Morgunblaðið - 02.10.1998, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 02.10.1998, Blaðsíða 32
32 FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 1998 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Arnmundur Backman Ingibjörg Möller Guðrún Bergmann fslenskar og þýddar bækur frá Fróða Dulheimar og ráðgátur ALMÚGAMENN eftir Ai-nmund Backman er meðal væntanlegra bóka frá Fróða. Þetta er þriðja skáldsaga Arnmundar og hafði hann nýloldð frágangi handrits er hann lést. Sagan gerist í sjávarþoi’pi á Islandi í byrjun sjötta áratugarins. „I bókinni skap- ar höfundur mjög eftirminnilegar og trúverðugar persónur og bregð- ur upp raunsannri mynd af þorpssamfélagi þessa tíma,“ segir í kynningu. Útisetan eftir Guðrúnu Berg- mann er fyrsta skáldsaga höfund- arins, sem áður hefur sent frá sér viðtalsbók og þýtt nokkrar bækur. Sagan gerist í Norður-Noregi og á íslandi á fyrri hluta níundu aldar. Þar fléttast saman tengsl norrænna manna við Sámi fólkið, sem býr í nyrsta hluta landsins. Sagan fjallar um stúlku sem fæðist inn í þessa tvo menningarheima og útivist hennar á eyju, langt úti í hafi. Ykjur og handleiðsla Ráðgáta um rauðanótt er verð- launasaga eftir Ingibjörgu Möller. Þetta er önnur bamabók Ingi- bjargar. Sagan hlaut fyrstu verð- laun í samkeppni um bamabókar- handrit sem Bandalag kvenna í Reykjavík efndi til í tilefni 80 ára afmælis síns. Aðalsögupersónumar era fjórar, tvær stelpur og tveir strákar. Annar strákurinn er alvar- lega veikur. Hann fær leyfi til að fara með vinum sínum þremur út í Engey þar sem margt ævintýra- legt og óvænt ber við. Ýkt eðlilegt er eftir Ómar Ragn- arsson. Þetta er fyrsta unglinga- bók Ómars en áður hefur hann sent frá sér eina skáldsögu og bækur um eftirminnilegar persón- ur. Aðalsöguhetjur bókarinnar eru tveir reykvískir unglingar sem lenda í slæmum félagsskap og komast undir manna hendur. Nóttin lifnar við er eftir Þorgrím Þráinsson. Saga þessi er sjálfstætt framhald verðlaunasögu Þorgríms, Margt býr í myrkrinu, er út kom í fyrra. Söguhetjumar era fjórir unglingar, tveir piltar og ein stúlka úr Reykjavík og frönsk vinkona þeirra. Unglingarnir eiga erindi að Búðum á Snæfellsnesi þar sem þeir dragast óvart inn í atburðarás þar sem þeir geta litlu ráðið um fram- vindu mála. Digitus Sapiens er eftir Þóri S. Guðbergsson, Kristinn R. Þórisson og Bjarna Hinriksson. Þetta er að sögn afar sérstæð bók þar sem fléttað er saman frásögn og mynd- um. Hún fjallar um ferðalag tveggja íslenskra ungmenna í hulda neðansjávarhella og er „framsetningin ætluð til hvatning- ar og örvunar sjálfstæðrar hugsun- ar“. Snæfinnur snjókarl eftir Jón Ar- mann Steinsson og Jón Hámund Marinósson er kynnt sem lit- skrúðug saga fyrir yngstu lesend- uma um hinn kunna Snæfinn snjó- karl og þau ævintýri og raunir þær sem slíkir karlar rata tíðum í. Ár, golf, matreiðsla Áin mín er eftir Eirík S. Eiríks- son blaðamann. í bókinni segja kunnir laxveiðimenn frá upp- áhaldsveiðiánum sínum. Viðmæl- endur höfundar lýsa ánum, veið- istöðum, veiði og staðháttum, segja frá eftirminnilegum viðburðum, sem þeir hafa upplifað við veiði- skapinn og rifja upp veiðisögur. Betra golf er eftir Arnar Má Ólafsson og Úlfar Jónsson. „Allir kylfingar, hvort sem þeir era byrj- endur, eða lengra komnir eiga að geta haft veruleg not af ráðlegg- ingum bókarinnar", segir í kynn- ingu. í bókinni er mikill fjöldi ljós- mynda í lit, flestai- teknar af Friðþjófi Helgasyni. Eldhúshandbókin er eftir Þráinn Lárasson matreiðslumeist- ara. Bókin hefur að geyma fjölþættar upplýsingar og ráðlegg- ingar til allra þeirra sem fást við matreiðslu á einn eða annan hátt. Spenna og munúð Leit eftir Stephen King er í ís- lenskri þýðingu Bjöms Jónssonar. I bókinni era sögur úr ritsafni Kings, „Different Seasons“. Þegar vindurinn blæs eftir band- aríska rithöfundinn John Saul er einnig í íslenskri þýðingu Björns Jónssonar. Þetta er önnur bók Saul sem út kemur hérlendis, en í fyrra kom út bókin Reiðarslag. Til hamingju með daginn, Sara eftir franska rithöfundinn Yann Queffélec er í íslenskri þýðingu Guðrúnar Finnbogadóttur. Queffé- lec er einn af kunnustu núlifandi höfundum Frakka og fékk frönsku Goncourt bókmenntaverðlaunin árið 1985. Söguefni sitt sækir hann gjaman í samtímaviðburði og þessi saga gerist á röskum fjóram klukkustundum um borð í farþega- ferjunni Estóníu, frá því að hún leggur úr höfn í Tallin uns hún hverfur í djúp Eystrasaltsins aðfaranótt 28. september. Guðrán Finnbogadóttir þýðir einnig Langferð Lúsíu eftir frönsku skáldkonuna Alinu Reyes, en bækur hennar era sagðar mikið lesnar í heimalandinu. „Sögur hennar eru stuttar og meitlaðar og einkum þykja erótískar lýsingar hennar meistaralegar," stendur í kynningu. Á refilstigum er eftir breska rit- höfundinn og sagnfræðinginn Tim Wilson. Bókin hefur að geyma sanna frásagnarþætti frá ýmsum tímum en höfundurinn hefur sér- hæft sig í skrifum um sakamál sem vakið hafa mikla athygli. Æskan einkum með barna- og unglingabækur Ævisaga pilts spennusaga um stulku Andrés Anna Dóra Ingibjörg Indriðason Antonsdóttir Þorgeirsdóttir í BÓKAÚTGÁFU Æskunnar í ár er lögð áhersla á bækur handa börnum og unglingum. Bækurnar sem að þessu sinni koma út skiptast jafnt á íslenska og erlenda höfunda. Höfundar fslenskra verka eru Andrés Indriðason, Anna Dóra Ant- onsdóttir og Rristín Steinsdóttir. Höfundar erlendra verka eru Anne Fine, Máns Gahrton, Jenny Nimmo og Robert Leeson. Æskan gefur einnig út endurminningar Ingi- bjargar Þorgeirsdóttur. Hefurðu farið á hestbak? er eftir Önnu Dóru Antonsdóttur. Myndir gerði Freydís Kristjánsdóttir. Þetta er fyrsta skáldsaga upprennandi höfundar. „Þótt sagan sé einkum ætluð börnum á aldrinum 8-13 ára á hún erindi til fólks á öllum aldri,“ segir í kynningu, og ennfremur: „Saga Önnu Dóru Antonsdóttur er „ævisaga" Reykjavíkurpilts, bráð- skemmtileg frásögn af pilti sem býr einn með móður sinni og fær að þola með henni súrt og sætt... Pilturinn verður á vegi ævisagnaritara nokk- urs sem fegins hendi grípur tækifæri til að hnýsast í hagi pilts- ins og skrá sögu hans jafnóðum og hún gerist." Ormur í maga Ormurinn er eftir Kristínu Steinsdóttur með myndum Áslaug- ar Jónsdóttur. Sagan greinir frá tveimur bömum, pilti og stúlku, í ís- lensku sjávarplássi sem hafa miklar áhyggjur af ormi í maga móður stúlkunnar og hvernig þau reyna að grafast fyrir um það hvers konar ormur þetta gæti verið. „Sagan lýs- ir á nærfærinn hátt fjörugu ímynd- unarafli barna og endurspeglar í leiðinni samfélag vinnandi fólks sem ekki hefur mikinn tíma til að vera með börnum sínum," segir í kynn- ingu forlagsins. Ný skáldsaga eftir Andrés Indriðason verður gefin út og heit- ir „Eins og skugginn“. í þessari sögu kveður við nýjan tón í skrifum Andrésar að sögn forlagsins, saga hans er raunsæisleg unglingasaga sem fjallar um 18 ára stúlku. Sagan gæti átt sér hliðstæðu í samtíman- um og er skrifuð í stíl spennu- sagna. Snjallar stelpur er eftir Robert Leeson, myndir gerði Axel Scheffler. Robert Leeson er gamal- reyndur höfundur bamaefnis í Bretlandi, bæði bóka og útvarpsefn- is. Hér segir hann sögur af snjöllum stúlkum frá ýmsum löndum. Þetta eru stúlkur sem ekki hræðast neitt, lifandi eða dautt. Guðni Kolbeinsson þýddi. Eva & Adam - Bestu óvinir. Höfundur þeirrar bókar er Máns Gahrton, en myndanna Johan Unenge. Þetta er þriðja bókin sem Æskan gefur út um þau Evu og Adam en þau hafa líka verið sívinsælt teiknimyndaefni í blaðinu. Sjónvarpsefni um þessar söguper- sónur er væntanlegt á dagskrá Sjónvarpsins í byrjun vetrar. Andrés Indriðason þýddi verkið. Þorri og þúsundfætlan er eftir Jenny Nimmo í þýðingu Öddu Steinu Björnsdóttui-. Myndir eru eftir David Parkins. Jenny Nimmo hefur áður verið kynnt íslenskum lesendum með útgáfu Barnabókaút- gáfunnar á bókinni Steinmúsinni. Að þessu sinni er á ferð saga af kraftmiklum pilti sem fær í af- mælisgjöf mjög gerðarlega skó. Piltinum verður mikil skemmtun í því að stappa um allt. Sagan er ætluð ungum lesendum. Dagbók drápskattar er fyrsta bók Anne Fine á íslensku. Höfund- ur mynda er Steve Cox. Ann Fine er sögð einn vinsælasti núlifandi barnabókahöfundur á Vesturlönd- um. Það er heimilisköttur sem segir sögu sína sjálfur í bókinni. Eðli kattarins fellur ekki alls kostar að góðum siðum fjölskyldunnar sem hann dvelst hjá. Sagan er ætluð ungum lesendum. Árni Árnason hefur þýtt söguna. Endurminningar aldamótabarns era eftir Ingibjörgu Þorgeirsdóttur. Hér eru á ferðinni endurminningar höfundar (f. 1903) frá því snemma á öldinni. Hún segir frá ýmsum ár- stíðabundnum venjum sem snertu börn í þá daga. „Hér er á ferð mjög einlæg lýsing á siðum, venjum og búskaparháttum horfins samfélags. Höfundur dregur upp myndir af lífi og starfi fólks eins og hún kynntist því og vill með þeim hætti færa ís- lenskum aldamótabörnum gjöf sína,“ segir í kynningu. Áður hafa komið út eftir Ingibjörgu ljóðabæk- urnar Líf og litir (1956) og Ljóð (1991). Ingibjörg hefur flutt allmörg útvarpserindi og frumsamda sög- uþætti í barnatíma útvarps. Endur- minningar aldamótabarns er mynd- skreytt af Sigrúnu Eldjárn. Harmonikkutónleikar í Gerðubergi TATU Kantomaa harmonikkuleikari. TATU Kantomaa harmonikkuleikari heldur tónleika í Menningarmiðstöð- inni Gerðubergi laugardaginn 3. október kl. 17. Fyrir hlé leggur hann áherslu á klassísk verk um- skrifuð iyrir harm- onikku, m.a. Asturi- as eftir Isaac Albén- izyFriedrich Lips, rússnesk þjóðlög, Sorgarvalsinn eftir Sibelius og Oblivion eftir Astor Piazzolla. Á seinni hluta tón- leikanna leikur hann nútímalegri verk, m.a. Hungarian eftir Viljo Vesterinen (gamla kennarann sinn), Pustan Rakkautta eftir Geor- ge de Godzinzky, La Mariposita eftir Pietro Frosini. Tatu Kantomaa hefur búið hér á landi frá 1996 og bæði kennt og spilað á harmonikku. Hann er kunn- ur fyrir leik sinn með hljómsveitinni Rússíbönum, segir í fréttatilkynn- ingu. Tatu hefur leikið á haimonikku frá unga aldri. Hann nam fyrst hjá Finnanum Veikko Ahvenainen í nokkur ár en síðar hjá rússneskum kennara, Viktor Kouzovlew, í Tón- listarskólanum í Jyváskylá. Tatu hefur haldið fjölda tónleika víða um heim frá 11 ára aldri m.a. í Band- aríkjunum, Finnlandi, Japan, Moskvu; Austur-Þýskalandi, Aust- urríki, Italíu, Svíþjóð, Noregi og á íslandi. Tatu var í öðru sæti í Viljo Vesterinen hannonikku-keppninni árið 1985 og árið 1987 en bar sigur úr býtum í keppninni árið 1989. Hann hefur auk þess komið fram í útvarpi og sjónvarpi í mörgum lönd- um og gefið út nokkrar hljómplötur, segir í fréttatilkynningu. Brotahöfuð á ensku VAKA-Helgafell hefur gengið frá samningum við enska for- lagið Mare’s Nest um útgáfu á skáldsögunni Brotahöfði eft- ir Þórarin Eldjárn, sem út kom hjá Forlaginu fyr- ir tveimur ár- um. Þetta er fyrsta bókin sem kemur út eftir Þórarin erlendis en Vaka-Helgafell á nú í viðræðum við bókaforlög í fleiri löndum um útgáfu á bókinni. Brotahöfuð var í hópi sex evrópskra bókmenntaverka sem tilnefnd voru til Aristeion- verðlaunanna, evrópsku bók- menntaverðlaunanna, fyrir skömmu. Brotahöfuð er þriðja skáldsaga Þórarins Eldjárns en hann er einnig þekktur fyrir smásögur sínar og ljóð, auk þýðinga og bóka fyrir börn. Bernard Scudder þýðii' Brotahöfuð á ensku. Hann var tilnefndur til Aristeion-verð- launanna um leið og Þórarinn en í hópi þýðenda. Þórarinn Eldjárn hefur nú lokið við nýtt smásagnasafn sem kemur út hjá Vöku-Helga- felli í byijun nóvember en það forlag hefur nýlega tekið við út- gáfurétti á verkum Þórarins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.