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu hef- ur nú gert hlé á tíðum ferðum sín- um til Lettlands. Þessar heimsóknir hafa jafnan vakið mikla athygli í fjölmiðlum, ekki síst þeim fjölmiðlum sem Rússar stýra. Þar hefur hvert tækifæri verið notað til að minna á að sjón- armið Öryggis- og samvinnustofn- unarinnar fari saman við kröfur rússneska minnihlutans um borg- araleg réttindi. Þegar gengið verður til kosn- inga á morgun er því staðan sú að þeir sem mest eiga undir niður- stöðunni, Rússar án ríkisborgar- aréttar, geta að sjálfsögðu ekki tekið þátt. Og þegar horft er til þess hversu góðar viðtökur undir- skriftaherferðin hlaut hafa fæstir fyrir því að tjá sig um líkleg úrslit. A Norðurlöndum hefði hugur þjóð- arinnar fyrir löngu verið leiddur fram í skoðanakönnunum. Sú stað- reynd að stofnanir sem sinna slík- um rannsóknum hafa afráðið að gera engar slíkar kannanir sýnir vel hversu mikil spenna einkennir stjórnmálalífið í landinu nú um stundir. Undir yfírborðinu kraum- ar jafnan sú „ógn“ sem Lettar telja að skapist fái Rússar pólitísk áhrif í landinu. Margir óttast að upp úr sjóði og vísa m.a. til sprengingarinnar við sendiráð Rússa í höfuðborginni, Riga, nú í vor. Önnur sprenging sem varð aðfaranótt fímmtudagsins varð ekki til að slá á spennuna. „Ég fæ vel skilið óttann við hin rússnesku áhrif en ég er sannfærð- ur um að hann er yfirdriíinn," segir Ole Espersen, mannréttindafulltrúi Eystrasaltsráðsins, sem jafnframt fer með málefni minnihlutahópa. Hann er einn „Evrópumannanna" sem oft sækja Letta heim og veita þeim ráð og leiðsögn. „Nokkur ár munu líða þar til allir Rússar í land- inu verða búnir að fá lettnesk ríkis- borgararéttindi. Það er ekkert sem bendir til þess að þeir muni sýna af sér minni þjóðhollustu en aðrir landsmenn. Hið gagnstæða er einmitt líklegra þar sem núverandi ástand getur einungis af sér spennu og óánægju," bætir hann við. Fyrrum forsætisráðherra í sókn Svo virðist sem staða flokkanna á þingi komi til með að verða önnur eftir kosningarnar á morgun. Þannig gefa skoðanakannanir til kynna að Þjóðarflokkurinn, flokkur Andris Skeles, fyrram forsætis- ráðherra, muni fá allt að 20% at- kvæðanna. Það fylgi mun hann einkum sækja til miðflokkanna, Fyrir Lettland, Bændaflokksins og Borgaraflokksins (Saimnieks). Stjórn Skeles hrökklaðist frá völdum sumarið 1997 en þá gengu alvarlegar ásakanir um spillingu á víxl manna í millum. Því var haldið LETTLAND Gengið verður til þingkosninga í Lettlandi á iaugardag LANDAFRÆÐI íbúafjöldi: 2,48 milljónir Aðrír: 12% Tungumái: Lettneska Flatarmál: 64,589 ferkm Höfuöborg: Ríga (íbúafjöldi 856.000) Trúarbrögö: Lúterstrú, rómönsk katólsk, rússneskur rétttrúnaður. efnahagur .'MWIflBBBpB Útflutnlngur: Timbur, vefnaður, landbúnaðar- afurðir, vélar og rafmagnstæki. SAGA 1919: Öölast sjálfstæði eftir að bolsjevikkar eru hraktir frá Riga. 1940: Innlimað í Sovétríkin í krafti hen/alds. 1941-44: Hersetið af Þjóðverjum. 1990: Gorbatsjov Sovétleiðtogi reynir að ógilda sjálfstæðisyfirlýsingu Letta. 1991: Lettar lýsa yfir sjálfstæði þrátt fyrir hótun um hernaðarihlutun. Rússar viðurkenna ríkið 4. september. fram að þýsk fyrirtækjasamsteypa hefði greitt að hluta til kostnað við byggingu lúxusheimilis Skeles en Þjóðverjar þessir hafa náð leiðandi stöðu á markaðinum í Lettlandi. Skeles var jafnframt ásakaður um að gæta hagsmuna AvelLat-keðj- unnar með lagasetningu. AvelLat er stærst á matvörumarkaðinum í Lettlandi og Skeles var tengdur þessu fyrirtæki áður. Hvort sem þetta er satt eður ei er ljóst að Skeles nýtur vinsælda á meðal fjölmargra í atvinnulífinu. Kjósendur virðast hafa gleymt spillingarmálunum. Ef til vill hafa þeir fyrirgefið eða þá einfaldlega gefíst upp - sá stjórnmálamaður er vandfundinn í Lettlandi sem ekki hefur verið bendlaður við spillingu. Þó svo Föðurland og frelsi muni bæta við sig fylgi virðist svo sem fylgið við hægri vænginn verði í heild því sem næst óbreytt. Miðju- stefna sú sem Skeles boðar kveður á um að framvarpið umdeilda um tungumálakunnáttuna verði samþykkt og að rússneski minni- hlutinn aðlagist samfélaginu í áföngum. Þar sem Skeles kann að standa uppi sem sigurvegari kosn- inganna geta þau úrslit reynst mik- ilvæg fyrir þá stefnu Letta að leita eftir sem nánustu samstarfi við vestræn ríki. Höfundur er danskur blaðamaður og starfar á fréttastofunni Baltic Highlights í Riga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.