Morgunblaðið - 02.10.1998, Page 40

Morgunblaðið - 02.10.1998, Page 40
MORGUNBLAÐIÐ ^,40 FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 1998 Allt vald til ráðherra „ Svonefndur ,Jlokksagi “ og samningar flokksforingja á vettvangi ríkisstjórna eru þau fyrirbrigði, sem best duga til að skýra útþenslu „ráðherravaldsins“. Iíslenskri þjóðmálaum- ræðu er því oft haldið fram að „ráðherravaldið" svonefnda sé óhóflegt hér á landi. Þær raddir heyrast einnig að löggjafarvald- ið standi höllum fæti gagnvart framkvæmdavaldinu og eru það ekki síst þingmenn, sem þessari skoðun halda á lofti. Þannig er í svonefndri „málefnaskrá“ vinstri flokkanna þriggja, sem hyggjast bjóða fram sameiginlega i næstu þingkosningum að fmna efnis- gi’ein þar sem segir að „eftirlit Alþingis með framkvæmdavald- inu verði styrkt og útfært nánar í lögum.“ Full þörf er á því að þetta eft- irlitshlutverk verði aukið. Kem- ur það ekki síst VIÐHORF til af því að : . „ráðherravald- Eftir Asgeir Sverrisson ið“ svonefnda virðist heldur hafa farið vax- andi á undanliðnum árum. A hinn bóginn hefur ráðheiraá- byrgð, af einhverjum sökum, ekki verið skilgreind með full- nægjandi hætti. Erlendis er þessu víða þveröfugt farið enda hafa útlendir menn löngum gert sér Ijóst hversu nauðsynlegt er að halda uppi eftirliti með þeim sem fengin hafa verið völdin. Svonefndur „flokksagi" og gagnkvæmir hagsmunasamning- ar flokksforingja á vettvangi rík- isstjórna eru þau fyrirbrigði, sem best duga til að skýra út- þenslu „ráðherravaldsins“ í ís- lenskum þjóðmálum. Segir þetta vissulega sitt um eðli stjórnmál- anna en ætti að verða mönnum tilefni til að hugleiða nákvæm- lega hverjir helstu efnisþættir lýðræðisfyrirkomulagsins eru. Ein helsta gi-unnhugsun þessa skipulags hefur löngum verið sú að óeðlilegt og skaðlegt sé að færa einum manni óhófleg völd. Fjölmörg dæmi mætti tína til úr íslenskum stjórnmálum þeirri skoðun til stuðnings að óhóflegt „ráðherravald“ setji um of mark sitt á stjórnsýsluna. Glöggt dæmi er t.a.m. að fínna í Lögum um húsnæðismál, sem samþykkt voru frá Alþingi í sumar. I þessum lagatexta kemur orðjð „ráðherra" 58 sinnum fyr- ir. I 3. gr. kemur raunar strax fram að „félagsmálaráðhen’a“ (hér verður það orð notað þótt betur fari að tala um ráðs- mann/ráðskonu félagsmála enda embættið ekki bundið við að því gegni karlmenn) fari með yfír- stjórn þeirra mála, sem lög þessi taka til. Má sú grein að líkindum teljast eðlileg en við nánari skoðun kemur í Ijós að vand- fundið er það atriði, stórt sem smátt, í lögum þessum, sem ekki er háð samþykki ráðherrans. I textanum segir að Ibúðalána- sjóður skuli „vera ráðgefandi" fyrir félagsmálaráðherra en verkefnin felur ráðherra honum með reglugerð. I 7. gr. segir að félagsmála- ráðherra skipi stjórn Ibúðalána- sjóðs. Félagsmálaráðherra skip- ar formann og varaformann úr hópi stjórnarmanna. Ráðherra ákveður einnig þóknun stjómar- manna. 112. gr. kemur fram að ráð- herra er heimilt að ákveða með reglugerð, að fenginni tillögu stjórnar Ibúðalánasjóðs, frekari verkefni og skipulag sjóðsins. Ráðherra ákveður nánar um skilyrði lánveitinga í krafti reglugerðar. Fram kemur að húsbréfadeild stofnunarinnar nýju sé heimilt að áskilja sér vaxtaálag til að mæta rekstrar- kostnaði og áætluðum útlána- töpum. Síðan segir:“Félagsmála- ráðherra ákveður vaxtaálag þetta, að fengnum tillögum stjómar Ibúðalánasjóðs". I lögunum er kveðið á um starfrækja beri svonefnda „kæmnefnd11. Hlutverk nefndar- innar er að skera úr ágreinings- málum er kunna að rísa vegna ákvarðana stjórnar Ibúðalána- sjóðs og húsnæðisnefnda. Og hver skyldi skipa stjórn kæra- nefndar? Jú, rétt, það gerir fé- lagsmálaráðherra til þriggja ára í senn. Og hann skipar einnig formann nefndarinnar og var- menn. Stofna ber samkvæmt lögun- um svonefndan „varasjóð“ sem „er í eigu og á ábyrgð sveitarfé- laga“. Félagsmálaráðherra skip- ar formann þeirrar sjóðsstjórn- ar, varamann hans og ákveður þóknun stjórnarmanna. I 48. gr. segir að ráðherra setji nánari reglur um fram- kvæmd ákvæðis, sem tekur til frestunar á greiðslum vegna tímabundinna greiðsluerfíðleika. Þannig mætti áfram telja. I textanum kemur alls 31 sinni fram að ráðherra ýmist ákveði eða geti ákveðið eitthvað í krafti reglugerðar. Oft er vísað til þess að það geri hann að fenginni til- lögu stjórnar Ibúðalánasjóðs. Þá stjórn skipar hann sjálfur og ákveður þóknun nefndarmanna. Og ráðherrann skipar einnig stjórn kærunefndar, sem sam- kvæmt orðanna hljóðan er ætlað að halda uppi einhvers konar að- haldi með stofnuninni er undir hann heyrir. Þessi lagatexti er upplýsandi fyrir tvennar sakir. Annars veg- ar er það undarlegt að löggjaf- arsamkunda Islendinga skuli fallast á að veita félagsmálaráð- herra nánast alræðisvald á svo umfangsmiklu og mikilvægu sviði þjóðlífsins. Island á sam- kvæmt skilgreiningu að teljast „þróað lýðræðisríki“ en hér örl- ar hvergi á nútímalegum hug- myndum um valddreifíngu og eftirlit með framkvæmdavald- inu. Hins vegar sýnir textinn^ ljóslega hvernig ráðherrar á Is- landi geta komið mönnum, sem era þeim eða flokki þeirra þókn- anlegir, í valdastöður í þjóðfé- laginu. I lagatextanum kemur fram að félagsmálaráðherra skipar sjálfur 26 menn og vara- menn til að sitja í hinum ýmsu stjórnum og nefndum sem íbúðalánasjóði tengjast. Þessi lög þýða í raun að fé- lagsmálaráðherra er orðinn eins konar yfirbankastjóri stærstu lánastofnunar landsmanna, sem um leið er orðin undirdeild í ráðuneyti hans. Getur verið að veika stöðu löggjafarvaldsins á Islandi megi að hluta rekja til vilja þing- manna til að lúta „flokksaga"? AÐSENDAR GREINAR Fyrirhyggjusparnaður SAMBAND íslenskra viðskiptabanka tekur heilshugar undh’ aðvar- anir Samtaka iðnaðar- ins, VSÍ, Þjóðhagsstofn- unar og fleiri um ónógan sparnað hér á landi og mikilvægis þess að hann aukist. Ohætt er að full- yrða að eitt brýnasta úr- lausnarefni hagstjómar um þessar mundir er að draga úr þjóðarútgjöld- um og auka sparnað. Því mai'kmiði má ná með ýmsum hætti, m.a. með aðhaldi í búskap ríkis og sveitarfélaga og sölu rík- iseigna. Bankarnir styðja slíkar aðgerðir af heilum hug. En fleh’a þarf til og benda bankarnir sérstaklega á að- gerðir til að örva sparnað einstak- linga í bönkum og sparisjóðum. Það er ekki eingöngu vegna núver- andi ástands efnahagsmála sem bankarnir telja að auka beri sparnað heldur er sparnaður dyggð sem halda ber á lofti og efla sem mest. Þvi hafa bankarnir á liðnum árum freist- að þess að örva sparnað almennings með auglýsingum og ýmsu öðru móti. Þeir hafa gengist fyrir fjölsóttum námskeiðum þar sem farið er yfír helstu þætti í fjármálum einstaklinga og heimila og mikilvægi spai’naðar áréttað. Þeh' hafa þróað nýjar sparn- aðarleiðir í því skyni að höfða betur til sparifjáreigenda. Þá hafa þeir lagt áherslu á mikilvægi fjármálafræðslu í skólakerfínu gagnvart stjórnvöld- um. Þessu hafa þeir fylgt eftir og styrkt gerð ítarefnis í stærðfræði fyrir gi’unnskólann þar sem m.a. verður að fínna ýmis raunhæf dæmi á sviði fjármála einstaklingsins. Húsnæðissparnaðarreikningar Fyrir rúmum áratug ákváðu stjórnvöld að hvetja einstaklinga og fjölskyldur til að spara svo auðveld- ara yrði fyrir þær að afla sér hús- næðis til eigin nota eða leggja í kostnaðarsamar endurbætur á eigin húsnæði. Auk þess töldu stjórnvöld mikilvægt að efla innlendan sparnað. I því skyni var bönkum og sparisjóð- um heimilað að bjóða upp á sérstaka sparifjárreikninga, húsnæðissparn- aðai’reikninga. Hvatinn til sparnaðar af hálfu stjórnvalda fólst í því að hluti ái’legs innleggs á þessa reikninga veitti rétt til skattafsláttar. Fyrst í stað var það fjórðungur innleggs sem dróst frá álögðum tekjuskatti en síð- ar lækkaði þetta hlutfall í áföngum uns lögin um þessa sparifjáireikn- inga féllu úr gildi í árs- lok 1996. Framan af nutu hús- næðisspai’naðarreikn- ingarnir takmarkaðra vinsælda. Smám saman varð almenningi þó ljóst að hér var um ákjósan- lega leið að ræða til að sýna fyrirhyggju og spara reglulega í nokk- ur ár. Með því móti urðu kaup á húsnæði eða meiriháttar viðhald á eigin húsnæði auð- veldari en ella. Undir það síðasta höfðu hús- næðissparnaðarreikningarnir náð umtalsverðum vinsældum og bankar og sparisjóðir héldu þeim mjög á lofti. Þessara sparifjárreikninga var því sárt saknað af mörgum. Benda * Ohætt er að fullyrða, segir Finnur Svein- björnsson, að eitt brýnasta úrlausnar- efnið sé að draga úr þjóðarútgjöldum og auka sparnað. má á að stór hópur alþingismanna hefur í tvígang lagt til á Alþingi að þessir reikningar verði teknir upp á ný. Þá hafa bæði Samtök iðnaðarins og VSI nýlega lagt til að húsnæðis- spamaðarreikningai’nir verði heimil- aðir á ný sem ein leið til að örva spamað. Ný tegund sparifjárreikninga Bankai- og sparisjóðir hafa einnig mælt með því við stjórnvöld að á ný verði heimilaðir sparifjárreikningar sem veita rétt til skattafsláttar í lík- ingu við húsnæðisspamaðarreikning- ana. Bankai’ og sparisjóðir hafa þó viljað ganga lengra í þetta sinn og lagt til að reikningamir verði ekki einung- is vegna kaupa eða endurbóta á hús- næði heldur verði hér um mun fjöl- breyttari reikninga að ræða. Þeir hafa kosið að kalla þessa reikninga fyrir- hyggjusparnað. Bankai’ og sparisjóðir leggja til að fyiii’hyggjuspamaður yrði laus til ráðstöfunar ef ráðist er í kaup eða verulegar endurbætur á húsnæði, reikningseigandi stofnar til atvinnurekstrar, greiða þarf kostnað við eigið nám á háskólastigi, nám maka, bama, kjörbarna, fósturbarna eða bamabama eða annars tilgreinds einstaklings, reikningseigandi hefur látið af störfum fyrir aldurs sakh’ og hafið töku lífeyris, reikningseigandi, maki hans eða einstaklingur á hans ffamfæri verður 60% vai’anlegur ör- yi-ki, reikningseigandi verðm- óvinnu- fær vegna veikinda eða slysa í a.m.k. sex mánuði. Af þessari upptalingu má sjá að hér yrði um býsna fjölbreytta sparn- aðarmöguleika að ræða. Víst er að reikningar af þessu tagi myndu án efa öðlast miklar vinsældh’. Að mati banka og sparisjóða er fyrirhyggju- sparnaður af þessu tagi því kjörin leið til að hvetja einstaklinga og fjöl- skyldur til að sýna fyrirhyggju og byggja upp eigin sparnað. Fyrir utan það að auka sparnað í þjóðfélaginu myndi spamaður af þessu tagi að sjálfsögðu draga úr skuldabyrði ís- lenskra heimila. Hér er því um sann- kallað þjóðþrifamál að ræða og ósk- andi að stjórnvöld bregðist jákvætt við þessum hugmyndum. Aukinn bankasparnaður Það hefur ótvú’æða kosti að efla sparnað í bankakei’fínu sem mest. Annars vegar eru bankar og spari- sjóðir mikilvæg uppspretta lánsfjár fyrh’ einstaklinga og atvinnulífíð í landinu. Hins vegar eru þeir í ákjós- anlegri stöðu til að aðstoða einstak- linga við að fá glögga yfírsýn yfír fjár- mál sín og veita þeim ýmiss konar ráðgjöf um fjármál eftir því sem fjár- magnsmarkaðurinn verður flóknai’i og valkostum fjölgar. Þá bjóða bank- ar og sparisjóðir einstaklingum upp á fjölþætta greiðsluþjónustu og bjóðast jafnframt til að fleyta þeim yfn’ erfið- ustu hjallana með greiðsludi-eifíngu þegar þess gerist þörf. Fyrh’hyggju- sparnaður myndi styrkja þetta tví- þætta hlutverk banka og sparisjóða enn frekar. Hann myndi auka sparn- að í bankakerfmu enn frekar og auka þannig fjái’hagslega burði þess. Það með yrðu bankar og sparisjóðir betur í stakk búnir en áður að sinna þörfum einstaklinga og atvinnulífsins. Jafn- framt gætu bankar og sparisjóðir boðið einstaklingum nýja og mjög áhugaverða sparifjáireikninga og komið þannig enn firekar til móts við þarfír þeirra. Höfundur er framkvæmdastjóri Sambands íslenskra viðskiptabanka. Finnur Sveinbjörnsson Bætum tölvukost HI STÚDENTARÁÐ og Hollvinasamtök Há- skóla Islands hafa tekið höndum saman og hafið söfnunarátak fyrir bættum tölvukosti inn- an Háskóla Islands. Stúdentar og hollvinir Háskólans ætla að safna fjármunum, vél- og hug- búnaði undir yfirskrift- inni „Nám á nýrri öld.“ Við setjum markið hátt en ætlum síðast en ekki síst að vekja athygli á þeim skorti á tölvubún- aði sem er til staðar í Háskóla Islands. Ljóst er að ástandið í tölvumálum innan Há- skóla Islands er vægast sagt bág- borið. Fimmtíu notendur eru um hverja tölvu Háskólans en eðlilegt er talið að þeir séu um 20. Mörg mikilvæg kennsluforrit eru ekki til og í sumum byggingum eru engin tölvuver. Háskóli íslands er rann- sókna- og fræðamiðstöð sem nauð- synlegt er að sé í stakk búinn til að standa undir mikilvægu hlutverki sínu. Tölvur eru sjálfsögð vinnutæki og er mikilvægi þeirra sífellt að aukast í hinu akademíska umhverfí ekki síður en á öllum sviðum at- vinnulffsins. Meðal hlutverka Há- skóla Islands er að undirbúa ungt fólk undir þátttöku í atvinnulífí. Há- skólanum verður því að vera gert kleift að standa undh’ þessu hlutverki sínu og vera til þess nauðsynlegum tækjum búinn. Máli okkar til skýr- ingar langar mig að taka eitt dæmi. Líf- fræðinemar í Háskóla íslands stunda nám í húsnæði við Grensás- veg. Fjöldi stúdenta í líffræðideild fer sífellt vaxandi og stunda nú 219 nemendur nám í deildinni. í húsnæði líf- fræðinema eru hins vegar 4 gamlar 486 tölvur með eldri útgáf- um af Word og Excel sem því miður er ekki hægt að uppfæra vegna tak- markaðs vinnslu- og geymsluminnis. Aðeins ein af þessum tölvum er nettengd. Svona má því miður áfram telja. Söfnum 20 milljónum Fjárframlög til tölvumála innan Háskólans hafa verið stopul og allt of lág á síðustu árum. Stúdentar eru orðnir langþreyttir á ástandinu, vilja bæta úr og um leið benda á alvar- leika málsins. Við ætlum að safna 20 milljónum í fjárframlögum og vél- og hugbúnaði. Við ætlum að leita til at- vinnulífsins, einstaklinga og í raun Stúdentar segír Ásdís Magnúsdóttir, eru orðnir langþreyttir á ástandinu. allra þeirra sem tilbúnir eru að leggja Háskólanum lið. Endurnýjunarsjóður mikilvægur Við leggjum mikla áherslu á að finna framtíðargi’undvöll fyrir end- urnýjun og uppbyggingu tölvukosts Háskólans. Það verðui’ því stór þátt- ur í átakinu að leggja grunninn að endurnýjunarsjóði sem vonandi kemur til með að geta staðið undir einhverjum af nauðsynlegum fjár- festingum framtíðai’innar. Eitt helsta vandamál uppbyggingar tölvukosts Háskólans hefur verið að framtíðaráætlanir eru ekki möguleg- ar. Fengist hefur fjánnagn eitt árið um leið og ekkert hefur fengist það næsta. Við þurfum að horfa til fram- tíðar og treysta þann rekstrargrand- völl sem Reiknistofnun Háskólans býr við. Ég vil að lokum hvetja alla velunnara Háskólans til að leggja málefninu lið. Við þurfum á ykkar aðstoð að halda, við þurfum öflugan Háskóla sem er fremstur í sinni röð. Höfundur er formaður. Stúdentaráðs. Ásdfs Magnúsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.