Morgunblaðið - 02.10.1998, Side 33

Morgunblaðið - 02.10.1998, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 1998 33 LISTIR Verkefni hvers- dagsmannsins Aðalsteinn Svanur Sigfússon BÆKUR Ljóð KVEIKISTEINAR eftir Aðalstein Svan Sigfússon. Prentvinnsla: Prentsmiðjan Grafík hf. Mál og menning 1998. 47 bls. ÉG HEF ekki rannsakað það sér- staklega en ég hef það á tilfmning- unni að hversdagsleikinn hafi rutt sér æ meir inn í íslenska ljóðlist síð- ustu ár. Með því á ég ekki aðeins við að skáld hafi í auknum mæli ort um hið daglega líf og það sem því til- heyrir heldur einnig að þau geri það á hversdagslegri máta, með hvers- dagslegri orðum, hversdagslegri hugsun (ekki endilega í neikvæðri merkingu). Kannski er þetta hluti af þeim flótta frá hugmyndastefnum sem einkennt hefur líðandi áratug. Kannski menn hafi fengið nóg af því að dansa á mörkunum þar sem veruleikinn leysist alltaf upp í draum þegar minnst varir og öfugt. Kannski eru menn bara búnir að uppgötva að lífið er skáldlegt, eins og Jóhann Hjálmarsson benti á í samnefndri bók fyrir tuttugu árum. Hversdagsleikinn er meginum- fjöllunarefni nýrrar ljóðabókar Að- alsteins Svans Sigfússonar, Kveiki- steinar. Bókin skiptist í tvo hluta. í fyrri hlutanum eru minningaljóð sem flest eru eins konar augna- bliksmyndir, leiftur frá liðinni tíð, enda er minnið gluggalaus lager, eins og lýst er í fyrsta ljóði bókar- innar, Lager: Pjófalyklar torfengnir að geymslunura og skrár stirðar. í skúffunum hafa myndir fdlnað og fókusinn var aldrei góður milli fingra molna þær í ryk. I gluggalausa veggi er múraóm' ómur af söng. Aðalsteinn reynir að endurvekja liðinn tíma þrátt íyrir þessa mein- bugi; endurskapa hann úr fólnuðum fókuslitlum myndum, molnuðum myndum og hálfkæfðum óm en þar koma kveikisteinar vissulega að góð- um notum. Slík endursköpun fortíð- ar hefur verið algengt viðfangsefni í íslenskum bókmenntum síðustu ára- tuga, einkum karlskálda. Hér er bemskan sem slík þó ekki aðalum- fjöllunarefnið heldm' glötuð fortíð, full af einhverju sem ekki verður aft- ur, þetta er endursköpun tíma sem hefur „gi'óið yfir fyrir löngu“. Ljóðið Lýsing segir frá breyttum tímum: Nú er svo komið að brim hefur mulið bryggjuna naustið fallið og gaddavír er ég fyrrum þandi sem fiðlustreng ryðgai' bitlaus í sinu. Símalínur úr túnum og bikuð trén. Ur sölnuðum vallhumli á skurðbakka hafa risið aðrir teinréttir flúorljósastaurar meðfram heimreiðinni mjóu zinkhúðað stál, kapall plægður í jörð. Hjarnið kastar nýju ljósi. Seinni hluti bókarinnar hefur að geyma ljóð um göngu okkar í gegn- um tilbreytingarlitla dagana. I bók- inni er að finna djúpan efa um að líf- ið sé eitthvað annað en hinar dag- legu skyldur: „Þuirka reglulega af sjónvarpinu / hlúi að limgerðinu og í skápnum / dökk föt fyrir jarðarfarir / ræð krossgátur um helgar“. Það þarf hins vegar ekki mikið til þess að brjóta upp þessa hugsun: „en þegar hún leggur handleggina mjóu / um háls mér í þessu algera trúnað- artrausti / segir: Pabbi, stundum finnst mér ég sé ekki til / - er það eitt af þessum augnablikum þegar einnig ég / er ekki viss“ (Að vera). Kannski má tala um að í síðari hluta bókarinnar sé reynt að end- urskapa hversdagsleikann og þá til að Ijá honum merkingu, upphefja hann með því að vekja athygli á honum. Þetta er verkefni hvers- dagsmannsins: Að finna merkingu, að finna tilgang. Hér er iðulega leitað fanga í ákveðnum samslætti við náttúruna, hún er athvarf, veit- ir fróun í deyfðinni. Ljóðið Sumar- auki hljómar svo: Skömmu fyrir fréttir nær fjallskugginn flæðannáli á gulum túnum skelfurgi-asaflóum í garðinum kvikna stjörnur í krónum reynis og aspar og enn um stund má uppvaskið bíða. Ljóðstíll Aðalsteins markast nokkuð af þessum samslætti hvers- dagsumhverfis og náttúru, kannski má segja borgar og náttúra. Tiltölu- lega einfalt og látlaust orðfæri fær svolítið ábúðarmikinn hljóm þegar náttúran ljær því rödd sína. Gott dæmi er ljóðið Vetur: Urgar við ístennt þakskegg héluð björk á fallaskiptum brestur í svellum og straumþung bræða holræsi snjó af hlemmum hrekk upp við skerandi són og slekk á stillimyndinni. Auðvitað hefur hvunndagsleikinn alltaf verið hluti af skáldskapnum en þegar stillimyndin hefur ratað inn í hann hefur hversdagsmaður- inn unnið verk sitt til nokkurs. Lífið hlýtur að vera skáldlegt. Þröstur Helgason MAYIAG 'j Margargerðir Fáanlegir í hvítu, svörtu og til klæðnii " ;;f/ ; f \\ ■ 1 .................... < 365 L. kælir - 194 L. frystir 4 Stór og sterkur skápur Einnig fáanlegir með klakavél (klaki, kurl eða rennandi vatn) Sambyggð þvottavél og þurrkari - Tekur 7,1 kg. Sterkt og öflugt tæki á frábæru verði. Tekur 10,1 kq. Sterkur og öflugur þurrkari fyrir stór heimili eða húsfélög. k/ð erum i - ANNO 1 929 - Skútuvogur 1 • Sími 568 8660 • Fax 568 0776 á íslandi Stærsta heimilis-og raltækjaverslunarkeöja I Evrópu VERIÐ VELKOMIN I VERSLUN OKKAR LAT 1000 þvottavél Tekur 10,1 kg. Topphlaðning Hraðvirk, traust og öflug vél. Kælir með frysti LDE 1000 þurrkari þurrkari AIVIERÍ ÍSKCÆÐI og Gl ■ m m w \, **

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.