Morgunblaðið - 02.10.1998, Page 35

Morgunblaðið - 02.10.1998, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ SJONMENNTAVETTVANGUR FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 1998 35 HLUSTAÐ MEÐ AUGUNUM Þekkingarleysi á eðli heyrnarleysis hefur endurtekið komið fram í íslenzkum fjölmiðlum á skömmum tíma auk þess að fjarri lagi er að öllum misskilningi og fordómum um eðli meinsins hafi verið eytt. Það, ásamt grein í Berlinginum, varð Braga Asgeirssyni tilefni til eftirfarandi hugleiðinga í tilefni baráttudags heyrnarlausra, sem hér var haldinn hátíðlegur sl. sunnudag. EINN mesti áhugamaður um velferð heyrnarlausra á þessari öld var tvímælalaust Brandur Jónsson, lengi skólastjóri Málleysingjaskólans, sem fékk nafni hans breytt í Heyrnleysingjaskólinn. Flutti með sér fjölda ferskra nýjunga í skólastarfið, sem flestar kostaði ótrúlegt erf- iði, andvökur og svitaperlur að gera að veruleika, en hann gafst aldrei upp. Hjálpaði einnig fólki er átti í talerfiðleikum, stamaði eða var holgóma, var þar einnig brautryðjandi um nýjar aðferðir. A myndinni, sem sennilega er tekin 1966, sést hann beita sérstakri aðferð er miðaði að því að skapa málkennd í huga hins heyrnarlausa. A SEPTEMBER ár hvert er baráttudagur heyrnarlausra haldinn hátíðlegur víða um heim og er hann öðru fremur notaður til að vekja athygli á þess- um meinta minnihlutahópi. Vandamálum sem hann á við að stríða, ásamt þekkingarleysi og for- dómum sem hefur verið hlutskipti þolenda fram á síðustu tíma. Svo virðist sem hugtakið, heyrn- arleysi, sé nokkuð svífandi í ís- lenzku máli þar sem menn gera oft- ar en ekki lítinn mun á heyrnar- skertum og heyrnarlausum, hins vegar gera allir sér grein fyrir því að eitt er að vera sjóndapur og annað blindur. Dæmi um þetta er fyrirsögn viðtals hér í blaðinu fyrir nokkru, Framfarir í gerð heyrnar- tækja íyrir heymarlausa. Flestir munu hafa lesið hana athugasemd- arlaust, en gætu menn ímyndað sér fyrirsögn er hljóðaði þannig: „Framfarir í gerð gleraugna fyrir blinda“ og skyldi hún ekki vekja einhver viðbrögð? Ekki hyggst ég fjargviðrast hér um skilning og viðhorf manna á heyrnarleysi og blindu almennt, en við eigum hér ágætt og réttara orð á íslenzku svo það fer eðlilega í taugarnar á þolendum af hve mikilli vanþekkingu ábyrgðar- og hugsun- ai-leysi hugtakið heyrnarleysi er meðhöndlað. Annað dæmi er nýlegur sjón- varpsþáttur um hljómborðssnilling- inn Evelyn Glennie, þar sem þrástagast er á heyrnarleysi í ís- lenzka textanum, þrátt fyrir að hún sé með heyrnartæki og að fram muni hafa komið í töluðum enskum texta að hún væri heymarskert, ekki heyrnarlaus. Ég yrði síðastur manna til að gera minna en skyldi úr afreki konunnar, en frá mínum bæjardyram séð hlýtur þetta að byggjast á einhverjum heyrnarleif- um ásamt ótrúlegu næmi fyrir hljóðbylgjpm og titringi, algjörri sérgáfu. Ég komst þó ekki hjá því að taka eftir hve hún átti í litlum vandkvæðum með að skilja spyril- inn, sem var ekki beinlínis með þá varagerð sem skilar sér best til þeirra sem byggja samband sitt við hina talandi á varalestri. Skiljan- lega er útilokað fyiir heyrnariaus- an að lesa af vöram fólks, nema að beina nokkurri athygli að vara- hreyfingum viðkomandi, hversu frábærar sem þær annars eru, þar má í raun ekkert út af bera og ein- beitnin á fullu. Hér er á ferð meinlegur mis- skilningur varðandi skerta heyrn og heyrnarleysi, hvort heldur um meðfædda fótlun, veikindi eða slys sé að ræða. I flestum tilvikum er nefnilega einungis um sambands- leysi við fullkomlega eðlilegar og heilbrigðar heilastöðvar að ræða. Má líkja þessu við útvarp eða sjón- varp sem er í fullkomnu lagi en boðin sem kveikja á innra byrði þeirra meira og minna óvirk, hafa laskast utan eða inni í tækinu og ekki alltaf af sömu orsökum. Allt annað mál er svo þegar um gömul og úr sér gengin tæki er að ræða og slit raunhæft, sama gildir um líffæri og skilningarvit mannsins. Hér er þannig um fullkomlega eðlilegt fólk að ræða á mismunandi þroska- og vitsmunastigi eins og gengur. Getur þai- fyrir verið gætt miklu tónnæmi og verið í hæsta máta músíkalskt, þótt ytri aðstæð- ur geri það að verkum að heilastöðvarnar nema ekki hljóð að utan. Blindur getur þannig sömu- leiðis verið gæddur afburða innra sjónnæmi þótt ytri augu séu sködd- uð, sem getur komið fram í margri mynd í daglegum athöfnum viðkomandi, óvenjulegu og jafnvel yfirburða næmi á umhverfið. Þá er því stundum beitt sem sértæku áhersluatriði í rituðu og töluðu máli, að hlusta með augunum og sjá með eyrunum, er þó alls ekki fjarri lagi um heyrnarlausa og blinda eins og dæmið sannar. Fjöldinn meðtekur þessi tvö skilningarvit sem sjálfsagðan hlut, en sárafáh- gera sér fulla grein fyrir eðli þeirra og vægi í daglegum störfum og athöfnum. Hvort fyiár sig er mögulegt að þjálfa, og heimsæki menn vísindasöfn komast þeir að mörgu merkilegu hér um sem ekki liggur endilega á lausu, menntakerfi þjóða hafa yfirleitt gefið lítinn gaum til þessa, nema í sérskólum tónlista og sjónmennta- skólum. Oftar er þessu öfugu farið, menn hlusta en heyra ekki, horfa en sjá ekki. og þó er hér hægt að læra allt lífið. Barnið fæðist með frekar ófull- komin augu, rámskynið svo bág- borið að það sér flest flatt í kiáng- um sig, andlit foreldranna sem pönnukökur með nokkrum óskil- greindum og þó kunnuglegum doppum, sem smám saman taka á sig mynd og rúmtak. Og rýmisskyn sjónarinnar telst fyrst fullþroska um níu ára aldur. ESSU er öðruvísi farið um heyrnina sem er útvörður allra skilningarvita og þeirra mikilvægast í lífs- og vitsmunasögu mannsins, Homo sapiens sapiens. Hún er þegar fullþroskuð í móður- kviði og bíður þess að taka til starfa og flytja boð til annarra skilningar- vita, ígildi þrautþjálfaðra lífvarða þjóðhöfðingja í háskalegum heimi. Lífvarða, sem alltaf eru í viðbragðsstöðu og aldrei sofa á verðinum, því ekki er hægt að loka eyrunum en hins vegar augunum. í báðum tilvikum er sem fyrr segir mögulegt að auka við og þroska skilningarvitin, hvert á sinn hátt, auka við næmi þein-a og skynsvið en hins vegar verður sjónin aldrei betri í sjálfu sér og því síður heyrn- in. Náttúran bætir þannig ekki upp missi hins heyrnarlausa með því að skerpa sjón hans, heldur er hann neyddur til að nota augun meira í daglegum athöfnum. .Við það eykst athyglisgáfa hans og næmi sjónar- innar, sem kemur í stað heyrnar- innar sem fyrsti útvörður skilning- ai’vitanna, og nú hlustar, sjónin eft- ir hættunni í umhverfinu. A sama hátt verður hinn blindi að reiða sig meira á heyrnina en annað fólk með nákvæmlega sama árangri, hljóðin sem berast til hans frá umhverfinu auka honum rýmisskyn sem hann meðtók áður sem sjálfsagðan hlut með augunum, sé hann þá ekki fæddur blindur. Næmið getur orðið svo mikið að það er ofaukið skilningi venjulegs fólks, líkt og þegar þeir sem misst hafa bæði skilningarvitin og byggja samband sitt við aðra með því að styðja þulmalfingri á varir þeirra og hinum á kverkarnar, kenna að viðmælandinn talar með annarlegum eða útlendum hreim! En þetta er engan veginn sjálfgefið og að baki liggur jafnaðarlega gífur- leg þjálfun, mikið áskapað næmi og vel að merkja hæfileiki til að þroska þessa eðliskosti. HÉR finnast ekki nein algild úrræði sem leysa öll vandamál með miðstýrðri utanaðkomandi hjálp, samþykktum og fundarhöldum, heldur verður að taka á vandanum eins og hann birt- ist í hverju tilviki fyrir sig. Háleit- ast markmiða hlýtur að vera að gera þolandann eins sjálfbjarga í þjóðfélaginu og mögulegt er, síður ýta vandamálunum til hliðar með því að draga þá í dilka og stuðla að myndun einangi'aðra minnihluta- hópa. Og til þess skal í engu spara meðan þolendur era á þroskaskeiði, þeir fjármunii’ skila sér aftur til þjóðfélagsins í beinhörðum pening- um og gefa lífi viðkomandi jafn- framt auknar víddii- og tilgang. Fátt er neyðarlegra heldur en þegar full- komlega heilbrigt fólk er meðhöndl- að sem annars flokks þjóðfélags- þegnar, sett til hliðar og fram hjá því gengið, einungis vegna fordóma skilningsleysis og vanmats. Bæði á meðal heyi'narlausra og blindra finnast einstaklingar sem náð hafa langt í heimi hinna heil- brigðu, heymarlaus hlotið nóbels- verðlaun í efnafræði, heyrnarskert- ir tónameistarar, sömuleiðis nafn- kenndir blindir tónsnillingar og vel metnir skólastjórar tónlistaskóla. Og þá er komið að einum megin- tilgangi þessarar samantektar sem er að biðja þann er les að velta því fyrir sér, hvort nokkur þessara manna hefðu náð jafn langt ef ekki hefðu komið til heppilegar kring- umstæður og skilningur í uppeldi og seinna vinnuumhverfi? Því telur skrifandi sig færan um að svara neitandi, hann veit engin dæmi þess og í engu tilviki var um að ræða einhverja aðfengna forskrift. Mál þróuðust einfaldlega á gæfu- legan veg í þessum sérstöku tilfell- um vegna þess að forsendur höfðu skapast fyrir réttan skilning, upp- örvun og undursamlegt orsakasam- band tilviljana. Gerði þessum heppnu einstaklingum kleift að njóta og þroska hæfileika sína. Og svo má alls ekki sjást yfir, að líf allra þessara manna hefði allt eins getað þróast í aðra átt fyrir ranga meðferð, rangt umhverfi, skilnings- leysi, vanmat og fordóma, þeir lent úti í horni einhvers minnihlutahóps- ins, kannski til ævilangar byrði fyrir þjóðfélagið og skattgreiðendur. Skrifari ólst upp í næsta nágrenni Málleysingjaskólans svo- nefnda við Stakkholt, og eftir að hann missti heyrn á unga aldri hafði hann mikið samneyti við heyrnarlausa á tímabili, var m.a. nemandi við skólann 1 þrjú ár. Ein- ungis nafngift skólans bar hrikaleg- um fordómum og skilningsleysi vitni, að ekki sé fleira og enn átak- anlegra talið upp, enda tók það nokkurn tíma og margar svitaperl- ur að fá því breytt. Hann fékk nafnið Heyrnleys- ingjaskólinn, og þar fá allir þeir grunnmenntun sem teljast til heyrnleysingja, hvort heldur þeir hafa engar heyrnarleifar eða svo litlar að það geri nám í öðrum skól- um of erfitt fyrir þá. I sama mæli og í öðram skólum er um venjulega einstaklinga að ræða og nákvæm- lega jafn heilbrigða, sem era gædd- ir góðum, miðlungs sem slæmum námsgáfum eins og gengur. Sem sagt í einu og öllu eðlilegar mann- eskjur utan heyrnarleysisins. Al- kunna er þó, að heyrnarlausir geta vegna hinnar sérstöku ásköpuðu einangrunar, fylgikvilla heyrnar- leysisins, verið erfiðir og ódælir nemendur, ekki síður gáfnaljós en afglapar, og því oftar en ekki þraut- in þyngri að kenna þeim. En hvort heldur sem er, hljóta þeir allir að hafa rétt á að virkja sem best þá hæfileika sem þeir fengu í vöggu- gjöf og þá helst sem gera samskipti við heyrandi sem skilvirkust. Hér eru allar leiðir og aðferðir til úrbóta af hinu góða, en síður skyldi láta einstakar mæta afgangi vegna ein- hverra kenninga sem komnar era frá hinum heyrandi, sem hyggjast leysa öll mál í eitt skipti fyrir öll og vita betur þolendum hvað þeim er fyrir bestu. YARALESTUR og tal- málsþroski er þannig á und- anhaldi fyi’ir táknmáli, en hefur þó víðast hvar mikið vægi í heyrnleysingjaskólum, og úti í þjóðfélaginu. Varð fyrir þægilegri reynslu í Berlín í ársbyrjun er ég í þrígang átti mikilvæg erindi á sama pósthúsið. I öll skiptin af- greiddu mig ungar konur og þurfti ég jafnan að segja nokkur orð við þær. Skildi þær ekki í upphafi og sagði mig heyrnarlausan, í öllum tilvikum gerðu þær hið sama, snéru andlitinu að mér og töluðu hægt og skýrt og ef ekki gekk voru þær fljótar að festa orðin á blað. Var meira en greinilegt að hér kunnu þær sitthvað fyrir sér, og þetta er nokkuð annað en þá sumir fara í kerfi og kunna alls ekki að bregðast rétt við, þótt sáraeinfald- ur lærdómur sé. Að ekki sé talað um að flestir hækka röddina þegar þeir endurtaka sig í návist hins heyrnarlausa, gott ef ekki hrópa, jafnvel fólk sem þekkir viðkom- andi, þótt slíkt hafi ekki hinn minnsta tilgang, er frekar brandari út af fyrir sig. Engin er hún algild lausnin sem fyrr segir, en síst á að koma því að meðal þolenda, að þeir muni stöðugt þurfa að reiða sig á hjálp og túlka, þótt hvort tveggja hafi mikla þýðingu í einstökum til- vikum þá þörfín kallar. Það er svo alveg hárrétt, að það eiga sér stað miklar framfarir í gerð heyrnartækja fyrir heyrnar- skerta og gott dæmi þess gat að lesa í neðanmálsgrein danska rit- höfundarins Pelle Vestberg í Berl- inginum 10. júlí sl. I ítarlegu máli segir hann frá því, hvernig honum hafi hlotnast hlutdeild í nýjum heimi, útvarpið hljómi ekki lengur sem falskt skrapatól og gömlu sí- gildu plöturnar hans hafi fengið nýjan og yndisfagran hljóm, fuglar himinsins farnir að syngja aftur svo hann getur heyrt í þeim úr langri fjarlægð. Segir fordómalaust frá sjúkrasögu sinni og erfiðleikum sem heymarskertur, og hvemig örlitlir hlutir í eyrun luku svo upp dyrunum að umheiminum á ný. Hin ágæta og hispurslausa frásögn hvatti mig í og með til að skrifa þessa grein, því hér gildir að tala fordómalaust um hlut- ina, fela hvorki meinið né auglýsa, sætta sig við orðinn hlut, horfa veg- inn fram, leita ekki eftir neinum óskalausnum, taka einn dag og eitt skref í einu. Menn nefna þetta víst örleiðara eða elektróður, sem er það nýjasta í hátækninni og hér njóta hinir blindu og heyrnarlausu einnig góðs af á sinn hátt sem gjörbreyta kann lífi þeirra. Fyrir nokkrum árum var það yfirmáta viðburður er heyrnar- lausir fengu textasíma og nú hafa tölvurnar tekið við með síma, faxi, upplýsingaþjónustu hvers konar og loks alnetinu. Jafnvel mun komið sérstakt tæki til að festa við buxna- streng sinn, sem gefur frá sér merki, titring, ef dyrabjallan, þjófa- varnakerfið eða síminn hringir, einnig þó viðkomandi séu staddir víðs fjarri heimili sínu! Þetta eru ótrúlegir tímar og sú hjálp sem hinn heyrnarlausi fær til að standa einn og óstuddur meiri en því verði með orðum lýst. Víst má vera að hlutskipti hins heyrnarlausa tekur miklum um- skiptum og verður annað og mun þolanlegra á nýrri öld ef rétt verður að málum staðið, og nú gildir að bregðast skjótt við og vera hér í takt við tímann. Hinn heyrnarlausi þarf að geta nálgast þessa tækni og tæki á eins auðveldan hátt og unnt er, og hún á eðlilega að vera undan- þegin öllum opinberum gjöldum, auk þess að hann hafi aðgang að hinni bestu fáanlegu viðhaldsþjón- ustu. -...... —

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.