Morgunblaðið - 02.10.1998, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 02.10.1998, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ HESTAR FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 1998 45 w Sumarexem f fslenskum hrossum erlendis alvarlegt vandamál Blóðpróf á markað eftir nokkur ár Sumarexem er kvala- fullur sjúkdómur sem leggst á um það bil 30% íslenskra hrossa sem flutt eru til útlanda. Björn Stein- björnsson dýralæknir sem er í doktorsnámi í Hannover sagði Asdísi Haraldsdóttur frá rannsóknum og blóðprófi sem nú er verið að þróa og hann bindur miklar vonir við. SUMAREXEM hefur lengi verið þekkt vandamál en sjúkdómurinn leggst þyngra á íslensk hross sem fædd eru á íslandi en þau sem fædd eru erlendis. Sjúkdómurinn er fyrsta stigs ofnæmi sem orsakast af því að mýflugur sem sjúga blóð hreinsa fyrst slím úr sograna sínum inn í fórnardýrið áður en þær sjúga blóðið. I slíminu eru próteinefni sem valda ofnæminu. Fyrii- tveimur árum hófust aftur rannsóknir á sumarexemi við Dýralæknaháskól- ann í Hannover, en þær höfðu legið niðri um langt skeið vegna fjár- skorts. Fyrstu athuganirnar á sumarex- emi í íslenskum hrossum voru gerð- ar við Dýralæknaháskólann í Hannover þegar árið 1959. Um langt skeið hefur orsakavaldurinn einnig verið þekktur og ferli sjúk- dómsins, en engin lausn hefur enn fundist. Blóðpróf vekur miklar vonir Fyrir 12 árum var sett í gang vís- indalegt rannsóknarverkefni í Hannover á sumarexemi, en vegna fjárskorts varð að hætta við það. Nú eru liðin tvö ár frá því ákveðið var að halda rannsóknunum áfram. Bjöm Steinbjömsson dýralæknir hefur komið að þessum rannsókn- um og segir hann að þær miklu framfarir sem átt hafa sér stað í ónæmisfræðum og erfðatækni á undanfómum árum geri það að verkum að eldri rannsóknin sé nú gerð með breyttu sniði. Menn eru mjög nú bjartsýnir á að niðurstöður fáist og í framhaldi verði jafnvel hægt að leysa vandamálið með því að þróa bóluefni. Bjöm segir að sú deiid innan háskólans þar sem rannsóknirnar fara fram hefur næga þekkingu og alla burði til þess. „Það sem hefur ekki verið alveg ljóst og verið er að rannsaka núna er hvernig ónæmiskerfi hrossa bregst við orsakavaldi sjúkdóms- ins,“ segir Björn. „Við erum að reyna að skilgreina ferli sjúkdóms- ins betur hjá íslenska hestinum sérstaklega og þróa blóðpróf í framhaldi af því. Þá er tekið blóð úr hrossi og í það blandað ónæmis- vökvum frá hrossum sem hafa fengið sumarexem. Síðan er skoðað hvernig ónæmisfrumur í hrossinu bregðast við. Með þessu erum við að þróa blóðpróf sem sýnir fram á hvort hestur er móttækilegur fyrir sjúkdómnum eða ekki. Það tekur um það bil þrjú til fimm ár að fullþróa Morgunblaðið/V aldimar Kristinsson HESTURINN Muggur sem fæddur er á íslandi og var seldur til Þýskalands var illa þjáður af sumarexemi og stóð til að fella hann. Fyrir tveimur árum var gerð tilraun með að hafa hann inni frá því síðdegis og fram á morgun og hefur þannig verið hægt að halda sjúkdómnum í skefjum. blóðprófið svo það verði markaðshæft. Þegar þessu fyrsta stigi er náð opnast leið til að sía út þau hross sem eru móttækileg fyrir sjúkdómnum og halda þeim eftir í land- inu. Þá verður hægt að selja hross út með ein- hverri ábyrgð og vott- orði um hvort veikleik- inn er til staðar í þeim eða ekki. Einnig verður hægt að veita þeim hrossum sem þegar eru í útlöndum sérstaka vernd ef í ljós kemur að þau eru móttækileg fyrir sumarexemi. Spurning um dýravemd Við megum ekki gleyma því að á okkur íslendingum hvflir gífurleg ábyrgð þegar við seljum hross úr landi. Þar með enim við að ávísa sjúkdómnum á um 30% þeirra og þetta höfum við gert áratugum saman. í mínum huga er þetta spurning um dýravernd. Sjúkdóm- urinn er mjög kvalafullur. Hross sem fá sumarexem fá flest óbæri- legan kláða og þau klóra sér þangað til sársaukinn sem klórið veldur er orðinn meiri en óþægindin af kláð- anum. Þá eru þau oft búin að klóra sig til blóðs og opna sár inn í líka- mann. Okkur ber því skylda til að taka af skarið í þessum rannsóknum og veita í þær fjármagn. Hingað til hefur verið talað fyrir daufum eyr- um en að undanförnu hef ég verið að kynna þessar rannsóknir hér heima og vona að það beri árangur. íslendingar hafa mestra hags- muna að gæta Sjúkdómurinn veldur miklum fjárhagslegum skaða og er þess eðl- is að hann getur haft alvarlegar af- leiðingar fyrir markaði okkar í útlöndum. Spurningin er hvort við ættum ekki að líta á það sem skýr skilaboð þegar traustir markaðir, eins og í Þýskalandi, minnka allt í einu. Sá fjárhagslegi skaði sem samdráttur í hestaútflutningi gæti valdið er margfaldur á við þær fjár- hæðh- sem Islendingar þyiftu að Björn Steinbjörns- son dýralæknir. leggja í rannsóknirnar." Björn telur að hin ýmsu krem og smyrsl hafí ekkert að segja gegn sumarexemi. Hesta, sem fá sumarex- em, þarf að verja fyrir stungum flugunnar og eina ráðið er að halda þeim inni frá því seinni hluta dags fram á næsta morgun, þar sem flug- urnar eru skæðastar við sólsetur og sólarupprás. Þá er eigandinn í raun og veru með sjúkling í höndunum og telur Bjöm að um 90% þeirra sem ætla að kaupa sér hest í útlöndum spyi-ji íslenskan hvort hann sé fæddur á Islandi eða í útlöndum. „Þetta er ekkert nýtt,“ segir hann, „en það hefur aukist mikið. Hestakaupmenn í útlöndum nota þetta líka og markaðssetja hestana sína sem sumarexemfría, sem þó er fullmikið sagt. Það er því brýnt að leysa þetta vandamál sem fyrst. Við megum ekld missa af þessum nýja möguleika. En það er Ijóst að ef ekkert fjármagn kemur frá íslandi, sem hefur mestra hagsmuna að gæta, munu rannsóknirnar taka mun lengri tíma og niðurstöðurnar verða ekki okkar. Fjárstreymi til rannsókna hefur minnkað mikið í Þýskalandi á undanfórnum árum og í þessu tilfeili er ekki um þýskt vandamál að ræða. Verkefnið fær heldur ekki peninga frá Efnahags- bandalaginu þar sem vandamálið er ekki talið skipta það miklu máli.“ Bóluefni eftir 10-15 ár Björn telur raunhæft að reikna með að það taki 10-15 ár að þróa bóluefni gegn sumarexemi. Hann segist hugsa til þess hvað hefði getað áunnist ef rannsóknirnar sem hófust fyrir 12 árum hefðu haldið áfram. „Til þess að þróa bóluefni verður að einangra ofnæmisvakann úr slímefninu í sograna flugunnar. Enn er ekki vitað nákvæmlega hvaða efni þetta eru. Dýralækna-' háskólinn í Hannover stendur nú í viðræðum við gamlan prófessor í Strassburg í Frakklandi sem hefur ræktað mýflugur í mörg ár. Hann er að fara á eftirlaun og háskólinn er að hugsa um að kaupa þessar flugur í þeim tilgangi að einangra þennan ofnæmisvald úr sograna flugnanna. Aðferðir sameindalíf- fræðinnar gefa möguleika á því. Ef þetta tekst liggur beinast við að framleiða bóluefni og þá er búið að leysa stóran hluta vandamálsins. Eftir það er hægt að beina sjónunu, sínum að erfðafræðinni og sjá hvaða gen valda veikleikanum. í framtíðinni sé ég fyi’ir mér að hægt verði að taka blóð úr hestum og rannsaka hvort þeir hafí þetta gen og síðan að hefjast handa með að rækta þetta út úr kyninu. Það gæti tekið 100 ár. Að þessu ætti að stefna, en fyrst ætti að leggja áherslu á blóðprófið og síðar bólu- efnið. Samkvæmt nýlegum sviss- neskum rannsóknum bendir ýmis- legt til þess að sumarexem sé erfðatengt. Sú vitneskja leysir ekki vanda okkar kynslóðar og þeirrar næstu. En vegna stórstígra fram- fara í vísindum er aldrei að vita nema þetta taki allt mun skemmrri - tíma.“ Verðum að taka okkur á Bjöm segir mikið velta á því hvort íslendingar grípi í þessa útréttu hönd og hendi sér út í verkefnið. Um er að ræða að héðan komi 5 milljónir króna á ári í 3 til 5 ár. í staðinn verði menntaður upp ofnæmisfræðingur með sérsvið með það fyrir augum að hann kæmi aftur til íslands með þekkinguna með sér. „Það væri óskandi að fjármagn^ fengist frá íslandi svo við yrðum þátttakendur í alvöra vísinda- rannsóknum á þessu mikla vandamáli sem sumarexemið er. Þar með yrðum við líka meðeigend- ur að niðurstöðunum. Mér fínnst að þetta fjármagn ætti að fara í gegn- um nálaraugu viðurkenndra vís- indamanna, svo sem hjá Vísinda- sjóði Islands. Þeir geta metið hvort lögmál vísindanna séu í heiðri höfð. Skilað yrði inn áfangaskýrslum ár- lega svo hægt yrði að meta árangur starfsins og sjóðurinn gæti því hætt fjárframlögum teldi hann ekki rétt að málum staðið. Eg hef heyrt Islendinga gagn- rýnda fyrir að láta þetta mál ekki til sín taka og ég held að við verðum að taka okkur verulega á ef við viljum láta taka mark á okkur og halda for- ystunni í hinum ýmsu málefnum er varða íslenska hestinn í heiminum," sagði Björn Steinbjörnsson. Asdís Haraldsdóttir Aðalfundur FEIF í London Samræmdar reglur kynbótadóma ræddar íjf- AÐALFUNDUR Alþjóðasam- taka eigenda íslenskra hesta sem haldinn var í London fyrir skömmu samþykkti að hækka gjald það sem aðildarlöndin greiða til samtakanna. Var þessi samþykkt gerð til að endar næðu saman í fjármálum sam- takanna að sögn Hallgríms Jón- assonar framkvæmdastjóra Landsambands hesta- mannafélaga. Á fundinum kom fram að auknar kröfur eru gerð- ar um ýmsa þjónustu af hendi samtakanna og því fylgi aukinn kostnaður. Þá var einnig samþykkt að 10% af inngangs- eyri næstu tveggja heimsmeist- aramóta rynnu til samtakanna en þó yrði greiðslan aldrei lægri en 24 þúsund svissneskir frank- ar. Þjóðverjar eru fjölmennastir innan samtakanna með um 15 þúsund manns skráð. Þá voru samþykktir ýmsir viðaukar og orðalagsbreytingar við keppnisreglur til að hnykkja á og undirstrika ýmis ákvæði reglnanna. Ekki var um að ræða neinar eiginlegar breytingar á keppnisreglum. Svíinn Lasse Eklund var end- urkjörinn formaður FEIF. Full- trúi frístundareiðmanna í stjórn, Niels Jacobsen frá Danmörku, baðst lausnar frá setu í stjórn vegna breytinga á vinnu hjá sér og var Hannes Kirchmeyer, Austurríki, kjörinn í hans stað. Að öðru leyti er stjórn samtak- anna óbreytt. Freddy „Pini“ Lehr frá Sviss er varaformaður, Susan Kraus frá Austun-íki er gjaldkeri, Fi Pugh, Englandi, er ritari, Jens Otto Veje, Dan- mörku, ræktunarfulltrúi, Tone Kolnes, Noregi, er íþróttafulltrúi og Eva Marie Gerlach er æskulýðsfulltrúi. Nokkrar umræður urðu um ræktunarmál og var mönnum tíðrætt um dóma á feti í kynbóta- dómum. Jens Otto Veje ræktun- arfulltrúi benti á nauðsyn þess að reglur um dóma íslenskra kyn- bótahrossa í aðildarlöndunum yrðu samræmdar. Umræðunni um samræmdar reglur og þar með talið fet í dóminn er haldið áfram í nefnd.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.