Morgunblaðið - 02.10.1998, Page 41

Morgunblaðið - 02.10.1998, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 1998 41 1 Nýjar leikreglur BREYTINGAR á svo flóknum lögum sem regluverki íslensks sjáv- arútvegs er mikið ábyrgðarmál fyrir þá sem sitja á Alþingi hverju sinni. í slíku kerfi hefur jafnvel hin smávægilegasta breyt- ing ótrúleg áhrif. Hæg- ur andblær getur þannig orðið að ofsa- veðri á skömmum tíma ef menn magna upp nýja drauga. Þetta hef- ur sannast á fyrstu dög- unum í september. Fiskvinnsla Aðstaða íyrirtækjanna er mjög misjöfn. Fiskvinnsla sem hef- ur byggst á eigin útgerð verður fyrir minnstri röskun og það mun ýta und- ir það rekstrarform enn frekar. Þeir sem hafa keypt langstærstan hluta síns hráefnis á markaðsverði án þess I flóknu kerfí íslenzks sjávarútvegs geta jafn- vel smávægilegar breytingar haft ótrúleg áhrif, segir Einar Svansson í síðari grein sinni. að kvóti komi þar við sögu virðast við fyrstu sýn ekki verða fyrir miklum áhrifum enda hafa þær vinnslui- ekki notað mikinn kvóta til sinnar starf- semi og eru því einna helst líkar „físk- vinnslu án útgerðar.“ En þetta bygg- ist á því að áfram verði framboð af físld í frjálsum samningum eða í gegnum fískmarkaði. Ef breytingar á kei’fínu leiða til minni mai'kaðsvið- skipta mun hagur þessarar físk- vinnslu verða lakari en ella sem er miður því í þessum hópi leynast mörg best reknu fisk- vinnslufyrirtæki lands- ins og vön því að borga hæsta markaðsverð á hverjum tíma. Þessi fyr- irtæki eru því mjög samkeppnishæf og það væri slæmt fyrir þjóðar- búið ef grundvöllur þeirra brysti. Þetta gildir einnig fyrir fisk- vinnslur sem hafa verið í tonn á móti tonni við- skiptum. Fiskvinnslu- fyrirtæki sem byggja mikið á hráefniskaup- um frá einstaklingsúL gerðum segjast vera í miklum vand- ræðum aðallega vegna þunglama- legi'a reglna um Kvótaþingið. Ovissan vegna lítilla viðskipta á Kvótaþinginu er mjög slæm forsenda fyrir skyn- samlegri skipulagningu veiða og vinnslu. Nýjar tillögur Alvarlegustu annmarkar á nýjum leikreglum eru að mínu mati tak- mörkun framsals með 50% veiði- skyldu. Þessi breyting þó hún láti lítið yfxr sér er mjög hamlandi á öll kvóta- viðskipti og hefur víðtækari áhrif en hægt er að ímynda sér við fyrstu sýn. Allir hagfræðingar sem fjallað hafa um íslenskan sjávarútveg ei-u sam- mála því að hagkvæmni greinarinnar aukist ef fí-amsalið er aukið. Þau lög sem Alþingi samþykkti í vor munu því óhjákvæmilega leiða til lakari af- komu í greininni. Að mínu viti á að lækka þessa veiðiskyldu veralega t.d. niður í 25% eða leggja þetta ákvæði af. Það þarf ekki að tvítryggja eða þrítryggja því Verðlagsstofan og Kvótaþingið era nægilega sterk tæki til að skilja í sundur kvótaviðskipti og aflauppgjör sjómanna. Nýleg gagnrýni forystumanna sjó- manna vegna leigusamninga sem gera mátti til 1. september 1998 er skiljanleg út frá anda laganna í vor. Hins vegai' held ég að þetta eigi ekki að verða vandamál ef Verðlagsstofan stendur sig í stykkinu og fylgist með fiskverðssamningum á þessum skip- um. Einnig vil ég benda sjómönnum á að þetta era síðustu skipin sem leigð verða á þennan hátt því frekari leigusamninga verður ekki hægt að gera. Nýleg gagnrýni á Kvótaþingið er að flestu leyti réttmæt. Að mínu viti eru vinnureglur alltof þungar. Það er talað um blindan markað í lögunum. Eg hef skilið það þannig að seljandi og kaupandi viti ekki hvor af öðrum. Er það ekki nægilega blint. Stjórn Kvótaþings hefur bannað birtingu magntalna í tilboðum þannig að ein- ungis er hægt að sjá verð, viðskipta- verð eða bestu sölu og kauptilboð. Að mínu mati er nauðsynlegt fyrir okkur sem viljum nota þingið að vita hvað mikið magn er í boði. Það atriði sem er alvarlegast í reglum Kvótaþings eru ákvæðin um jöfn skipti aflaheimilda. Jöfn skipti má gera á viðskiptaverði síðustu viku. Ekki hefði mig grunað fyrir- fram hvað vikan er stuttur tími í ís- lenskum sjávarútvegi þó það liggi í augum uppi þegar við höfum séð starfsemi þingsins fyi’stu vikurnar. Þetta ákvæði gengur einfaldlega ekki upp. Mín tillaga að breytingu er eftii’farandi. Jöfn skipti má gera miðað við uppsafnað viðskiptaverð í hverri fisktegund á kvótaárinu. Það þýddi að um leið og einhver viðskipti hefðu átt sér stað á nýju kvótaári væri kominn skiptigrundvöllur sem síðan breyttist sjálfkrafa allt kvóta- árið. Til viðbótar gæti reglan verið þannig að þangað til viðskipti hefðu átt sér stað á nýju kvótaári væri uppsafnað viðskiptaverð frá síðasta kvótaári látið gilda. Ég tel að þessi breyting gæti orðið mjög jákvæð fyrir starfsemi Kvótaþings og auð- veldað öll viðskipti með aflaheimild- ir. Þetta myndi á engan hátt breyta stöðunni fyrir sjómenn. Ég skora því á Alþingi að taka þetta til endur- skoðunar. Ég vona að þeir sem lesa þessa grein séu einhvers visari um þann þaraskóg sem íslenskt fiskveiði- stjórnarkerfí er og hvaða áhrif nýleg lagasetning mun hugsanlega hafa. Höfundur er forstjóri Fiskiðju- samlags Húsavíkur. jpnum kt12 opa«M24 já ti miðnættis Einar Svansson Reykjalundur í nútíð og framtíð TILURÐ Reykja- lundar á sínum tíma fyrir 55 árum byggðist annars vegar á bjart- sýni og kappi berkla- sjúklinga og hins vegar á samstöðu landsmanna um stuðning við málefn- ið. Sá stuðningur við uppbyggingu Reykja- lundai’ var mikill og ótvíræður og má líkja við þjóðarátak. Það er ánægjulegt að geta vakið athygli á því að það átak hefur skilað sér til baka þjóðinni til heilla með endurhæfing- arstarfseminni á Reykja- lundi allar götur síðan. Þeir sem staðið hafa að starfsem- inni á Reykjalundi hafa kappkostað að þjónustan þar sé eins góð og frekast er unnt og standi sem flesfr um til boða sem á þurfa að halda. Við skynjum að með hverju árinu eykst ustunnar er gerð krafa um að endurhæfíngar- vinnunni sé svo hagað að hún taki sem skemmstan tíma, bæði til að viðkomandi sjúk- lingur skili sér sem fyrst út í samfélagið á ný og ekki síður til að fieiri komist í endur- hæfingu sem á þurfa að halda. Til þess þarf góða aðstöðu. Nú þegar ný öld nálgast leitum við eftir stuðningi þjóðarinnar til að gera okkur kleift að mæta þörfum sam- félagsins á endui’hæf- ingarsviðinu. Allt sam- félagið í dag nýtur góðs af starfi þeirra sem reistu merkið á sínum tíma og til þess má ekki koma að það falli. Eg skora því á landsmenn að taka vel í landssöfnunina „Sigur lífs- ins“ helgina 2.-4. október n.k. Haukur Þórðarson Nú þegar ný öld nálg- ast, segir Haukur Þórðarson, leitum við eftir stuðningi þjóðarinnar. eftirspurn endurhæfingar. Við telj- um okkur skylt að horfa fí’am í tím- ann og sjá til þess að Reykjalundur geti mætt kröfum framtíðarinnar um endurhæfingu landsmönnum til handa. Til að svo geti orðið þarf þjálfunaraðstaðan á Reykjalundi að aukast, breytast og batna, og vera í fullum takt við tímann og tæknina í nútíð og framtíð. Fyrir utan að tryggja gæði þjón- Höfundur er yfirlæknir og formaður SÍBS. E PISOD

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.