Morgunblaðið - 02.10.1998, Síða 42

Morgunblaðið - 02.10.1998, Síða 42
»42 FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 1998 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Opið bréf til KFUM og KFUK MEÐ ÞESSARI grein vil ég fá að leið- rétta ýmis ummæli, sem birtust í tímarit- inu Bjarmanum í mars, en tímaritið birtir nú orðið hverja greinina á fætur annarri, fulla af for- dómum gagnvart nýöldinni og stjömu- spekinni. Blaðið neitar jafnframt að birta leið- réttingar á þeim rang- færslum, sem það birt- ir. I öllum bókum um spádóma Nostradamusar, sem gefnir hafa verið út, er hvergi að finna neitt sem segir, að hann hafi spáð endalokum heimsins árið 1997. Nostradamus var kristinn maður og læknaði fjölda manns. Andstæðingar nýaldarhreyfingar- innar fara sí og æ með rangt mál í því skyni að ófrægja minningu hans. Eigum við ekki að virða _^Nostradamus fyrir hans sterku trú á Jesú Krist, eða telja andstæðing- ar nýaldarhreyfingarinnar, að þeir séu stærri og meiri en hann? Sr. Þórhallur Heimisson talar um „fimm frumefni11 í sambandi við stjörnuspekina, hvaða tilteknu „fimm frumefni“ á hann við? í stjömuspekinni er hins vegar talað um „fimm eðlisþætti“. í enn eldri grein sr. Þórhalls, er birtist reynd- ar í Mbl. undir nafninu „Grunnstef- in í Yoka“, kom hann með samskon- .ar rugl, er hann spyr í greininni: *" „Er það rétt að heimurinn sé sam- ansettur úr aðeins fimm frumefn- um? Vísindin hafa kennt okkur að heimurinn sé þvert á móti gerður úr 103 frumefnum sem aftur skipt- ast í atóm.“ I Bhagavad Gita og ýmsum öðrum helgiritum Indverja er talað um eðlisþætti, en ekki efn- isþætti. Það virðist vera sem sr. Þórhallur þurfi oftar enn einu sinni að snúa við ýmsum orðum til þess eins að geta komið fram með ein- hverjar afsannanir og japlað á þeim aftur og aftur. Er ekki slíkt sem þetta í and- stöðu við kristna trú? Það er ekki rétt hjá honum að segja í blaðinu, að í I Ching sé lesið í pinna, þegar menn lesa í það sem kallað er hexagram. Það virðist vera sem sr. Þórhallur þurfi auk þess að sýna fram á einhverja kunnáttu í sagnfræði, er á að af- sanna eitt og annað um stjömuspekina. í greininni segir hann: „Frægasta dæmið um þetta á síðari tímum er eflaust Adolf Hitler sem hafði starfandi hjá sér stjörnuspeking er ráðlagði honum í ýms- um málum. Og aOir vita hvernig þau reyndust." I bókinni „Hitler a Study in Tyranny" segir ritari Hitlers að hann hafi aldrei haft eða Eg hef aldrei verið með árásir á kristna trú, segir Þorsteinn Sch. Thorsteinsson, heldur gagnrýnt vissa menn fyrir að bera á borð ósannindi um önnur trúarbrögð. sýnt neinn áhuga á stjömuspeki (bls. 389). En ætli sr. Þórhallur geti nokkuð sagt okkur hvað stjörnu- spekingurinn hét, þar sem hann virtist vita meir um trú Hitlers á stjörnuspeki, en ritari hans? Hvað var það sem þessi stjörnuspeking- ur, er sr. Þórhallur nefnir, ráðlagði Hitler í síðari heimsstyrjöldinni? Þessa aðferðafræði, að kynna sér önnur trúarbrögð og trúarskoðanir til þess eins að geta síðan flutt ósannindi um aðra með skrifum og námskeiðahaldi, kenndi Jesús Kristur ekki lærisveinum sínum. Menn ættu því einfaldlega að hætta slíku háttarlagi og snúa sér að því, að skrifa og halda námskeið um eitthvað uppbyggilegt. Mönnum Þorsteinn Scheving Thorsteinsson avíkurvegi 64 • Hafnarfirði • Sími 565 1147 Opið á laugardögum 10.00-14.00. með 4 síddum af jökkum Ennfremur ný sending af gallafatnaði frá ARIA Nýkomnir ullarjakkar á frábæru verði, 13.900,- Einnig komið mikið úrval af m.a. flíspeysur, ullarpeysur, bolir og gallar. ætti að vera orðið það ljóst, að það þýðir ekkert að reyna að gera útaf við önnur trúarbrögð og trúarskoð- anir fólks með námskeiðum og skrifum fullum af alls kyns ósann- indum. Og ekki heldur í því sam- bandi til að fá fleira fólk til trúar á sínar kenningar. Því hefur verið haldið fram að ég hafi verið með árásir gegn kristinni trú, eins og reyndar kom fram í greininni „Trúvilla moonista“, Mbl. 5 júní, eftir Einar Ingva, sem var alls ekki málefnaleg, hvað þá svara- verð, þar sem ekki var farið rétt með staðreyndir í greininni. En ég hef aldrei verið með árásir á kristna trú, heldur hef ég gagnrýnt vissa menn fyrir að bera á borð ósannindi um önnur trúarbrögð og ýmsar trúarhugmyndir fólks (guð- speki, stjörnuspeki og nýöldina). I öllum þeim mörgu trúarbrögð- um og trúarskoðunum er hins veg- ar orðið mjög erfitt fyrir mig að staðsetja mig nákvæmlega. Guð veit það einn hvar á að staðsetja mig, en ég vil tilheyra öllum þeim trúarbrögðum eða trúarskoðunum sem hvað mest er fjallað um á nei- kvæðan og óheiðarlegan hátt. Trú- arbrögðum eða trúarskoðunum eins og t.d. vísindakirkjunni, guð- speki, moonisma, íslam, hindúisma, búddhisma, spíritisma og nýaldarhreyfingunni. Þannig þýðir ekkert fyi'ir menn að vera setja mig í einhvern einn ákveðinn trúarhóp. Hvernig eiga nýaldarsinnar og aðrir áhugamenn í trúmálum að bregðast við þessu námskeiðahaldi? Er ekki orðið verðugt verkefni fyrir skattayfíi-völd að fylgjast með nám- skeiðahaldi hjá KFUM og K, rétt eins og sr. Þórhallur bendir á að þurfi sérstaklega að gera gagnvart nýaldarhreyfingunni? Getur verið að þar sé mikil velta og iðnaður í þessu öllu hjá KFUM og K, rétt eins og sr. Þórhallur vill meina að sé hjá nýaldarhreyfingunni? Bjarminn er hins vegar meira en tvöfalt dýrari í áskrift en Nýir tím- ar & betri heimur, en það góða tímarit er mun vandaðra og betra í alla staði. Það sem gerh- Bjarmann svo slæman er að þar eru greinar, sem stefnt er gegn öðrum trúar- brögðum og trúarskoðunum í stað þess að birta þar trúboðsgreinar um kristni. Biblíuskóli KFUM og K mun að öllum líkindum halda fleiri nám- skeið undh' nafninu: „Er allt gull sem glóir? Um nýaldarkenningar og ki-istindóm". Margir áhugamenn á trúmálasviðinu eru á þeirri skoð- un, að menn ættu að bjóða nýaldar- sinnum að halda námskeiðin um þeiira eigin kenningar í húsakynn- um KFUM og K við Holtaveg. Menn eru samt hræddir um að for- ráðamenn Biblíuskólans myndu ekki fallast á það, þrátt fyrir að mun stæiri hópur úr röðum KFUM og K og nýaldarhreyfíngarinnar mundi sækja þau námskeið. Eitt er víst, að þá færu þeir flytjendur ekki með nein ósannindi um kenningarnar. Að lokum finnst mér sem and- stæðingar nýaldarinnar ættu að hætta að ásaka nýaldarsinna um að valda uppnámi, KFUM-menn valda uppnámi með skrifum og nám- skeiðahaldi. Höfundur er talsmaður Samstarfs- nefndar trúfélaga fyrir heimsfriði. Utgerð í dauðum sjó ÞRÁTT FYRIR lög og viðurlög í landinu við röngum og villandi aug- lýsingum birta sægreif- ar LIU nú heillar opnu auglýsingu sér og gjafa- kvótakerfinu til dýrðar í Morgunblaðinu. Fyrsta rangfærslan er þanin yfir 2 blaðsíður: „Dauður sjór án út- gerðar.“ Þetta eru fullkomin öfugmæli. Sannleikann geta menn fundið í ís- lendingabók og hið rétta er að nauðsynlegt var að koma á fiskveiði- stjórnun því útgerðin var að ganga af sjónum dauðum. Sama útgerð hefur á örfáum árum breytt smugunni úr einhverju gjöf- ulasta fiskisvæði jarðar (tonn á togmínútu) í hálfdauðan sjó sem ekki borgar sig lengur að sækja í. „Þjóðareign sem enginn kann að nýta er einskis virði.“ Fiskveiðistjómun var nauðsynleg, segir Einar Júlíusson, vegna þess að útgerðin var að ganga af sjónum dauðum. Þjóðareignin er þúsunda millj- arða króna virði því það eru margir sem kunna að nýta hana, og enn fleiri sem vilja kaupa af- rakstur hennar. Vilji íslenskir út- gerðarmenn ekki nýta hana er alltaf hægt að leigja hana útlend- ingum. „Fyi-ir þjóðina í heild lá beint við að fela þeim sem til þess höfðu getu að sækja fískinn." Það má vel vera en því miður var það ekki gert heldur var fáeinum einstaklingum gefinn allur fiskur- inn í sjónum. Aðrir sem getu hafa til að sækja fiskinn geta einungis fengið að gera það með því að greiða sægreifunum næstum 100 króna auðlindaskatt á hvert þorsk- kílógi'amm sem þeir draga úr sjó. „Islendingar urðu að velja hvort þeir vildu halda áfram sífelldum taprekstri í útgerð eða leita nýrra leiða.“ Teknir hafa verið af þjóðinni mörg hundruð milljarðar króna handa nokkrum vildarvinum en það er af og frá að sú „fiskveiði- stjórnun“ hafi stuðþað að nokkrum gi'óða í útgerð. Utgerðin tapar engu minna en áður og heldur áfram að auka skuldir sínar. Þær eru nú um 130 milljarðar króna og hækka um 5-10 milljarða króna á ári hverju, og það þrátt fyrir alla þá milljarða sem grunlausir hluta- bréfakaupendur eru plataðir til að ausa í hítina. Þeir einstaklingar sem keppast nú um að kaupa hlut í Landsbankanum fyi'ir sparifé sitt mættu alveg íhuga hvort útvegur- inn ætlar sér eitthvað fremur að greiða skuld sína við hann en við Útvegsbank- ann sáluga. „Enginn ræðst í útgerð ef hann sér fram á tap.“ Þessi setning er al- veg í mótsögn við þá fyrri enda vantar framhald á setning- una, þ.e. tap sem hann þarf sjálfur að greiða. Eins og fram kemur í fyrri fullyrð- ingu auglýsingarinn- ar um sífelldan tap- rekstur hér áður fýrr, hafa skattgreiðendurnir alltaf þurft að greiða taprekstur útgerð- arinnar og hætt er við að núver- andi stöðug skuldasöfnun hennar falli fyrr eða síðar á almenning líka enda er það gjarnan skoðun út- gerðar að skuldir hennar eigi bara að afgreiða með einu pennastriki á nokkurra ára fresti. „Það er ekki sjálfgefið að útgerð gangi upp og skili hagnaði.“ Einstakir útgerðarmenn gi'æða mismikið en það er vissulega alveg sjálfgefið að frjáls útgerð sem ekki getur komið tapi sínu yfir á aðra mun skila hagnaði, þ.e. nægum launum handa þeim sem að henni koma, einmitt vegna þess að eng- inn ræðst í útgerð ef hann sér fram á tap sem lendir á honum sjálfum. Þetta mun útgerðin gera alveg án tillits til þess hvort eða hvernig hún er styrkt eða skattlögð en fyrrverandi sjávarútvegsráðherra er svo dæmalaust ósvífinn að hann heldur ræðu á þingi Sameinuðu þjóðanna um hve hræðilegt það er af útlendingum að styrkja sína út- gerð til offjárfestinga og ofveiði en á Islandi íjalla ræður hans um hversu hræðilegt það væri að skattleggja íslenska útgerð til að hindra offjárfestingu og ofveiði. Auglýsingin klykkir svo út með línuriti yfir heildarafla sem á víst að sýna hvernig aflinn hefur farið vaxandi undir núverandi fiskveiði- stjórnunarkerfi. Ekki er þó hægt að lesa það út úr línuritinu nema af þeirri áherslu sem lögð er þar á aflatopp árið 1987. Hins vegar er aldeilis ekki sýnt á því línuriti að á nýloknu fiskveiðiári 1998 var heild- araflinn hálfri milljón tonna minni en á metárinu þar á undan. Þar að auki eru það fyrst og fremst loðnu- veiðarnar sem sjást á þessu línu- riti. Þótt þær séu meii'ihlutinn af aflamagninu skipta þær þjóðarbúið litlu máli miðað við botnfiskveið- arnar og gjafakvótakerfið hefur nú minnst bein áhrif á þær. Óbein áhrif gjafakvótakerfisins eru þó sennilega mjög vemleg, þ.e. ætli það sé ekki einmitt minnkun botn- fiskstofnanna undir því kerfi sem hefur gert mögulegt að auka svo loðnuveiðamar? Höfundur er eðlisfræðingur. Einar Júlíusson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.